Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 4

Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 4
4 ÆVI OG STÖRF / SR. SIGURBJÖRN EINARSSON SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 Í grennd við Öskjuhlíðina er Fossvogurinn og þangað fórum við oft með Guðmundi Bárðar- syni. Hann var þá að sýna okkur jarðlögin þar og einnig hafði hann áhuga á að kynna okkur dýralífið á Kolbeinshaus, sem nú er horfinn. Guðmundur var minnisstæður kennari í nátt- úrufræði, en þó auðvitað ekki jafnoki Pálma Hannessonar, sem var afburðasnillingur í kenn- arastóli.“ En þótt Sigurbjörn láti mikið til sín taka í skólalífinu þessi fyrstu ár, þá sækir hann sér líka sálufélag utan hans. „Ég varð strax eftir suðurkomuna handgeng- inn séra Friðriki Friðrikssyni í KFUM, sótti fundi reglulega og fannst ég eiga þar heima. Séra Friðrik gleymir auðvitað enginn, sem hon- um kynntist á unglingafundum. Maður var gagntekinn af boðun hans, eins og hún kom beinlínis fram í ræðum hans og líka söngvum. Ég hafði haft spurnir af séra Friðriki áður óbeint vegna bréfaskipta við Helga Árnason. Hann var umsjónarmaður Ljósberans, sem var kristilegt barnablað og ég fékk að vera áskrif- andi að. Helgi sagði mér í bréfi frá KFUM og séra Friðriki. Séra Björn sá svo eitt sinn hjá mér Ljósberann og ég notaði tækifærið til að spyrja hann um séra Friðrik. Hann tók mig þá á kné sér og söng: „Ennþá roðna þér rósir á vöng- um,“ og eitthvað fleira eftir séra Friðrik. Öðrum félögum var ég ekki handgenginn, nema í öðrum bekk gekk ég í félag ungra jafn- aðarmanna. Það var stofnað að frumkvæði VSV, sem svo var nefndur og ég kynntist þá og hélzt vinátta okkar ævilangt. Hann var fjörmikill maður og gáfaður og lét það ekki hamla sér að hann var fatlaður. Ég var samtímis mjög gagntekinn af jafn- aðarstefnunni og kristindómnum á þessu reki. Sú jafnaðarstefna var nú að ég ætla eitthvert bergmál af brezkri jafnaðarstefnu, af því tagi sem var mjög undir kristnum formerkjum.“ Þótt fyrstu tvö menntaskólaárin líði friðsam- lega líkt og fundurinn í Beneventum, skiptir mjög um, þegar í þriðja bekk kemur og kastar tólfunum í þeim fimmta. Mikil ólga og væringar ríkja í menntaskól- anum fjórða vetur Sigurbjörns í kjölfar skip- unar nýja rektorsins, Pálma Hannessonar, og veturinn eftir logar allt í pólitískum átökum. Sigurbjörn er þá scriba scholaris og forseti Framtíðarinnar og því í forystusveit og þessar róstur allar verða til þess að hann er sagður úr skóla í marz. Svo fer þó að hann fær að taka próf upp úr fimmta bekk og stúdentspróf um haust- ið. En það eru ekki bara þessar skólaróstur, sem beina Sigurbirni af beinni braut. Þótt ekki leiði þær til byltinga, verður bylting í huga Sigur- björns. Hann gerist afhuga kristindómi og jafn- aðarstefnu og gengst upp í Nýalsfræðum Helga Pjeturss í staðinn. „Viðhorfin breyttust og ég sneri baki við hvoru tveggja, minni kristnu trú og stjórnmála- viðhorfum. Ég var í ágætu jafnvægi meðan ég hélt minni kristnu trú, en eftir að hún fór, þá missti ég jafnvægið. Það var allsterkur straumur gegn kirkju og kristindómi í þá daga og maður mætti þessari andúð víða og undir ýmsum merkjum. Margar stefnur höfðu byr, sem voru andsnúnar kristinni trú, þar á ég við