Vísir - 07.06.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 07.06.1979, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. júni, 1979 tMVi’AWM 9 Hvað er rall? Flestir vita að rall er eitthvað viðkomandi akstri bifreiða, en það er ekki kappakstur i eiginlegum skiln- ingi þess orðs, þ.e.a.s. kapp- akstur bifreiða. Rall er keppni bifreiðar við uppgefinn tima. Rallleið skiptist i sérleiðir og ferjuleiðir. Á sér- leiðum fer hin raunverulega keppni fram, en ferjuleiðirnar tengja sérleiðirnar saman. A báðum þessum leiðum skiptir það höfuðmáli að koma hvorki of fljótt né of seint i mark. Tvöatriði af þremur eru gefin upp. Þessi þrjú atriði eru: tim- inn sem tekur að fara vega- lengdina á hámark leyfilegs hraða vegalengd, og meðal- hraði. Hlutverk aðstoðarmanns er þvi að reikna út þriðja atrið- ið, sem t.d. getur verið vega- lengdin. Hlutverk ökumanns og aöstoðarmanns. ökumaður sér einungis um akstur bifreiðarinnar og á ekki að láta neitt annað trufla sig. Reyndin er sú, alla vega á sér- leiðum, að ökumaðurinn á fullt i fangi með að aka, svo að um önnur verkefni er alls ekki að ræða hjá honum. Hins vegar hvila mörg og erfið verkefni á aðstoðarmanninum og siður en svo veigaminni en aksturinn sjálfur. Allur útreikningur hvil- ir á herðum hans og á þeim þeytingi sem bifreiðin oftast er á getur verið erfitt að einbeita sér að þó ekki margbrotnari hlutum en að reikna út vega- lengd samkvæmt uppgefnum tima og meðalhraða. Flestir rallbilar eru búnir sér- Hvað er raii? stakri klukku og sérstökum hraðamæli til að auðvelda öku- manninum og aðstoðarmannin- um verkin og segja má að klukka og vegalengdarmælir séu lifæðar rallbils, en með alla þætti til hliðsjónar á að vera hægt að koma á réttum tima i mark. A sérleiðum verður bifreiðin að koma i mark á nákvæmlega réttri sekúndu, — ekki má skeika sekúndu. Komi bifreiðin of fljótt, bendir það til þess að henni hafi verið ekiö of hratt og tvö minusstig eru gefin fyrir hverja sekúndu sem á vantar réttan tima. Fyrir að koma of seint er hins vegar aðeins gefið eitt minússtig fyrir hverja sekúndu sem umfram réttan tima er. A ferjuleiðum er þess einung- is krafist að komið sé i mark á réttri minútu þannig að muna má allt frá 0 sekúndum upp i 59 sekúndur án þess að refsistig verði veitt. Aftur á móti eru reglurnar hinar sömu og á sér- leiðum, sé komið of seint eða of snemma. Keppnisleiðirnar. Nákvæmlega 24 timum fyrir keppni fá bilstjórar leiðarbók, sem leiðbeinir þeim um ferju- leiöir. Það er nokkur list að læra á slika leiðarbók. Einungis örv- ar sýna leiðirnar, engin kenni- leiti. Gefin er upp vegalengdnin að næstu beygju og við hliöina vegalengdin frá rásstöð. Aftur á móti eru sérleiðirnar ekki merktar i leiðarbókina, heldur eru á veginum sjálfum v-iövör- unarspjöld sem bæði visa veg- inn og gefa til kynna hættur á veginum. Ferjuleiðir eru yfirleitt um fjölfarnari vegi, en sérleiðirnar um fáfarnari og erfiðari vegi. Útreikningur. Eftir keppnina eru reiknuð út minusstig hverrar bifreiðar, en á hverri leið fá bilstjórar spjald, sem á er ritað tvennt af þrennu, timi, vegalengd eða meðalhraði og afhenda þeir spjaldið á næstu timavarðstöð og fá annað i staðinn og svo koll af kolli. í stóra Visis-rallinu i sumar verður þó staða hvers kepp- anda reiknuð út jafnóðum i sér- stakri tölvu. Úrslitin munu sið- an birtast við og við i Sýninga- höllinni á Artúnshöfða, en þar mun BIKR halda umfangsmikla skemmtun og sýningu á öllu þvi sem við kemur ralli, bilum og fleiru. —S.S. Vinnuskóli Kðpavogs teklnn tíl starfa: Um 500 ungiingar hreinsa bæinn Vegfarendur um Kópavogs- háls og viðar i Kópavogi hafa ef- laust tekið eftir miklum unglingafans, sem er i óða önn að hreinsa bæinn og snyrta. Þessir unglingar eru úr vinnu- skóla Kópavogs og var gærdag- urinn þeirra fyrsti dagur i vinn- unni. Að sögn Einars Bollasonar, sem er forstöðumaður vinnu- skólans, eru um 475 unglingar innritaðir i hann og eru þeir allt frá 13 ára og upp i 16 ára. Þeir yngstu vinna þrjá og hálfan tima á dag og að.eins i júni. Hin- ir vinna sjö tima á dag. Þessa fyrstu daga vinnuskól- ans vinna vinnuflokkarnir að hreinsunarstörfum en siðan tekur við almenn viðhalds- vinna. Að sögn Einars Bollason- ar er þetta fyrsta sumarið sem Kópavogsbær ræður ekki verk- taka yfir sumartimann. Flokkar unglinga munu að öllu leyti sjá um verktakavinnuna, s.s. gangstéttalagningu, skolp- leiðslur, girðingar, uppgræðslu ofl. Kaup ungmennanna er frá 627 kr. fyrir þau yngstu og upp i 799 krónur fyrir þau elstu. Siðustu daga vinnuskólans verða þau verðlaunuð með ferð- um út um landið og auk þess með verðlaunaskjölum. —SS— Á sunnanverðum Kópavogshálsi, á Hafnarfjarðarveginum, var vinnuflokkur Svanborgar tsberg, flokksstjóra, að hreinsa umferðareyjuna af rusli, og viðar um Kópavog mátti sjá unglingahópa við svipuð störf. Visismynd GVA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.