Morgunblaðið - 08.04.2001, Side 7
Hornsteinn lagður að Hallgrímskirkju. Kristján Eldjárn, Sigurbjörn Einarsson og Hermann Þor-
steinsson.
Kennarar og nemendur guðfræðideildar veturinn 1937–38. Sitjandi: Björn Magnússon, Ás-
mundur Guðmundsson, Sigurlaug Björnsdóttir, Magnús Jónasson, Sigurður Einarsson og Ragn-
ar Benediktsson. Standandi: Stefán Snævarr, Árelíus Níelsson, Björn Björnsson, Sigurður Krist-
jánsson, Ástráður Sigursteindórsson, Guðmundur Helgason og Sigurbjörn Einarsson.
Skálholtskirkja vígð sunnudaginn 21. júlí 1963.
Sigurbjörn fyrir miðju altari í biskupsskrúða.
Eftir messu á Breiðabólstað.
Sigurbjörn Einarsson predikar.
kveðja prestana og þeir hann. Og allt féll í ljúfa
löð á þessum vettvangi.
Því næst tók við fyrir mér að setja mig inn í
verkefnin á Biskupsstofu. Ég lá lengi í skjala-
safni embættisins til að kynna mér nauðsynleg
gögn svo og sjóði, sem voru á ábyrgð biskups.
Og að sjálfsögðu lágu mörg mál fyrir, sem
þurftu afgreiðslu.
Þá lá fyrir að undirbúa fyrstu vísitasíu, eða yf-
irreið og það reyndist ekki vandasamt eða flókið
verk. Ég kaus að byrja í N-Þingeyjarsýslu og
höfðu sumir á orði að það væri eftir mér að byrja
sem lengst frá Reykjavík! En hvað um það, pró-
fasturinn þar Páll Þorleifsson tók að sér skipu-
lagningu og undirbúning komu minnar og gerði
það af frábærri alúð og dugnaði. Hann tók svo á
móti okkur hjónunum ásamt konu sinni, Elísa-
betu, af einstakri hlýju, og þau sáu til þess að
söfnuðirnir fjölmenntu í kirkjurnar og báru
okkur á höndum sér.
Norður-Þingeyingar eru gestrisnir og þar
eru ræðumenn góðir. Í engri minni vísitasíu síð-
ar voru haldnar eins margar ræður á samkom-
um eftir messu og kirkjuskoðun og í þetta sinn.
Það sýndi sig þá og oft endranær, að það er
hægt að vinna vel saman, þótt skoðanir séu ekki
allar á einn veg, þegar menn eru hreinskilnir og
hreinlyndir. Þá geta þeir prýðilega tekið hönd-
um saman og fundið sameiginleg mál og sam-
eiginlegan vettvang og þjónað þeirri stofnun,
sem hvorir tveggja unna og vilja vinna vel.
Mér tókst í biskupstíð minni að koma í allar
sóknir landsins og sumar tvisvar. Þetta gátu
verið erfiðar ferðir og ég hafði oft meira í takinu
en góðu hófi gegndi. En allar hafa þær skilið eft-
ir ljúfar minningar.
Konan mín var ævinlega með mér, þegar hún
gat komið því við, en það gat hún ekki alltaf á
fyrstu árum okkar í þessu starfi, því við vorum
þá enn með ómegð heima, sem hún var bundin
við.“
Þegar ég bið Sigurbjörn að láta hugann líða
um sinn biskupsdóm og nefna þau tvö mál, sem
honum þykja mest um verð, þá kemur í fyrsta
skipti í samtölum okkar á hann nokkurt hik.
En svo heldur hann hiklaust áfram.
„Það er þá fyrst að nefna, að Skálholtsmálið
komst sæmilega í höfn, þegar Alþingi sam-
þykkti að afhenda kirkjunni staðinn og dóm-
kirkjan komst svo upp og var vígð 1963. Það
voru töluvert mikil spor í kirkjusögunni í meira
en einu tilliti og ég mátti vera Bjarna Benedikts-
syni þakklátur fyrir það, hvernig hann tók mín-
um tillögum í því efni og fylgdi þeim eftir við Al-
þingi og ríkisstjórn og kom þeim í höfn.
Síðan tók við önnur uppbygging í Skálholti,
sem að vísu miðaði hægar en ég hefði kosið, en
skilaði þó árangri.
Skólahús komst upp og varð fokhelt fyrir
gjafafé frá vinum Skálholts á hinum Norður-
löndunum, einkum norskra og danskra, og
lýðháskóli komst á fót.