trúarstefnur. Ofstækið í kenn- ingum marxismans hafði aldrei nein áhrif á mig, en að sjálfsögðu fann ég þær hnútur, sem kirkj- an og kristnin fengu til að mynda frá Þorsteini Erlingssyni, sem ég hélt mikið upp á. En þegar ég varð gagntekinn af Nýal, þá sá ég enga möguleika á því að sætta þann boðskap og kristindóminn, enda er Nýall andstæður kristinni trú, þó að hann sæki mikið til hennar. Og Helgi Pjeturss var góður og grandvar maður og að því leyti til kristinn, en sjálfur sagði hann í minningum sínum frá Lærða skólanum, að hann hafi ekki haft not af kristindómsfræðslunni af því að hann hafi ekki verið trúaður. En hann nefnir til bekkjarbróður sinn, sem hafi verið trú- aður og hafi þess vegna haft not af kristindóms- fræðslunni og að það hafi verið eðlilegt, að hann gerðist prestur. Þetta var séra Sveinn í Árnesi. Svo bráði þetta af mér og ég fann aftur þá fót- festu sem ég hafði misst og um leið var það ekki álitamál, hvaða háskólanám ég vildi stunda.“ Í Játningum lýsir Sigurbjörn sinnaskiptun- um m.a. svo: „Ég hélt undan brekkunni, hratt og langt. Þá var það einu sinni nálægt sum- armálum 1931, að ég var nætursakir í ónefndu húsi við Skólavörðustíg. Tvívegis höfðu ókunnir menn gripið mig óvænt á úrslitastund, sem líf og dauði valt á. Þessa nótt var þrifið í mig þriðja sinni, á annan veg en engu tvíræðari og án þess ég efaðist um, hver það var: „Hví ofsækir þú mig? Erfitt verður þér að spyrna á móti brodd- unum.““ Og síðar segir hann: „En þar kom, að ég hætti að spyrna á móti. Einhvern tíma síðla hausts 1931 tjáði ég játningu mína með þessum orðum ... Kristur, ég lýt í lotning þér, ljós fyrir myrkur gafstu mér, veröld án þín er vizkusnauð, veitir mér steina fyrir brauð.“ „Mig langaði fjarska mikið til að komast utan, en af því gat ekki orðið að sinni. Ég innritaðist því í guðfræðideildina við háskólann hér heima. Hún var þá fámenn og frekar fannst mér nú dauft yfir henni. Ekki tel ég það sök þeirra sem kenndu þar. Þeir gegndu starfi sínu af fyllstu al- úð, vel færir menn allir og áhugasamir um kirkjumál og góðviljaðir í garð nemenda. En mér fannst ég ekki fá þá örvun sem ég þurfti til átaka og langaði að komast í stærra umhverfi, þar sem meira væri að gerast. Mig dreymdi um að komast niður í frumtungum Biblíunnar betur en kostur var á hér og vildi líka nema almenn trúarbragðafræði, kynna mér önnur trúarbrögð en kristindóminn, undir handleiðslu færra manna. Það réðst svo að ég komst til Uppsala og þar gátu þessir draumar mínir rætzt. Ég byrjaði þar í hebresku og grísku, en grísk- an tók mig svo tökum og hana stundaði ég mest jafnhliða almennum trúarbragðafræðum og fornaldarsögu. Ég hlustaði nokkuð á guðfræði- fyrirlestra, þótt nám mitt væri allt á vegum heimspekideildar.