Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 B ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MILAN Janosevic, knatt-
spyrnumaður frá Júgóslavíu,
verður til reynslu hjá ÍBV á
meðan liðið dvelst í æf-
ingabúðum í Portúgal
snemma í næsta mánuði. Jan-
osevic kemur frá úrvalsdeild-
arfélaginu Zemun en hann er
21 árs og leikur ýmist sem
framherji eða tengiliður
vinstra megin. Landi hans, Al-
exander Ilic, verður einnig til
reynslu hjá ÍBV í ferðinni en
hann kemur til félagsins um
næstu helgi og leikur vænt-
anlega einn leik í deildabik-
arnum áður en farið er utan.
Eyjamenn halda til Portúgals
4. apríl og dvelja þar í viku.
ÍBV prófar
Júgóslava
HELGI Kolviðsson lék allan leik-
inn með Ulm sem tapaði fyrir Ober-
hausen, 3:1, í þýsku 2. deildinni á
laugardaginn. Ulm féll þar með nið-
ur í þriðja neðsta sæti deildarinnar
en fjögur neðstu falla.
GUNNLAUGUR Jónsson lék allan
leikinn með Uerdingen sem vann
Fortuna Düsseldorf, 3:1, í þýsku 3.
deildinni.
JÓHANNES Harðarson lék allan
leikinn með MVV Maastricht sem
tapaði, 3:1, á heimavelli fyrir Dord-
recht í hollensku 1. deildinni. MVV
er í 15. sæti af 18 liðum.
ANDRI Sigþórsson lék í 79 mín-
útur með Salzburg sem gerði jafnt-
efli, 1:1, við Graz AK á útivelli í aust-
urrísku úrvalsdeildinni. Hann fékk
gult spjald fyrir brot og var tekinn af
velli í kjölfarið.
HELGI Sigurðsson fékk loks tæki-
færi í byrjunarliði Panathinaikos og
lék allan leikinn þegar lið hans vann
Xanthi, 2:0, á útivelli í grísku deilda-
keppninni.
RAKEL Ögmundsdóttir lék síðari
hálfleikinn með bandaríska atvinnu-
liðinu Philadelphia Charge á laug-
ardaginn þegar það tapaði, 2:1, fyrir
Beijing FC frá Kína.
DRÍFA Skúladóttir skoraði 2
mörk fyrir Sola og Ragnheiður
Stephensen 2 fyrir Bryne í
nágrannaslag liðanna í norsku úr-
valsdeildinni í handknattleik á
sunnudag. Sola, undir stjórn fyrrum
Haukamannsins Kjetils Ellertsens,
vann stórsigur, 27:15.
ARON Kristjánsson skoraði eitt
mark fyrir Skjern sem gerði jafnt-
efli, 20:20, við Bjerringbro í dönsku
úrvalsdeildinni í handknattleik á
laugardaginn.
HULDA Bjarnadóttir skoraði
sömuleiðis eitt mark fyrir Skjern í
sigurleik gegn Esbjerg, 23:19, í 2.
deild. Skjernkonur voru þegar bún-
ar að tryggja sér sæti í 1. deild.
FÓLK
HELGI Jónas Guðfinnsson skoraði
21 stig fyrir Ieper er liðið lagði
Hasselt auðveldlega að velli, 93:75,
í belgísku úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik á laugardag. Helgi lék í
um 30 mínútur og stóð sig með af-
brigðum vel. Hann átti til að mynda
stóran hlut í því er Ieper hreinlega
stakk af undir lok fyrri hálfleiks
með því að hitta úr fjórum vítaköst-
um í röð og þriggja stiga körfu í
kjölfarið. Hann hélt sínu striki í
þriðja leikhluta er hann átti tvær
stoðsendingar og skoraði eina
þriggja stiga körfu á innan við
þremur mínútum. Ásamt því að
skora 21 stig í leiknum átti Helgi 5
stoðsendingar, tók 3 fráköst og stal
boltanum þrisvar af andstæðingum
sínum. Ieper heldur 6. sætinu nú
þegar 5 umferðir eru eftir af tíma-
bilinu áður en úrslitakeppnin hefst.
Ieper er einnig komið í undanúrslit
Korac-keppni Evrópu.
