Morgunblaðið - 27.03.2001, Page 2

Morgunblaðið - 27.03.2001, Page 2
KNATTSPYRNA 2 B ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Manni færri var eðlilega á bratt-ann að sækja fyrir Íslendinga í síðari hálfleik en engu að síður áttu íslensku strákarnir í fullu tré við Búlg- arina og veittu þeim kröftuga mótspyrnu en sigurmarki Búlg- aranna var ekki forðað og niðurstað- an því 2:1 tap í leik sem íslenska liðið gerði marga góða hluti í. Byrjunin var mjög góð hjá íslenska liðinu og segja má að allt hafi gengið eftir áætlun lengi fram eftir hálfleiknum. Búlgarir fengu að vísu fyrsta færið í leiknum en Árni Gautur Arason varði þá vel skalla frá Georgi Ivanov á 14. mínútu eftir stutta hornspyrnu Búlgara. Tíu mínútum síðar þaggaði svo Hermann Hreiðarsson niður í áhorfendum þegar hann kom Ís- lendingum í forystu. Brynjar Björn Gunnarsson gerði vel í því að vinna hornspyrnu sem Þórður Guðjónsson framkvæmdi. Hermann var nálægt því að skalla fyrirgjöf Þórðar inn en eftir skot Eiðs Smára, sem hafði við- komu í varnarmanni Búlgara, var Hermann réttur maður á réttum stað og skoraði með föstu skoti úr vítateignum. Íslenska liðið fylgdi þessu marki vel eftir og á 31. mínútu spiluðu Þórður Guðjónsson og Eiður Smári sig í gegnum búlgörsku vörn- ina eftir hraða sókn en sending Eiðs fyrir markið rataði ekki rétta leið. Þremur mínútum síðar átti Heiðar Helguson mjög góða tilraun að marki Búlgara. Eftir aukaspyrnu Rúnars Kristinssonar tók Heiðar knöttinn viðstöðulaust á lofti en skot hans fór rétt yfir búlgarska markið. Við þetta var eins og búlgarska liðið vaknaði af værum blundi því tveim- ur mínútum síðar lá knötturinn í marki Íslendinga. Rétt áður hafði Árni Gautur Arason bjargað glæsi- lega frá einum sóknarmanni Búlg- ara en hann kom ekki neinum vörn- um við þegar Krassimir Tchomakov þrumaði knettinum í markhornið af um 20 metra færi. Lárus Orri fær reisupassann og Eiður Smári á skot í slá Íslendingar voru rétt búnir að jafna sig á jöfnunarmarki Búlgara þegar ósköpin dundu yfir. Eftir við- skipti Lárusar Orra við einn leik- mann búlgarska liðsins dró Michael Riley rauða spjaldið upp úr vasa sín- um og þrátt fyrir áköf mótmæli ís- lensku leikmannanna var dómnum ekki breytt. Eiður Smári Guðjohn- sen var svo ekki langt frá því að koma Íslendingum í forystu á markamínútunni eða þeirri 43. en vel framkvæmd aukaspyrna hans af 20 metra færi lenti ofan á markslánni. Atli Eðvaldsson varð að endur- skipuleggja leik sinna manna í síðari hálfleik. Hann færði Þórð í bakvarð- arstöðuna og framherjarnir Eiður Smári og Ríkharður þurftu að gegna enn frekari varnarskyldum. Þegar Arnar Grétarsson kom svo inn fyrir Þórð fór Rúnar í bakvarðarstöðuna og Arnar inn á miðsvæðið. Eðlilega þróaðist leikurinn í seinni hálfleik á þann veg að Búlgarir sóttu mun meira en þeir höfðu gert í fyrri hálf- leik og í tvígang á 56. og 58. mínútu varði Árni Gautur mjög vel. Íslenska liðið náði af og til ágætum sóknum en greinileg þreyta var komin í menn og af þeim sökum var það oft síðasta sendingin sem var að bila. Mistök kostuðu mark Búlgörum tókst ekki oft að finna glufur á sterkri vörn Íslendinganna en á 76. mínútu kom upp misskiln- ingur í öftustu vörninni sem endaði með því að varamennirnir Berbatov og Todorov sáu um að koma sínum mönnum yfir. Todorov, sem leikur með West Ham, átti lúmska send- ingu á Berbatov sem var einn og óvaldaður í markteignum og honum urðu ekki á nein mistök. Það sem eftir lifði leiksins lögðu íslensku leik- mennirnir allt í sölurnar og í tvígang munaði ekki nema hársbreidd að þeir kæmust í góð færi, Arnar Grét- arsson og Ríkharður Daðason voru við að sleppa í gegn en varnarmönn- um Búlgara tókst að bægja hætt- unni frá á síðustu stundu og leik- urinn þróaðist út í það í lokin að heimamenn biðu eftir lokaflauti Ril- ey dómara og töfðu leikinn eins og þeir gátu. Árni Gautur stóð sig vel í markinu Ekki verður annað sagt en að leikmenn íslenska landsliðsins hafi lagt sig vel fram í leiknum, baráttan var mikil og leikur liðsins vel skipu- lagður og agaður en vendipunktur leiksins var brottvísun Lárusar Orra. Fram að því var íslenska liðið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eiður Smári Guðjohnsen (9) er hér kominn upp á bakið á Hermanni Hreiðarssyni til að fagna marki hans. Aðrir á myndinni eru Rúnar Kristinsson, Heiðar Helguson, Brynjar Björn Gunnarsson, Þórð- ur Guðjónsson og Ríkharður Daðason. Brottvísun Lárusar vendi- punkturinn ÞAÐ voru vonsviknir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem gengu af velli á CSKA-leikvanginum í Sofíu eftir 2:1 ósigur á móti Búlgörum í undankeppni heimsmeistaramótsins á laugardag- inn. Eftir góða byrjun þar sem Íslendingar náðu yfirhöndinni með marki Hermanns Hreiðarssonar varð íslenska liðið fyrir tveimur áföllum áður en fyrri hálfleikurinn var úti. Fyrst jöfnuðu heimamenn og síðan kom reiðarslagið á 40. mínútu þegar Lárusi Orra Sigurðs- syni var vikið af leikvelli. Dómur Michael Riley dómara frá Englandi var mjög strangur og í annað sinn í riðlakeppninni urðu Íslendingar að leika stóran hluta leiksins manni færri en Brynjar Björn Gunn- arsson fékk reisupassann í fyrsta leiknum á móti Dönum. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Sofiu                      !                       "    #  #                   $%     &  '   (            ) ' "          '      *               !  "  #  # %    &'    ()*+ %      &!  # ,-*+        "   " #   !  .  &      ,*+ "  #   /  "0 *   123   4 ' 1  '  $+  & $,,- 5  6 .   & $,     7 1  $,,,, 3 / 0  1 &  '  5   3   2'  2'3 #  ' 8   9 % :    ;- ;- ) (    )) 7 !  5  8 < '       =9231 '  5 >3 ?   >3  ! 23  &5 !@   (*+ 92 2: !  %A        & 9 !    (*+ %B     =  '8 ! 2  &5  'C3  ,-*+ /  4 & 5*  6-78      4' 49 & 5*  6+$8&     #  #  & ) ' 6+$8&     5 5  & ) ' 6+:8&    ;  <   & ) ' 6+,8&    ! 2:  % 2:  -; 6$+8 ;; 6=:8 ; 67:8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.