“ En þegar hér er komið lífssögu Sigurbjörns Einarssonar er hann kvæntur maður. Vorið 1926 kemur Magnea Þorkelsdóttir í heimsókn að Klaustri og þá er Sigurbjörn þar í vinnumennsku. Þá kveður sveitarómagi þar á bænum, Vitlausa Veiga, upp úr um það að þau Magnea og Sigurbjörn eigi eftir að verða hjón. Þótt ekkert liggi þá á ljósu um þetta, rætist spá Veigu. Sigurbjörn vinnur fyrir sér eftir stúd- entspróf með tungumálakennslu og þá kemur Magnea í þýzkutíma. Þessir endurfundir leiða til trúlofunar og 22. ágúst 1933 eru þau gefin saman. Daginn eftir heldur Sigurbjörn utan til náms í Uppsölum. Magnea fer svo með manni sínum til Uppsala eftir jól og þar búa þau næstu árin og eignast tvær dætur. Vorið 1936 heldur fjölskyldan heim til Íslands; mæðgurnar verða um kyrrt, en Sigurbjörn fer aftur til Uppsala og tekst á við lokaprófið næstu fimmtán mánuðina. Sigurbjörn Einarsson kemur aftur heim til Íslands haustið 1937. Í farangrinum hefur hann ekki aðeins kynni af nýjum straumum í guð- fræði, heldur hefur hann einnig fengið nýja sýn á veröldina. Umræðan á Íslandi er takmarkaðri en í Svíþjóð á þessum tíma. Svíar fylgjast mjög vel með því sem er að gerast í heiminum og horfa með gagnrýni á þróunina í Þýzkalandi. Fréttaburður utan úr heimi er mjög víðtækur og þar fyrir utan verða kynni Sigurbjörns af þýzkum mönnum til þess að auðga skilning hans á gangi heimsmálanna. Sigurbjörn sýnir mér nokkrar bækur, árit- aðar til hans frá Werner Wolf, háskóladoktor frá Heidelberg, sem dvelst við nám í Uppsölum samtímis Sigurbirni. „Wolf átti sér ekki frama von í heimalandinu vegna skoðana sinna og endaði sem prófessor í norrænum fræðum í Åbo í Finnlandi. Hann var gagnmenntaður maður og víðlesinn og vel krist- inn maður. Hann gaf mér mjög verðmætar upp- lýsingar um það sem var að gerast á bak við tjöldin í þriðja ríkinu, hann hafði glöggan skiln- ing á því sem bjó undir þessum háværu tilburð- um nasjónalsósíalismans og bar mikinn ugg í brjósti um það hvert stefnan myndi leiða bæði þýzku þjóðina og álfuna. Og svo greri upp rauðleiti sortinn í austri og ógnin þaðan vofði yfir álfunni líka. Róttæklingar sem voru hallir undir Sovétríkin létu mikið til sín taka í stúdentalífinu, sérstaklega í Stokk- hólmi, minna í Uppsölum. Ég þurfti ekki að líta til þeirra til að hafa kynni af marxistísku of- stæki. Ég átti íslenzka vini, sem voru mér full- nógir heimildarmenn um það. Óneitanlega hitnaði mönnum oft í hamsi á þessum árum yfir linkulegum viðbrögðum ráðamanna í alþjóðamálum, svo sem þegar Mussólíni réðst inn í Abessíníu eða þegar Hitler færði sig upp á skaftið gagnvart Tékkum. Slíkir atburðir boðuðu ekki gott, enda reyndust þeir undanfari mikilla skelfinga.“ Það bítur á Sigurbjörn á þessum tíma, að styrjöld, önnur heimsstyrjöld, sé yfirvofandi. Hann sér heiminn í skugga kommúnisma og nazisma og sannfærist um það að kirkjan má hvergi slá undan fyrir þessum ógnum, heldur verður hún að standa föst fyrir á sínum kristna grunni. En það er ekki bara innviðir manneskjunnar sem eru ólíkir á Íslandi og í Svíþjóð, þegar Sig- urbjörn kemur heim. „Kreppueinkennin voru áberandi á Íslandi þá. Svíar voru búnir að vinna sig út úr krepp- unni, sem skall á 1930, og þar var komið allt ann- að þjóðfélag, hvað efnahag snerti, en á Íslandi. Vafalaust má nú ekki rekja þessi umskipti ein- göngu til efnahagsmálavizku sænskra ráða- manna. Þýzka hervæðingin átti vafalaust sinn þátt í þeim. Sænskar útflutningsvörur fengu góða markaði í Þýzkalandi, ekki sízt málmgrýt- ið. En hér á Íslandi hafði ríkt mikil stöðnun. Ég hafði búið hjá verkamannafjölskyldu í Uppsölum, leigði fyrst herbergi hjá þessu fólki, þegar ég var að hefja námið, veturinn 1933–34. Þá var fyrirvinnan