Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 B 3  LITHÁÍSKI handknattleiksmað- urinn Mindaugas Andriuska leikur áfram með ÍBV á næsta tímabili en hann skrifaði um helgina undir nýjan samning við Eyjamenn.  JEAN-PIERRE Papin, fyrrver- andi leikmaður Marseille og einn ástsælasti knattspyrnumaður Frakklands, hefur samþykkt að taka við starfi sérlegs knattspyrnuráð- gjafa hjá Marseille. Félagið hefur ekki náð sér á strik síðustu misseri.  FRAMARAR biðu lægri hlut fyrir spænska 3. deildarliðinu Cadiz, 4:3, en þeir dvelja á Suður-Spáni þessa dagana ásamt mörgum öðrum íslenskum liðum. Þorbjörn Atli Sveinsson, Edilon Hreinsson og Freyr Karlsson skoruðu mörkin fyr- ir Fram gegn Cadiz.  SKAGAMENN sigruðu þýska 4. deildarliðið Strahlen, 3:0, um helgina en þeir dvelja í Uerdingen þessa dagana. Hálfdán Gíslason skoraði 2 markanna og Garðar Bergmann Gunnlaugsson, bróðir Arnars og Bjarka, gerði eitt.  SKAGAMENN mæta Uerdin- gen í dag en með því liði leikur einn þeirra manna, Gunnlaugur Jónsson, til vorsins. Gunnlaugur fær líklega að spila með ÍA í þeim leik.  BRAGI Jónsson, fyrrum leik- maður með Breiðabliki, hefur varið ráðinn þjálfari danska handknatt- leiksliðsins Viben HK, sem leikur í 3. deild.  JÓHANN Birnir Guðmundsson tryggði norska liðinu Lyn sigur á belgíska liðinu Aalst í æfingaleik í gær en Jóhann skoraði eina mark leikins á 30. mínútu. Jóhann hefur fallið vel inn í lið Lyn og hefur átt mjög góða leiki með liðinu á undir- búningstímabilinu. Norska úrvals- deildin hefst annan dag páska og mætir Lyn liði Strömsgodset. FÓLK Molde vill þrjá Íslendinga ÞRÍR piltar á 17. aldursári dvöldu um helgina hjá norska knatt- spyrnufélaginu Molde, sem hefur mikinn áhuga á að fá þá alla í sín- ar raðir. Þetta eru Óskar Örn Hauksson frá Njarðvík, Sverrir Garðarsson úr FH og Magnús Már Þorvarðarson úr Leikni í Reykjavík. „Ég er mjög hrifinn af þremenningunum sem eru allir bráðefnilegir og standa okkar piltum, sem eru árinu eldri, ekkert að baki. Það yrði gífurlega sterkt fyrir okkur að fá þá í okkar rað- ir,“ segir Odd Berg, unglingaþjálfari Molde, við staðarblaðið Roms- dals Budstikke. Í blaðinu kemur fram að Óskar og Magnús hafi þegar sótt um skólavist í Molde og Sverrir sé einnig að íhuga þau mál. Þremenningarnir léku með varaliði Molde um helgina. Þá er sagt að piltarnir hafi vakið eftirtekt þegar þeir léku með drengja- landsliði Íslands á NM í Færeyjum í fyrra og áhugi Molde vaknað. ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, bætti sig enn um helgina er hún keppti á móti á há- skólavellinum í Athens í Georgíu. Nú stökk Þórey 4,36 metra, einum sentímetra hærra en hún hefur áður gert utanhúss. Um leið er þetta besti árangur sem náðst hefur í stangarstökki kvenna á háskólamótum í Bandaríkjunum á yfirstand- andi keppnistímabili. Hún sigraði örugglega í keppn- inni því sú sem varð önnur stökk yfir 3,52. Þórey var ekki eini Íslend- ingurinn sem keppti á mótinu. Guðleif Harð- ardóttir, sem stundar nám í Athens eins og Þórey, kastaði sleggju 46,16 metra. Hafnaði hún í 7. sæti. Þá kastaði Hall- dóra Jónasdóttir spjóti 44,94 metra og varð önnur. Hall- dóra er við nám í háskóla í Alabama. Sigurbjörn Árni Arn- grímsson hljóp 3.000 m hindrunarhlaup á 9.20,69 mínútum og varð þriðji. Þá má geta þess að Jay Harvard kastaði sleggju 70,82 metra og hreppti annað sætið. Harvard er eig- inmaður Guðrúnar Arn- ardóttur, grindahlaupara úr Ármanni. Þórey stökk 4,36 m Þjálfarar beggja liða tóku í svip-aðan streng þegar blaðamaður Morgunblaðsins innti eftir skýring- um á gengi liðana. „Það sem vantaði í okkar lið var trúin að við gætum sigrað feikisterkt lið ÍS. En það er ekki hægt að skjóta sér undan því að leikmenn ÍS léku mjög vel,“ sagði Jón Árnason þjálfari Þróttar. „Leiktíminn var óvenjulegur en hentaði okkur ágætlega þar sem margir okkar voru við vinnu í dag,“ sagði Zdravko Demirev þjálfari og leikmaður ÍS í gamansömum tón, en leikurinn fór fram um kvöldmatar- leytið á laugardag. „Ég held að leik- menn Þróttar hafi verið annars hug- ar megnið af leiknum og við vorum mun betri aðilinn,“ bætti Demirev við. Rúmlega hundrað