Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 B 3
BIRGIR Leifur Hafþórsson verð-
ur meðal keppenda á Opna portú-
galska mótinu í Algarve í lok mán-
aðarins. Meðal keppenda þar verða
ekki ómerkilegri kylfingar en Colin
Montgomerie, Padraig Harrington,
Ian Woosnam, Paul Lawrie, Gary
Orr, Patrik Sjöland, Paul Mcginley
og Andrew Coltart.
GUNNAR Andrésson skoraði 9
mörk, ekkert úr vítakasti, þegar lið
hans, Amicitia Zurich, vann Yellow
Winterthur, 23:22, í svissnesku
deildakeppninni. Gunnar er nú
markahæstur í næstefstu deild, hef-
ur skorað 87 mörk í tíu leikjum, þar
af 22 úr vítakasti. Amicitia er nú í 5.
sæti deildarinnar, hefur 10 stig úr
jafnmörgum leikjum.
ARNAR Gunnlaugsso lék í 57 mín-
útur í liði Leicester sem tapaði fyrir
Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í
gær, 2:1. Arnar leysti Dean Stur-
ridge af hólmi í framlínunni en náði
ekki að ógna marki Villa nema einu
sinni en þá varði David James auka-
spyrnu hans af 20 metra færi.
ÞÓRÐUR Guðjónsson átti mjög
góðan leik með varaliði Derby í
fyrrakvöld sem sigraði Coventry,
3:2. Þórður átti þátt í öllum þremur
mörkum Derby og var valinn maður
leiksins.
KATRÍN Jónsdóttir lék allan leik-
inn fyrir norska liðið Kolbotn í 2:1
sigri á sænska liðinu Alvsjö á æf-
ingamóti á La Manga í fyrrakvöldi.
FRANSKA knattspyrnuliðið
Mónakó hefur framlengt samning
við tvo af leikmönnum liðsins, Marco
Simone og Rafael Marquez. Ítalski
sóknarmaðurinn á eitt ár eftir af
samningi sínum en framlengdi hann
um tvö ár en Mexíkaninn ætlar að
vera hjá Mónakó til ársins 2006.
GERAD Houllier, stjóri Liver-
pool, hefur beðið þýska landsliðs-
manninn Christian Ziege að þegja
en sá síðarnefndi hefur verið dugleg-
ur að kvarta yfir að vera ekki í byrj-
unarliði Liverpool. „Ég skil að hann
sé svekktur að vera ekki í byrjunar-
liðinu en það besta sem hann getur
gert er að þegja,“ segir Houllier.
„ÉG kom til Englands til að spila
fótbolta en ekki til að laga enskuna
mína,“ segir Ziega á heimasíðu sinni
og segist ekkert skilja í að hann skuli
hafa þurft að sitja á bekknum og
horfa á leik Liverpool og Manchest-
er United. „Hann gerir lítið úr öðr-
um leikmönnum með svona tali,“
segir Houllier.
STEFAN Effenberg, fyrirliði Bay-
ern München, vill fara frá Þýska-
landi og segist vel geta hugsað sér að
flytja til Lundúna og leika með ein-
hverju af þeim þremur liðum sem
þar eru. Þar eru hins vegar fleiri lið
og meðal annars fimm í úrvalsdeild-
inni, Arsenal, Charlton, Chelsea,
Tottenham og West Ham.
LEIKUR Barcelona og Liverpool í
UEFA-keppninni hefst klukkan
19.15 að íslenskum tíma, stundar-
fjórðungi síðar en til stóð. Ástæðan
er að BBC, sem sýnir leikinn beint í
Englandi, er með framhaldsþáttinn
EastEnders á dagskrá í kvöld og
Bretar bíða spenntir eftir að komast
að því hver reyndi að myrða aðal-
sögupersónuna og það kemur í ljós í
kvöld. Forráðamenn Barcelona tóku
vel í beiðni BBC um að seinka leikn-
um um stundarfjórðung.
FINNINN Jari Litmanen leikur
væntanlega ekki með Liverpool á
þessari leiktíð. Hann úlnliðsbrotnaði
í landsleik Finna og Englendinga á
dögunum og Gerard Houllier, stjóri
Liverpool, segir að hann verði ekki
leikhæfur fyrr en eftir sex vikur sem
þýðir að leikur varla meira með á
tímabilinu.
RYAN Giggs skrifaði í gær undir
nýjan fimm ára samning við Man-
chester United og gildir samningur
Wales-verjans til ársins 2006. Giggs,
sem er 26 ára gamall og hefur verið á
mála hjá United í 10 ár, mun fá rúm-
ar 6 milljónir króna í laun á viku.
