Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 3

Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 3
skyldi aldrei hverfa. Hvert kvöld og hvern morgun hafði ég, frá því ég mundi eftir mér, vígt mig merki hans. Ég eygði nú hvers vegna. Og nú fór ég að skilja betur orðin „fyrir Jesúm Kristum“ Og: „Jesús var oft hjá mér, alveg hjá mér, einkum þegar ég var einn úti um haga. Hann hjálpaði mér alltaf, þegar eitthvað var erf- itt. Mér hefði fundizt harla óhugsandi, að vegir okkar myndu nokkurn tíma skilja.“ „Kirkjuleikir urðu svo mjög í tízku hjá okkur leikfélögunum, mér, Sigurfinni bróður og Ingi- mundi í Nýjabæ, sem síðar var kennari í Reykjavík og víðar. Skálholtsstaður reis rétt ut- an við túngarðinn í Kotey og þar átti ég góðar stundir með Brynjólfi biskupi og Jóni Vídalín, sem ég fékk mikið dálæti á. Það á ég Torfhildi Hólm að þakka, en sögu- legar skáldsögur hennar voru lesnar á kvöld- vökunum.“ En drengurinn hermir ekki aðeins húslestur eftir afa sínum. Þegar hann stillir sér upp við baðstofuborðið og tónar eftir skírnarföður sín- um, séra Bjarna Einarssyni á Mýrum, veitir langamma hans því eftirtekt og segir, að hann muni verða fallegur fyrir altarinu. Fullyrðir hún að það eigi fyrir honum að liggja að verða prest- ur. „Það er nú varla hægt að segja það að ég hafi verið ákveðinn í að gerast prestur, þegar ég settist í menntaskólann. Þó er ég á því, að ég hefði valið prestinn, ef ég hefði verið spurður, hvað mér stæði helzt til hugar með framtíðina. Inn í bernskuhugrenningar í þá átt bland- aðist náttúrlega fleira en kirkjuleg þjónusta. Mér fannst það skemmtileg tilhugsun að sitja á prestsetri og stýra góðu búi, eiga góða hesta, láta til mín taka í sveitinni, húsvitja og vera góð- ur við krakka og fá pönnukökur og kleinur! Ég hafði einnig orðið fyrir miklum áhrifum frá ungmennafélagsskapnum; faðir minn var í forystu ungmennafélags í sveitinni og stofnandi þess og það kviknaði fljótt í mér áhugi á lands- ins gagni og sjálfstæði þjóðarinnar. Íslandssaga Jónasar Jónssonar átti ríkan þátt í því að vekja með manni þjóðlegan metnað. Mér fannst að prestar hefðu góðar aðstæður til þess að láta til sín taka til góðs og þeir prest- ar, sem ég hafði heyrt af eða þegar haft kynni af, eins og séra Sigurður Sigurðsson, sem hafði verið prestur okkar nokkur ár á undan séra Birni O. Björnssyni, séra Bjarni á Mýrum, sem skírði mig, og séra Magnús Bjarnarson á Prestsbakka, prófasturinn, höfðu allir getið sér gott orð og nutu virðingar í héraði.“ Svo miklir menn eru prestarnir í huga drengsins, að hann minnist þess fullorðinn, þeg- ar hann fermingarárið sitt, fjórtán ára, starfar í sláturhúsinu í Vík og pikkar mörinn. Þá kemur þar séra Þorvarður í Vík og Run- ólfur hómópati vigtar mörinn og afgreiðir þá, sem vilja kaupa mör eða slátur. Þarna er hópur af strákum, sem halda uppi gleðskap og þegar prestur er farinn, taka einhverjir strákanna sig til og fara að stríða Runólfi á því að hann hafi vigtað ríflega í prestinn og betur en aðra. Þá svarar Runólfur: Ekki var það, en þó svo hefði verið, þá væri það engin synd, því þetta er fá- tækur maður. „Þá datt alveg yfir mig, að hann skyldi láta þessa fjarstæðu út úr sér, að prestar gætu verið fátækir. En satt var það nú. Því komst ég að síð- ar.“ „Það var að sjálfsögðu yfirþyrmandi ævintýri að koma til Reykjavíkur. Höfuðborgin birtist mér í björtu skini sumarsólar og þessar fyrstu vikur, sem ég dvaldi þar áður en prófað var, blunda enn í minninu sem ákaflega sólbjartar. Ég var svo heppinn að komast inn í fyrsta bekk, en að vísu aðeins í B - bekkinn. Við vorum í Iðnaðarmannahúsinu við Vonarstræti, því ekki var rúm fyrir okkur í sjálfu skólahúsinu. En við vorum ekkert útundan samt. Það var töluverð reynsla fyrir mig að kynnast þessum bæjarbörnum; ég var eini sveitamað- urinn í bekknum. Þarna voru til dæmis tveir sonarsynir Björns Kristjánssonar, en