Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 B 15 Sigur Dormagen á Gummers-bach var nokkuð ævintýraleg- ur því það átti lengi vel undir högg að sækja. Þegar 5 mínútur voru eft- ir var Gummersbach með tveggja marka forskot, 23:21. Þá tóku leik- menn Dormagen öll völd og skor- uðu fjögur síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigur, en Róbert Sig- hvatsson var markahæstur leik- manna Dormagen ásamt Svíanum Christian Ericson með sex mörk. Róbert Julian Duranona fór mik- inn er Nettelstedt lagði Nordhorn, 27:24, þar sem gestirnir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12. Duranona skoraði flest mörk liðsmanna Nettelstedt, var með 7 mörk ásamt Beuchler. Duranona hefur farið mikinn í liði Nettelstedt eftir að Jörg Uwe Lommel tók við stjórnartaumunum hjá liðinu fyrir skömmu. Patrekur Jóhannesson og félagar í Essen áttu í nokkru basli með næstneðsta lið deildarinnar, Wupp- ertal, á heimavelli. Wuppertal, sem hefur aðeins sex stig að loknum 28 leikjum, var yfir í hálfleik, 15:14. Essen tókst að kreista fram sigur á lokakaflanum, 29:27. Patrekur skoraði 2 mörk fyrir Essen en markahæstur í liðinu var Úkraínu- maðurinn Oleg Velyky með 8. Heið- mar Felixson skoraði flest mörk Wuppertal, 7, þar af var eitt úr vítakasti. Þá skoraði „Íslandsvin- urinn“ Dmítrí Filippov 4 mörk fyrir Wuppertal. Þrátt fyrir sigurinn er Essen enn í 8. sæti deildarinnar, hefur 33 stig eftir að hafa lokið 27 leikjum. Sigurður Bjarnason var ekki á meðal markaskorara Wetzlar sem lá á útivelli gegn Bad Schwartau, 23:19. Þá tapaði Hameln stórt á úti- velli á móti Willstätt/Schutterwald, 35:22, og virðist sem mesti vind- urinn sé úr leikmönnum Hameln, a.m.k. að sinni, og er liðið nú fallið í 17. sæti með 20 stig. Nettelstedt er komið í 16. sætið, hefur einnig 20 stig og stigum Dormagen fjölgar einnig nú um stundir eftir tvo sigurleiki í röð. Liðið hefur nú 17 stig en er þó sem fyrr í 18. sæti. Rasch til Willstätt Það hljóp á snærið hjá forráða- mönnum Willstätt/Schutterwald um helgina þegar norska skyttan Stig Rasch skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Hann leik- ur nú með Solingen, en þar sem lið- ið rambar á barmi gjaldþrots og framtíð þess óviss ákvað Rasch að yfirgefa skútuna í vor. Áður en Rasch kom til Solingen lék hann hjá Wuppertal undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Dormagen réttir úr kútnum ÍSLENDINGALIÐIN Bayer Dormagen og Nettelstedt virðast vera að rétta úr kútnum og um helgina unnu bæði liðin mikilvæga sigra í fallbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Dormagen lagði hið gamla veldi Gummersbach, 25:23, á útivelli og Nettelstedt lagði Guðmund Hrafnkelsson og samherja í Nordhorn, 27:24, á heimavelli. Vesturbæingar ætluðu að takaleikinn strax í sínar hendur en Keflvíkingurinn Brooke Schwartz lét sig það litlu skipta og raðaði nið- ur körfunum. Það tókst ekki síst vegna þess að lið hennar gaf hvergi eftir í vörninni, sem setti sóknarleik KR-inga talsvert út af laginu. Fyrir vikið var lítið skorað framan af og greinilegt að spenna var í stúlkunum. En er leið á annan leikhluta fundu KR-stúlkur fjölina sína og tókst með því að skora 10 stig í röð og hafa 24:21 forskot í hálfleik. Leikmenn fóru varlega í sakirnar í síðari hálfleik enda tókst hvoru liði aðeins að koma boltanum einu sinni ofan í körfuna á rúmlega fjórum mínútu. Þá tók Schwartz aftur við sér með sex stig á stuttum tíma og hafði þá skoraði 20 af 28 stigum Keflvíkinga. En þetta viðbragð vakti KR-stúlkur til lífsins, þær tóku sig á í vörninni og í kjölfarið fylgdi lukka í sóknarleiknum, sem skilaði þeim í40:33 í þriðja leikhluta. Schwartz