FÓLK
skoraði sjö
með liði Essen sem gerði jafntefli við
dinni í handknattleik í gærkvöld. Pat-
með sjö mörk og kom eitt markanna
s í Wetzlar gerðu góða ferð til Minden
22. Sigurður skoraði 3 mörk og gull-
rkinu en Gústaf Bjarnason var ekki á
mátti þola skell á móti meisturum Kiel,
örk fyrir Kiel og Nicloj Jacobsen 5.
ið Ólafs Stefánssonar og Alfreðs
en liðið er stigi á eftir Flensburg en á
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Michail Antropov, Rússinn hávaxni í liði Tindastóls, fagnar ásamt leikmönnum og stuðnings-
mönnum Tindastóls eftir sigurinn á Keflavík í fyrrakvöld.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ari Norðurlands vestra, á skrifstofu
burði til að vinna Íslandsmeistaratit-
mætir Njarðvíkingum í úrslitum.
Ian Harte skoraði glæsilegt markbeint úr aukaspyrnu á 26. mínútu
og varnarmaðurinn lagði síðan upp
annað mark leiksins sem Alan Smith
skoraði á 51. mínútu. Dýrasti varn-
armaður heims, Rio Ferdinand,
skoraði fyrsta mark sitt fyrir Leeds
eftir að hann kom til liðsins frá West
Ham og var Harte arkitektinn að
markinu. „Ég hefði sætt mig við 1:0
sigur en mínir menn voru staðráðnir
að fara með gott veganesti í seinni
viðureignina 17. apríl. Við höfum náð
langt í vetur þar sem við erum í raun
litla liðið í keppninni og ævintýrið
heldur áfram. Ég er ákaflega stoltur
af leikmönnum mínum og get ekki
annað en verið bjartsýnn að við klár-
um dæmið á Spáni,“ sagði David
O’Leary, framkvæmdastjóri Leeds.
Enska liðið hefur leikið sérlega vel
á útivöllum í deildarkeppnini að und-
anförnu og ekki tapað leik í sjö við-
ureignum en liðið sýndi einnig mik-
inn styrk á útivelli gegn ítalska liðinu
Lazio í riðlakeppninni. Erfitt verk-
efni bíður leikmanna Deportivo en
liðið náði að sigra PSV Eindhoven á
heimavelli eftir að hafa verið undir
3:0 í hálfleik í lokaleik riðlakeppn-
innar.
Arsenal skoraði tvö mörk á tveim-
ur mínútum í seinni hálfleik eftir að
Fabian Ayala hafði komið Valencia
yfir í fyrri hálfleik. Dagskipun Arsen
Wenger, framkvæmdastjóra Arsen-
als, var að sækja hart að hægri bak-
verði spænska liðsins og hinn 35 ára
gamli Jocelyn Angloma var greini-
lega veikur hlekkur í vörn Valencia.
„Sigurinn var það sem skipti öllu
máli en ég var að gæla við það að
okkur tækist að bæta þriðja markinu
við og við fengum sannarlega tæki-
færi til þess. Við verðum samt að
fara til Spánar og halda áfram að
sækja í stað þess að reyna halda
fengnum hlut,“ sagði Arsene Weng-
er. Franski leikmaðurinn Sylvain
Wiltord breytti gangi mála hjá
Arsenal, en hann kom inná sem vara-
maður í upphafi síðari hálfleiks og
leysti af hólmi sænska landsliðs-
manninn Fredrik Ljüngberg.
Wiltord var aðalmaðurinn á bak
við fyrra mark Arsenals sem landi
hans, Thierry Henry, skoraði og
skömmu síðar þrumaði Ray Parlour
knettinum í netið af um 20 metra
færi.
Valencia hafði aðeins fengið á sig
sex til þessa í Meistaradeildinni og
að venju var megináherslan lögð á
sterkan varnarleik og skyndisóknir.
Norðmaðurinn John Carew var að
mestu í „norsku“ hlutverki og var
oftar en ekki einn í framlínu Val-
encia. Þrátt fyrir það átti Carew
nokkur hættuleg færi og skaut m.a. í
stöng og David Seaman sá við nokkr-
um tilraunum kappans.
Sterk staða
hjá Leeds
ENSKU liðin Arsenal og Leeds United eru með vænlega stöðu í 8
liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa lagt andstæðinga
sína á heimvöllum sínum í gærkvöld. Leeds lagði spænsku meist-
arana Deportivo Coruna 3:0 og var varnarmaðurinn Ian Harte allt í
öllu hjá lærisveinum Davids O’Learys. Tvö mörk frá leikmönnum
Arsenals á tveggja mínútna kafla breyttu gangi mála í leik Arsenals
og Valencia og sigraði Lundúnaliðið 2:1.