Morgunblaðið - 27.03.2001, Side 1

Morgunblaðið - 27.03.2001, Side 1
2001  ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A GUNNAR ANDRÉSSON ÁFRAM HJÁ AMICITIA / B16 RAKEL Ögmundsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir bandaríska at- vinnumannaliðið Philadelphia Charge sl. föstudag. Markið sem Rakel skoraði var eina mark Phila- delphia sem tapaði 3:1 fyrir San Diego Spirit. Leikurinn, sem var hluti af sameiginlegum undirbún- ingstíma liðanna fyrir upphaf deild- arinnar í apríl nk., var opinn og skemmtilegur. Bandaríska lands- liðskonan, Shannon MacMillan átti sannkallaðan stórleik í liði San Diego, hún skoraði tvö mörk og átti stoðsendingu í þriðja markinu. Rakel fær góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum, hún jafnaði metin, 1:1, á 47. mínútu með góðu skoti en þurfti að fara meidd af leikvelli skömmu síðar eftir gróft brot frá leikmanni San Diego. Rakel skorar ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangar- stökkvari úr FH og Íslands- og Norðurlandamethafi í stangarstökki innanhúss, keppti á sínu fyrsta utan- hússmóti á árinu sl. laugardag. Þór- ey stökk 4,31 metra og bætti sinn fyrri árangur utanhúss um einn sentímetra, en mótið fór fram á Drachman-leikvanginum á keppnis- velli háskólans í Arisóna. Einnig setti Þórey nýtt skólamet við háskólann sinn í Athens í Georg- íuríki. Um leið tryggði hún sér keppnisrétt á bandaríska háskóla- meistaramótinu utanhúss sem fram fer í Eugene í Oregonríki fyrstu helgi júnímánaðar næstkomandi. Þetta var sjötta mótið sem Þórey hefur tekið þátt í eftir að hún hóf nám við háskólann í Athens og hefur hún borið sigur úr býtum í öllum þeirra. Þórey Edda byrj- ar vel úti Nilsson er 27 ára, lítill og snöggursóknarmaður sem lék með Fröl- unda í sænsku úrvalsdeildinni árið 1999 og skoraði þá eitt mark í tólf leikjum. Wahrnberg er 28 ára miðju- maður sem lék eitt tímabil við hlið Arnórs Guðjohnsen, þjálfara Stjörn- unnar, hjá Örebro en spilaði síðan m.a. með Oddevold í úrvalsdeildinni og undanfarin þrjú ár hefur hann leikið með Ljungskile í 1. deild. Hann varð markahæsti leikmaður liðsins í deildinni árið 1999. „Svíarnir komu ágætlega út í leikj- um með okkur og þeir styrkja okkar hóp, það er engin spurning. Við sömd- um við þá til haustsins og þeir eru væntanlegir um miðjan maí, í tæka tíð fyrir Íslandsmótið,“ sagði Arnór Guðjohnsen við Morgunblaðið í gær. Stjarnan hefur ennfremur fengið til sín Birki Ómarsson, efnilegan sóknarmann úr Völsungi, sem hefur skorað mörk fyrir Garðabæjarliðið að undanförnu, m.a. í 3:2 sigri á FH-ing- um í síðustu viku. Tveir Svíar í Stjörnuna TVEIR sænskir knattspyrnu- menn, Peter Nilsson og Anders Wahrnberg, leika með Stjörn- unni úr Garðabæ í 1. deildinni í sumar. Þeir hafa dvalið hjá félaginu að undanförnu til reynslu og nú er ljóst að þeir koma aftur til félagsins í vor en báðir stunda þeir nám í Banda- ríkjunum og hafa leikið með Ragnari Árnasyni Stjörnumanni með háskólaliði Southampton- háskóla. Morgunblaðið/RAX Öflugur varnarmúr Hauka dugði ekki gegn Metkovic Jambo í Evrópukeppninni. Haukar máttu þola tap, 22:20. Hér eru Einar Örn Jónsson, Gunnar Einarsson, Vignir Svavarsson, Ásgeir Hallgrímsson, Aliaksandro Shamkuts og Rúnar Sigtryggsson í vörn er Króat- arnir taka aukakast. Umsögn um leikinn B8,B9.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.