Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 2
KÖRFUKNATTLEIKUR 2 B FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT SKÍÐI Skíðamót Íslands Hlíðarfjall við Akureyri. Keppni í 5 km göngu kvenna, 10 km göngu karla 17–19 ára og 15 km göngu karla kl. 14.  Setning í Íþróttahöllinni kl. 18 og sprett- ganga í göngugötunni á Akureyri kl. 20. HANDKNATTLEIKUR Úrslit kvenna, annar leikur: Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar .............20 Í DAG                         !    " #     $    %   &'   #   (          )))    KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit, fyrri leikir: Arsenal - Valencia......................................2:1 Thierry Henry 58., Ray Parlour 60. - Roberto Ayala 41. Arsenal: David Seaman, Lee Dixon, Martin Keown, Tony Adams, Ashley Cole, Fredrik Ljungberg (Wiltord 46.), Patrick Vieira, Ray Parlour, Robert Pires, Thierry Henry, Kanu (Lauren 84.). Valencia: Santiago Canizares, Jocelyn Ang- loma, Roberto Ayala, Mauricio Pellegrino, Amedeo Carboni, Gaizka Mendieta (Vicente 89.), Ruben Baraja, Kily Gonzalez, Pablo Aimar (Angulo 68.), John Carew, Juan Sanchez. Leeds - Deportivo La Coruna...................3:0 Harte 26., Alan Smith 51., Ferdinand 66. Leeds: Nigel Martyn, Danny Mills, Rio Ferdinand, Dominic Matteo, Lee Bowyer, Ian Harte, Oliver Dacourt, David Batty, Harry Kewell (Wilcox 84.), Alan Smith, Mark Viduka. Deportivo: Francisco Molinal, Manuel Pablo, Enrique Romero, Nourredine Nayb- et, Cesar, Fran (Pandiani 71.), Sebastian Scaloni (Tristan 71.), Emerson, Pedro Dusc- her (Veleron 54.), Roy Makaay, Djalminha. England Aston Villa - Leicester ...............................2:1 Dion Dublin 29., Lee Hendrie 72. - Callum Davidson 27.- 29,043 1. deild: Blackburn - Sheffield Utd..........................1:1 Wolves - Wimbledon...................................0:1 3. deild: Cardiff - Barnet...........................................1:0 Skotland Aberdeen - Dundee Utd. ............................4:1 Grikkland Bikarkeppni, undanúrslit: PAOK Saloniki - Apollon............................5.2 Iraklis - Olympiakos ...................................0:1 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Minden - Wetzlar ................................... 22:24 Hildesheim - Essen................................ 29:29 Grosswallstadt - Eisenach .................... 33:23 Kiel - Flensburg ..................................... 29:20 Lemgo - Gummersbach......................... 23:20 Staða efstu liða: Flensburg ......... 29 22 3 4 791:704 45 Magdeburg....... 28 20 4 4 739:590 44 Lemgo............... 29 21 2 6 730:664 44 Wallau-M. ......... 29 18 4 7 765:707 40 B.Schwartau..... 28 17 3 8 681:653 37 Grosswallst. ...... 29 17 3 9 722:694 37 Kiel .................... 29 18 0 11 773:708 36 Essen................. 29 16 4 9 730:714 36 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Miami - Boston ........................................77:82 New Jersey - Charlotte ........................88:103 New York - Orlando ...............................94:82 Indiana - Phoenix ...................................85:81 Toronto - Philadelphia .........................100:85 Utah - La Lakers ....................................88:96 Chicago - Detroit...................................83:110 Houston - Dallas....................................97:109 San Antonio - Seattle ............................107:89 Denver - Portland ..................................94:92 Sacramento - Milwaukee....................101:107 Patrekur s PATREKUR Jóhannesson var í ham m Hildesheim, 29:29, í þýsku úrvalsdeild rekur var markahæstur sinna manna m af vítalínunni. Sigurður Bjarnason og félagar hans þar sem þeir sigruðu heimamenn, 24:2 tryggði Wetzlar sigurinn með 24. mar meðal markaskorara hjá Minden. Flensburg, efsta lið deildarinnar, m 29:20. Nenand Perunicic skoraði 9 mö