Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 6
6 ÆVI OG STÖRF / SR. SIGURBJÖRN EINARSSON SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 við Sósíalistaflokkinn er ekki að ræða, og reynd- ar Þjóðvarnarmönnum þrautaganga að halda skilum þar í milli. Sigurbjörn hefur sagt, að hann sé gleyminn á það persónulega aðkast, sem hann varð fyrir í þessari orrahríð. Hún var óvenju hörð og svæs- in. Hinn smurði Moskvuagent er Sigurbjörn m.a. kallaður á síðum Morgunblaðsins. „Já, það féllu mörg orð og þung á þessum tíma. Hitinn var svo óskaplegur í kring um þessi mál. En brigzl um landssölu eða landráð voru óhæfilegt orðbragð og fyrirlitlegt að mínu áliti.“ En þegar úrslit eru fengin í málinu, virðir Sig- urbjörn vilja meirihlutans og orðinn hlut, þótt ekki gangi hann af skoðun sinni. „Það er enn sem fyrr hugsjón sem þjóð okkar er sæmd af, að hún skuli, þótt svo væri ein allra þjóða, vera vopnlaus. Vera má að sú hugsjón steyti enn á skeri ómjúkra atvika. En þar fyrir má hún hafa griðland á Íslandi. Og hugsjónir eiga fyrirheit, sem ber yfir alla tímabundna ósigra.“ Í ævisögu Sigurbjörns hefur höfundurinn, Sigurður A. Magnússon, eftir Jónasi H. Haralz, bankastjóra, sem gegnir í eina tíð vara- formennsku í Þjóðvarnarfélaginu: „Ég er viss um að Sigurbjörn og hreyfingin, sem hann hratt af stað hafði sín áhrif til góðs. Menn urðu varkárari en þeir annars hefðu verið. Kannski má segja, að þróunin hafi verið allt önnur en hann og samherjar hans sáu fyrir, og því hafi allt þeirra umstang verið út í bláinn, en það var náttúrlega alls ekki. Það var full ástæða til þess að hafa áhyggjur af þróuninni, og það sem sagt var og gert í þessum efnum hafði þau áhrif, að þeir sem réðu ferðinni höguðu sér öðruvísi en þeir hefðu ella gert.“ „En svo reyndist það nú,“ segir Sigurbjörn, „að það sem við óttuðumst, það kom fram, og ameríski herinn átti út af fyrir sig enga sök á því. Amerísku áhrifin hafa vaxið jafnt og þétt og án þess að fjöldinn taki eftir því og erum við Ís- lendingar ekki einir um það. Smáþjóðir eru í stórri hættu. Það reynir meira á íslenzk þolrif nú en nokkurn tíma áður. Og áhrif, sem þrotlaust síast inn eftir óteljandi leiðum, þau varast menn ekki, hætta að taka eft- ir þeim, þau verða sjálfsögð. Það var í augum uppi, hvað var að gerast, þegar amerískir hermenn og hernaðartæki voru á hverju strái. En nú herjar enskan á eftir ótelj- andi leiðum og börnin venjast þessu frá upphafi. Það með öðru slævir máltilfinningu barna.“ Telur hann ennþá þjóðvarnar þörf? „Oft var þörf, en nú er nauðsyn. En nú er bara vígstaðan sú, að það þyrfti mjög víðtæka væðingu og meðvitaða og sterka til þess að koma einhverju áleiðis. Og allt þjóð- lífið er berskjalda eða undirlagt af áhrifum al- þjóðahyggjunnar skulum við segja, markaðs- hyggjunnar og fjölmiðlavaldsins. Þróunin er ákaflega ör og straumurinn stríður í ákveðna átt. Við getum ekki einangrað okkur og menning sem lifir af því að hún einangrar sig, getur ekki orðið langlíf. Hún trénast eða visnar. Íslenzk menning hefur alla tíð frjóvgast af samskiptum við aðra en haldið sínum veig og einkennum. Ég vona að svo verði áfram. En úr því þú nefndir þjóðvörn, þá er spurningin hverju er að verjast. Nú eru svonefnd lífsgæði altæk hugsjón og ef bryddað er upp á einhverju, sem telja má að geti