Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 45

Morgunblaðið - 19.06.2001, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 C 45HeimiliFasteignir MIÐSKÓGAR - ÁLFTANES Í byggingu 260 fm glæsilegt hús á frábærum útsýn- isstað. Stór tvöf. bílsk., stórar stofur. Stór lóð og sérlega rólegt umhverfi. Fuglasöngur og náttúru- kyrrð. Teikn. á Garðatorgi. Þetta er draumurinn! Rað- og parhús HRAUNÁS - GBÆ. Stórglæsileg 240 fm parhús, á besta stað í Garða- bæ, óskert útsýni. Ýmsir möguleikar. Skilast fullbú- ið að utan og fokelt að innan. Hér er gott tækifæri fyrir vandláta. BIRKIGRUND - KÓP. Tveggja hæða 126,6 fm raðhús á besta stað í Foss- vogsdalnum. Mjög gott og snyrtilegt hús á rólegum og veðursælum stað. Verð 16,5 millj. KLETTÁS - GBÆ. Glæsileg eins hæða raðhús á frábærum stað í nýja Ásahverfinu í Garðabæ. Um er að ræða fjögur hús, tvö endahús 110 fm + 31,6 fm bílsk. og tvö milli hús 103,8 + 31,6 fm bílsk. Skilast fullbúin að utan og fokheld að innan (mögul að fá lengra komið). ÁLFTANES -PARHÚS Glæsileg og vönduð 194,6 fm parhús með bílskúr á frábærum stað á nesinu. Skilast fullbúið utan og fokhelt að innan. Teikn. á skrifst. Aðeins fjögur hús eftir. Verð 14 millj. SJÁVARGRUND - GBÆ. Stórglæsilegt 177,7 fm hús ásamt 20 fm í bílskýli. Allt er hér sérlega glæsilegt og vandað. Útsýni yfir Arnarnesvoginn. Verð 18,5 millj. ÁLFHOLT - HF. Glæsilegt 131,3 auk 27 fm bílsk. samt. 158,3 fm. 4 svefnherb., suðurgarður. Húsið er staðsett í klasa- byggð og skilast fullbúið að utan en fokhelt að inn- an. Verð 12,5 millj. BIRKIÁS - GBÆ. Mjög gott 165 fm raðhús með innb. bílsk. á frá- bærum stað í Garðabæ. Húsið er fullbúið að utan og fokhelt að innan. Teikningar og lyklar á skriftst. Verð 14,5 millj. Hæðir MIÐBÆR - „PENTHOUSE“ Glæsilegasta íbúð miðbæjarins er til sölu. Íbúðin er 135,8 fm auk 40,3 fm bílskýlis, samtals 176,1 fm. Marmari á gólfi neðri hæðar og glæsilegar innrétt- ingar. Mjög falleg og sérstök eldhúsinnrétting og tæki. Heitur pottur á verönd. Þessi íbúð er algjör draumur. GRENIGRUND - KÓP. Í einkasölu mjög góð 137,9 fm íbúð með bílskúr á frábærum stað. Neðri sérhæð í góðu húsi. Íbúð með ýmsa möguleika. Verð 14,8 millj. SÚLUNES - ARNARNES Stórglæsileg 167 fm neðri sérhæð á frábærum stað. Vandaðar innréttingar. Sólpallur í garði. Mjög rúm- góð og falleg íbúð. Verð kr. 18.5 millj. BLÁSALIR - KÓP. Nýkomin í einkasölu stórglæsileg 112,4 fm íbúð á efri hæð í fjögurra íbúða húsi. Allt mjög vandað, eikarparket og mahóní hurðir og innréttingar. Glæsieign með frábæru útsýni. 4ra herb LÆKJASMÁRI - KÓP. Mjög góð 97 fm 3ja - 4ra herb. íbúð á jarðhæð með bílskúr. Skilast tilb. til innréttinga. ÁRSALIR - KÓP. Glæsilegra 4ra. herb. íbúð í lyftuhúsi ásamt bíl- geymslu. Vandaðar innréttingar og tæki og flísalagt baðherb. Geymsla, hjóla og vagnageymsla. Fullbúið hús og lóð. Verð kr. 14.7 millj. ÁLFASKEIÐ - HF. Bílskúr Mjög góð 117,2 fm endaíbúð auk 24 fm bílskúrs. Sérlega falleg og snyrtileg íbúð á góðum stað. Mjög gott útsýni. 