Tap Flensburg þýðir að Magdeburg, li Gíslasonar, getur skotist í toppsætið e leik til góða. Halldór var tæpast búinn aðjafna sig eftir fjörið í íþrótta- húsi bæjarins kvöldið áður þegar Tindastóll vann Keflavík í oddaleik í undanúrslitum Ís- landsmótsins í körfuknattleik og tryggði sér í fyrsta skipti rétt til að leika til úrslita um Íslandsmeistara- titilinn. Þó stjórnsýsla og dómstörf séu aðalatvinna Halldórs er hann lykilmaður í íþróttahreyfingunni á Sauðárkróki sem formaður körfu- knattleiksdeildar Tindastóls. Halldór segir að eftir þennan sig- ur sé ljóst að Tindastólsmenn stefni ótrauðir að Íslandsmeistaratitlin- um. „Það væri nú annað hvort, fyrst við erum búnir að hafa svona mikið fyrir því að komast í úrslitin er stefnan auðvitað sú að vinna titilinn. Við ætlum að leggja allt í sölurnar til að reyna að sigra Njarðvíkinga.“ Höfum allt að vinna en engu að tapa Hversu mikla möguleika telur þú að þið eigið gegn hinu sterka liði Njarðvíkinga sem vann KR 3:0 í undanúrslitunum? „Staðan er þannig hjá okkur að nú höfum við allt að vinna en engu að tapa. Ég tel að almennt reikni menn með því að Njarðvíkingar vinni og við þurfum að leggja þá að minnsta kosti einu sinni á útivelli til að verða meistarar. Þeir hafa heimavöllinn með sér en ef Tinda- stólsliðið nær að spila heilan leik í Njarðvík eins og síðasta fjórðung- inn í gær, og seinni hálfleikinn í fjórða leiknum í Keflavík, mun það sigra. Við höfum vissulega ekki unnið leik á Suðurnesjum á þessu tímabili en það á ekki að flækjast fyrir mönnum. Varla er um sálrænt vandamál að ræða því lið okkar breytist alltaf mikið frá ári til árs. Suðurnesjaliðin tapa yfirleitt ekki heima, nema þá hvert gegn öðru. Reyndar höfum við unnið á Suð- urnesjum í vetur en það var gegn Reyni í bikarnum og annað en sigur í þeim leik hefði þótt ófyrirgefan- legt. “ Tindastól hefur lengi vantað herslumuninn til að komast svona langt. Hver er ástæðan fyrir því? „Það er fyrst og fremst vegna sí- felldra breytinga á liðinu. Við misst- um sex leikmenn úr hópnum fyrir þetta tímabil og þannig er þetta oft- ast. Á sumrin erum við með 4–5 leikmenn tilbúna og vitum síðan ekki hvar við stöndum fyrr en um haustið. Þessar sífelldu manna- breytingar eru mjög bagalegar fyr- ir okkur og ég sé ekki að það lagist mikið. Það er hætta á því að við stöndum í sömu sporum einu sinni enn eftir þetta tímabil og þurfum að byggja upp enn og aftur. Hinsvegar fáum við stöðugt upp efnilega leikmenn því hér er komin mikil körfuboltahefð. Körfuboltinn er vetraríþrótt númer eitt hér á Sauðárkróki. En þetta er stanslaus barátta um að halda krökkunum við æfingar því það er svo margt sem keppir við íþróttirnar. Þau eru upp- tekin af tölvuleikjum, SMS-skila- boðum og fleiru í þeim dúr.“ Þrífa sviðahausa og þvo glugga Þið eruð með þrjá erlenda leik- menn og mikil ferðalög í útileiki. Hvernig gengur að reka körfu- knattleiksdeild Tindastóls? „Þetta er mjög kostnaðarsamt og erfitt og það fylgja því vissulega mikil útgjöld að vera með erlenda leikmenn. Pomones (Kanadamaður með grískt ríkisfang) og Antropov (Rússi) eru okkur ekki mjög dýrir en Myers (frá Trínidad) er hreinn atvinnumaður. Staða okkar er ekk- ert of góð, frekar en hjá alltof mörgum íþróttafélögum víða um land. Það er að vissu leyti okkur stjórnendunum að kenna en kröf- urnar eru mjög miklar. Ekki aðeins að meistaraflokknum gangi vel, heldur líka að við útvegum hæfa þjálfara fyrir yngri flokkana. Æf- ingagjöldin standa ekki undir rekstri yngri flokkanna, það er ljóst.