leitt til skerðingar á lífskjörum, þá fær það ekki fylgi. Hvers virði eru hugsjónir nú á dögum? Ef allt Ég fékk traustsyfirlýsingu 1954 og vissulega þótti mér vænt um það. Engum, sem hefur skoðanir og áhugamál, er sama um það, hvort aðrir taka undir við hann og meta viðleitni hans einhvers. En því fór fjarri, að ég tæki þetta sem bendingu um, hvað mér væri ætlað. Og ég held að ég hafi gert mér alveg ljóst, að það er meiri vandi, erfiði og ábyrgðarhluti að vera biskup en svo, að það sé eftirsóknarvert. Ég vann allmikið næstu árin, var þó ekki vel hraustur á tímabili, en úr því greiddist vel. Ég skrifaði bækur, auk annarra skrifa og tiltekta. Var ég með því að reka áróður fyrir sjálfum mér? Það er ótrúleg bilun að geta ekki skilið, að menn vinni nokkurn tíma af áhuga, af þörf, af skyldurækni eða í þakkar skyni við lífið og gjaf- ara þess, heldur séu menn eingöngu að pota sér áfram, krækja sér í fríðindi, frama, fé og völd. Þeir, sem svo hugsa, lýsa sjálfum sér betur en öðrum. Það er víst ekki alveg trútt um að örlað hafi á þeirri skoðun einhvers staðar, að ég hafi ekki verið að gera annað en að þjóna taumlausri metnaðargirnd með því að „láta“ fjóra syni og tvö tengdabörn verða presta!! Sú hugvitssemi, sem lýsir sér í slíkum ályktunum, telst til yf- irnáttúrulegra fyrirbæra, en þau geta komið úr tveimur áttum, eins og kunnugt er. Hugrenningar þekkir enginn nema Guð. En ég hef eitt trútt og trúverðugt mannlegt vitni um það, hversu áfjáður ég var í það að verða biskup. Magnea mín veit allt um það. En þegar að því kom tókum við því samhuga af því að við vildum ekki bregðast þeim, sem treystu okkur, og trúðum á þá handleiðslu, sem við töldum okk- ur hafa þreifað á í lífi okkar alla tíð. Og svo hafði ég hleypt mér út í umdeilda póli- tík. Það var ekki klóklega að farið, ef ég hefði gengið með biskupsdóm í maganum! Enda var lagzt með óvenjulegum þunga, að ekki sé sagt ofboði, gegn mér á sjálfu Alþingi, þegar komið var að biskupaskiptum 1959.“ Það er vægt til orða tekið, að sú pólitík, sem Sigurbjörn tekur þátt í, sé umdeild. Hann, sem í kirkjumálum hefur viljað forðast alla flokka- drætti, hellir sér ótrauður út í einhver heitustu stjórnmálaátök síns tíma, herstöðvarmálið og síðar inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Sigurbjörn berst af krafti gegn hvoru tveggja, tekur þátt í stofnun Þjóðvarnarfélags Íslands og er þar í fylkingarbrjósti. „Viðbrögð mín í því sambandi verða ekki skil- in nema út frá því, hvernig atburðir á hernáms- árunum höfðu verkað á mig og mótað mig. Allt frá hernámi Breta var þessi uggur með manni, hvort það væri upphafið á varanlegu ástandi, hvort Ísland yrði erlend herstöð áfram. Og þeg- ar Ameríka kom svo með öllum sínum þunga inn í spilið, með sínu gífurlega fjármagni og ofur- valdi, þá ágerist þetta. Það var full ástæða til að hafa beyg af því að við drægjumst um of inn undir amerísk áhrif, efnahagslega og menningarlega á þann hátt, sem fæli í sér miklar hættur fyrir framtíð þjóð- arinnar. Svo kom ameríska óskin um að halda Íslandi í greipum áfram og um alla framtíð í rauninni. Þá var mér nóg boðið. Mér fannst uggur liðinna ára vera að sanna sig. Þetta var nú undirrótin að mínum viðbrögð- um.