Síðan hefur verið talsvert mikil starfsemi á
staðnum, sem vafalaust hefur skilað sér út í
þjóðlífið með jákvæðum hætti.“
Með því að Skálholt gengur í endurnýjun líf-
daganna rætist draumur Sigurbjörns frá
bernskuleikjum hans í túnfætinum í Kotey. Þar
reisti hann sér og leikfélögum sínum Skálholt.
Og hugmyndina um endurreisn Skálholts tók
hann svo upp á sína arma og bar hana fram til
þeirrar vakningar, sem varð um hana; fyrst í
ræðu og riti og svo sem formaður Skálholts-
félagsins.
„Það er mér líka ánægjulegt að minnast þess
að Hjálparstofnun kirkjunnar komst á fót.
Hjálparstarf hafði kirkjan að sjálfsögðu alltaf
stundað að einhverju marki og það varð einkum
áberandi, þegar sjóslys urðu. Þá voru í seinni tíð
jafnan fjársafnanir og þar áttu prestar lengst-
um aðild að og höfðu stundum forystu um. Ég
hafði sem prestur mjög oft leitað til almennings
um hjálp til illra staddra heimila og Morgun-
blaðið var ævinlega afar greiðvikið að taka við
beiðnum um slíka aðstoð og birta síðan gjafa-
lista.
Satt að segja fóru miklir fjármunir um mínar
hendur í slíkum söfnunum, svo og til Hallgríms-
kirkju og til Skálholts og ég var mjög oft ugg-
andi vegna þeirra. Það var mikil ábyrgð að taka
við og vera trúað fyrir verulegum fjármunum og
kannski freisting fyrir fátækan prest í skuldum
að taka sér lán í slíkum sjóðum. Sem betur fer
stóðst ég freistinguna. Og til að hafa allt á
hreinu þá fékk ég framlögin birt í Morgun-
blaðinu við fyrstu hentugleika um leið og ég
kom þeim af mér. Ég hef efalaust verið ákaflega
þreytandi gestur á Morgunblaðinu, þegar ég
kom með þessa lista!
En þessi hjálparmál lögðust svo á biskups-
embættið á annan veg en áður. Kirkjuleg al-
þjóðasamtök ráku mikið hjálparstarf og það var
sjálfsagt metnaðarmál, að íslenzka kirkjan gæti
tekið þátt í slíku starfi. En hún var vanmegna til
þeirra hluta og það var að sjálfsögðu vonlítið, að
biskupsembættið gæti staðið að víðtækri fjár-
öflun í því skyni.
Þetta varð mjög ótvírætt og tilfinnanlegt,
þegar Bíafrastríðið kom upp.
Á þessum árum voru augu manna að opnast
fyrir hungrinu í heiminum og samvizka hinna
auðugu þjóða var að vakna gagnvart því vanda-
máli. Ungt fólk á Íslandi kom af stað hreyfing-
unni Herferð gegn hungri og ég setti mig í
samband við það unga fólk, tók þátt í hung-
urvökum, sem það gekkst fyrir og kynntist bæði
góðum og geðfelldum mönnum, sem þar voru í
forystu.
Þegar styrjöldin í Nígeríu þrengdi að Bíafra-
búum með skelfilegum hætti, þá vildu margir
rétta hjálparhönd. Og hér á Íslandi var hafin
fjársöfnun sem skilaði miklum árangri og það fé,
sem kom inn á Biskupsstofu var verulegt.
Þá leitaði framkvæmdastjóri hjálparstofnun-
ar dönsku kirkjunnar til mín um útvegun á
skreið og þar með hófust mikil samskipti mín við
danskt kirkjulegt hjálparstarf. Allar kirkjulegu
norrænu hjálparstofnanirnar stóðu að því að
skipuleggja flug með matvæli frá Sao Tome til
Bíafra og Loftleiðir tóku að sér þá flutninga.
Bæði það félag og íslenzkir flugmenn fengu
mikinn orðstír fyrir framgöngu sína sem kunn-
ugt er.“
Hér fer Sigurbjörn enn í bókaskáp sinn og
sækir mér bók að skoða; allstóra bók á ensku
um sögu hjálparflugsins í Bíafra, sem Arngrím-
ur Jóhannsson hefur fært honum.
„Í sambandi við þetta stofnuðum við félagið
Flughjálp og það varð að ráði, að heimili þess
yrði í Reykjavík og ég var skikkaður til að taka
sæti í stjórn þess.
Í tengslum við þetta allt saman blasti sú nauð-
syn æ betur við að setja á fót hjálparstofnun
kirkjunnar eða skipuleggja hjálparstarf hennar
með líkum hætti og orðinn var í nágrannalönd-
um okkar.