hafði sig lítið frammi því það tók sinn toll að leiða liðið áfram. Það hýrnaði mikið yfir Vesturbæ- ingum á áhorfendapöllunum í fjórða leikhluta þegar Kristín kom KR í 49:40 og fimm mínútur til leiksloka. Það fór því heldur betur um þá þeg- ar Keflvíkingar með Schwartz í broddi fylkingar hóf að saxa á for- skotið svo að aðeins munaði tveimur stigum þremur mínútum síðar. KR náði 55:49 forystu á ný og tvær mín- útur til leiksloka en fyrir klaufa- skap í sókn þeirra tókst gestunum að jafna, 55:55, þegar 30 sekúndur voru til leiksloka. Sem fyrr segir skoraði Kristín tólf sekúndum fyrir leikslok og Vesturbæingum tókst að verjast þar til yfir lauk. „Ég átti ekki að skjóta en sá að Heather myndi gefa á mig því hún var búin draga tvo leikmenn að sér,“ hélt Kristín áfram. „Við kom- um ekki eins vel undirbúnar í leik- inn og við ætluðum okkur og þetta var rosalega erfitt allan tímann því við vissum að þær kæmu brjálaðar til leiks. Við byrjuðum illa en náðum að rífa okkur upp í öðrum leikhluta og þetta var jafnt eftir það. Næsti leikur verður eflaust erfiðari enda á þeirra heimavelli.“ Heather Corby var stigahæst hjá KR og tók 19 frá- köst. Þjálfari Keflvíkinga, Kristinn Óskarsson, ætlar ekki að láta deig- an síga þrátt fyrir tapið. „Það er bú- ið að tala mikið um KR og liðið er búið að standa sig vel í vetur en við ætlum að láta þær hafa mikið fyrir því að ná þessu. Við erum baráttu- glöð með gott lið þrátt fyrir að hafa átt í meiðslum en allir leikmenn eru tilbúnir í slaginn enda vita þeir hvað þarf að gera,“ sagði Kristinn. Mikið mæddi á Schwartz, sem spilaði 37 mínútur í leiknum, tók flest fráköst og skoraði meira en helming stiga liðsins en Kristinn sagði það eðli- legt: „Hún er besti útlendingurinn í deildinni í vetur og það væri óskyn- samlegt að nota hana ekki vel.“ Morgunblaðið/Jim Smart Heather Corby var stigahæst KR-kvenna í gærkvöld og hér skorar hún án þess að Keflvíkingurinn Sigríður Guðjónsdóttir fái rönd við reist. KR vann fyrstu or- ustuna ÉG vissi að boltinn færi ofan í –það var alveg klárt,“ sagði Kristín B. Jónsdóttir, sem skoraði sigurkörfu KR gegn Keflavík tólf sekúndum fyrir leikslok í Vesturbænum í gærkvöldi þegar liðin léku sinn fyrsta úrslitaleik. KR-stúlkur höfðu undirtökin meira og minna en með góðu viðbragði síðustu mínúturnar tókst Keflvíkingum að hleypa mikilli spennu í leikinn. Það dugði hinsvegar ekki til og KR vann 57:55. Stefán Stefánsson skrifar  HELGI Jónas Guðfinnsson og félagar úr Ieper sigruðu Pepinster 91:87 í framlengdum leik í belgísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik á laugardag. Leikurinn var jafn þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og Pepinster átti tvö vítaskot en hitti úr hvorugu. Í framlengingunni reyndist Ieper betra og fagnaði sigri og heldur því sjötta sætinu í deildinni.  HELGI lék í 14 mínútur, gerði ekk- ert stig en tók þrjú fráköst og stal boltanum einu sinni af andstæðingum sínum.  ÓSKAR Örn Hauksson, 17 ára knattspyrnumaður úr Njarðvík, fer til reynslu hjá norska úrvalsdeildar- félaginu Molde í næstu viku. Óskar, sem lék með drengjalandsliðinu í fyrra, hefur æft hjá Tottenham og Coventry í Englandi í vetur.  GUNNLAUGUR Jónsson og félag- ar í Uerdingen töpuðu óvænt heima, 2:0, fyrir TB Berlín í þýsku 3. deild- inni í knattspyrnu á þriðjudag. Gunn- laugur lék allan leikinn en lið hans hefði með sigri verið þremur stigum frá liðinu í öðru sæti.  JARI Litmanen, finnski landsliðs- maðurinn hjá Liverpool, úlnliðs- brotnaði í leiknum gegn Englandi á laugardaginn og verður frá keppni í sex vikur.  