“ Þess er og að geta, að Sigurbirni hrýs hugur við því að láta sovétdýrkendur eina um andófið, vill ekki að þeir geti slegið um sig sem einu mál- svarar vopnlausrar þjóðvarnar. Um samvinnu sem hann metur mjög mikils. Hann langaði heldur ekki til að verða peð í tafli, þegar verið var að skáka séra Sigurði út af borðinu. Honum finnst ekki komið fram við sig í þessu máli af fullum heilindum, að hann hefði átt að fá að vita hvað þeir menn höfðu í huga, sem höfðu fengið hann til aðstoðar, þegar deildin var í klípu. Hann ákveður að segja skilið við þetta mál og láta deildina lönd og leið. En svo gerist það, að Einar Arnórsson, kennslumálaráðherra, kallar hann á sinn fund og leggur að honum að sækja um dósents- embættið. Með þeim eindregnu tilmælum er hann að sjálfsögðu að segja, hverjum hann vill veita embættið. Fleiri leggjast á þessa sveif. „Það sýndi sig, að æði margir voru ósáttir við málsmeðferð deildarkennaranna og sögðu sem svo, að einhver takmörk yrði „ofríki“ þeirra að eiga. Þetta er ekki sagt til að niðra þeim, en svona var málum háttað á þessum tíma.“ Það verður úr, að Sigurbjörn sækir og er skipaður í embættið 10. október 1944. Björn Magnússon kemur svo fljótlega að deildinni líka og eiga þeir Sigurbjörn langt og gott samstarf, sem aldrei ber skugga á. „Viðhorfin í guðfræðideildinni voru dálítið í föstum skorðum, þegar ég kom þar inn. Sú guðfræðistefna, sem réð ríkjum snemma á öldinni var enn mikilsráðandi, en hafði erlendis sætt gagnrýni og rækilegri endurskoðun, eins og gerist. Hér á landi gætti vissrar einangrunar, sem að nokkru leyti virtist vera meðvituð stefna. Ýmsir virtust ekki kæra sig um að opna kirkjuna of mikið fyrir stefnum og straumum, sem þá létu til sín taka erlendis. Ýmsar viðhorfsbreytingar urðu upp úr fyrri heimsstyrjöld, ekki síst í guðfræði, menningarbjartsýni eða mann- eðlisrómantík fyrri tíma hrundi og þar með ým- islegt, sem hafði látið mikið á sér bera í guð- fræði. Á aldahvörfum leitast menn við að átta sig á frumrökum þeirrar málefnastöðu, sem þeir byggja á, eða eru ábyrgir fyrir, og það var það sem gerðist á þessu skeiði. Nú er það svo í kirkjusögunni, að þar hefur yfirleitt ekki ríkt, og á ekki að ríkja, kyrrstaða og það er segin saga, að tízkustraumar dagsins í dag, verða úr sér gengnir og fyrndir á morgun. En það er nokkuð, sem kalla má klassískan kristindóm. Innan þeirra klæða, sem kannski er skipt um iðulega, er lífið sjálft, æðaslögin í þeim líkama, sem er kristin kirkja. Það má með talsverðum rétti segja, að stór- mennin í guðfræði á 3ja, 4rða og 5ta áratug ald- arinnar, hafi beint athygli kirkjunnar að þessari klassísku erfð, sem kristin trú stendur og fellur með. Engin guðfræði verður ný til langframa. Það liggur í hlutarins eðli. Fersk hugsun nálgast hlutina ævinlega frá nýjum sjónarhornum og guðfræði hlýtur að taka mið af spurningum, vandamálum, hugsun og reynslu samtímans. Það er að sjálfsögðu heilög skylda og kirkj- unni lífsnauðsynlegt að eiga guðfræði, sem ekki hjakkar í sama farinu, ekki heldur áfram að tala við löngu útdauða kynslóð, heldur snýr sér að því fólki, sem er lifandi í dag. Þetta þýðir auðvit- að ekki, að hugsun kirkjunnar eigi að snúa sér eftir vindstöðu eða sleikja sig upp við neina tízkujöfra. Engum fer það verr en fulltrúum kirkjunnar að líma merkimiða utan á skrúða sinn með þess kyns gyllingum, sem minna á veiðibrellur sölumanna. Guðfræðin