Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 6
KNATTSPYRNA 6 B ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ  STEFAN Effenberg, leikstjórn- andi þýsku meistaranna í Bayern München, segist vilja yfirgefa félag- ið þegar samningur hans við það rennur úr eftir rúmt ár. Effenberg, sem nú er 32 ára, hefur verið í her- búðum Bayern síðan 1998, en hann hafði áður leikið með félaginu á sín- um yngri árum. Draumalönd Effen- bergs til þess að reka smiðshöggið á ferilinn eru Spánn og England.  „EFTIR eitt ár get ég kvatt félag- ið og þakkað fyrir ánægjulegan tíma og marga góða sigra,“ sagði Eff- enberg í viðtali við Bild am Sonntag.  FILIPPO Inzaghi skoraði tvö mörk og tryggði Ítalíu verðskuld- aðan 2:0 sigur á Rúmeníu í Búk- arest. Heimamenn voru afar slakir í leiknum og ljóst að þeir verða held- ur betur að bíta í skjaldarrendurnar í næstu leikjum til þess að eiga möguleika á að komast í lokakeppni HM. Ítalir eru hins vegar í fínum málum í 8. riðli, eru í efsta sæti, fimm stigum á undan Ungverjum sem náðu aðeins jafntefli, 1:1, við Litháen á Búdapest.  FERNANDO Hierro, jafnaði markamet Emilios Butraguenos fyrir spænska landsliðið er hann skoraði eitt mark í 5:0 sigri Spán- verja á Liectenstein. Hierro hefur nú gert 26 mörk fyrir spænska landsliðið sem er ekki síður athygl- isvert fyrir þá sök að hann hefur flesta af sínum 77 landsleikjum leik- ið í vörn.  GESTGJAFAR næsta heims- meistaramóts í knattspyrnu, Japan- ir, urðu að bíta í það súra epli að tapa 5:0 fyrir heimsmeisturum Frakka í vináttulandsleik á Stade de France-leikvanginum í París á laugardaginn. David Trezeguet skoraði í tvígang fyrir heimsmeist- arana, Zinedine Zidane, Thierry Henry, og Sylvian Wiltord voru með eitt mark hver í þessum örugga sigri. Úrslitin eru Japönum talsvert áfall en þeir binda miklar vonir við landslið sitt á HM næsta sumar.  ZIDANE þótti fara hreinlega á kostum í leiknum og lofaði Roger Lemerre, landsliðsþjálfari Frakka, Zidane í hástert í leiklok og sagði hann hafa verið hreint ótrúlegan.  RYAN Giggs kom til móts við félaga sína í landsliði Wales þegar þeir komu heim frá 2:2 jafntefli við Armeníu í Jerevan. Giggs fékk frí í þeim leik vegna meiðsla en verður að öllum líkindum tilbúinn í slaginn annað kvöld þegar Wales mætir Úkraínu í Cardiff. Robbie Savage er einnig klár í slaginn með Wales en hann tók út leikbann gegn Arm- eníu.  HENRIK Larsson segist að öllum líkindum leika með Celtic í nokkur ár í viðbót, en núverandi samningur hans við skoska félagið rennur út eftir eitt ár. Larsson, sem gert hef- ur 47 mörk á leiktíðinni segist ekki vera nægilega góður til þess að leika með einhverjum af allra bestu liðum Evrópu, Celtic hafi sér vel.  JOE Kinnear, fyrrverandi knatt- spyrnustjóri Wimbledon og núver- andi stjóri Luton, segist ekki útiloka að hann taki við stjórnvölunum hjá Tottenham standi honum starfið til boð. Það sé sannkallað draumastarf að vinna fyrir Lundúnarliðið.  ALAN Shearer leikur ekki með Newcastle það sem eftir er leiktíðar vegna meiðsla í hné.  CHELSEA er eitt þeirra félaga sem vill krækja í tékkneska fram- herjann Jan Koller frá Anderlecht. Líklegt er að belgíska félagið vilji fá að minnsta kosti 12 milljónir punda, 1,5 milljarða króna fyrir kappann.  