Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 26
Systurnar Steinunn og Margrét Valdimarsdætur. S MIÐJULÓÐIN svonefnda var þar sem húsið Kirkjustræti 8A stendur nú. Helgi E. Helgason skólastjóri fékk hluta af henni undir hús árið 1882. Sama ár kaupir hann kálgarð af Geir Zoëga og stækkaði þannig lóð sína. Hús- ið sem Helgi byggði var einlyft grindarhús með kjallara. Helgi E. Helgason var skóla- stjóri Barnaskólans í Reykjavík. Hann var fæddur 15. október 1831 í Reykjavík, sonur Einars trésmiðs Helgasonar, prests á Eyri í Skut- ulsfirði, og konu hans Margrétar Jónsdóttur frá Ytri-Njarðvík. Helgi E. Helgason varð cand.theol í Kaupmannahöfn árið 1856. Kona hans var Magdalena Margrét Jóhannesdóttir Zoëga glermeistara í Reykjavík. Helgi E. Helgason lést 1. apríl 1890. Í nóv- embermánuði árið 1903 selur ekkja hans Magnúsi Blöndahl tré- smið eignina. Skjaldbreið byggð 1906 Magnús byggði hús á austur- hluta lóðarinnar sem enn stendur og er Kirkjustræti 8B. Hann selur eldra húsið Sigríði Sigurðardóttur sem lét rífa það og byggja nýtt hús á lóðinni (árið 1906) sem enn stendur og er þekkt undir nafninu Skjaldbreið. Í virðingu frá 22. apríl 1907 segir að Sigríður Sigurðardóttir hafi fullgjört íbúðarhús sitt. Grunnflötur hússins er 20 3/4 X 15 álnir, hæð 12 3/4 álnir. Það er tvílyft með porti, kvisti, fimm álna háu risi og veggsvölum á suð- urhlið. Byggt úr bindingi, klætt utan með 1“ borðum, pappa, listum og járni yfir með járnþaki á 1“ borða súð. Innan á binding er klætt með pappa og milligólf er í öllum bita- lögum. Að innan eru öll herbergi hússins, veggir og loft, klætt með striga, pappír og málað. Á fyrstu hæð eru þrjú íbúðarherbergi, eld- hús með eldavél, búr og gangur. Á annarri hæð eru fimm íbúðar- herbergi, gangur og einn fastur skápur. Í rislyfti eru sjö íbúðar- herbergi, gangur og einn fastur skápur. Á skammbitum þar yfir er gólf úr plægðum 5/4“ borðum. Kjallari er undir öllu húsinu 3 1/2 alin á hæð. Þar eru sex klefar þilj- aðir að hluta eða kalkdregnir. Þar er miðstöðvarvél og múraður vatnskassi. Í húsinu eru vatns- leiðslur. Gólf kjallara er gert af stein- steypu. Sunnan við húsið er inn- og uppgönguskúr, 15 álna hár; grunnflötur hans er 4 1/4 X 4 1/2 álnir. Marnús Blöndahl trésmiður er hönnuður hússins og smiður. Heimildum ber ekki saman um það hvort Sigríður seldi eignina árið 1907 eða veðsetti. En hún mun hafa haft þar veitingarekstur sem aðallega var ætlaður þing- mönnum enda stutt að fara og að- Kirkjustræti 8A Veitingasalurinn í Hótel Skjaldbreið. Staðurinn var vel þekktur og naut virð-ingar á meðal þeirra, sem þangað komu. Helgi Einarsson Helgesen Hótel Skjaldbreið var lengi eitt virðulegasta veitinga- og gistihús Reykjavíkur. Freyja Jónsdóttir rifjar hér upp sögu hússins. M ARGIR þekkja húsið Skaftahlíð 24. Þar var lengi rekinn skemmti- staðurinn Lido og síðan Félagsmiðstöðin Tónabær. Húsið skipar því vissan sess í huga margra, sem eiga þaðan skemmti- legar minningar. Húsið var hannað af Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt og byggt 1956. Það stendur á mjög áberandi stað, ekki hvað sízt gagnvart bíla- umferð á Miklubraut. Það niðurrif á húsinu, sem hófst í maímánuði, hefur því glatt fáa, enda gengið svo nærri húsinu, að segja má að ekk- ert nema grindin ein eða burðar- virkið sé eftir og húsið þá orðið mikið lýti á umhverfinu. Allt stendur þetta þó til mikilla bóta. Þessar framkvæmdir eru ein- ungis byrjunin á gagngerum end- urbótum á húsinu, en því er ætlað að ganga í endurnýjun lífdaganna. Það á að fá nýtt yfirbragð og nýtt hlutverk í framtíðinni. Vandað hús að upplagi Húsið er um 2.100 ferm eða um 700 ferm á hæð, en húsið er þrjár hæðir. „Þetta er vandað hús að upplagi, en það var í mjög slæmu ástandi, þegar byrjað var á að end- urnýja það, enda þótt enn hafi verið starfsemi í húsinu,“ segir Freyr Frostason, arkitekt hjá Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, en hann hefur stjórnað hönnunarvinnunni við endurbæturnar á húsinu. „Félagsmiðstöðin Tónabær var á efri hæðinni og að hluta til í kjall- aranum. Á neðri hæð var fiskbúð og sjoppa. Gengið var inn í húsið í gegnum viðbyggingu, sem var byggð nokkru seinna en aðalbygg- ingin, sem var vestar. En mikið af húsinu var ónotað og kjallarinn full- ur af drasli. Að utan var húsið illa farið og útveggir, klæðning og ann- að farið að láta mjög á sjá.“ Freyr segist hafa haft það að leiðarljósi að láta burðarvirki húss- ins halda sér. „Í húsinu eru steypt- ar plötur, steypt þak og steyptar súlur, sem látið var halda sér,“ seg- ir hann. „Súlurnar eru mjög ein- kennandi fyrir þetta hús að inn- anverðu, en þær eru mjög margar og burðarvirkið byggist að veru- legu leyti á þeim. Aftur á móti er megnið af út- veggjunum, bæði norðan megin og sunnan megin, léttir veggir með miklu gleri, sem auðvelt var að fjarlægja.“ Hönnunarvinnan fólst því einkum í að endurhanna útlit hússins og annað, sem með þarf umhverfis þetta burðarvirki. Auk þess þurfti að skipuleggja gaflana upp á nýtt, en þeir eru steyptir, bæta við þá gluggum o. fl. Gamla Tónabæjarhúsið við Skaftahlíð endurnýjað Húsið Skaftahlíð 24 hefur gegnt margvíslegu hlutverki og á að baki litríka sögu. Nú á það að fá nýtt yfirbragð og nýtt hlutverk. Magnús Sigurðsson ræddi við Frey Frostason arkitekt, aðalhönnuð breyting- anna á húsinu. Morgunblaðið/Golli Frá vinstri: Freyr Frostason, arkitekt á Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, sem stjórnað hefur hönnuninni við end- urnýjun hússins, og Kristinn Sigurbjarnarson, verkfræðingur hjá VST, sem stjórnar framkvæmd verksins. 26 C ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.