á að hlusta á samtímann um leið og hún gegnir þeirri frum- skyldu að hlusta á það, sem Guð hefur talað og opinberað. Og það breytist aldrei í sjálfu sér. Eilífðin breytist ekki, þó að tímar breytist og mennirnir með þeim. En orð eilífðar í tímanum verður að taka tillit til hlustunarskilyrða og breytilegra aðstæðna í mannheimi. Guðfræð- ingar og prestar breyta ekki vatni í vín eða steinum í brauð, þeim er ekki ætlað það. En þeir geta breytt víni í vatn eða annað verra og brauði í grjót eða hrat. Þá fer illa.“ Ásmundur Guðmundsson er kjörinn biskup 1954. Magnús Jónsson kemur næstur honum að atkvæðum og Sigurbjörn er þriðji. Þeir Ás- mundur og Magnús eru báðir komnir hátt á sjötugsaldur, en Sigurbjörn er 43ja ára. Ég spyr Sigurbjörn, hvort hann hafi leitt hug- ann að biskupsembættinu og hvort úrslitin 1954 hafi vakið með honum vonir um embættið eftir biskupstíð Ásmundar. „Víst hnippti þetta í mig eins og nærri má geta. Ég bjóst ekki við að fá þennan stuðning. Og ekkert hafði ég gert til þess að afla mér þessa fylgis. Ég hafði hugann við annað á þess- um haustdögum. Herra Sigurgeir biskup fól mér um vorið að þjóna Akranesi í veikindafor- föllum. Sú þjónusta varð lengri en ráðgert var, ég gegndi henni allt haustmisserið samfara kennslunni. Svo hafði ég samið við forlag um út- gáfu á bókinni Trúarbrögð mannkyns og var í óða önn að vinna að henni. Mér er eiður sær, hvort sem menn trúa því eða ekki, að ég stefndi aldrei á biskupsstólinn, hvorki fyrr né síðar. Þá hefði ég væntanlega reynt að koma mér betur fyrir en ég gerði í hin- um kirkjulegu fylkingum og ekið seglum á ann- an hátt. er metið til peningaverðs, þá verða hugsjónir ekki hátt metnar. Ég er sannfærður um það, ekki síður nú á gamals aldri en áður, að heilbrigð trúarmótun er mikil nauðsyn. Ég held að kristin trú, túlkuð og rækt sam- kvæmt réttum forsendum hennar, sé dýrmæt- asta þjóðvörn, sem í boði er, það er að segja, vörn mannlegrar sálar og þroskahvati og stefnumörkun hugarfars og vilja, sem er ómet- anlegast af öllu, sem tiltækt er í mannlífinu.“ Eftir pólitískan útúrdúr snýr Sigurbjörn baki við stjórnmálum. „En ég hafði aldrei ætlað mér að leggja stjórnmál fyrir mig. Enda hefði ég þá orðið að stjaka frá mér hugðarefnum, sem stóðu mér hjarta nær og ég taldi kröftum mínum betur varið til, með meiri líkum á einhverju gagni fyrir þjóð mína, en þó ég hefði farið að beita mér í stjórnmálum og láta þau taka mig fanginn.“ Ár Sigurbjörns í guðfræðideild Háskólans verða sextán talsins. „Og þaðan ætlaði ég ekki í annað starf. Að svo fór samt var eins fjarri því að vera á stefnuskrá hjá mér eins og það að ég kom þar til starfa, þó að tildrög væru auðvitað gjörólík. Ég gengst fúslega við því, að þegar ég á há- skólaárum mínum þóttist kominn hálft hænufet á vegi vísinda, fannst mér það fýsilegur kostur að kenna við háskóla. Og ég tók því með gleði, þegar mér var boðið að flytja fyrirlestra við há- skólann í ígripum. Ásmundur Guðmundsson hafði frumkvæði um það, en heimspekideild stóð að því líka. En ég var með öllu afhuga því að helga mig háskólakennslu, þegar atvik knúðu mig inn á þá braut. Og frá þeim starfa fór ég án þess að hafa haft aðkenningu af áætlun eða vilja í þá átt. „Mennirnir áforma en Guð ræður,“ stendur þar. Það er örugglega satt, þó að við látum hann ekki