Morgunblaðið - 27.03.2001, Side 16

Morgunblaðið - 27.03.2001, Side 16
RAGNAR Óskarsson skoraði 10 mörk, tvö þeirra úr víta- köstum, þegar lið hans, Dunk- erque, vann góðan útisigur á Istees, 23:17, í frönsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. „Þetta var mjög góður sigur og gríðarlega mikilvægur fyr- ir okkur og við erum núna í nokkuð góðum málum í deild- inni. Þetta var jafnframt einn besti leikur minn með liðinu,“ sagði Ragnar við Morg- unblaðið. Dunkerque er nú komið í þægilega stöðu um miðja deild eftir gott gengi frá áramótum en liðið var á tímabili á hættu- svæði deildarinnar. Ragnar er sem fyrr í hópi markahæstu manna 1. deildar. Ragnar með 10 mörk Dagbjört Víglundsdóttir vareinna best hjá ÍS en hún lék áður með liði Þróttar N. Samt sem áður voru allar að- gerðir ÍS-liðsins ómarkvissar á með- an hver sóknarlota Þróttar virtist þaul- æfð. Í liði Þróttar eru tveir sterkir rússneskir leikmenn og virðist vera þeirra hjá félaginu hafa haft góð áhrif á aðra leikmenn liðsins. Þor- björg Ó Jónsdóttir, Sæunn Svava Ríkharðsdóttir og Hjálmdís Zoega léku vel í liði Þróttar. Petrún B. Jónsdóttir, þjálfari og leikmaður Þróttar, var að sjálfsögðu ánægð með bikarmeistaratitilinn. „Við vorum að vonast eftir spenn- andi og skemmtilegum leik en það gerðist ekki. Það er afar erfitt að halda einbeitingu og athygli okkar leikmanna þar sem við erum að reyna gera þetta af alvöru. Liðið æf- ir fimm sinnum í viku, allir leikmenn eru á samning og það er mikið starf í kringum liðið. Verkefnaskortur háir okkur því getulega séð erum við að stinga hin liðin af. Það er sorglegt að lið eins og KA mæti ekki í fyrsta leik í undanúrslitum Íslandsmótsins eins og gerðist á dögunum. Sökin liggur ekki alfarið hjá leikmönnum KA og einhverjir hljóta að starfa í félaginu sem taka slíkar ákvarðanir. Það kom aldrei til greina að mæta ekki í aðra viðureign liðanna á Akureyri og við tökum ekki þátt í slíkum skrípaleik að mæta ekki til leiks,“ sagði Petrún. Því má bæta við að Petrún er einnig formaður blakdeildar Þróttar og landsliðsþjálfari íslenska kvenna- liðsins. ÍS sigraði þriðja árið í röð Leikur karlaliðanna var bráð- skemmtilegur og leikmenn Stjörn- unnar og ÍS sýndu allar sínar bestu hliðar. ÍS hefur haft mikla yfirburði í deildarkeppninni í vetur og fyrir- fram mátti búast við að róðurinn yrði Stjörnumönnum erfiður. ÍS sigraði í 1. og 3. lotu en Stjarnan náði að jafna metin í þeirri 4. Í oddalot- unni gekk mikið á og ÍS skoraði tvö síðustu stigin sem tryggðu þeim 20:18 sigur í leiknum. Þriðja árið í röð er það karlalið ÍS sem sigrar í bikarkeppni en leikmenn Stjörnunn- ar sýndu að óvæntir hlutir gætu gerst í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Allir leikir liðanna á þessu ári hafa ráðist í oddalotu og greinilegt að lið Stjörnunnar er í mikilli sókn þessa dagana. Í liði ÍS ber mikið á búl- görsku bræðrunum Martin og Galin Raditckov og einnig er Zdravko Demirev, landi þeirra bræðra og þjálfari ÍS, í lykilhlutverki. Izmar Hadziredzepovic lék sérstaklega vel í vörn og sýndi ágætis tilþrif í sókn. Davíð Búi Halldórsson var skæður í sóknarleik ÍS og náði oftar en ekki að setja boltann í gólf Stjörnumanna með öflugum skellum. „Þessi leikur var góð kynning á íþróttinni og frábært að spennandi leikur skuli vera í beinni sjónvarps- útsendingu. Þrátt fyrir að við Íslend- ingarnir séum í minnihluta í liðinu er þetta óumflýjanleg þróun þar sem það vantar fleiri íslenska leikmenn. Þetta eru allt strákar sem hafa valið að búa hér á landi og enginn þeirra fær greitt fyrir að spila,“ sagði Davíð Búi Gíslason, leikmaður ÍS. Stjarnan hefur á að skipa mun lágvaxnara liði en ÍS og átti liðið erf- itt um vik að finna leið framhjá há- vörn ÍS. Skellirnir frá Vigni Hlöð- verssyni fóru oftar en ekki í vörn ÍS og út af og hinn reynslumikli leik- maður var ógnandi allan leikinn. Gottskálk Gissurarson og Róbert Karl Hlöðversson léku vel en enginn lék þó betur en Jóhann Már Arn- arson, uppspilari Stjörnumanna. „Við náðum að leggja ÍS fyrr í vet- ur og vissum vel að það væri hægt að gera það aftur. Það er gaman fyrir okkur að spila gegn góðum leik- mönnum og þrátt fyrir að fimm er- lendir leikmenn séu í leikmannahóp ÍS er það áskorun fyrir okkur hina að reyna að gera betur en áður. Því miður er nýliðunin í blakíþróttinni lítil og það gengur ekki til lengdar að hafa ekkert barna- og unglingastarf hjá félögunum,“ sagði Vignir Þ. Hlöðversson, fyrirliði Stjörnunnar. Miklir yfirburðir hjá Þrótti Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hulda Elma Eysteinsdóttir, fyrirliði Þróttar frá Neskaupstað, og Þorbjörg Ó. Jónsdóttir með bikarinn. