Morgunblaðið - 02.03.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.2001, Blaðsíða 3
atriðum ofan í saumana á öllu því sem bar á góma. En eitt var það að öll pörin á námskeiðinu settu sér ákveðið markmið í sambúðinni, sem þau lýstu yfir í heyranda hljóði, og síðan voru gerðar ráðstafanir til þess að eftirlit yrði haft með því að þau fyrirheit yrðu haldin með því að þátttakendur hringja hverjir í aðra til að minna á og ýta á eftir. Tjáning tilfinninga Í nánum samböndum er tjáning tilfinninga mikilvæg. Það er hins vegar ekki alltaf auðvelt að tjá til- finningar sínar enda hafa fæstir þjálfun í því. Við erum fær um að lýsa því sem við gerum, fremur en því hvernig okkur líður. Í sambúð hlýtur að vera mikils virði að fólk geti tjáð hvort öðru tilfinningar sín- ar. Sama gildir raunar um kynlífið. Fólk er misjafnlega í stakk búið til að ræða opinskátt um það, jafnvel fólk sem búið hefur lengi saman. En þar sem kynlífið er stór þáttur í samskiptum maka verður fólk, sem er í sambúð, auðvitað að geta talað saman um þau mál. Pörin fara nú aftur inn í herberg- in með kertaljós. Það er ýmislegt sem þarf að ræða. Sigríður Anna deilir út spurningalistum um hina ýmsu þætti sem æskilegt er að tala saman um. Umhyggja skiptir til dæmis miklu máli í samskiptum maka, það er að gefa makanum færi á að tjá sig og að hlusta á hann. Væntumþykja, blíða og hlýja er af sama toga. Það vermir sambandið að sýna væntumþykju. Blíðu og hlýju er hægt að sýna með ýmsum hætti án þess að mikið fari fyrir því. Það er til dæmis nóg að snertast með tánum á meðan maður er að lesa Sunnudags-Moggann uppi í rúmi. Þakklæti er annað sem skiptir máli. Það eykur á hamingjuna í sambandinu að kunna að meta það góða, og hugsa um og muna eftir já- kvæðum atvikum úr fotíðinni. Að hugsa fallega um maka sinn og hrósa honum. Slíkur hugsanagangur dregur úr áhrifum neikvæðra við- horfa sem geta skotið upp kollinum. Maki sem sýnir samúð eykur á hlýjuna í sambandinu. Samúðin myndar eins konar samhljóm. Ekki má heldur gleyma gleðinni, og því að geta deilt henni með maka sínum. Einnig var komið inn á fífla- ganginn í sambandinu og ítrekað að það væri nærandi fyrir sambandið að „fíflast“ saman. „Það er hollt og gott að taka lífið ekki alltof alvar- lega“, segir í minnisblöðunum frá leiðbeinandanum. Spurningarnar og umræður um þær við makann laða fram dýpri skilning á sambandinu. Mörgu var ósvarað en spurningalistana á að nota sem áfram- haldandi vegvísi í framtíðinni, til styrktar ástinni og jákvæðum samskiptum. Næsta atriði var að læra að nudda hvort annað. Katrín Óskarsdóttir, jógakennari og nuddari frá Hvols- velli, var mætt á staðinn og kenndi þátttakendum undurstöðuatriðin í ástar- og kærleiksstyrkjandi paranuddi. Þarf ekki að fara mörgum orðum um gagnsemi slíkrar kunnáttu. Áhrifamikil hugvekja Að loknu nuddinu fóru sum- ir í gönguferðir um nágrennið en aðrir slöppuðu af í sánunni og heita pottinum eða lögðu sig uppi á herbergi. Fjórréttaður kvöldverður beið svo þátttakenda í matsaln- um og þótti hann ljúffengur og vel heppnaður að allra mati. Áhrifamesti þáttur námskeiðs- ins var þó lokaathöfnin í kirkj- unni á Skógum á sunnudeginum. Þórður Tómasson flutti fróðlegan fyrirlestur um kirkjuna, sem byggð er úr hlutum og pörtum úr ýmsum áttum og frá ólíkum tímum og má rekja uppruna nokkurra kirkjumun- anna aftur í aldir. Altaristaflan er sú sama og Þórður á Skógum hafði fyr- ir augunum sem barn, en hann hef- ur unnið ómetanlegt starf varðandi endurbyggingu kirkjunnar og upp- byggingu byggðasafnsins á Skóg- um. Séra Halldór Gunnarsson í Holti flutti síðan hugvekju um hjónaband- ið og mæltist honum vel og viðbúið að falleg orð hans um hjónabandið og gildi þess hafi skilið mikið eftir í hjarta þeirra er á hlýddu. Prest- urinn tók síðan pörin, hvert fyrir sig, upp að altarinu og blessaði samband þeirra. Athöfnin var tákn- ræn og hefur eflaust blásið mönnum í brjóst aukna bjartsýni á lífið og til- veruna. Kertaljós og hjartað rautt. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 D 3 Mjög got t verð ! FYRIR HANDÞVOTT A L D R E I L É T T A R A LÉTTA fæst nú í 100 grömmum léttari öskjum og því meðfærilegra en áður. Í LÉTTA er hlutfall ómettaðrar fitu með því hagstæðasta sem býðst í viðbiti á markaðnum. Þess vegna er LÉTTA kjörið handa þeim sem vilja forðast óholla fitu en jafnframt njóta góða bragðsins og létta með því tilveruna. Létta er hollur og góður kostur alla daga. f í t o n / s í a F I 0 0 1 8 4 9 sagði að svo mikil neikvæðni væri komin upp í sambúðinni að hún fyndi engar tilfinningar í garð mak- ans og þau væru að hugsa um að skilja. Þessum hjónum ráðlagði ég að fara frekar í einkameðferð. En þó eru dæmi um að nám- skeiðið hefur gagnast fólki með sambúðarvandamál. Ég man til dæmis eftir einni konu sem sagði við mig: „Nú hef ég upplifað aftur ást- artilfinningu, sem ég bar í brjósti til maka míns fyrir mörgum árum, en var horfin. Ég er búin að ýta burtu neikvæðninni og finna ástina aftur.“ Sigríður Anna sagði að mark- miðið með námskeiðinu væri enn- fremur að gefa fólki kost á að hvíl- ast saman og slappa af í fallegu umhverfi. „Fólk vinnur mikið og margir hafa sagt mér að það hafi lít- inn tíma til að sinna einkalífinu. Þegar fólk er þreytt og stressað get- ur oft verið stutt í misskilning og leiðindi. Hluti af námskeiðinu mið- ast að því að láta fólk slappa af og njóta þess góða sem það á saman. Ég hugsaði líka með mér að dag- skráin mætti ekki vera of stíf. Það þyrfti líka að stjana dálítið við fólkið og gefa því gott að borða. Ég held að það hafi tekist ágætlega að blanda þessu saman, ákveðnum skammti af jákvæðri fræðslu, upp- lyftingu og hvíld.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.