Björn hafði verið mikið skammaður í Tímanum, það gerði Jónas frá Hriflu, en honum trúðu fram- sóknarmenn betur en öðrum mönnum. En svo reyndust þessir kaupmannssynir prúðir og notalegir og ágætir drengir, hvað svo sem leið skömmum um Björn og kaupmannavaldið í Reykjavík. Og eins voru öll hin í þessum hópi. Vini, sem ég eignaðist þar, átti ég síðan. Þarna var líka Atli, sonur Ólafs Friðriksson- ar, en Ólafur sá hafði nú ekki fengið mikið hrós né lof alls staðar. Mönnum stóð beygur af hon- um, einkum eftir Rússaslaginn, eða hvað menn vilja nú kalla það. En ekki var Atli látinn gjalda þess í bekknum. Hann bauð mér heim, því við urðum sessu- nautar, og sýndi mér refi föður síns, en Ólafur hafði refabú á háaloftinu í húsinu í Austur- stræti. Þar var hljóðfæraverzlun frú Friðriks- son á neðstu hæð. Þetta var ævintýralegt hús og stendur enn við Austurstræti. Ekki veit ég hvað Ólafur vildi með þessari refarækt, en hann fékk stundum hnútur fyrir það, eða svo var sagt, að rekja mætti illa þefjan frá þessum söfnuði hans. En sjálfsagt hefur hann haft leyfi yfirvalda til þess. Hann var áhugamaður um náttúrufræði og glúrinn karl á margan hátt, eins og allir vita. Mér líkaði vel við allar námsgreinar, en var misjafnlega hneigður fyrir þær. Ég hafði gaman af tungumálum, sögu og bókmenntum, en áhug- inn var minni á náttúrufræði. Ég gat allavega lært landafræðina utan að hjá Einari Magnús- syni, enda fannst mönnum það lífsháski að standa á gati hjá honum. Reikningur, eða stærð- fræði, var ekki mitt fag, en Finnur Einarsson kenndi stærðfræði í fyrsta bekk og fórst það svo laglega úr hendi að mér gekk vel í þessari grein. Í öðrum bekk tók Ólafur Daníelsson við. Við átt- um ekki skap saman og er bezt að hafa ekki fleiri orð um það! Sveinbjörn Sigurjónsson kenndi íslenzku og hann var afburða kennari. Við bjuggum þröngt feðgarnir þrír, ég, bróðir minn og faðir og ráðskona, í lítilli herberg- iskytru. Ég las á Landsbókasafninu og leið vel þar. Eftir að ég hafði lesið námsgreinarnar und- ir næsta dag, fékk ég til láns ýmsar bækur, sem mér lék forvitni á að lesa, meðal annarra Sturl- ungu. Eitt sinn vildi svo til að Árni Pálsson var við afgreiðslu og tók við bókinni, þegar ég skil- aði henni. Hann var nokkuð tröllslegur í útliti að mér fannst og varla að ég þyrði að koma nálægt honum. En þegar ég skilaði bókinni að þessu sinni sagði hann hlýlega: Hvað heitið þér? Ég svaraði því. Og hvað gerið þér? Ég svaraði því. Þá rumdi hann: Það er nú ekki venjulegt að fyrstubekkingar sitji hér og lesi Sturlungu. Nú skuluð þér fá öll bindin heim með yður svo þér þurfið ekki að vera að fá lánað hér daglega.“ – Og rödd Sigurbjörns verður rymjandi önn- ur, þegar hann rifjar upp þessi orðaskipti. – „Síðan þótti mér mjög vænt um þennan mann, þó að við kynntumst ekki að ráði síðan. En einu sinni var hann prófdómari við vorpróf í menntaskólanum, í íslenzku og sögu, og varpaði hlýjum orðum á mig eftir það. Félagslífið í menntaskólanum fór vel af stað. Strax í fyrsta bekk stofnuðum við málfunda- félag, þar sem við ræddum heimsmálin og landsmálin af fjöri. Í öðrum bekk gáfum við út handskrifað bekkjarblað og einnig var gagn- fræðadeildarfélagið Fjölnir rekið af töluverðu fjöri.“ Sigurbjörn stendur upp og fer í bókaskáp, kemur aftur með bók og sýnir mér: „Þetta er nú stoltið mitt frá þessum tíma.