STEVE Gerrard, miðvallarleik- maður Liverpool, varð á sunnudag- inn að draga sig út úr landsliðshópi Englendinga fyrir leikinn við Alb- aníu annað kvöld vegna meiðsla í baki. Gerrard lék sinn fyrsta heila landsleik gegn Finnum á Anfield sl. laugardag. FÓLK Það vantaði svo sannarlega ekkidramatíkina á Hampden Park þegar Skotar tóku á móti Belgum í 6. riðli á laugardaginn. Hetja gest- anna var varamaðurinn Daniel van Buyten sem jafnaði leikinn, 2:2, á síðustu andartökum hans, en þá höfðu gestirnir verið einum leik- manni færri frá 28. mínútu þegar Eric Deflandre var rekinn af leik- velli. Þá voru heimamenn í góðum málum, höfðu 1:0 yfir eftir að Billy Dodds hafði komið þeim á bragðið á 2. mínútu. Deflandre varði síðan með hendi á marklínu skalla frá Col- in Hendry á 28. mínútu. Deflandre var umsvifalaust vísað af leikvelli, enda ekki í hans verkahring, sem varnarmanns, að hindra mark með höndunum. Dodds skoraði úr víta- spyrnunni sem dæmd var í kjölfarið og heimamenn voru komnir í 2:0, einum manni fleiri og allt lék í lyndi. Belgar voru hins vegar ekkert á því að gefast upp. Marc Wilmots minnkaði óvænt muninn á 58. mín- útu með laglegum skalla eftir fyr- irgjöf Bob Peeters. Eftir það óx Belgum enn ásmegin. Þeir tóku að sækja allt hvað af tók, en Skotar reyndu hvað þeir gátu til þess að halda fengnum hlut. Þolinmæðin þrautir vinnur allar og það sönnuðu Belgar svo um munaði þegar van Buyten jafnaði metin, skallaði knöttinn í mark Skota án þess að Neil Sullivan, markvörður heima- manna, fengi nokkuð við ráðið. Belgar fögnuðu ákaft markinu og stiginu vel og innilega þegar Daninn Kim Milton Nielsen flautaði til leiksloka skömmu síðar. Vonbrigði heimamanna voru mikil og 37.400 áhorfendur voru heldur hnípnir þegar þeir héldu til síns heima. Þjóðirnar eru því sem fyrr efstar og jafnar í riðlinum, hvor hefur 8 stig. „Það ríkti algjör þögn á meðal okkar í búningsklefanum eftir leik- inn, það var engu líkara en við hefð- um tapað,“ sagði Craig Burley, mið- vallarleikmaður Skota, eftir leikinn. Sögulegt á Hampden Park FORRÁÐAMENN norður-írska knattspyrnusambandsins tilkynnti landsliðsmönnum sínum áður en haldið var af stað til Búlgaríu í gær að flugið frá Belfast til Sofíu yrði áfengislaust. Leikmenn eða aðrir myndu ekki getað fengið sér öl og heldur ekki á heimleið liðsins frá Búlg- aríu. „Hver sá leikmaður sem virðir ekki þessa reglu þarf ekki að hafa áhyggjur af að ferðast með landsliðinu í framtíðinni,“ sagði John Quinn, talsmaður norður-írska knattspyrnu- sambandsins. Hvar er írska heppnin? N-Írar mæta Búlgörum í Sofíu á morgun í undankeppni HM. Þeir höfðu ekki heppnina með sér er þeir léku gegn Tékkum í Bel- fast á laugardaginn. Þeir fengu mörg gullin marktækifæri til að skora og áttu tvö skot sem höfn- uðu á tréverkinu á marki Tékka. „Hvað er orðið um írsku heppn- ina?“ spurði þjálfarinn Sammy McIlroy. Pavel Nedved, sem átti mjög góðan leik með Tékkum, skoraði sigurmark þeirra á elleftu mínútu leiksins. Ekkert öl á boð- stólum Draumur Norðmanna um aðkomast í úrslitakeppni Heims- meistaramóts landsliða í knatt- spyrnu gæti verið úti eftir 2:3-tap gegn Pólverjum á Ullevaal-leikvang- inum í Ósló. Norski landsliðsþjálfar- inn, Nils Johan Semb, sagði eftir leikinn að til að komast á HM í Japan og Kóreu 2002 þyrfti lið hans að sigra í fimm af næstu sex leikjum liðsins en Norðmenn