Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 9
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 B 9 Morgunblaðið/RAX ka aukakast gegn Metkovic Jambo. AX Við byrjuðum leikinn vel og sköp-uðum okkur góð færi eftir hraðaupphlaup en við nýttum þau færi afar illa. Í seinni hálfleik var minna um opin færi og þá kom upp kunnugleg staða hjá okkur og við reyndum að hnoðast í gegnum vörn Metkovic en það gekk ekki upp. Þegar ráðleysið í sókninni var mikið fengum við dæmt á okkur ruðninga og leiktafir og þeir breyttu stöðunni úr 15:15 í 16:20 og þá var sigurinn nánast í höfn hjá þeim,“ sagði Bjarni. Þreyta er orð sem er mikið notað þegar Haukar eiga í hlut þessa dag- ana, er það staðreynd að leikmenn liðsins séu þreyttir og kraftlausir? „Í upphafi leiksins vorum við að brenna af og það var varið frá okkur en þá ættu menn ekki að vera þreytt- ir. Það er stutt á milli leikja og þegar slíkt er uppi á teningnum viku eftir viku er óhjákvæmilegt að menn verði lúnir en það getur varla verið ástæðan fyrir því að okkur gekk illa að nýta færin í byrjun leiksins,“ sagði Bjarni. Við hverju búist þið á laugardag þegar þið mætið Metkovic í seinni leiknum? „Við erum búnir að sjá mynd- bandsupptöku af leik liðsins á heima- velli og miðað við það sem við sáum þar er ljóst að heimavöllur þeirra er ekki árennilegur. Mikill fjöldi áhorf- enda mætir á leikina og loftvarna- rflautur voru notaðar til að trufla andstæðingana. Það er okkar verk- efni að snúa því mótlæti sem við mætum þar okkur í hag og þá er aldrei að vita hvað getur gerst,“ sagði Bjarni Frostason. Búumst við loftvarnaflaut- um í Króatíu BJARNI Frostason, markvörður Hauka, var einn besti leikmaður liðsins gegn Metkovic Jambo og varði Bjarni tæplega 20 skot og þar af tvö vítaköst. Markvörðurinn var ánægður með varnarleik Hauka en að sama skapi var Bjarni ósáttur með sóknaraðgerðir liðsins. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson „VIÐ vorum ekki að spila okkar besta leik og erum svekktir yfir að tapa – það er þó gott að við skulum vera sárir yfir að tapa fyrir þessu liði,“ sagði Halldór Ingólfs- son, fyrirliði Hauka, eftir tap- ið á Ásvöllum á sunnudaginn. „Mér fannst við koma grimmir og ákveðnir til leiks svo að við erum á uppleið á ný og vörnin virkaði vel hjá okk- ur. Það fóru tíu dauðafæri í súginn og það er alltof mikið. Ég held að við höfum verið að skjóta lélegum skotum á markvörðinn, sem flokkast frekar undir mistök hjá okk- ur en það er líka ljóst að þetta er gríðarlega sterkur mark- vörður. Þegar við byrjuðum að klikka á dauðafærum í byrjun fóru menn að skjóta úr erfiðari færum og það gekk ekki upp. Við vorum með nægar upplýsingar, það vantaði ekki, því við höfðum fjóra leiki með þeim á mynd- bandi og vissum á hverju við áttum von.“ Halldór gerir ráð fyrir að síðari leikurinn verði erfiður og telur möguleika á sigri. „Þetta verður gríðarlega erf- itt úti í Króatíu því þetta er eflaust eitt af betri félagslið- um í heiminum í dag sem verður auk þess á heimavelli en við gefumst ekki upp. Við erum að spila um að komast í úrslit í Evrópukeppni, sem er draumurinn, og leggjum okk- ur alla fram. Tvö mörk eru ekkert gríðarlega mikið og við vitum að þeir eru helm- ingi sterkari á heimavelli og hafa eflaust hægt eitthvað á sér hérna á útivellinum. Við eigum ekki mikla möguleika en eigum samt möguleika,“ voru lokaorð Halldórs. Ekki okkar besti leikur Varnaraðferðin gekk fullkomlegaupp og það er ekki hægt annað en að vera ánægður með vörnina og markvörsluna í leiknum. Fyrir leik- inn var lagt upp með ákveðin áhersluat- riði í vörn og sókn og það gekk að mestu leyti upp. Við gerðum okkur hins vegar erf- itt fyrir með því að nýta ekki þau fjölmörgu marktækifæri sem við fengum í leiknum, það er ekki fjarri lagi að við segja að 15-16 góð færi hafi farið forgörðum hjá okkur,“ sagði Viggó. Hvernig metur þú stöðuna sem liðið er nú í, eigið þið möguleika á að komast áfram í keppninni? „Það er ljóst að Metkovic hefur ákveðið forskot á okkur á heimavelli sínum í Krótatíu. Þeir eru með mikla hefð á bak við sig og það verður á brattann að sækja gegn þeim á laugardag. Við eigum einnig erfiðan leik gegn