“ Hvernig fjármagnið þið rekstur- inn? „Bæjarfélagið er stærsti styrkt- araðili félagsins en atvinnulífið er þannig samsett að hér eru ekki mörg stórfyrirtæki. Þau styrkja okkur og síðan tökum við ýmislegt að okkur. Við höfum til dæmis þrifið sviðahausa í sláturhúsinu, í sumar fjarlægðum við olíutanka fyrir Ol- íudreifingu, við leggjum gangstétt- arhellur og rífum byggingar. Í vet- ur keypti Tindastóll gamalt íbúðarhús og gerði það upp til að spara húsaleigu og það var gríð- arleg sjálfboðavinna í kringum það. Við þvoum glugga hjá fyrirtækjum, t.d. hérna í stjórnsýsluhúsinu, og það er einmitt kominn tími á það núna, það sést vel þegar sólin er komin á loft. Svona átaksverkefni henta okkur best og reynslan er sú að best er að fá fólk til starfa þegar slíkt er í gangi.“ Knattspyrnan rakst á við golfið Halldór var á sínum tíma þekktur knattspyrnumarkvörður hjá FH og lék einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann segir að þó knattspyrn- an hafi staðið sér næst hafi brenn- andi golfáhugi sinn leitt til þess að hann tók að sér félagsstörf í kring- um körfuboltann. „Við fluttum hingað til Sauðár- króks árið 1992 þegar ég var ráðinn héraðsdómari. Ég spila mikið golf á sumrin og á meðan er ekki hægt að skipta sér mikið af knattspyrnunni, af einhverju viti. Íþróttirnar rekast einfaldlega á að sumrinu. Tinda- stólsmenn leituðu til mín árið 1994 um að taka að mér formennsku í körfuknattleiksdeildinni, og ég hef verið fastur í þessu síðan, í sjö ár. Bakgrunnur minn í körfubolta er afskaplega lítill en ég lék þó reynd- ar bæði körfubolta og blak með HSK á Landsmóti UMFÍ á Selfossi 1978, þegar ég var í Menntaskól- anum á Laugarvatni. En starf í kringum flestar íþróttir er keimlíkt þegar upp er staðið.“ Hvernig fara félagsstörfin saman við starf þitt sem héraðsdómari? Verða aldrei neinir árekstrar? „Þetta fer ágætlega með starfinu, ég get stjórnað dagbókinni minni sjálfur og haft tiltölulega frjálsar hendur. Ég hef einu sinni úrskurð- að sjálfan mig vanhæfan í dómsmáli en það snerti mann sem ég hafði mikil samskipti við í gegnum körfu- boltann. Það hefði getað gerst í gegnum hvers konar félagsskap sem var. Ég skipti um ham þegar vinnu lýkur og á kvöldin get ég orð- ið kolvitlaus og fengið tæknivillur frá körfuboltadómurunum, því ég hef setið á bekknum með þjálfaran- um öll þessi ár og aðeins misst af einum og einum útileik. Maður verður að taka þátt í samfélaginu og eiga líf utan vinnunnar.“ Kemur víða við Halldór lætur sér ekki stjórnar- störfin í körfuknattleiksdeildinni nægja. Hann er ritari Golfklúbbs Sauðárkróks, varaformaður Ung- mennasambands Skagafjarðar, á sæti í dómstól Íþróttasambands Ís- lands og dómstól Knattspyrnusam- bands Íslands, varamaður í dómstól Körfuknattleikssambands Íslands og á sæti í félagaskiptanefnd sama sambands. Á heimaleikjum Tinda- stóls grípur hann hljóðnemann og kynnir leikmenn liðanna, og sest síðan á varamannabekkinn til að vera Val Ingimundarsyni, þjálfara, til halds og trausts. Héraðsdómar- inn á Norðurlandi vestra hefur sem sagt í mörg horn að líta en hann segir að í félagsstörfunum sé starfið í kringum körfuknattleiksdeildina það sem allt snúist um, önnur stjórnar- og nefndastörf séu ekki sérlega tímafrek. „Ég legg mestan kraftinn í körfu- boltann og þessa dagana er það úr- slitakeppnin sem skiptir öllu máli. Verkefnið er að koma Íslandsbik- arnum til Sauðárkróks. Það er erf- itt verkefni en ekki óleysanlegt, og ef það tekst verður svakalega gam- an á Sauðárkróki“ sagði Halldór Halldórsson. Erfitt verk- efni en ekki óleysanlegt „ÞAÐ ríkir mikil gleði í bænum og hamingjuóskirnar hafa streymt til okkar. Ég heyrði í einum stjórnarmanna okkar áðan og til hans kom í morgun gamall maður framan úr sveit, sem engan grunaði að vissi hvernig körfubolti liti út, og hann tjáði sig fjálglega um leikinn og var mjög ánægður með framgang mála. Þessi frammistaða Tinda- stóls snertir fólk um allan Skagafjörð,“ sagði Halldór Halldórsson, héraðsdómari Norðurlands vestra, þegar Morgunblaðið heimsótti hann í stjórnsýsluhúsið á Sauðárkróki í gærmorgun. Halldór Halldórsson, héraðsdóma sinni. Hann telur að Tindastóll hafi ilinn í fyrsta skipti þegar liðið m Eftir Víði Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.