Stórleikur hjá
Helga Jónasi
Í meistaraflokki karla lék AdamHarðarson úr Víkingi til úrslita
við Guðmund en hafði ekki erindi
sem erfiði því Guð-
mundur gaf ekki
færi á sér. Það
gerði Lilja Rós ekki
heldur í meistara-
flokki kvenna þegar hún sigraði
Halldóru Ólafs örugglega í öllum
lotum.
Guðmundur lék með Markúsi
Árnasyni, félaga sínum úr Víkingi,
til úrslita í tvíliðaleik og sigruðu
þeir félagar Adam og Ingólf Ing-
ólfsson í tveimur lotum. Lilja og
Líney Árnadóttir unnu einnig
Halldóru og Hrefnu tvær lotur í
tvíliðaleiknum en í tvenndarleikn-
um báru Guðmundur og Lilja Rós
sigurorð af Ingólfi og Kristínu
Hjálmarsdóttur úr KR í úrslitum.
Kristján V. Haraldsson vann 1.
flokk karla og Sölvi Pétursson úr
Víkingi 2. flokk en Guðrún Björns-
dóttir úr KR 1. flokk kvenna og
Thelma Steingrímsdóttir Víkingi 2.
flokk.
„Ég hef alltaf verið að spila við
sömu stelpurnar en núna eru
komnar fleiri sem eru að koma
til,“ sagði Lilja Rós í mótslok en
hún hefur aldrei áður unnið ein-
liða-, tvíliða- og tvenndarleik á Ís-
landsmóti. „Reyndar æfi ég ekki
mikið en keppnisreynslan er mik-
ilvæg. Halldóra Ólafs, sem ég
keppti við í úrslitum, hefur hins
vegar aldrei leikið úrslitaleik en
hún á eftir að leika þá marga og
verður örugglega betri en ég,“
bætti Lilja Rós við en þetta var
fimmta árið í röð sem hún sigrar í
einliðaleik og íhugar nú að setja
spaðann á hilluna. „Það var kom-
inn tími á að vinna allt. Ég veit
ekki hvort ég keppi mikið lengur
því ég hef varla orku og tíma í það.
Líklega mæti ég á Íslandsmótin en
efast um að ég keppi.“
Guðmundur, sem hefur nær ein-
okað efstu sætin í borðtennis á Ís-
landi undanfarin átta ár, sagðist
samt ekki vera í rónni á mótinu.
„Ég var mjög stressaður fyrir úr-
slitaleikinn því spennan eykst
meira eftir því sem maður fer nær
úrslitunum,“ sagði Guðmundur eft-
ir mótið en þetta var sjöunda árið í
röð sem hann vinnureinliðaleikinn.
Guðmundur hefur verið á ferð og
flugi því hann keppir með dönsku
félagi í efstu deild þar í landi og
fer að jafnaði utan á tveggja vikna
fresti. „Ég ætla að ljúka stúdents-
prófi í Menntaskólanum við Sund,
þar sem ég á eftir rúmt ár, og fara
síðan utan til að keppa, gefa því
nokkur ár. Ég er búinn að bíða
lengi eftir því, þó að ég hafi verið
að keppa með erlendu liði hef ég
ekki búið þar,“ sagði Guðmundur.
Tæplega 90 keppendur á mótinu
komu frá 8 félögum, þar af tveim-
ur félögum fatlaðra sem undirbúa
sig af kappi fyrir Evrópumót í
sumar en þeim tókst ekki að næla
sér í verðlaun þetta skiptið.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Guðmundur E. Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir, Íslandsmeistarar í borðtennis 2001.
Lilja Rós og Guð-
mundur unnu allt
FÁTT kom á óvart á Íslandsmótinu í borðtennis um helgina. Guð-
mundur E. Stephensen vann eins og undanfarin ár allt, sem hann
keppti í, og í ár lék Lilja Rós Jóhannesdóttir það eftir en saman
hömpuðu þau bikar fyrir sigur í tvenndarleik. Sigur þeirra var
öruggur því bæði unnu þau allar lotur sínar.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Morgunblaðið/Jón Svavarsson.
Meistarar: Guðrún Björnsdóttir, Thelma Steingrímsdóttir, Sölvi Pétursson, Kristján V. Haralds-
son, Guðmundur E. Stephensen, Lilja Rós Jóhannesdóttir, Markús Árnason og Líney Árnadóttir.