Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 10
FIMLEIKAR 10 B ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Try gg ðu þé r á sk rif t s tra x eða í síma 515 6100 www.syn.is 26. mars - 1. apríl Njarðvík - KR Epson-úrslitakeppnin kl. 19:45 lau Liverpool - Man. Utd Enski boltinn kl. 10:30 lau Spænski boltinn kl. 18:50 fim sun Úrslitakeppnin Epson-deildin kl. 19:40 sun Roma - Verona Ítalski boltinn kl. 12:45 sun Charlton - Leicester Enski boltinn kl. 14:50 sun Philadelphia 76ers - Indiana Pacers NBA kl. 17:00 Dýri hóf sig hátt til flugs af þver-slánni fór eitt og hálft heljar- stökk yfir ránni en mistókst að grípa og féll í þrígang, en að auki fékk hann byltu í afstökkinu. Þetta sirkusatriði Dýra varð þó ekki til þess að hann missti af verðlaunum, en hann lenti í þriðja sæti á svifrá. Eftir óvænt úr- slit á laugardag þá var Dýri óum- deildur sigurvegari sunnudagsins en hann hlaut verðlaun í öllum greinum, varð Íslandsmeistari í þremur grein- um, gólfæfingum, hringjum og í stökki, varð annar á tvíslá og þriðji á bogahesti og á svifrá. „Það kom mér í sjálfu sér ekkert á óvart að Viktor skyldi vinna á laug- ardaginn. Hann hefur verið í stöð- ugri framför og átti góðan dag. Ég fékk ekki mikla hvíld frá því ég kom heim frá Minneapolis, þar sem ég bý núna, og tímamunurinn hefur verið aðeins að stríða mér og ég var því dá- lítið þreyttur á laugardaginn. En sunnudagurinn var ágætur og ég get ekki verið annað en sáttur, það voru engin stóráföll og þó það hafi vissu- lega verið nokkur smáatriði sem maður hefði viljað gera betur þá er ég mjög sáttur,“ sagði Dýri Krist- jánsson sem hefur verið í mikilli framför frá því hann flutti til Banda- ríkjanna þar sem hann æfir og keppir. „Ég stefni að því að vera þarna áfram og æfa á fullu í sumar. Það eru þarna sterkir strákar sem ýta manni áfram en það er fyrst og fremst það sem vantar hér,“ sagði Dýri og var hress með sína þátttöku á Íslandsmótinu í fimleikum. Sirkus- atriði fyrir áhorf- endur „ÉG gerði ekki þessa seríu á laugardag og ákvað að gera þetta dálítið skemmtilegra fyrir áhorfendur með því að bæta inn flugæfingu sem enginn hefur gert hér á Íslandi áður, þetta er erfið æfing og það gerist varla brjálaðra en þetta,“ sagði Dýri Kristjánsson, sem féll fjórum sinnum af svifránni í miklu „sýn- ingaratriði“ sem hann setti upp í miðri keppni á sunnudag. Sif Pálsdóttir, sem varð Íslands-meistari í fjölþraut annað árið í röð, er aðeins 14 ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún mikla yfirburði meðal fim- leikakvenna hér á landi en hún hafði rúmlega þremur stigum hærri ein- kunn heldur en Birta Benónýsdótt- ir, sem varð önnur og fjórum stig- um hærri einkunn heldur en Svava B. Örlygsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti, en þessar þrjár eru æf- ingafélagar úr Ármanni. „Ég hefði getað gert betur í báð- um greinunum, sérstaklega í slá og tvíslá. Ég datt á báðum áhöldunum á laugardag og datt tvisvar sinnum á tvíslánni í dag. Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Sif, sem svo sannarlega á framtíðina fyrir sér í fimleikunum. Sif fékk hæstu einkun sem veitt var í kvennaflokki um helgina, þeg- ar hún hlaut 8,333 í stökki á laug- ardeginum og hún átti líka hæstu einkun sem gefin var á sunnudeg- inum, 8,225, sem var líka fyrir stökk. Kom mér á óvart „Þessi sigur kom mér mjög á óvart. Mér gekk illa í mörgum áhöldum á laugardaginn en mér gekk betur í dag (sunnudag),“ sagði Viktor Kristmannsson, Ís- landsmeistari í fjölþraut karla. Sig- ur Viktors kom nokkuð á óvart, Dýri Kristjánsson, sem er við æf- ingar í Bandaríkjunum, kom sér- staklega heim til að taka þátt í Ís- landsmótinu og verja Íslands- meistaratitil sinn og flestir töldu hann sigurstranglegastan fyrir mótið. En Viktor átti jafnari æfing- ar heldur en Dýri, hann hlaut hæstu einkunn í stökki og á svifrá og varð annar í hinum æfingunum öllum. Þar skiptu þeir Dýri og Rúnar Alexandersson með sér hæstu einkunum en þar sem Rúnar tók aðeins þátt í keppni á boga- hesti og á tvíslá þá hafði Viktor betur í samanlögðu. „Ég byrjaði að æfa þegar þjálf- arinn hans Rúnars kom hingað og hef allt frá byrjun haft mest dálæti á bogahestinum. Það má eiginlega segja að hann hafi att mér út í fim- leikana í byrjun. Hinar greinarnar hafa síðan fylgt í kjölfarið. Ég er ekki alveg nógu ánægður með ár- angurinn á svifránni og í hringj- unum en ég er mjög sáttur við helgina og sigurinn á laugardag- inn,“ sagði Viktor. Rúnar Alexandersson átti hæstu einkun sem gefin var í karlaflokki báða dagana, en hann hlaut 8,650 fyrir æfingar sínar á bogahesti á laugardag en bætti um betur á sunnudag þegar hann hlaut 9,150 í einkunn. VIKTOR Kristmannsson úr Gerplu og Sif Pálsdóttir, Ármanni, eru besta fimleikafólk landsins um þessar mundir. Þau sigruðu í fjöl- þraut á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem haldið var í Laug- ardalshöll um helgina. Að auki varð Viktor Íslandsmeistari á svifrá en Sif gerði enn betur og sigraði í þremur flokkum af fjórum í keppni á einstökum áhöldum, en hún varð Íslandsmeistari í stökki, á jafnvægisslá og í gólfæfingum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Íslandsmeistarinn Viktor Kristmannsson. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Morgunblaðið/Jón Svavarsson Rúnar Alexandersson á æfingu á tvíslá á Íslandsmótinu í Laugardalshöll. ■ Úrslit/B14 Viktor og Sif meistarar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.