Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 4
 JACK Nicklaus hefur sigrað oft- ast á bandaríska meistaramótinu, Masters. Nicklaus sigraði sex sinnum, fyrst árið 1963 og síðast árið 1986. Nicklaus var rúmlega 46 ára gamall þegar hann sigraði árið 1986 og er hann elsti kylfingurinn sem fagnað hefur sigri.  TIGER Woods er yngsti kylfing- urinn sem sigrað hefur á Masters. Woods var 21 árs þegar hann sigr- aði árið 1997 og er það í eina skiptið sem hann hefur klæðst græna sigurjakkanum.  WOODS á tvö önnur met frá Augusta-vellinum. Tólf högg skildu hann og Tom Kite að árið 1997 og er það mesti munur á fyrsta og öðrum manni í sögu keppninnar. 1997 lék Woods hol- urnar 72 á 270 höggum og er það mótsmet.  MARK Calcavecchia lék seinni níu holur Augusta National-vall- arins á 29 höggum, sjö undir pari, á lokadegi mótsins árið 1992 og er það met á seinni níu holunum. Johnny Miller og Greg Norman eiga metið á fyrri níu holunum, 30 högg. Árið 1996 jafnaði Norman met Millers frá árinu 1975 en par vallarins er 72 högg.  TOM Weiskopf og Tommy Nakaijma deila með sér vafasömu mótsmeti. Weiskopf lék 12. holu vallarins á 13 höggum árið 1980 en árið áður hafði Nakaijma leikið 13. holuna á 13 höggum og er það mesti fjöldi högga á einni holu í sögu mótsins.  NICK Price fékk tíu fugla á 18 holum árið 1986 og er það mótsmet.  FJÓRTÁN kylf- ingum hefur tekist að fara holu í höggi á Masters. Ross Somerville var fyrstur árið 1934 og síðast gerðist það árið 1996 þegar Ray- mond Floyd setti boltann ofaní 16. holuna í upphafshögginu, líkt og Somerville hafði gert árið 1934.  ELLEFU sinnum hafa úrslitin ráðist í umspili á Masters. Eng- lendingurinn Nick Faldo sigraði tvö ár í röð eftir umspil, fyrst lagði hann Scott Hoch árið 1989 og ári síðar vann Faldo Bandaríkjamann- inn Raymond Floyd.  ARNOLD Palmer sigraði fjórum sinnum á Masters, fyrst árið 1958 og seinast árið 1964. Fjórir kylf- ingar hafa þrisvar sigrað Masters. Jimmy Demaret, Nick Faldo, Sam Snead og Gary Player.  NÍU kylfingar hafa sigrað tvisv- ar sinnum á Masters. Horton Smith, árið 1934 og 1936, Byron Nelson 1937 og 1942, Ben Hogan 1951 og 1953, Tom Watson, 1977 og 1981, Steve Ballesteros 1980 og 1983, Bernhard Langer 1985 og 1993, Ben Crenshaw 1984 og 1995 og Jose Maria Olazabal 1994 og 1997. FÓLK MASTERINN verður allur sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn eins og undanfarin ár. Páll Ketilsson og Úlfar Jóns- son munu lýsa því sem fyrir augu ber og verður sýnt frá keppninni alla dagana. Í dag hefst útsending klukkan 21.10, eða strax að loknum leik Liverpool og Barcelona. Á morgun hefst útsending klukkan 20, klukkan 19.30 á laugardag- inn og klukkan 20 á sunnu- dagskvöldið þegar síðasti hringurinn verður leikinn. Útsending stendur í um þrjár klukkustundir hvern dag. Allt á Sýn Síðasta keppnistímbil var frábærthjá Woods og hann kemur því fullur sjálfstrausts til leiks og mun örugglega leggja sig allan fram til að halda öllum fjórum titlunum samtím- is. Einn kylfingur hefur áður verið í þessari stöðu. Bob Hogan sigraði á þremur risamótum árið 1953 en tap- aði síðan í bráðabana á Masters 1954 fyrir Sam Snead. „Ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því hvort ég verð handhafi titlanna fjögurra á sama tíma, en ég neita því hins vegar ekki að það væri frábært,“ sagði Woods á blaðamannafundi í gær. Í fyrra varð Woods að sigra á Opna