Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 3
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 D 3
og öðrum kökum. Því kökur eru ekki
bara kökur, þær geta verið misjafnar
að uppbyggingu og haft ólíkan „per-
sónuleika“.“ Hann segir það sama
gilda um súkkulaði, konfekt, ís og eft-
irrétti. Eftirréttur eigi t.d. ekki bara
að vera „eitthvað sætt“ til að enda
máltíð, heldur á hann að kveikja elda.
„Þetta er líka spurning um hvernig
fólk matast. Það er hollara að borða
lítið af „alvöru“ sætindum en að
hakka í sig eftirlíkingar. Og mér hef-
ur alltaf þótt svolítið merkilegt hvað
fólk spáir mikið í fituinnihald í mat,
en þegar það fær sér súkkulaði þá
virðist það ekkert velta fyrir sér inni-
haldinu. Það er mikill munur á holl-
ustu eftir því hvaða súkkulaði þú ert
að borða. Langoftast er fólk á Íslandi
að borða súkkulaði sem er kakó með
palmaolíu, jurtafeiti eða annarri fitu.
Flestir gera ekki aðrar kröfur en
þær að fá eintóna mjólkursúkkulaði
með mismunandi núggatfyllingum,
því þeir þekkja ekkert annað.“
Ásgeir segir að fólk finni ekki
muninn fyrr en það smakkar alvöru
súkkulaði og hann ætlar að veita
Frónbúum þessa ánægju sem honum
finnst þeir hafa farið á mis við.
Og til stendur að halda námskeið
um súkkulaði.
„Ég get lofað því að það er mikil
sæla að borða alvöru súkkulaði, enda
inniheldur það samskonar efni og
heilinn framleiðir þegar við erum
ástfangin! Í allt sem við búum til hér í
Konditoríinu notum við hágæða
súkkulaði sem er með ólík einkenni
eftir prósentustigum ákveðinna efna
og meðhöndlun í vinnslu. Það er heil-
mikill skóli að læra að þekkja muninn
á milli stiga og hvað passar með
hverju – ekki ólíkt því að læra á vín.
Þetta er ferskt súkkulaði sem
meðal annars er ræktað við Ind-
landshafið og hefur ákveðið sýru-
magn sem er ekki í öðru súkkulaði.
Svona hráefni er hægt að nota sem
krydd með mat. Súkkulaðisósa fer til
dæmis alveg prýðilega með fiski ef
lagað er á réttan hátt,“ fullyrðir Ás-
geir. Hráefnið skiptir öllu máli þegar
framleiða á gæðavöru og hann nefnir
nokkur dæmi.
„Það er mikið atriði að nota ein-
göngu árstíðabundna ávexti og
grænmeti. Eins notum við eingöngu
smjör í okkar framleiðslu og svo
mætti lengi telja. Auðvitað kostar
þetta sitt og við getum farið miklu
auðveldari og ódýrari leið, en við vilj-
um frekar fara þessa leið og leggja
áherslu á gæðin.“
Erfitt að smakka
í gegnum síma
Norsk kærasta Ásgeirs, hún Gro
Elisabeth, hefur unnið á stóru
konditoríi í Danmörku og hefur
mikla reynslu af brúðkaupstertu-
gerð. Þetta kemur sér vel, því
Sandholt-Konditori ætlar að leggja
áherslu á brúðkaup og aðrar veislur.
„Við ætlum að halda svokölluð
brúðkaupskvöld fyrir væntanleg
brúðhjón og bjóða þeim að smakka á
öllu því sem við höfum í boði. Ég hef
þá trú að það skili sér betur að láta
fólk bragða á því sem það ætlar að
bjóða gestum sínum upp á, en að telja
allt upp í gegnum síma. Á svona
kvöldum ætlum við líka að tala um
hefðir sem liggja að baki brúðkaups-
tertum.“
Ásgeir segir útlit og innihald þurfa
að tóna saman og það skipti miklu
máli að matur sé fallegur. Augað selji
vöruna en bragðið fái fólk til að koma
aftur. Unga kökuskreytingaparið
getur gert ótrúlegustu listaverk úr
mat sem hægt er að nota til skrauts í
veislum. Má þar nefna hesta úr
súkkulaði og undurfagra svani úr
sykri, en þeir eru búnir til með sömu
aðferð og notuð er við glerblástur.
„Við blásum í bráðinn sykur. Þetta
er ævagömul aðferð til að búa til
skraut og var mikið notuð á tímum
stóru kónganna í Frakklandi. Þá
borðaði fyrirfólkið kannski samfleytt
í ellefu klukkustundir og máltíðirnar
innihéldu tuttugu rétti. Í slíkum
veislum var mikið um skreytingar úr
sykri, ís og súkkulaði.“
Það er kannski ekkert undrunar-
efni að Ásgeir kunni að búa til góð-
gæti því hann skartar bæði Norður-
landa- og Íslandsmeistaratitli í köku-
skreytingum. Hann brá sér líka til
Portúgal á síðasta ári og tók þátt í
heimsmeistaramótinu.
„Við Gro Elisabeth höfum alltaf
gert þetta saman þannig að hún á titl-
ana ekkert síður en ég,“ tekur hann
fram en þau skötuhjúin hafa sannar-
lega haft í nógu að snúast undanfarið.
„Þetta er búið að vera mikið álag
og auðvitað tekur það á að vera nán-
ast aldrei aðskilin 24 tíma sólar-
hringsins. En þetta kemur til með að
breytast þegar hlutirnir komast í
fastari skorður, þá skiptum við með
okkur vinnudeginum. Og við sjáum
sannarlega ekki eftir að hafa farið út
í breytingarnar því viðskiptavina-
hópurinn hefur stækkað frá því við
opnuðum Konditoríið. Þetta hefst allt
með samvinnu, bæði fólksins í fjöl-
skyldunni, starfsfólksins og við-
skiptavinanna,“ segir Ásgeir að lok-
um, bjartsýnn á framtíðina.
Vörum frá Sandholt ekið út í kringum 1930, á tímum mjólkurbrúsa og
hveitisekkja. Í bíl situr Arthúr Ísaksson en sendisveinn á hjóli er Haukur
Friðriksson sem síðar stofnaði Grensásbakarí.
Brautryðjandinn Stefán Sand-
holt bakar rúgbrauð á fyrri
hluta síðustu aldar.