Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 1
2001 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÞRETTÁN ÍSLANDSMET Í SUNDI SETT Í EYJUM / B8
ÞRÍR sundmenn hafa náð tilskildu
lágmarki til að keppa á heimsmeist-
aramóti sem fram fer í Fukuoka í
Japan í júlí nk. Þeir eru: Jakob Jó-
hann Sveinsson Ægi í 100 og 200 m
bringusundi, Lára Hrund Bjarg-
ardóttir SH í 200 m skriðsundi og
200 m fjórsundi, Örn Arnarson SH í
100 og 200 m baksundi, 50, 100 og
200 m skriðsundi og 400 m fjórsundi.
Þjálfari hópsins er Brian Marshall.
Samkvæmt þeim reglum sem sett-
ar voru í fyrrahaust var innanhúss-
meistaramótið um helgina síðasta
mótið þar sem mögulegt var að ná
lágmarkinu.
Þrír á HM í Japan
Eftirtalið sundfólk var valið í liðið:Anja Ríkey Jakobsdóttir SH,
Berglind Ósk Bárðardóttir SH,
Bryndís Ólafsdóttir Ægi, Heiðar
Ingi Marinósson Vestra, Hafdís Erla
Hafsteinsdóttir Ægi, Hjörtur Már
Reynisson Ægi, Íris Edda Heimis-
dóttir Keflavík, Jakob Jóhann
Sveinsson Ægi, Jón Oddur Sigurðs-
son Njarðvík, Kolbrún Ýr Kristjáns-
dóttir ÍA, Lára Hrund Bjargardóttir
SH, Númi Snær Gunnarsson Ægi,
Ómar Snævar Friðriksson SH, Örn
Arnarson SH og Tómas Sturlaugs-
son Ægi. Þjálfarar liðsins eru þau
Bodo Wermelskirchen og Sigurlín
Þorbergsdóttir. Sérstaka athygli
vekur að Bryndís Ólafsdóttir er
komin í landsliðið á nýjan leik en hún
keppti síðast fyrir Íslands hönd á
Smáþjóðaleikum þegar þeir fóru
fram á Möltu fyrir átta árum.
Unglingalið til Danmerkur
Einnig var unglingalandslið Ís-
lands valið á lokahófi ÍSÍ sem mun
taka þátt í Sjælland Open í Dan-
mörku í apríl nk. Eftirtaldir ungling-
ar skipa landsliðið: Anja Ríkey Jak-
obsdóttir SH, Guðlaugur Már
Guðmundsson Keflavík, Gunnar
Steinþórsson Ægi, Hafdís Erla Haf-
steinsdóttir Ægi, Heiðar Ingi Mar-
inósson Vestra, Hjörtur Már Reyn-
isson Ægi, Jón Oddur Sigurðsson
UMFN og Sigrún Benediktsdóttir
Óðni. Þjálfarar liðsins eru þau Stein-
dór Gunnarsson og Þuríður Einars-
dóttir.
Morgunblaðið/Kristinn
Á eftir bolta ... Fram lagði Fylki að velli í deildabikarkeppninni í knattspyrnu í Laugardal á sunnu-
dagskvöldið. Andri Fannar Óttósson, Fram, og Fylkismaðurinn Hreiðar Bjarnason eru hér á eftir
knettinum. Andri Fannar skoraði fyrra mark Fram í leiknum. Sjá umfjöllun á B7 og úrslit á B14.
Bryndís Ólafsdótt-
ir á ný í landsliðið
Í lokahófi innanhússmeist-
aramótsins í sundi í Vest-
mannaeyjum tilkynnti lands-
liðsnefnd SSÍ landslið Íslands
sem keppa mun á Smáþjóða-
leikunum í San Marínó í byrjun
júní nk.
HJÖRVAR Hafliðason, mark-
vörður úr Val, meiddist illa á
hné í leik liðsins við Leiftur í
deildabikarkeppninni í knatt-
spyrnu í Reykjaneshöll á laug-
ardaginn. Hann verður vænt-
anlega frá keppni í 6-8 vikur og
missir af leikjum 21 árs lands-
liðsins á næstunni en hann átti
að fara með liðinu til Búlgaríu í
dag. Í stað hans var valinn
Stefán Logi Magnússon, mark-
vörður hjá Farum í Danmörku.
„Það bendir allt til þess að
liðbönd í hnénu séu slitin en
þetta er of bólgið enn þá til
þess að hægt sé að taka af því
myndir. Þetta er mikið rot-
högg og kemur á versta tíma
en ég vonast eftir því að vera
tilbúinn í tæka tíð áður en Ís-
landsmótið hefst í maí,“ sagði
Hjörvar við Morgunblaðið í
gær.
Bjarni Guðjónsson, leik-
maður Stoke, er einnig meidd-
ur og kemst ekki til Búlgaríu.
Hans sæti tekur Ray Anthony
Jónsson, leikmaður Grindavík-
ur. Ray Anthony hefur aldrei
leikið með landsliði en Stefán
Logi hefur leikið með yngri
landsliðunum.
Hjörvar frá
í sex til
átta vikur