Morgunblaðið - 22.06.2001, Page 1

Morgunblaðið - 22.06.2001, Page 1
Kirkjan hús úr húsi EIGA trú og trimm eitthvað sam-eiginlegt? Veitir trúin meiraöryggi en bílbeltin? Hverniguppfyllum við hjónabands- samninginn? Eru fatlaðir velkomnir til kirkju? Er í lagi að búa til genabreytt börn? Er fjölgun innflytjenda áhætta eða blessun? Um hugsanleg svör við þessum og ótal öðrum vafamálum verður fjallað á Skóla- vörðuholti um helgina. Kirkjudagar á Jónsmessu verða haldnir í fyrsta sinn hér- lendis í dag og á morgun og stendur mikið til. Málstofur sem taka á viðkvæmum álitamálum samtímans verða fimmtíu talsins, listviðburðir skipta tugum og í tengslum við dagana verður Leikmanna- stefna þjóðkirkjunnar haldin á morgun, að þessu sinni öllum opin. Meðal málstofuþema eru „Friðhelgi einkalífsins og fjölmiðlar“ þar sem fjallað verður um nafnbirtingar í sakamálum, „Umhverfisvernd og Guðs góða sköpun“ þar sem virðing fyrir náttúrunni verður rædd og „Miðborgarkirkjan í markaðs- umhverfinu“ sem snýst um nærveru markaðsafla, kröfur um löggæslu og meinta fátækt í miðborginni. Af öðrum umfjöllunarefnum má nefna sambúð kirkju og ferðaþjónustu, útfararsiði í ýms- um löndum, sorgina í íslenskum veruleika, fangahjálp, lífvísindi, kirkjuna í hverfinu og ímynd Maríu guðsmóður í íslensku samhengi. Kirkjan er ekki steypa Kirkjudagar eiga sér langa hefð í ná- grannalöndunum og eru ætlaðir sem vett- vangur nýrra hugmynda og skapandi um- ræðu. Málstofurnar eru öllum opnar en málshefjendur eru úr ýmsum starfsstétt- um og þjóðfélagshópum. Athyglisvert er hvernig Skólavörðu- Heimahús – Fyrir lestrar verða um trúaruppeldi b arna og helgi- hald heimilanna. Bíó – Í tveimur málstofumverður fjallað um trúarvísanirí kvikmyndum. Kirkjudagar á Jónsmessu í fyrsta sinn Dómshús – Málstofa verður umfangahjálp og önnur um nafn-birtingar í sakamálum. Markaðstor g – Messu r eru haldnar mán aðarlega í ka ffihúsi Kolaportsins . holtið í heild er nýtt sem vettvangur Kirkjudaga. Iðnskólinn og Vörðuskóli hýsa málstofur og ævintýraland barna, í Hallgrímskirkju verða messur, kirkjulist- sýningar og kirkjukóramót og tjald, sem sett hefur verið upp á holtinu af þessu til- efni, er vettvangur morgunleikfimi, djass- messu og leiksýninga. Í umræðum verður einnig í huganum farið vítt og breitt um há og lág hús; rætt um fangelsi, heimili, banka, bíóhús og skóla í ljósi trúariðkunar Íslendinga. Markmið daganna er nefni- lega ekki síst að leggja áherslu á að „kirkja Krists er ekki steypa, heldur lif- andi steinar, manneskjur af holdi og blóði“, eins og segir í útgefinni dagskrá. List og leikir setja svip á Kirkjudaga, með þátttöku fólks hvaðanæva af landinu. Opnaðar verða kirkjulistsýningar, lista- verkstæði verður fyrir börn, ljósmynda- maraþon fyrir unglinga, trúð- arnir Barbara og Úlfar túlka óð Páls postula um kær- leikann og ungt fólk frá Bolungarvík setur upp söngleik. Messur verða einnig af ýms- um toga; djass- messa, þjóðlaga- messa, taizé- messa, kolaports- messa og kvenna- messa, auk æðru- leysismessu í Dómkirkjunni. Dagskrá dag- anna er að finna í kirkjum á höfuð- borgarsvæðinu og á vefnum www.- kirkjan.is. sþ Trúarstef 2 F Ö S T U D A G U R 2 2 . J Ú N Í 2 0 0 1 B L A Ð B Amerískir  KRISTUR, POPP OG KÓK/2  GANGANDI AUGLÝSINGAR/2  EINFÖLD FORM – ÓHÁÐ TÍMA/4  Á HVÍTUM NÓTUM OG SVÖRTUM/5  HOLLT FYRIR KARLMENN AÐ VINNA VIÐ HJÚKRUN/6  AUÐLESIÐ/8 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.