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Leikmenn karlaliðs ÍS hömpuðu bikarnum þriðja árið í röð. KVENNALIÐ Þróttar frá Neskaupstað hafði mikla yfirburði í bikarúr- slitaleik kvennaliða sem háður var á laugardag í Kópavogi – fagnaði sigri annað árið í röð með því að leggja ÍS að velli, 3:0. Aftur á móti fóru leikmenn karlaliðs ÍS með bikarinn heim þriðja árið í röð, eftir sigur á Stjörnunni, 3:2.. Allar aðgerðir leikmanna Þróttar báru þess merki að liðið er vel þjálfað og skipulagt. Það var aðeins í 1. lotu sem ÍS náði að halda í við Þrótt en í næstu tveimur lotum var aldrei spurning um að hvort liðið færi með sigur af hólmi. Hulda Elma Ey- steinsdóttir og Anna Pavlicouk sáu að mestu leyti um að binda endahnútinn á sóknarlotur Þróttar og leikmenn ÍS áttu ekkert svar við þeim stöllum. Þróttur sigraði í þremur lotum og bikarinn verður á Austfjörðum næsta vetur. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar  DÓMARAR á bikarúrslitaleik karla og kvenna í blaki voru þeir Leifur Harðarson og Þorvaldur Sig- urðsson. Leifur var aðaldómari í karlaleiknum en Þorvaldur tók við því hlutverki í kvennaleiknum.  STJARNAN hafði ekki yfir stórum leikmannahóp að ráða í úrslitaleik karla. Aðeins einn varamaður var til reiðu hjá liðinu og kom hann ekkert við sögu hjá liðinu. Aðeins fleiri vara- menn voru til taks hjá ÍS en þar voru þrír varamenn.  ÞRJÚ lið af þeim fjórum sem tóku þátt í bikarúrslitaleikjunum voru með auglýsingar á keppnisbúningi liðana. Aðeins búningar karlaliðs Stjörnunnar var án auglýsinga.  FLESTIR leikmenn kvennaliðs Þróttar frá Neskaupstað voru með merki félagsins teiknað á báðum upphandleggjum. Ekki var um húð- flúr að ræða heldur höfðu listfengnir leikmenn liðsins fengið að spreyta sig við teikningarnar með penna. BLAK GUNNAR Andrésson, handknatt- leiksmaður, endurnýjaði um helgina samning sinn við svissneska hand- knattleiksliðið Amicitia í Zürich til tveggja ára. Gunnar er nú að ljúka sínu þriðja keppnistímabili hjá félag- inu, sem lengst af hefur leikið í úrvals- deild svissneska handknattleiksins. „Þá er það komið á hreint að ég verð áfram hérna hjá Amicitia næstu tvö árin,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ákvörðunin var frekar erfið en það sem réð úrslitum var að mér hef- ur var boðið áframhaldandi starf hjá Generali tryggingarfyrirtækinu, sem ég nú þegar starfa hjá, og því tæki- færi vildi ég ekki sleppa. Ég hafði reyndar úr nokkrum tilboðum að velja frá liðum í Sviss og í Þýskalandi en fjölskyldan er ánægð hér í Zürich og því ákváðum við lengja dvöl okkar hérna ytra,“ sagði Gunnar ennfrem- ur. „Ég er eflaust að spila mitt besta tímabil í langan tíma og er það bara hið besta mál.“ Gunnar og samherjar töpuðu um helgina fyrir Stanz, 28:26, á útivelli. Gunnar skoraði 11 mörk og hefur alls skorað 71 mark í 9 leikjum eftir áramót eftir að við tók keppni fjögurra neðstu liða úrvalsdeildarinn- ar við fjögur neðstu lið 1. deildar um fjögur laus sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Amicitia er nú í 5. sæti í þeirri keppni en nokkuð hefur hallað undan fæti hjá liðinu upp á síðkastið þar sem það hefur tapað fjórum leikj- um á útivelli í röð. Með Amicitia leikur einnig Suik Hyung Lee, landsliðsmarkvörður S- Kóreu, sem lék með FH við góðan orðstír fyrir nokkrum árum. Gunnar endurnýjar við Amicitia AJAX-Farum, liðið sem Gunnar Beinteinsson og Elvar Guðmunds- son leika með í dönsku 1. deildinni, austurhluta, vann sér á sunnudag- inn keppnisrétt í dönsku úrvals- deildinni á næstu leiktíð. Ajax- Farum vann Team Rödovre í síðasta leik sínum á leiktíðinni, 27:19. Þar með fór Ajax-Farum upp á betri markatölu en Team Mitsjælland, sem einnig var með 36 stig að lokn- um 22 umferðum. Gunnar skoraði 4 mörk fyrir liðið um helgina, en Gunnar leggur stund á framhaldsnám í viðskiptafræði í Danmörku í vetur. Elvar, sem lék með Breiðabliki og FH áður en hann hélt utan, stóð í marki Ajax- Farum og stóð sig allvel. Gunnar og Elvar upp um deild

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.