Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 4
KNATTSPYRNA 4 B ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDSLIÐSÞJÁLFARI Búlg- aríu, Stoicho Mladenov, þakkaði blaðamanni búlgarsks íþróttadag- blaðs, fyrir að hægt var að stilla varnarmanninum sterka, Rossen Kirilov, upp í byrjunarliðinu gegn Íslendingum á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum sem Mladenov og knattspyrnusam- band Búlgaríu höfðu undir hönd- um fyrir leikinn þá átti Kirilov að taka út leikbann vegna þess að hann hafði fengið tvö gul spjöld í fyrri leikjum í keppninni. Kirilov tók ekki þátt í síðustu æfingu landsliðsins fyrir leikinn gegn Ís- lendingum af þessum sökum. Anguel Kishin, blaðamaður á íþróttadagblaði í Sófíu, tók eftir þessu og benti forsvarsmönnum búlgarska knattspyrnusambands- ins að þeir væru á villigötum. Kir- ilov hefði aðeins fengið eitt gult spjald í keppninni og væri þar með löglegur í leiknum. Búlgarar höfðu umsvifalaust samband við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sem staðfesti að upplýs- ingar blaðamannsins væru réttar. og að Kirilov væri heimilt að taka þátt í leiknum. Kappinn stökk því inn í byrjunarliðið og lék með fram á 77. mínútu er honum var skipt út af. Þjálfari Búlgaríu þakkaði blaðamanni Við byrjuðum leikinn mjög vel ogskoruðum gott mark. Eftir það kom – eins og oft gerist – smá spennufall. Mér fannst við vera að ná góðum tökum á leiknum aftur þegar Búlgararnir skor- uðu. Við vorum ekki langt frá því að komast yfir aftur í fyrri hálfleiknum. Heiðar átti gott skot rétt yfir og Eið- ur Smári setti knöttinn í slána úr aukaspyrnu. Ég taldi fjórar til fimm sóknir í fyrri hálfleiknum, sem hefði átt að koma meira út úr. Í seinni hálfleik urðum við að stokka upp spilin þar sem við vorum manni færri. Mér fannst strákarnir þá leysa verkefnið mjög vel, ég get ekki annað en verið ánægður með þá. Þeir gáfu allt í leikinn, baráttuand- inn kom berlega í ljós á lokamínútun- um þegar við fengum tvo góða mögu- leika til að skora.“ Þú ræddir um það fyrir leikinn að vandamálið í íslenska liðinu væri að skora mörk. ,,Það hefur ekkert breyst eftir þennan leik. Í öllum leikjunum til þessa í riðlinum hefur liðið verið að skapa sér nokkur færi en því miður hefur nýtingin á þeim ekki verið góð. Meðan það heldur áfram er erfitt að ætla sér að vinna leiki. Að sama skapi hafa andstæðingarnir verið fljótir að refsa okkur fyrir mistök.“ Nú eruð þið búnir að leika fjóra leiki í riðlinum og uppskera þrjú stig. Er það ekki minna en þú ætlaðir þér að fá eftir þessa leiki? ,,Að sjálfsögðu hefði verið gott að vera með fleiri stig, en það er ekki allt gefið í þessu. Í tveimur leikjun- um af þessum fjórum, í Danaleiknum og núna gegn Búlgörum, misstum við mann út af með rautt spjald. Báð- ir þessir leikir töpuðust 2:1 og það gefur auga leið að það hefur verið mjög adrifaríkt að missa leikmenn- ina út af. Tékkaleikurinn var slakur af okk- ar hálfu, ég varð fyrir miklum von- brigðum með Danaleikinn. Það varð eitthvert spennufall en samt sem áð- ur hefðum við getað tekið stig út úr þeim leik. Leikurinn á móti Norður- Írunum vannst á sanngjarnan hátt, en síðan kemur tapið hér í Sofíu. Ég hef ekkert lagt árar í bát þó svo að staðan okkar í riðlinum sé ekkert sérstök. Ég hef sett stefnuna á að vinna Möltumennina í báðum leikj- unum og það eru góður möguleiki á að leggja Búlgarana að velli heima í sumar. Ef þetta gengur eftir erum við með tólf stig og þá eru enn þrír leikir eftir.“ Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari eftir leikinn í Sofíu Við höfum ekki lagt árar í bát ,,ÉG er að vonum svekktur yfir úrslitunum en leikurinn var að mörgu leyti góður hjá okkur. Það var náttúrlega gríðarlega erfitt að leika í svona langan tíma einum manni færri, eða í rúmar fimmtíu mínútur. Það var mikið kjaftshögg fyrir okkur þegar dómarinn tók þá ákvörð- un að vísa Lárusi Orra af velli. Þetta er í öðrum leiknum af fjór- um í riðlinum sem við lendum í þessum vanda. Brynjar Björn var ranglega sendur út af á móti Dönum og þó svo að ég hafi ekki séð atvikið hjá Lárusi Orra þá hafa hann og strákarnir sagt mér að þarna hafi ekki verið um neina brottvísun að ræða,“ sagði Atli Eðvaldsson landsliðs- þjálfari í samtali við Morgun- blaðið eftir ósigurinn fyrir Búlg- örum í Sofíu. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Sofíu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Brynjar Björn Gunnarsson í baráttu við Krassimir Balakov. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hermann Hreiðarsson í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „ÞAÐ gekk allt eftir áætlun fyrsta hálftímann og við vorum að spila vel og agað. Það var ekkert við marki Búlgarana að gera. Leik- maðurinn smellhitti boltann og Árni Gautur átti ekki möguleika á að verja skotið. Það er síðan Riley dómari sem skemmir leikinn fyrir okkur þegar hann rekur Lárus Orra út af. Ég hélt að þessi dómari sem er að dæma í ensku úrvals- deildinni væri með svona hluti á hreinu en þrátt fyrir öflug mótmæli okkar breytti hann ekki ákvörðun sinni. Þegar maður er að spila svona leiki einum manni færri verð- ur þetta allt öðruvísi leikur. Við urðum að bakka með liðið aftar á völlinn og hugsa fyrst og fremst um það að verjast og fyrir vikið voru menn orðnir mjög þreyttir. Þetta gekk vel hjá okkur og við fengum nokkrar fínar sóknir en svo skora þeir þetta mark svona eiginlega upp úr engu,“ sagði Hermann Hreiðarsson. Hermann skoraði annað mark sitt fyrir íslenska landsliðið en leik- urinn á móti Búlgörum var sá 35. í röðinni hjá honum. „Ég ætlaði að skora með skall- anum úr hornspyrnunni hans Þórð- ar en ég náði ekki nema rétt að snerta boltann. En sem betur fer datt boltinn fyrir fæturna á mér rétt á eftir og ég náði góðu skoti. Það kom ekki til greina að brenna af úr öðru færi.“ Riley skemmdi leikinn „Skoraði fyrir Petrov“ KRASSIMIR Tchom- akov, sem skoraði jöfn- unarmark Búlgaríu gegn Íslendingum með þrumufleyg og Árni Gautur Arason átti ekki möguleika á að verja, sagði eftir leikinn að hann hefði skorað fyrir Petrov. „Ég tileinka hon- um markið mitt og vona að hann verði fljótt kom- inn á ný í hóp okkar,“ sagði Tchomakov. Petrov er einn af framtíðarstjörnum Búlg- ara – 21 árs miðvallar- spilari, sem leikur með Celtic í Skotlandi. Hann varð fyrir því óhappi á dögunum að fótbrotna í leik með Celtic og gat því ekki leikið með Búlgör- um gegn Íslendingum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.