ráða í lífi okkar né gerum ráðstafanir hans að þeirri blessun, sem hann ætlast til. Það má ég sannarlega játa fyrir mitt leyti. „Það hefur annar staðið við stýrið og stjórnin hans gefist svo vel,“ sagði skaftfellskur ferða- garpur, þegar hann rifjaði upp, hvernig hann komst slysalaust frá þeim starfa sínum að brjót- ast árum saman fram og aftur yfir illvíg jök- ulvötn og aðrar ófærur með póst, fólk og far- angur, sem honum var trúað fyrir. Hann gat áreiðanlega miklu fremur en ég þakkað útsjónarsemi sinni, þreki og þrautseigju það, hvernig honum farnaðist. En ég get ekki síður en hann sagt, að ég fann og vissi, að annar stóð við stýrið og tók taum- haldið af mér með áþreifanlegum hætti marg- oft.“ Sigurbjörn Einarsson er vígður biskup Ís- lands í Dómkirkjunni 21. júní 1959. Ofboðið á Alþingi, sem Sigurbjörn kallar svo, er frumvarp, sem forystumenn Sjálfstæðis- flokksins; Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors leggja fram þess efnis að lögin um 70 ára há- marksaldur ríkisstarfsmanna skuli ekki ná til biskups. Áður en málið kemur til kasta Alþingis fær kirkjumálaráðherra, Hermann Jónasson, í hendur undirskriftir presta, þar sem farið er fram á að biskup fái að sitja enn um sinn. Ráð- herra leitar álits lögfróðra manna og á grund- velli þess hafnar hann því, að biskup sitji fram yfir sjötugt. Frumvarp þeirra Bjarna og Ólafs nær ekki fram að ganga, er fellt 11. desember 1958. Þar með er ljóst, að gengið verður til bisk- upskjörs. Flokkadrættir verða í prestastéttinni fyrir biskupskjörið og þar eru menn, sem leita með logandi ljósi að einhverjum, sem geti komið í veg fyrir kjör Sigurbjörns. Áður hefur verið minnzt á atkvæði hans við biskupskjörið 1954 og nú hefur hann á þessum vetri hlotið flest at- kvæði í prófkjöri meðal presta landsins. Úrslit biskupskosninganna eru ótvíræð; Sigurbjörn fær 69 atkvæði af 114 og þar með lögmæta kosn- ingu. „Ég var ekkert inni í þessum kosningamál- um, þótt ég þættist finna að einhverju marki, hvernig landið lá. En ég beitti mér ekkert. Lét málið bara hafa sinn gang. Það voru þarna tvö félög, Bræðralag og Sam- tök játningatrúrra presta. Ég var í hvorugu. Forysta beggja félaganna beitti sér mikið og al- mennir félagsmenn voru ekki ánægðir með það, því ég átti mikið fylgi í báðum félögum. En for- ystumennirnir höfðu aðrar hugmyndir og af þessu öllu leiddi, að bæði félögin leystust upp.“ Sigurbjörn segir, að sér hafi ekki fundizt erf- itt að setjast í biskupsstól eftir það sem á undan var gengið. Hann hafi náð sáttum og samvinnu við flesta menn. Hann byrjar á því að bjóða Ás- mundi að sitja lengur en orðið hefði að réttu lagi. „Ásmundur gegndi biskusembættinu þremur mánuðum lengur en til stóð. Við áttum ágæta samvinnu um allt sem við þurftum að taka sam- eiginlegar ákvarðanir um á þessu skeiði; í sam- bandi við biskupsvígsluna og annað. Þessa fyrstu mánuði notaði ég til að tygja mig til starfans, meðal annars til að afla mér hús- næðis og flutningarnir í sambandi við það tóku sinn tíma. Og margir leituðu til mín þá þegar vegna ýmissa mála, sem þurftu athugunar við. Það kom í hlut Ásmundar að undirbúa presta- stefnu ársins og þar fékk hann tækifæri til að Ásmundur Guðmundsson vígir eftirmann sinn á biskupsstóli, Sigurbjörn Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.