Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 5
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 D 5 sportflíkurnar eiga heima á mörkuð- um fyrir notuð föt að hans mati. Jacobsson boðar áframhaldandi blöndu mynstra, lita og efna. Stór- mynstraðar blússur síðasta vetrar lifa sumarið af, svo og hnésíð pils og kvartbuxur, fatnaður og aukahlutir í breskum yfirstéttarstíl. Gömul tíska skýtur upp kollinum, þó ekki eins skýr og áður. Ýmislegt minnir á sjö- unda áratuginn, annað á stríðsár- in. Plíseruð pils og refaskinn geta lent saman við gaddabelti og mynstraða ömmublússu. Hælarnir ýmist himinháir og oddmjóir eða lágir. Því óvenjulegra lag því betra og þykkir hæl- ar eru harðbannað- ir. Táin; hættu- lega mjó eða alveg þver. Stíg- vélin með mjúku aðskornu skefti. Herramönnunum verður boðið upp á fyrir- ferðarmikla gervipelsa, brún flauelsjakkaföt og brúnar og fjólubláar peysur með mynstruðum prjónavestum. Filt- og ullarefni verða áfram, skórnir úr rúskinni með stungnu mynstri og bindin, þau verða með stungnum kanti og stutt. Eins konar þindarbindi. Hvað börnin varðar var eftir því tekið að kynþokkafullur klæðnaður handa stúlkubörnum er á útleið enda mörgum sem þótt hefur nóg um bera nafla og bak, aðskorinn fatnað og hálfgegnsæjan. Hart hefur verið deilt um þá tilhneigingu að sýna meira og meira af barnsholdi og greinilegt er að fataframleiðendur hafa tekið sneiðina til sín. Kröfum hinna allra yngstu um kynþokkafull- an fatnað virðist hafa verið hafnað þetta árið. Að öðru leyti virðist barnatíska margra sem fyrr vera stæling á því sem fullorðnir vilja láta sjá sig í. Lit- irnir og mynstrin mikið til hin sömu. Og næsta vetur eiga allir að vera í peysu. Ljósmynd/Katrín Ragnars sölukona hvíldi lúin bein er hægðist um í Hún var að sjálfsögðu klædd nýjustu tísku. Morgunblaðið/Urður Sýning nema við Danska hönnunarskól- ann í anddyri Øksnehallen gaf tóninn. Morgunblaðið/Urður Stutt og stungin bindi eru það sem koma skal. Litirnir eru ekki úr lausu lofti gripnir. Grænlandsselur í bláma og grænt loðfóður. Morgunblaðið/Urður Illmögulegt er að sjá mun á gerviskinnum og ekta. anef a tt, r. er st r u.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.