Þetta mál kom ég með inn á prestastefnu
1969 og það hlaut góðar undirtektir, var að vísu
ekki alveg andmælalaust, en samþykkt og
kirkjuráði falið að fylgja málinu eftir.
Þannig varð nú Hjálparstofnun kirkjunnar
til, sem síðan hefur látið mikið til sín taka til
góðs, bæði innanlands og erlendis.“
Þrjú mál, sem upp koma í biskupstíð Sigur-
björns, skulu tilfærð hér; deilurnar um há-
kirkjulegheitin innan kirkjunnar, sálmabókar-
málið og spíritisminn.
Fyrstnefnda deilan á fyrst og fremst rætur að
rekja til helgisiða séra Arngríms Jónssonar í
Háteigskirkju og messusöngskennslu Róberts
A. Ottóssonar í guðfræðideild. Með þessu er
biskupinn ásakaður um að stefna kirkjunni í
kaþólsku.
Svo fer að biskup kýs að svara fyrir þessi mál;
flytur útvarpserindi og fær það birt í Morgun-
blaðinu: Hvað er að gerast í kirkjunni? Loka-
orðin eru þessi: „Í einhæfu umhverfi verða
menn stundum uppnæmir fyrir smámunum og
lítil tilefni geta vakið mörg orð. Þröngsýni hætt-
ir löngum við ofstæki, gildir einu, hvað það kall-
ar sig. Ég fæ með engu móti annað séð en að
menn hafi að undanförnu verið að gera háreysti
um hégómann einan og þeyta ryki í kringum sig
og í augu fólks. Og ég vona að þeir mörgu, sem
þykir vænt um kirkjuna sína og vilja ekki að hún
sé afflutt né henni sundrað með marklitlu fjasi,
sjái í gegn um þennan mökk og láti ekki blekkja
sig til þess að óttast forynjur, þar sem engar
eru.“
Þessar deilur verða þó til þess að seinka fyrir
nýrri handbók kirkjunnar um meira en áratug.
Endurskoðun Nýja testamentis og sálmabók-
ar fer fram og er biskup formaður beggja
nefnda.
Biblían kemur út á síðasta embættisári Sig-
urbjörns, 1981, en sálmabókin lítur dagsins ljós
fyrr, eða 1972, en sú næsta á undan kom út 1945.
Sálmabókin er mjög breytt; margir sálmar
felldir burt og aðrir teknir inn í staðinn. Þykir
sumum of harkalega gengið þar fram og spretta
af þessu miklar deilur, sem út af fyrir sig eru
ekkert nýmæli, þegar ný sálmabók á í hlut.
En þessi endurskoðun á sálmabókinni verður
til þess að Sigurbjörn Einarsson gerist sálma-
skáld og eru í bókinni tuttugu og tvær sálma-
þýðingar hans og fimm sálmar frumsamdir. Í
núgildandi sálmabók, sem er frá 1997, eru 54
sálmar eftir hann, frumsamdir og þýddir.
Bolli Gústavsson getur þess í afmælisgrein í
Morgunblaðinu um Sigurbjörn sjötugan, að stíll
hans sé þannig, að „áður en hann veit af er hann
farinn að yrkja, án þess að ætla sér það. Hann er
talandi skáld, en leyfir skáldinu aldrei að þagga
niður í predikaranum.“ Bolli segir af samtali
sínu við Ólaf Jóhann Sigurðsson, þar sem nafn-
togaðar þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar og
Helga Hálfdanarsonar bar á góma. Þá gat Ólaf-
ur þess, að hann hefði lesið í Lesbók Morgun-
blaðsins þýðingu Sigurbjörns Einarssonar á
ljóði eftir Hjalmar Gullberg og þótt mikið til
koma. Sagðist skáldið vænta sér mikils af þýð-
ingarstarfi Sigurbjörns, ef hann fyndi tóm til
þess.
Það er svo Tómas Guðmundsson, sem situr í
sálmabókarnefndinni og hefur mikið um störf
hennar að segja, sem ýtir Sigurbirni aftur úr vör
og hann tekur áratogið hiklaust og með eftir-
minnilegum hætti.
Um miðjan áttunda áratuginn verða enn og
aftur allmiklar opinberar umræður um spírit-
isma á Íslandi. Prestastefna 1975 varar við dul-
trúarfyrirbrigðum og ári síðar kemur út bók
séra Jóns Auðuns, Líf og lífsviðhorf, en hann var
m.a. forseti Sálarrannsóknafélags Íslands um
7ÆVI OG STÖRF / SR. SIGURBJÖRN EINARSSON SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001