leika við Hvít- Rússa á miðvikudag í Minsk. Ole Gunnar Solskjær og John Carew skoruðu mörk Norðmanna og jöfn- uðu leikinn en það dugði ekki til. Pólverjar fengu ágætis hjálp frá bakverði Norðmanna, Ståle Stens- aas, en öll þrjú mörk liðsins komu eftir varnarmistök af hans hálfu. Pólski framherjinn Olisadebe sem fæddur er í Nígeríu skoraði tvö fyrstu mörk leiksins á 23. og 30. mín- útu. Sigurmark Pólverja kom á 81. mínútu eftir varnarmistök hjá Stensaas. Allir helstu fjölmiðlar Noregs gáfu Stensaas falleinkunn eftir leikinn og er það í fyrsta sinn í sögunni sem leikmaður norska landsliðsins fær einn í einkunn fyrir frammistöðu sína. Tap í Ósló Ebbe Sand skoraði þrennu fyrirDani sem unnu afar sannfær- andi og öruggan sigur á Möltu, 5:0, á Ta’Qali-leikvanginum í Valetta, en liðin eru á meðal andstæðinga Ís- lendinga í 3. riðli. Danir áttu reyndar í erfiðleikum með að brjóta heima- menn á bak aftur og Sand skoraði eina mark fyrri hálfleiks á áttundu mínútu eftir að óreiða kom upp í vörn Möltu. Heimamenn stilltu nær allri sinni sveit upp í vörninni og hugsuðu um það eitt að sleppa með sem minnst tap. Danir sýndu hins vegar þolinmæði í leik sínum og strax í byrjun síðari hálfleiks var Dennis Rommedahl óheppinn að skora ekki annað mark Dana. Jan Heintze tókst loks að bæta öðru marki við á 51. mínútu með laglegu skoti rétt utan vítateigs. Þar með komst los á vörn Möltumanna og Sand átti greiða leið að marki á 63. mínútu er hann gerði þriðja mark gestanna. Varamaður- inn, Claus Jensen, bætti fjórða markinu við á 75. mínútu eftir að hafa aðeins verið tvær mínútur inni á leikvellinum. Ellefu mínútum fyrir leikslok innsiglaði Sand þrennu sína og fimmta mark Dana á heitasta degi ársins til þessa á Möltu. Leikið var í 30 stiga hita og glaðasólskini og verður leiksins e.t.v. helst minnst í huga Dana sem fyrsta landsleiksins eftir að Peter Schmeichel markvörð- ur lagði landsliðsskóna á hilluna. Eftirmaður hans, Thomas Sörensen, átti náðugan dag í blíðunni og kom vart við knöttinn. Heimamenn áttu ekki skot að danska markinu og lán- aðist aðeins að fá tvær hornspyrnur, en hvorug þeirra olli umtalsverðum usla í vörn Dana. Annars var danska liðið mjög ein- beitt í leiknum, lék skipulega og af þolinmæði. Höfðu leikmenn greini- lega í huga að falla ekki í sömu gryfj- una og Tékkar sem náðu aðeins jafntefli við Möltu á Ta’Qali-leik- vanginum sl. haust. Tékkar, sem lögðu N.-Íra á sama tíma í Belfast, 1:0, eru efstir í riðlinum, hafa tíu stig, en Danir koma næstir með tveimur stigum færra. Reuters Pavel Nedved átti mjög góðan leik með Tékkum og skoraði sigurmark þeirra í Belfast. Ebbe Sand með þrennu á Möltu Belgíska knattspyrnufélagiðGenk hefur sent kvörtun til FIFA, Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, vegna þess að Las Palm- as hefur ekki staðið í skilum með greiðslur fyrir Þórð Guðjónsson. Las Palmas keypti Þórð af Genk síðasta sumar fyrir 180 milljónir króna og leigði hann sem kunnugt er til Derby County fyrir skömmu. Spænska félagið á í miklum fjár- hagsörðugleikum og fyrir skömmu munaði litlu að það yrði gjaldþrota vegna skuldar sem nam 700 millj- ónum króna. Nýir styrktaraðilar fengust þá til að bjarga félaginu fyrir horn. Las Palmas í van- skilum vegna Þórðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.