atvinnulaus og þröngt í búi hjá þessum hjónum, sem áttu tvö börn. Síðan rættist úr og síðustu fimmtán mánuðina mína í Uppsölum var ég bæði í fæði og húsnæði hjá þessum hjónum og er óhætt að segja, að þá hafi þau lifað góðu lífi og fæðið hjá þeim var vafalítið fjölbreyttara en gerðist á beztu heimilum á Ís- landi. Mér fundust verkamennirnir hér á landi líta frekar illa út, bera með sér, að þeir höfðu ein- hæft viðurværi. Verkamenn í Svíþjóð og Dan- mörku virtust vel aldir. Ég nefndi þetta einu sinni í samtali við Pálma Hannesson og hann sagði: „Ætli bjórinn eigi nú ekki sinn þátt í þessu.“ Það gæti svo sem verið að hann hefði átt einhvern þátt í Danmörku, en bjórdrykkja tíðk- aðist ekki í Svíþjóð. En svo var annað, sem ég tók eftir, þegar ég kom við í Leith í millilandaferð, og horfði upp á hafnarbakkann frá skipinu og virti fyrir mér verkamennina þar, þá fannst mér líkamsbygg- ing þeirra minna mig meira á íslenzka verka- menn, heldur en sænska og danska. Mér datt þá í hug, að Keltar hefðu sett talsverðan svip á ís- lenzku þjóðina í byrjun. Háskólabærinn Uppsalir var frekar ríkmann- legur á yfirborðinu. En þar var lítið um börn. Göturnar í Uppsölum voru tandurhreinar og þar gátu menn setzt á gangstéttarnar hvar sem var næstum því, þurftu að vara sig á hundaskít á stöku stað, en börn sá maður ekki að leik á göt- unum. Í Reykjavík voru göturnar óhreinar, hol- óttar malargötur með forarpollum og miklu ryki, þegar þornaði. En þær voru morandi af lífi, börn á hverju strái, sem undu sér afar vel í poll- unum og drullunni. Og mér fannst barnafjöld- inn, sem við mér blasti, vera vísbending um tiltrú íslenzku þjóðarinnar til framtíðarinnar. Ég hafði á tilfinningunni í Svíþjóð, að þar væri að búa um sig tortryggni gagnvart framtíðinni, eða viss vantrú á lífið. Mér hefur síðan fundizt þetta viðhorf, mestmegnis ómeðvitað, fylgja góðum lífskjörum, þótt furðulegt sé. Þetta segi ég nú ekki vegna þess að ég sé fylgjandi fátækt, sízt af öllu að ég telji örbirgð vera hollt uppeldis- meðal. En það er svo margt undarlegt í mann- eskjunni, margt skrýtið, ekki síður en í kýr- hausnum, í sálardjúpum mannsins. Og ein óhollusta fer alveg augljóslega illa með fólk og það er að dekra við sjálfan sig. Slík hugsun hef- ur alltaf farið illa með yfirstéttir og þegar lífs- gæðin svonefnd verða allsráðandi hugsjón, þá hefur það ekki góð áhrif á fólkið andlega.“ „Þegar ég kom heim í byrjun október 1937 lá leiðin beint í guðfræðideildina, eins og ævinlega var áformað. En nú hafði ég þá undirstöðu að mér var létt um guðfræðinámið og lauk því af þann vetur. Þeir ágætu menn og mér velviljaðir, sem kenndu við deildina, voru ekki fullkomlega sátt- ir við þennan flýti á mér, vildu hafa mig lengur, en af fjárhagsástæðum var mér óhjákvæmileg nauðsyn að ljúka mér af svo fljótt sem mögulegt væri. Þennan vetur kenndi ég svolítið í kennara- skólanum og var með sunnudagaskóla í Skerja- firði. Enn í dag er ég að hitta fólk, sem segist hafa sótt þann skóla og þótt bæði gagnlegt og gott að vera þar. Einnig flutti ég þennan vetur nokkur útvarpserindi um trúarbrögð, þannig að það var nóg að gera. En þegar ég lauk prófum um vorið voru atvinnuhorfur ekki góðar. Prestaköll voru að vísu nokkur laus, en