Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 1
2001  FIMMTUDAGUR 5. APRÍL BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SETUR TIGER WOODS ENN EITT METIÐ? / B4 Samningur Þorbjörns við HSÍ umþjálfun liðsins var fram í júní nk., en Þorbjörn hefur stýrt landslið- inu frá sumrinu 1995 er hann tók við af Þorbergi Aðalsteinssyni. Guðmundur Ingvarsson, formað- ur HSÍ, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að viðræður væru í gangi við nýjan þjálfara, en fleiri en einn kæmu til greina. „Ég vonast til þess að gengið verði frá ráðningu nýs landsliðsþjálfara öðru hvoru megin við næstu helgi. Um þetta er þó ekki hægt að fullyrða neitt,“ sagði Guðmundur og bætti því við að bæði kæmi til greina að ráða Íslending og útlending í starfið. Eins væri ekki ljóst á þessu stigi hvort starf lands- liðsþjálfara yrði hlutastarf eða fullt starf eins og verið hefur. Landsliðs- þjálfarinn hefði þá einnig með fræðslu- og útbreiðslustarf að gera, en Þorbjörn hefur einnig sinnt þeim málaflokkum. Næstu verkefni landsliðsins eru tveir leikir við Hvít-Rússa í undan- keppni Evrópukeppninnar í byrjun júní – fyrst í Minsk, síðan hér á landi. Sú þjóð, sem hefur betur í þeim leikj- um, tryggir sér rétt til þátttöku í Evrópukeppninni í Svíþjóð í byrjun næsta árs. Þorbjörn hættur með landsliðið ÞORBJÖRN Jensson er hættur í starfi landsliðsþjálfara karla í handknattleik. Í fréttatilkynningu frá Handknattleikssambandi Ís- lands, HSÍ, í gær sagði að Þorbjörn hefði óskað eftir að láta af störf- um og hefði HSÍ orðið við því. KR og Þór hafa náð samkomulagi um félagaskipti knattspyrnumanns- ins Jóhanns Þórhallssonar. Jóhann, sem leikið hefur með KR-ingum undanfarin tvö ár, fer aftur í sitt gamla félag og mun hann skrifa undir þriggja ára samning við Ak- ureyrarliðið á næstu dögum. Jó- hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við KR og undanfarnar vikur og mánuði hafa forráðamenn félag- anna togast á um hvernig standa ætti að félagaskiptunum. „Samkomulagið liggur á borðinu og það er orðið ljóst að hann verður leikmaður Þórs og mun gera við okkur þriggja ára samning. Mér sýnist þetta mál fá farsælan endi og við erum auðvitað mjög ánægðir að endurheimta strákinn frá KR,“ sagði Árni Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, við Morg- unblaðið í gær. Árni vildi ekki greina frá því hve háa upphæð Þór greiðir KR fyrir að leysa Jóhann undan samningnum við KR en hann sagði verðið vera viðunandi. Jóhann hefur æft með Þórsurum í allan vetur og fór með liðinu í æf- ingaferð til Spánar í gær. Hann er 21 árs gamall, sóknar- og miðju- maður sem lék 12 leiki með KR- ingum í efstu deild. Þá hafa Þórsarar fengið frekari liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni í sumar því Jónas Baldursson hefur ákveðið að leika með liðinu í sumar. Jónas hefur mörg undanfarin ár verið lykilleikmaður í liði Dalvík- inga og jafnframt því að leika með því hefur hann þjálfað það und- anfarin ár. Jóhann fer í Þór SIGURBJÖRN Hreiðarsson, knattspyrnumaður, er hættur hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Trelle- borg en hann fór fram á að verða leystur undan samningi. Félagið varð við þeirri beiðni og er hann væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Sig- urbjörn gekk í raðir Trelleborg í árslok 1999 frá Val og átti samningur hans að renna út í haust. Sigurbjörn fékk aðeins að spreyta sig í 10 leikjum Trelleborg á síðustu leiktíð en þessi 25 ára gamli sóknarmaður lék með Val frá 1992–1999, alls 105 leiki í efstu deild og skoraði 18 mörk. „Aðalástæðan að ég er á heimleið er sú að ég hafði vonast eftir því að fá að spila meira. Maður er í þessu til að fá að spila og ég sá fram á að það yrði á brattann að sækja á leiktíðinni sem er að ganga í garð. Það liggur ekki ljóst fyrir ennþá hvar ég spila í sumar. Auðvitað hef ég taugar til Vals en það er ekki sjálfgefið að ég verði með þeim,“ sagði Sigurbjörn við Morgunblaðið í gær. Sigurbjörn hættur með Trelleborg SIGURÐUR Gunnarsson, hand- knattleiksþjálfari hjá norska liðinu Stavanger, er mikið í sviðsljósinu í samnefndum bæ þar sem margir telja að árangur liðsins í vetur hafi ekki uppfyllt þær væntingar sem til þess voru gerðar. Á mánudag fór blaða- maður staðarblaðsins Stavanger Aft- enblad hörðum orðum um frammi- stöðu liðsins í vetur og vildi að Sigurður léti af störfum hið fyrsta. „Ég á tvö ár eftir af samningi mín- um við liðið og það er ekkert sem bendir til þess að ég verði ekki þjálf- ari Stavanger næstu tvö keppnistíma- bil,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég tók við lið- inu 20. ágúst á síðasta ári, fjórum vik- um áður en keppnistímabilið hófst. Handknattleiksfélögin hér í Stavang- er, Viking og Stavanger, höfðu sam- einast undir merkjum Stavanger. Flestir leikmenn Viking hurfu á braut og aðeins einn úr því liði leikur með okkur í dag. Viking var með sterkt lið og flestir þeirra sem hurfu á braut leika sem atvinnumenn í Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð. Það var því þunnur hópur sem ég hafði úr að moða og í vetur hefur meiðslasaga liðsins verið með ólíkindum og gert mér erfiðara um vik. Við töpuðum að- eins þremur af síðustu 22 leikjum í deildinni. Við töpuðum fyrstu sjö leikjunum í deildinni, en þegar málin eru skoðuð betur þá unnum við 17 leiki, gerðum tvö jafntefli og töpuðum 12. Það má segja að ég hafi tekið við liði sem var skipað varamönnum gömlu liðanna og það segir sig sjálft að það lið nær ekki stórkostlegum ár- angri á fyrsta ári sínu í erfiðri deild- arkeppni,“ sagði Sigurður. Sigurður bjartsýnn Reuters Ian Harte, leikmaður Leeds, er hér að skora fyrsta mark sinna manna á móti Deportivo beint úr aukaspyrnu. Leeds vann 3:0-sigur og stendur vel að vígi fyrir síðari leikinn. Í hinni viðureigninni í 8 liða úrslitum hafði Arsenal betur gegn Valencia, 2:1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.