Morgunblaðið - 02.03.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.2001, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 . M A R S 2 0 0 1 B L A Ð D Amerískir Vöðvabólga Liðagigt Kviðslit Bakverkur Höfuðverkur Heilsudýnur í sérflokki!  ÁSTIR SAMLYNDRA HJÓNA/2  MÁNAÐANÖFNIN MEÐ UPPHAFS- STAF/4  HAUST- OG VETRARTÍSKAN 2001/2002 – EINFALT, KVENLEGT OG AÐSKORIÐ/6  LISTRÆNT VEGGJAKROT/7  AUÐLESIÐ EFNI/8 MATTIR pastellitir, appelsínugult, hindberjarautt, fjólublátt og glýju- grænt eru fremstir í flokki lita sumarsins að mati tískufræðinga. Einnig ofurhvítt með svörtu, ljós- brúnt í ætt við sólstrandarsand og leir, rjómalitur, ljósgult og húðlitarbleikt. Þá er gott að vera á varðbergi gegn spám um sýnilega málm- og perluáferð. Nokkrir fatahönnuðir þykja setja meiri svip á vor- og sum- artískuna en aðrir, svo sem Julien Macdonald, Donna Kar- an, Gucci, Ralph Lauren og Dolce & Gabbana (skyldi ein- hver vilja slá á þráðinn). Áhrif níunda áratugarins eru síst að fjara út en birtast eilítið fágaðri og stílhreinni árið 2001. Leðurfötin verða á sínum stað í sumar, en kannski léttari í krafti breyttra veðurskilyrða. Denim- eða gallaefni eru síst á undanhaldi en verða að þessu sinni með alls kyns litaslikju, eða þá bara snjóþvegin. Vert er að taka fram að snjóþvegn- ar flíkur nýrrar aldar þykja eilítið smekklegri en forverar þeirra frá liðnum áratugum. Sem betur fer. Blúndur, spreklur, rúður og net Lykilefni sumarsins eru með neta- og blúnduáferð, popp- listarmynstri, ljósmyndabrotum, rúðum, kössum og stórum, litfögr- um spreklum svo eitthvað sé nefnt. Þá má að líkindum finna flíkur úr styrktum pappírsefnum sem og náttúrulegri blöndum hér og hvar. Hvað aukahluti áhrærir má benda á breið og mjó mjaðmabelti, mittislinda og fíngerðar keðjur, grískættaða sandala og sjóngler í margvíslegum litum. Litir eru ekki bara tákn um til- tekna bylgjulengd, heldur líka sagð- ir til marks um skapgerð sem vert er að hafa til hliðsjónar. Litur app- elsínunnar er sem sagt ekki bara ávísun á c-bætiefni, heldur þögull vitnisburður um eigindir á borð við færni, sjálfhverfu og óþolinmæði. Appelsínugult er jafnframt talinn litur hagsýni og sköpunargleði. Froskagrænt er sagt tákna var- kárni og tortryggni, ljósblátt næmi og viðkvæmni, dökkblátt gáfur og sjálfstæði, fjólublátt samúð og skarpskyggni og hvítt jákvæðni, bjartsýni og jafnvægi. Og þeim sem vilja birgja sig upp með hliðsjón af spám um litaskala hausts og vetrar er ráðlagt að hafa hugann við jarð-, rauð-, múrsteins-, kaffi- og kamelbrúnt, grenitrés- og mosagrænt, berjablátt, sinnepsgult, hafra- og fílabeinslitt og hávetrar- hvítt. Farið varlega! hke Sumargular örbuxur, mjaðma- belti og gulrauðleit sjóngler eru eitt dæmi um vor- og sumar- tísku. Annað dæmi er í appels- ínugulu með möskva í yfirstærð. Skuggaskipti Reuters sumarsins Tárablómsbleikt með hvítu. Morgunblaðið/Golli Ljósblátt og leirbrúnt. Hindberjarautt og rjómagult.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.