Vestmannaeyjum á útivelli í kvöld í deildinni hér heima og eyðum þar dýrmætum tíma sem hefði getað nýst okkur til undirbúnings fyrir seinni leikinn gegn Metkovic. Okkur er ekki gert létt fyrir með undirbúning fyrir seinni leikinn í Evrópukeppninni og Þrándur lagð- ur í okkar götu hér heima með leikjum í deildarkeppninni sem ger- ir okkur erfiðara að ná enn betri ár- angri en við höfum þegar náð,“ sagði Viggó. Er mikið álag síðustu tveggja mánaða farið að segja til sín hjá þínum leikmönnum? „Það sést vel að leikmenn eins og Óskar Ármannsson, Rúnar Sig- tryggsson og Halldór Ingólfsson eru ekki að leika eins og þeir geta best. Við erum búnir að leika 17 leiki síðan 10. febrúar í deildar- keppninni og við höfum alltaf verið með svokallaða „enska viku“ síðan þá, þ.e allt að þrír leikir á viku. Það sér hver heilvita maður að slík leikjadagskrá gengur ekki upp,“ sagði Viggó. Hvernig gengur að setja upp markvissar æfingar hjá liðinu þegar stutt er á milli leikja? „Það er mjög erfitt. Leikmenn eru undir mismiklu álagi frá einni viku til þeirrar næstu og ég er gíf- urlega ósáttur við að þurfa að vinna undir þessum kringumstæðum og þetta gerir okkur erfitt fyrir á öll- um vígstöðvum,“ sagði Viggó Sig- urðsson, þjálfari Hauka. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, er ósátt- ur við leikjaniðurröðun Íslandsmótsins Dagskráin gengur ekki upp Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson HAUKAR léku 3:3 vörn gegn króatíska liðinu Metkovic Jambo og kom það gestunum töluvert á óvart hve framarlega á vellinum Íslendingarnir léku. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var ánægður með varn- arleik sinna manna en að sama skapi var hann ósáttur við hve illa gekk að koma boltanum framhjá Valter Matosveic, markverði Metkovic. Sjálfur hefði ég viljað fá aðeinsbetra lið en Hauka þó að þeir séu með mjög gott lið og spili mjög góða vörn. Við vorum með mynd- bönd frá leik lið- anna í Portúgal en ég hefði viljað fá enn meiri upplýsingar. Það er hins vegar mikið að gera hjá okkur í Krótatíu og við höfum ekki haft nógu mikinn tíma til að sinna því. Það var skrýtið að sjá hvernig við áttum í vandræðum þegar Haukar spiluðu varnarleikinn framarlega. Leikstjórnandi okkar gerði alltof mörg mistök því hann var ekki nógu fljótur og við verðum að gera betur næst. Ég mun nú fara yfir myndband af þessum leik og sjá hvað má betur fara en það verða ekki miklar breytingar,“ bætti þjálfarinn við og hrósaði einnig áhorfendum. „Ég verð að hrósa áhorfendum hér í Hafnarfirði, þeir voru mjög kurteisir og skemmtilegir.“ Hann tók ekki heilshugar undir að þeir hefðu verið of kurteisir enda vanur öðru umhverfi eins og Haukar munu líklega sannreyna í leik lið- anna í Króatíu um næstu helgi. Ekki komnir áfram „Við erum alls ekki komnir áfram því þetta er alls ekki búið – í dag var aðeins fyrri hálfleikur,“ sagði Dragan Jerkovic, markvörð- ur Metkovic, eftir leikinn og vildi ekki gera of mikið úr möguleika á sigri í næsta leik í Krótatíu. „Við vitum allir að leikurinn heima í Króatíu verður erfiður líka en ég er samt mjög bjartsýnn á að við vinnum þann leik líka. Hins vegar höfum í nógu að snúast því við er- um í baráttu við að vinna meist- aratitilinn í Króatíu og þurfum að berjast á mörgum vígstöðvum,“ bætti markvörðurinn við en hann reyndist Hafnfirðingum erfiður ljár í þúfu og engu líkara en hann vissi oft betur en Haukamenn sjálfir hvar þeir ætluðu að skjóta. „Það var mikið skrifað í króatísku blöðunum um að við hefðum allar upplýsingar um Haukaliðið svo að við vissum allt um það. Ég var síðan sjálfur búinn að skoða vandlega hvernig Hauka- menn skjóta, sérstaklega horna- maðurinn hægra megin. Annars fannst mér áhorfendur hér í dag mjög skemmtilegir og gaman að spila hér. Haukar eru með gott lið og góða menn í öllum stöðum, til dæmis línumaðurinn og markvörð- urinn, og eru meðal sex bestu lið- anna í þessari keppni.“ Ánægður með sigurinn „ÉG er mjög ánægður með sig- urinn, en ekki eins ánægður með leik minna manna því það var alltof mikið um mistök hjá okkur,“ sagði Dragan Jurkovic, þjálfari Metkovic Jambo. Eftir Stefán Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.