3ja herb. ENGJASEL - REYKJAVÍK Í einkasölu mjög góð 80 fm útsýnisíbúð á 3 h., ásamt stæði í bílgeymslu. Frábær staðsetning og útsýni í suður. Falleg og rúmgóð íbúð, parket á gólfum. Verð 9,9 millj. DIGRANESVEGUR - KÓP. Mjög góð 86,7 fm íbúð á miðhæð með frábæru út- sýni. Parket á gólfum, frábærar suðursvalir og gott eldhús. Góður garður og geymslur. HRÍSMÓAR - GBÆ. Nýkomin í einkasölu mjög falleg 71 fm íbúð á 2. hæð í enda hússins. Parket á gólfum og flísalagt bað. Falleg íbúð á góðum stað. Verð 10,5 millj. LANGAMÝRI - M/bílsk. Í einkasölu mjög glæsileg 125,7 fm íbúð með bíl- skúr. Íbúðin er á jarðhæð í tveggja hæða húsi. Parket og flísar á gólfum. Mjög vandaðar innrétt- ingar. Sólstofa og hellulögð verönd. LYNGMÓAR - GBÆ. Góð 91,5 3ja herb. íb auk bílskúrs á 2. hæð í litlu fjölbýli. Nýlegt eldhús. Parket á gólfum. Góðar stórar suðursvalir. Verð 11.9 millj. LAUTASMÁRI - KÓP Stórglæsileg 75 fm íb. á 1. hæð í þriggja hæða fjöl- býli. Vandaðar innr. og gólfefni. Góð sameign. Mögul. á bílskýli. Góð íb. fyrir eldri borgara. Verð 11.6 millj. 2ja herb. NÖKKVAVOGUR - RVÍK Sérlega góð 57 fm íbúð á þessum friðsæla stað. Parket á gólfum og góðar innréttingar. Góð eign á góðum stað. Eldri borgarar GARÐATORG - GBÆ. Mjög falleg 97,7 fm íbúð ásamt 26,4 fm bílksúr. 2 svefnherb. tvær stofur og mjög góðar suðursvalir. Íbúðinni fylgir eignaraðld í sameiginlegum sam- komusal eldri íbúa. Kirkjulundi 13 - Garðabæ Guðmundína Ragnarsdóttir hdl. og lögg. fast.sali Þórhallur Guðjónsson rekstrarhagfræðingur Sigurður Tyrfingsson húsasmíðameistari Einbýli DIGRANESHEIÐI - KÓP. Gott 156,5 fm einbýli á tveimur hæðum ásamt 38,9 fm bílskúr, samtals 195,4 fm. 4 sv.herb. Parket á gólfum og flísalögð baðherbergi. Gróinn garður. Verð 19,9 millj. HAGAFLÖT - GBÆ. Mjög gott 224 fm einb. með tvöf. bílsk. Húsið stendur á 1200 fm hornlóð. Mikið endurnýjað m.a. þak og gler að hluta. Ný gólfefni. Mikil lofthæð í bílsk. Mjög hugguleg stúdíóíbúð með sérinngangi. HÖRGATÚN - GBÆ. 178,3 fm mjög gott hús, með 28 fm innb bilskúr, á besta stað í Túnunum. 5 svefnherbergi. Góð suður- verönd og mjög góður og fallegur garður. Mjög stutt í alla þjónustu. Verð kr. 18.9 millj. Brunabótamat 21 millj. KRÍUNES - GLÆSIEIGN Glæsilegt tvílyft 365 fm Í Arnarnesinu með stórum bílsk. Mjög vandað og gott hús á frábærum stað. Eign fyrir vandláta. ÞRASTANES - ARNARNES Mjög gott 275 fm einbýli á tveimur hæðum. Stað- sett innst í botnlanga. Vandað hús á frábærum stað. Húsið býður upp á mikla möguleika. KEFLAVÍK - EINBÝLI Mjög glæsilegt 278 fm einb. með 25 fm bílsk. Hús- ið er allt nýlega tekið í gegn. Mögul. á 7 herb. Mjög rúmgott og fallegt hús. 50 fm verönd og fallegt grindv. með lýsingu. Verð aðeins 18. millj. (Brunabótamat 23 milj.) HVASSAHRAUN - EINSTAKT Glæsilegt einbýli í friðsælu hruninu skammt frá sjónum. Húsið er á tveimur hæðum og er allt hið glæsilegasta. Gegnheilt parket og náttúrusteinn á gólfum. Rólegur ævintýrastaður. Verð 16,5 millj. STEINÁS - GBÆ. Mjög fallegt einbýli ásamt tvöf. bílsk. samtals 226 fm á frábærum útsýnisstað. Ekki fullbúin eign. Eign í sérflokki. anir kirkjunnar. Hún var því sprengd niður af landamæravarð- liðum dédéerr seint á áttugasta áratugnum. Eftir sameiningu Þýskalands vaknaði í Berlín áhugi á að endurreisa kapelluna en ekki í sama byggingarstíl og áður eins og reglan er yfirleitt hér. Fremur var valin sú óvenjulega leið að leita á náðir óformlegrar hreyfingar þar í landi sem byggir svokallaðar náttúrutengdar byggingar. Til dæmis úr stöppuðum leir, eins og raunin varð hér. Á fjölmörgum stöðum hnattkúl- unnar er þessi byggingaraðferð enn í notkun dagsdaglega, t.d. í Tyrklandi. Leirbygging er óþekkt fyrirbæri á