áhorfendur urðu vitni að fjölda mistaka leik- manna beggja liða í fyrstu hrinu og jafnt var á flestum tölum þar til í stöðunni 18:18. Móttaka Þróttara var slök það sem eftir lifði hrinunnar og gerði uppspilara þeirra, Val Guð- jóni Valssyni, erfiðara um vik. Há- vörn ÍS sá um að stöðva máttlausar sóknaraðgerðir leikmanna Þróttar og lokastaðan í 1. hrinu varð 25:21. Í annarri hrinu gekk samvinna Vals Guðjóns og Jounes Hmine bet- ur. Skemmtilegar fléttur frá þeim félögum enduðu með góðum og kraftmiklum skellum og héldu leik- mönnum ÍS við efnið. Búlgörsku bræðurnir í liði ÍS, uppspilarinn Martin Antonon Raditchkov og Gal- in Antonon Raditchkov, náðu vel saman og virtust hafa hreyfingar og hugsanir hvors annars á hreinu. Gal- in var iðinn við að ljúka sóknum ÍS af krafti og áttu Þróttarar ekkert svar við stórleik þeirra bræðra í 2. hrinu sem lauk líkt og þeirri fyrstu, 25:21. Í þriðju hrinu var staðan jöfn 23:23 og var einbeitingarleysi ÍS um að kenna, því leikmenn liðsins gerðu ekki meira en til þurfti en tóku sig til og skoruðu stigin tvö sem vantaði uppá. ÍS er með líkamlega yfirburði í styrk og hæð yfir liði Þróttar. Galin og Izmir Hadziredzepovic eru lítt árennilegir í sókn og vörn og allar aðgerðir liðsins voru vel skipulagðar. Hið unga lið Þróttar á samt fram- tíðina fyrir sér og með aukinni reynslu á liðið að geta gert góða hluti. Morgunblaðið/Jim Smart Íslandsmeistarar ÍS í blaki, sem fögnuðu einnig bikarmeistaratitlinum á dögunum. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Galin Antonov Raditchkov, Izmar Hadziredzepovic, Martin Antonov Raditchkov og Hreggviður Norðdal liðsstjóri. Fremri röð: Zdravko Demirev þjálf- ari, Ólafur Viggósson, Óskar Hauksson, Davíð Búi Halldórsson og Amid Dereyat. Bræðurnir afgreiddu Þróttara ÞAÐ tók Íþróttafélag stúdenta aðeins eina klukkustund að leggja lið Þróttar frá Reykjavík í úrslitaleik um Íslandsmeist- aratitilinn í blaki karla sem fram fór í Hagaskóla á laugardag. ÍS sigraði sannfærandi 3:0 (25:51, 25:21:25:23) og gerði þar með út um vonir Þróttara um að brjóta á bak aftur yf- irburði ÍS-liðsins í vetur, sem tekið hefur til sín öll verðlaun sem í boði voru í vetur. Lars Sprenger skrifar FÓLK  MICHAEL Carter, einn nýju Englendinganna í röðum Leifturs- manna, skoraði þrennu á laugar- daginn þegar Ólafsfirðingar unnu góðan sigur á FH, 5:2, í æfingaleik í Portúgal. Hörður Már Magnús- son skoraði tvö mörk fyrir Leiftur í 4:2 sigri á Fjölni á sama stað.  ÁSMUNDUR Haraldsson er genginn til liðs við 1. deildarlið ÍR í knattspyrnu en hann lék síðast með Þrótti í Reykjavík 1999. Ás- mundur lék áður með FH og KR.  ARON Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Skjern sem tapaði fyrir FIF, 20:19, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á laugardaginn.  JÓHANN Samúelsson skoraði eitt mark fyrir Bjerringbro sem tapaði heima fyrir Kolding, 31:26. Þar með eiga Skjern og Bjerr- ingbro litla möguleika á að komast í fjögurra liða úrslitin um danska meistaratitilinn en liðin eru í 5.–6. sæti þegar tveimur umferðum er ólokið.  RAGNAR Óskarsson náði sér ekki á strik og skoraði 3 mörk, 2 þeirra úr vítaköstum, þegar Dunk- erque tapaði heima fyrir Créteil, 20:19, í frönsku 1. deildinni í hand- knattleik á sunnudaginn. Dunkerq- ue er þar með áfram í sjöunda sæti deildarinnar.  HÁLFDÁN Þórðarson lék sinn 600. leik fyrir meistaraflokk FH gegn Haukum á sunnudagskvöldið.  MAGNÚS Már Þórðarson, línu- maðurinn sterki hjá Aftureldingu, lék með í síðari hálfleik þegar hans menn töpuðu fyrir Gróttu/KR á Nesinu. Þetta var fyrsti leikur Magnúsar í einn mánuð en hann meiddist í leik á móti KA 7. mars síðastliðin.  HELGI Jónas Guðfinnsson lék í 20 mínútur og skoraði 11 stig þeg- ar lið hans, Ieper, vann auðveldan sigur á Gent, 100:69, í belgísku úr- valsdeildinni í körfuknattleik um helgina. Ieper er í fjórða sæti þeg- ar tveimur umferðum er ólokið af deildakeppninni.  RAKEL Ögmundsdóttir lék all- an leikinn með Philadelphia Charge og lagði upp eitt mark þegar lið hennar vann Virginíu- háskóla, 7:1, í æfingaleik á sunnu- daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.