að- koman þar var lítt fýsileg, húsin hjallar sem voru ekki konu og börnum boðlegir. En hugur minn stóð til prestsstarfsins og á endanum hög- uðu atvikin því þannig, að leiðin lá að Breiðaból- stað á Skógarströnd. Ég tók Breiðabólstað upp á það, að konan yrði fyrsta veturinn með börnin, sem nú voru orðin þrjú, hjá foreldrum sínum í Reykjavík. Ég tók að mér farkennslu í sveitinni og dvaldi á tveimur bæjum, þar sem skólinn var haldinn. Í ársbyrjun 1939 fékk ég leyfi til þess að fara til Uppsala í framhaldsnám og þá samdist svo með mér og kennara mínum þar, að ég skyldi reyna að komast utan til stuttrar dvalar næstu ár til þess að vinna að fræðilegu verki undir hans leið- sögn. En styrjöldin, sem hófst þá um haustið, kom í veg fyrir þau áform. Þrátt fyrir mína löngu dvöl í Reykjavík og síð- ar í Svíþjóð, þá var tilveran sem ég mætti á Skógarströndinni ekkert framandi. Búskapar- hættir voru mjög líkir því sem ég var alinn upp við og verkmenning öll í svipuðu horfi. En lands- lag og landgæði voru ólík því sem ég átti að venj- ast. Sauðfjárbúskapur var ríkjandi og þar voru ágætar sauðjarðir, en mæðiveikin var komin í sveitina og vofði yfir. Einstaka jörð hafði hlunn- indi af sjó, einkum eyjarnar, sem tilheyrðu prestakallinu, þar var gagn af fugli og fiski. Þetta hafði verið góð sveit fyrr á tíð, en var í afturför á þessum tíma. Breiðabólstaður, jörðin sjálf, hafði sína kosti og ókosti. Þar var mikill skógargróður, fallegur birkiskógur, sem örugglega hefur þakið alla sveitina áður fyrr og gefið henni nafn. Þegar ég kom vestur, voru aðeins rytjulegar leifar hér og þar, nema í landi Breiðabólstaðar. En nú er sá skógur líka nánast horfinn og það er sorglegt. En aðkoman á Breiðabólstað var ekki góð. Húsið var gamalt og gisið, engin girðing um tún- ið, skepnur nágrannanna óðu yfir mann, engin vatnslögn var í húsið, en vatn sótt í ána fyrir neðan tún. Túnið var stórþýft að talsverðu leyti, ólíkt túnum í sveitinni minni fyrir austan, aðeins lítill hluti af túninu var véltækur. Reyndar átti ég ekki sláttuvél, en góður nágranni minn átti sláttuvél og sló fyrir mig véltæka blettinn. Hitt hjakkaði ég sjálfur með orfi utan annar bóndi kom líka óbeðinn og sló með mér einn dag. Ég hafði sambýlismann á jörðinni, sem hafði jarð- arafnot og herbergi í húsinu og hann annaðist hirðingu á sauðkindunum, sem ég eignaðist, en sóknarmenn færðu mér nokkur lömb að gjöf og það var sá bústofn sem ég bjó með. Þetta sýnir að þarna var fólk, sem vildi hlúa að presti sínum og þó hygg ég að marga hafi grunað, að ég myndi ekki verða lengi prestur hjá þeim. Það var víst talið, að ég hefði lagt of mikið í námið til þess að festast í sessi þar. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður heilsaði sveitin okkur vel. Við fjölskyldan fórum á staðinn vorið 39 og fengum eitt bezta sumar, sem komið hafði á öldinni. Undum við hag okkar eftir atvikum vel. Sveitin var ekki í vegasambandi og því voru farartækin hestar og bátar. Það var ekki lítið gaman að sigla opnum báti milli eyja og út í Stykkishólm og aftur til baka. Það er töluvert ævintýraleg sigling og verður að Sigurbjörn Einarsson í fjörugöngu ásamt barnabarnabarni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.