Íslandi en er samt nokkuð forn aðferð við að reisa hús sem standast vel tímans tönn og tryggja ekki síst hollt inniloft. Hvort heldur sem um er að kenna okkar afburða hús-háska- lega veðurfari eða skorti á góðum leir á stærstu byggingarsvæðunum hefur þessi aðferð ekki komið fram hjá okkur. Hér í Þýskalandi var hún þó nokkuð mikið notuð sam- hliða fyrstu steinsteypu bygging- unum í byrjun tuttugustu aldar- innar. Þessi nær aldagömu hús eru enn eins og ný að sjá. Þykkir veggir Þegar byggja skal úr leir þarf, svipað og með steinsteypu, fyrst að gera góðan grunn. Síðan að byggja mót fyrir leirinn – en nú fyrir mun þykkari veggi – en að- eins um 150 cm hæð í einum áfanga. Leirinn er síðan lagður of- an í mótin í lögum og þjappaður vel saman. Áður fyrr voru menn berfættir við þá skemmtilegu iðju í mótunum. Eftir að leirinn er þornaður – en það tekur óratíma og hentar illa hraða nútímans – eru mótin færð upp og fest við vegginn sem er tilbúinn. Þannig er haldið áfram koll af kolli uns fullri hæð er náð. Verja þarf blautan múrinn vel fyr- ir of sterku sólskini meðan hann er að þorna. Svo má geta þess að engin mótajárn koma hér við sögu. Veggir kapellunnar eru gerðir úr 80 til 120 cm þykkum spor- öskjulaga leirvegg. Hann er vel yf- ir fimm metrar á hæð. Leirvegg- urinn umlykur kapellurýmið sem er um það bil 150 fermetrar að stærð. Utanvið leirmúrinn er rúm- lega metrabreitt rými sem afmark- ast utanvert af vandaðri timbur- grind. Hún gefur síðan bygg- ingunni endanlegt útlit sitt. Timburgrindin er opin eins og grind á venjulegum hjalli og þjón- ar tvíþættum tilgangi: Sem arki- tektónísk rýmismyndun með sam- spili ljóss og skugga og svo til skuggamyndunar á leirvegginn þannig að hitinn í kapellurýminu sé nokkuð jafn árið um kring. Kapellan hefur nú verið tekin í notkun og er opin vikulega fyrir guðsþjónustur. Það er skemmtileg tilfinning að vera þar viðstaddur og skynja það góða andrúm sem byggingin býður uppá. Hún er því gott dæmi um þá nýju viðleitni „annars konar“ arki- tekta að laða fram í byggingum sínum áhrif sem virka jákvætt á fólkið sem notar þær eða fer inní þær. Áhrif sem ekki er unnt að taka myndir af. Þ.e. eins langt frá „glansmynda“-arkitektúr nútímans og hægt er að komast. Undir venjulegum kringumstæð- um spyr enginn nútímamaður lengur um það hvernig fólki líði inní margverðlaunuðum arkitektúr – það er aðeins spurt um þá út- pældu yfirborðsmynd sem við blasir. Hér erum við komin að nýjum landamærum á sviði byggingalist- ar – svið sem mætti nefna húm- aníska byggingarlist – eftir að hafa uppfyllt allar útlitsþarfir húsagerðar fram og til baka án þess þó að vera fullkomlega ánægð. Því þrátt fyrir allt vantar ávallt eitthvað – spurning er bara hvað? Gæti það verið að líkamsmeðvit- und okkar væri þrátt fyrir allt ófullnægð inní yfirborðsgæða-arki- tektúr? Framkvæmd leirbygginga er best skýrð með myndum. Frum- skilyrði er auðvitað góður leir til að byggja úr. Við Búðardal er án efa hægt að finna góðan leir til að byggja slík hús. Og hver veit nema þessi náttúruvæna byggingarað- ferð eigi líka eftir að berast til landsins. Fyrir vissa starfsemi henta slík hús vel og ef til vill ríða Búðdælingar á vaðið? Timburgrindin í smíðum. Skuggamyndun í rými milli timburgrindar og leirmúrs. Frá vígslu kapellunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.