Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 6
HANDKNATTLEIKUR
6 B ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ósigur á heimavelli í öðrum úr-slitaleik liðanna var leikmönn-
um ÍBV þungur biti að kyngja og
með þeim úrslitum
var ljóst í hvað
stefndi. Haukar voru
búnir að undirbúa
sigurhátíð að Ásvöll-
um og þrátt fyrir hetjulega baráttu
gestanna framan af leik tókst þeim
ekki að koma í veg fyrir að úrslitin í
einvíginu réðust.
Fyrri hálfleikur var lengi vel í
járnum. ÍBV byrjaði betur, skoraði
tvö fyrstu mörkin og það var ekki
fyrr en um hálfleikinn miðjan sem
Haukarnir fóru að láta til sín taka.
Þrívegis á skömmum tíma misstu
Eyjakonur leikmenn út af vegna
brottvísunar og það nýttu Haukarnir
sér vel. Þeir sigu fram úr og ekki var
laust við að sigurglampi væri kominn
í andlit leikmanna Hauka þegar þeir
gengu til búningsherbergja í hálfleik
með fjögurra marka forskot.
Víkjandi meistarar voru ekki því
að gefast upp. Þeir hófu síðari hálf-
leikinn með látum, skoruðu sex mörk
á móti aðeins einu frá Haukum og
skyndilega var ÍBV komið með for-
ystu eftir aðeins níu mínútna leik. Á
þessum kafla lokaði Vigdís Sigurð-
ardóttir, markvörður ÍBV, marki
sínu og Anita Andreasen skoraði
þrjú mörk úr hraðaupphlaupum í
röð. Stuðningsmenn ÍBV á áhorf-
endapöllunum voru farnir að eygja
von um að fá fjórða leikinn til Eyja
en sú von fjaraði út á örskömmum
tíma. Haukarnir, sem fóru inn í síð-
ari hálfleikinn hálfværukærir, sögðu
einfaldlega hingað og ekki lengra og
á síðustu 15 mínútum leiksins sýndu
þeir styrk sinn og undirstrikuðu að
þeir eru með besta lið landsins. Á
sama tíma og leikur ÍBV hrundi eins
og spilaborg léku Haukar við hvern
sinn fingur og eins og góðum liðum
sæmir refsuðu þeir andstæðingum
sínum. Sóknarleikur ÍBV sigldi í al-
gjört strand og Haukarnir færðu sér
það vel í nyt og skoruðu hvert mark-
ið á fætur öðru úr hraðaupphlaupum
án þess að ÍBV tækist að svara fyrir
sig. Það var svo vel við hæfi að fyr-
irliðinn Harpa Melsted skoraði síð-
asta mark síns liðs með glæsilegu
sirkusmarki og ekki löngu seinna
lyfti hún Íslandsbikarnum á loft.
Auður Hermannsdóttir og Hanna
G. Stefánsdóttir stóðu upp úr í
sterkri liðsheild Hauka. Sóknarleik-
urinn var fjölhæfur og mikil góð
hreyfing í liðinu setti vörn ÍBV oft í
vanda. Haukavörnin var sterk sem
fyrr en mikil og góð breidd í liðinu
var líklega það sem skipti sköpum í
þessu einvígi.
ÍBV hitti einfaldlega fyrir ofjarl
sinn í úrslitarimmunni. Það mæddi
of mikið á fáum leikmönnum eins og
Tömuru Mandzec og Amelu Hegic
og um leið og þær fóru að þreytast
var á brattann að sækja. Mandzec
lék einna best í liði ÍBV og Gunnleyg
Berg stóð fyrir sínu á línunni. Vigdís
markvörður tók vel við sér í seinni
hálfleik og sömu sögu er að segja um
Anitu Andreasen en hún skoraði öll
fimm mörk sín í seinni hálfleik.
Haukar
sýndu styrk
sinn á loka-
sprettinum
HAUKAR og ÍBV höfðu hlutverkaskipti á laugardaginn því eftir sigur
Hauka, 28:22, í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn
í handknattleik á Ásvöllum urðu Eyjakonur að láta Íslandsmeist-
aratitilinn af hendi til Hauka. Haukarnir unnu úrslitaeinvígið á mjög
sannfærandi hátt, 3:0, og ekki er hægt að segja annað en að hafn-
firsku valkyrjurnar beri sæmdarheitið, besta handknattleikslið
landsins, með sóma því Haukakonur unnu alla sjö leiki mjög örugg-
lega í úrslitakeppninni.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Morgunblaðið/Þorkell
Haukastúlkur tollera þjálfara sinn, Ragnar Hermannsson, að leik loknum.
!
"#
$#
%
&
„BETRA liðið vann einvígið og Haukarnir eru
að titlinum komnir því þeir voru með jafnbesta
ið.Við áttum bara ekki mannskap til að stan
þeim snúning. Við misstum Ingibjörgu Ýr út
var mjög dýrt og þó svo að Andrea Atladóttir
komið inn í hópinn undir það síðasta var hún í
æfingu. Hópurinn er lítill hjá okkur og það s
sig í úrslitaleikjunum að við vorum að sprin
limminu á síðasta korterinu. Við náðum mjög
um kafla í upphafi síðari hálfleiks og ég var að v
að Haukarnir færu á taugum en því miður k
þeir sterkir til baka og unnu leikinn sannfæran
sagði Sigbjörn Óskarsson, þjálfari ÍBV.
„Þrátt fyrir að þetta hafi farið svona getum
vel við unað með uppskeru vetrarins. Við un
bikarinn og lentum í öðru sæti á Íslandsmó
þrátt fyrir að okkur hafi verið spáð sjöunda
inu. Það var sárt að tapa leiknum í Eyjum
framan allt þetta fólk sem studdi okkur og ég h
svo sannarlega viljað fá annan leik þar til að b
það upp.“
Þú hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna
karlaliði ÍB. Er það rétt?
„Það er úr lausu lofti gripið. Samningur m
við ÍBV er núna útrunninn og ég hef ekkert ák
ið með næsta tímabil. Ég er opinn fyrir öllu. Þ
tvö ár með kvennaliðinu hafa verið mjög skem
leg og það hefur verið sérlega gaman að st
með stelpunum,“ sagði Sigbjörn sem náði fráb
um árangri með Eyjaliðið þessi tvö ár sem h
stýrði því.
Getum ve
við unað