JOEY DiGimarino, bandaríski knattspyrnumaðurinn sem Fylkir er að fá til reynslu, kemur til landsins í dag. Upphaflega var gert ráð fyrir að hann kæmi til móts við liðið á Spáni í næstu viku. DiGimarino leikur vænt- anlega með Fylki gegn Fram í Reykjavíkurmótinu annað kvöld.  SVERRIR Sverrisson miðjumaður lék síðari hálfleikinn í marki Fylkis þegar liðið gerði jafntefli, 4:4, við Vík- ing í deildabikarnum á sunnudaginn. Kjartan Sturluson, markvörður Árbæinga, meiddist og þeir höfðu engan varamarkvörð.  KJARTAN Antonsson, knatt- spyrnumaður úr ÍBV, lék um helgina æfingaleik með norska 1. deildarlið- inu Haugesund gegn úrvalsdeildarliði Viking Stavanger. Hann lék stöðu miðvarðar allan leikinn en Hauge- sund tapaði naumlega, 1:0. Norska félagið hyggst skoða annan miðvörð í þessari viku og eftir það kemur í ljós hvort það gerir tilboð í Kjartan.  KJARTAN lék mjög vel gegn Vik- ing, samkvæmt Haugesunds Avis. Kjell Inge Brätveit, þjálfari Hauge- sund, sagði við blaðið að Kjartan hefði verið góður en hann þyrfti tíma til að gera upp hug sinn um hvaða leikmann hann vildi fá til félagsins.  ÓLAFUR Gottskálksson getur leikið á ný í marki Brentford í ensku 2. deildinni um næstu helgi. Hann fékk slæmt höfuðhögg í leik liðsins gegn Southend í síðustu viku en þar sem leik Brentford um helgina var frestað missir hann engan leik úr. FÓLK GUÐLAUG Jónsdóttir skoraði bæði mörk síns nýja félags, Bröndby, þeg- ar það tapaði, 3:2, fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. OB er með níu stiga forystu í deildinni og hefur ekki tapað á tíma- bilinu en Guðlaug kom Bröndby í 2:0 eftir 26 mínútna leik. OB náði að knýja fram sigur að lokum með marki á 87. mínútu. Bröndby er í fimmta sæti af átta liðum í deildinni með 17 stig. Erla Hendriksdóttir og stöllur hennar í FB gerðu jafntefli við Hill- eröd, 1:1, og eru í 6. sæti með 16 stig. Tvö mörk Guðlaugar Atli hafnaði Lilleström ATLI Knútsson, markvörður Breiðabliks, hafnaði um helgina boði um lánssamning frá norska úrvalsdeildarlið- inu Lilleström. Norðmenn- irnir vildu fá hann strax að láni eftir að hann lék æfinga- leik með liðinu gegn Odd Grenland í síðustu viku. „Þeir vildu að ég kæmi til þeirra undir eins en ég var ekki tilbúinn til að rífa mig upp fyrir stuttan lánssamn- ing,“ sagði Atli við Morg- unblaðið í gær. FH stöðvaði sigurgöngu ÍA í deilda- bikarkeppninni í knattspyrnu með sigri, 3:2, í leik liðanna í Reykjanes- höll í gærkvöld. Hörður Magnússon jafnaði metin fyrir FH, mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður, og Jóhann Möller skoraði sigurmark Hafnfirðinga skömmu síðar. Fyrsta tap Skagamanna FRANSKI knattspyrnumaðurinn Moussa Dagnogo sem er til reynslu hjá Íslandsmeisturum KR í knattspyrnu þykir lofa góðu en hann þótti sýna fín tilþrif þeg- ar KR-ingar lögðu ÍR-inga, 3:0, í deildarbikarkeppni KSÍ í fyrra- kvöld. Dagnogo, sem er sókn- armaður, skoraði eitt af mörkum KR og var ekki langt frá því að bæta við fleiri mörkum. „Frakkinn stóð sig mjög vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður og ég tel það líklegra en ekki að hann verði með okkur í sumar. Við ætlum þó að líta betur á hann í tveimur leikjum í vikunni og ef allt gengur þar að óskum fer hann með okkur í æfingaferð til Spánar í byrjun apríl,“ sagði Leifur Grímsson, fram- kvæmdastjóri Rekstrarfélags KR, við Morgunblaðið í gær. KR-ingar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum deildabikars- ins með sigrinum á ÍR en Breiða- blik og Keflavík eru einnig kom- in áfram úr B-riðlinum. Blikar eru efstir og ósigraðir í riðlinum eftir sigur á Val, 1:0, en Vals- menn hafa hinsvegar enn ekki unnið leik í mótinu. KR-ingar eru ánægðir með Frakkann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.