breska mótinu til að fullkomna „Stóru slemmu“, en hann leit ekki þannig á málið heldur sagði að hann ætlaði sér að sigra á Opna breska og þá kæmi hitt af sjálfu sér! „Ég ætla líka að hafa þetta svona núna. Ég fer út á golfvöll eins og ég geri á hverjum degi og reyni að spila eins vel og ég get og sigra. Ef mér tekst það þá læt ég aðra um að setja það í sögulegt samhengi,“ segir Woods. Þegar Woods sigraði á Masters árið 1997 voru 12 högg í næsta mann, mesti munur sem hefur verið á tveimur efstu mönnum. Hann lék hringina fjóra á 270 höggum, sem einnig er met. „Það er ágætt að vita að maður getur leikið vel á vellinum og reynslan er alltaf mikilvæg,“ sagði Woods í gær. Hverjir eru líklegir til afreka? Það verða 93 kylfingar sem reyna með sér á Augusta-vellinum og þó svo að margir telji víst að Tiger Woods verði þar fremstur í flokki eru margir aðrir sem koma til greina sem sigurvegarar. Vijay Singh, meistarinn frá síð- asta ári, hefur leikið vel að undan- förnu og er til alls líklegur. „Það er mikið talað um að Woods sigri. Ég er ekki hér til að koma í veg fyrir að hann vinni, heldur til að sigrast á sjálfum mér. Ég einbeiti mér full- komlega að sjálfum mér fyrir mótið,“ segir meistarinn. Hann á einnig möguleika á að komast á stall með þeim Jack Nicklaus og Nick Faldo en þeir eru einu kylfingarnir sem hafa sigrað á Masters tvö ár í röð. „Ég veit allt um söguna. Það er frá- bært að sigra á Masters, en að gera það tvívegis er ótrúlegt,“ segir Singh. Bandaríkjamenn hafa mikið dá- læti á hinum örvhenta Phil Mickel- son og vona að nú sé loks komið að því hjá honum. Mickelson hefur tví- vegis stöðvað sigurgöngu Woods og hefur ekkert á móti því að gera það á ný, allra síst ef það þýðir að hann sigrar á bandaríska meistaramótinu. „Auðvitað væri gaman að stöðva sig- urgöngu hans aftur, en keppendur er alls ekki komnir hingað með það í huga að stöða Woods, heldur til að spila vel,“ sagði Mickelson. Hvað svo sem til er í þessu hjá Mickelson þá er ljóst að Woods vann síðustu fjögur af fimm risamótum. „Það verður gríðarlega erfitt að sigra Woods því hann virðist geta kallað fram það besta í sér þegar á þarf að halda. Þrátt fyrir að við séum ekkert allt of ánægðir með að einn og sami maðurinn hafi sigrað í fjórum af síðustu fimm risamótum má ekki gleyma því að þetta hefur vakið at- hygli á íþróttinni og við höfum allir hagnast á þessu,“ segir Mickelson. Fleiri má nefna og til gamans má geta þess að veðbankar telja líkurn- ar á að Woods sigri 8-5, næstur kem- ur Mickelson með 12-1, Davis Love III og Singh 14-1, Ernie Els 18-1 og David Duval 22-1. Bandaríska meistaramótið í golfi hefst í dag á Augusta-vellinum Reuters Meistarinn frá síðasta Masters, Vijay Singh frá Fiji-eyjum gerir teygjuæfingar á áttundu flöt Augusta-vallarins. Setur Tiger Woods enn eitt metið? ENN og aftur spá fjölmargir golfsérfræðingar því að Bandaríkja- maðurinn Tiger Woods sigri á bandaríska meistaramótinu í golfi, Masters, sem hefst á Augusta-vellinum í Georgíu í dag. Takist hon- um það verður hann fyrsti kylfingur sögunnar til að verða sigurveg- ari allra fjögurra risamótanna á sama tíma. Woods sigraði í fyrra á US Open, Opna breska mótinu og PGA-meistaramótinu og gæti því skráð nafn sitt í sögubækurnar enn einu sinni. Reuters Tiger Woods æfir sig í sandglompu við fimmtu flötina á Augusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.