“ Stoltið hans er Ljóðmæli Jónasar Hallgríms- sonar, útgefin 1913, svo áritað: Sigurbjörn Ein- arsson. Með þökk fyrir vel unnin störf í „Fjöln- ir“ veturinn 1928–29. „Það var Guttormur Erlendsson, bekkjar- bróðir minn, þótt ekki væri hann í sömu deild og ég, sem afhenti mér þessa bók með ræðu. Bekkjarfélagið í öðrum bekk hét Árroði. Höf- undur þess fallega nafns var Sigurður Magn- ússon, síðar fulltrúi Loftleiða. Í öðrum bekk gerðist það, að einhverjir efri- bekkingar tóku upp á því að syngja og hafa hátt á óheppilegum tíma og stað. Þetta var undir lág- nætti við Tjörnina og óþægilega nærri Kvenna- skólanum, en þar var þá heimavist. Ekki veit ég hvort Ingibjörg skólastýra kallaði lögregluna til, eða einhver annar, en lögreglan kom og góm- aði þessa söngmenn og voru forsprakkar þeirra færðir á lögreglustöðina og sektaðir. Þetta þótti skólalýðnum óhæfa og upphófst mótmælaalda í skólanum. En ekki þótti rétt, eða kannski það hafi ekki verið leyft, að halda fund í skólanum út af þessu, heldur var kvatt til almenns skóla- fundar í Beneventum í Öskjuhlíð. Mér þótti nafnið tilkomumikið og vissi að skólanemendur höfðu fyrr á tíð helgað sér þetta afdrep eða at- hvarf. Beneventum þýðir nánast athvarf, en er annars heiti á borg á Ítalíu. Þessi staður er í sunnanverðri Öskjuhlíðinni og þangað gengum við fylktu liði, að vísu ekki mjög skipulega, en það var eigi að síður sérstök tilfinning að ganga í þessum hópi, sem taldi sig vera að berjast fyrir réttlæti og gegn ranglæti. Við gengum ekki í takt. Íslendingar hafa yfirleitt átt erfitt með að ganga í takt. En það var viss hópsefjun þarna og ég byði ekki í það, ef þeyttir hefðu verið lúðrar eða marserað undir forystu einhvers krafta- manns, en slíkir menn voru í uppgangi í álfunni um þetta leyti. En fundurinn í Beneventum fór friðsamlega fram og ekkert var gert í þessu máli. Ein ræða, sem þar var flutt, er mér minnisstæð fyrir eitt orð, sem ég heyrði þá í fyrsta sinn, en það var: samábyrgðarglæpamennska. Ræðumaðurinn var Gunnar Pálsson, síðar lögfræðingur, og hann andmælti því að gera uppsteyt út af þessu máli. Það var hraustlega gert. Þá var Öskjuhlíðin hrjóstrug og gróðursnauð, en nú er allt þetta svæði skógi vaxið og eitt af því sem ég er glaðastur yfir á gamals aldri, er ein- mitt trjágróðurinn, bæði þar og víðar í Reykja- vík. Ég elska hvern sprota og teinung sem ég sé koma upp úr hrjóstrinu á Íslandi. Í Öskjuhlíðinni átti ég margar góðar stundir í gamla daga. Ég fór þangað oft með bækur mín- ar á góðviðrisdögum. Í vetrarstillum var svo svartur mökkur yfir bænum að það grillti varla í húsin, sem þá voru kynt með kolum. Ég man ég las þarna meðal annars Vefarann mikla frá Kasmír og eitthvað las ég líka eftir Upton Sinclair, sem ég hélt mikið upp á á tímabili. 3ÆVI OG STÖRF / SR. SIGURBJÖRN EINARSSON SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 Sigurbjörn Einarsson fæddist 30. júní 1911 að Efri-Steinsmýri í Meðallandi. Foreldrar hans voru Gíslrún Sigurbergsdóttir, húsmóðir, og Einar Sigurfinns- son, bóndi. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. 1931, varð Fil. kand. frá háskólunum í Uppsölum og Stokkhólmi 1937 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 1938. Árin 1938 til 1944 var hann sóknar- prestur á Breiðabólstað á Snæ- fellsnesi og í Hallgrímssókn í Reykjavík og var stundakenn- ari við guðfræðideild Háskóla Íslands 1942 og 43 og settur dósent jafnhliða prestskap 1943–44. Dósent í guðfræði 1944 til 1949, prófessor 1949– 59. Biskup Íslands 1959 til 1981. Eiginkona Sigurbjörns er Magnea Þorkelsdóttir og eiga þau átta börn: Gíslrúnu kenn- ara, Rannveigu hjúkrunarfræð- ing, Þorkel tónskáld, Árna Berg prest, Einar prófessor, Karl biskup, Björn prest og Gunnar hagfræðing. Sigurbjörn í nýjum vaðstígvélum við hlið föður síns, Einars Sigurfinnssonar. Einar Sigurfinnsson, faðir Sigurbjörns, og seinni kona hans, Ragnhildur Guðmundsdóttir, giftingarárið þeirra 1928. Af Gíslrúnu, móður Sigurbjörns, er engin mynd til. Bræðurnir Sigurfinnur (til vinstri) og Sigurbjörn ásamt leikfélaga úr æsku, Ingimundi Ólafssyni, um 1930. Amma og afi í Háu-Kotey, Árný Eiríksdóttir og Sigurbergur Einarsson. Sigurbjörn, Magnea og Karl sonur þeirra við leiði Gísl- rúnar Sigurbergsdóttur, móður Sigurbjörns, í Langholts- kirkjugarði en hún lést er hann var á öðru ári. Magnea og Sigurbjörn í tilhugalífinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.