Morgunblaðið - 02.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.2001, Blaðsíða 8
Hér er ein flugbraut í Vatnsmýri og önnur í uppfyllingu í Skerjafirði. Nær er Kópavogur. Hér er flugvöllurinn í hrauninu við Hafnarfjörð. Hér er flugvöllurinn á uppfyllingu á Lönguskerjum í Skerjafirði. Mikið land losnar á svæðinu ef flugvöllurinn fer annað. Það er sýnt innan gulu línunnar. Hér eru tvær flugbrautir í Vatnsmýri í stað þriggja nú. Ný byggð er merkt með grænu. Hvar er hægt að kjósa? KOSIÐ verður um framtíð flugvallar í Vatnsmýri 17. mars. Íbúar Reykjavíkur 18 ára og eldri geta kosið. Þeir sem vilja kjósa skriflega geta gert það í Ráðhúsinu dagana 10.–16. mars. Á sjálfan kjördaginn verður kosið á tölvu. Kjósendur eru ekki bundnir við ákveðna kjördeild. Þeir geta kosið í Ráðhúsinu, Kringlunni, Laugarnesskóla, Seljaskóla og Engjaskóla. Hvernig verður spurt? VALIÐ verður á milli tveggja kosta. Spurt verður: „Vilt þú að flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016?“ eða „Vilt þú að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri eftir 2016?“ Viltu að flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016? VERÐI þessi kostur valinn þýðir það að flugvöllurinn verður þar áfram en í breyttri mynd: Annaðhvort með tveimur flugbrautum í stað þriggja nú eða með eina braut á landi og aðra braut í uppfyllingu í Skerjafirði. Viltu að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri eftir 2016? VERÐI þessi kostur valinn kemur líklega þrennt til greina: að flugvöllurinn verði á uppfyllingu á Lönguskerjum, að hann verði í hrauninu sunnan við Hafnarfjörð eða hann flytjist til Keflavíkur. Framtíð flugvallar AUÐLESIÐ EFNI 8 D FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRÆÐSLA verður um húsnæðismál í Miðstöð nýbúa við Skeljanes þriðjudaginn 13. mars, klukkan átta til tíu um kvöldið. Fjallað verður um íbúðaleit, húsaleigu-samninga og fleira. Þýtt verður á ensku og taílensku. Á döfinni Fræðsla um húsnæði Netfang: auefni@mbl.is „ÞETTA var það sem breskur landbúnaður mátti síst við,“ sagði Tony Blair forsætis-ráðherra þegar hann heyrði um gin- og klaufa-veikina. Veikin er mjög smitandi og leggst á húsdýr; kýr, kindur og svín. Einkennin eru lömun, lystarleysi og sár við kjaft og klaufir. Sett hefur verið bann á allan flutning á lifandi skepnum. Mörg þúsund dýrum hefur verið slátrað og hræin brennd á báli. Fólk er beðið um að vera ekki á ferð um sveitir Bretlands. Veikin kann að leiða til þess að fresta verði þing-kosningum sem eiga að vera í vor. Samtök bænda segja að það sé ekki sanngjarnt að efna til þeirra ef banna þurfi kosninga-fundi. Nútíma landbúnaður ýtir mjög undir smithættu, þegar lifandi skepnur eru seldar milli landa og sláturhúsum hefur fækkað. Veikin hefur aldrei greinst á Íslandi. Halldór Runólfsson yfir-dýralæknir ræður Íslendingum í Bretlandi frá að fara heim á bóndabæi. Við komuna til Íslands eigi þeir að hreinsa allan fatnað og forðast snertingu við dýr í fimm daga. Renata Künast, nýr landbúnaðar-ráðherra í Þýskalandi, vill leggja áherslu á lífrænan landbúnað. Hann felur í sér afturhvarf til hefðbundins landbúnaðar. Þessi krafa verður sterk í kjölfar kúariðu. Hér á Íslandi er fénaður á beit úti í óspilltri náttúru. Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um þann möguleika að auka sölu á lambakjöti til útlanda með því að höfða til neytenda sem vilja lífrænt ræktað kjöt. Hér á landi jókst sala á kindakjöti á síðasta ári. Um helmingur af öllu kjöti sem við neytum er kindakjöt. Mikið áfall fyrir breskan landbúnað Sveitirnar í sóttkví Reuters Skepnum hefur verið slátrað í Bretlandi. Eru hræin brennd á báli. Í DANMÖRKU er sérstakt ráð sem ákveður hvaða flóttamenn fá hæli í landinu. Ráðið heldur þrjá fundi í mánuði. Fyrir þessa fundasetu fá nefndar-menn góð árslaun. Þeim gengur hins vegar illa að halda sér vakandi á fundum. Nokkrir þeirra hafa nú verið dregnir fyrir dóm vegna ákveðins máls. Lögmaðurinn segir að svefninn hafi orðið til þess að maður frá Kosovo hafi ekki fengið hæli. Formaður ráðsins mótmælir og kveðst hafa lokað augunum til að einbeita sér betur. Lögmaðurinn segir það rangt, hann og tveir aðrir hafi verið í fastasvefni! Vel launað- ur svefn NÝLEGA var tekið í notkun nýtt hús á Sléttuvegi 9 í Reykjavík. Í húsinu eru 27 íbúðir hannaðar fyrir öryrkja. Húsið var reist samkvæmt samningi milli félagsmála-ráðuneytis og Öryrkja-bandalagsins. Nýjar íbúðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.