Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 5
Á hvítumnót-
um og svörtum
kippt út úr hinum sjáandi heimi. Ég var
töluverðan tíma að jafna mig á því,
þannig að það varð nánast ekkert úr
neinni skólagöngu hjá mér hér heima.
Í Bandaríkjunum gerðu þeir mér
grein fyrir því, að ég yrði að ná mínum
jafnöldrum í almennu námi og það tókst
með mikilli vinnu. Þetta var heimavist-
arskóli og ég var þarna fimm daga vik-
unnar, en þarna voru um það bil 160
blindir nemendur, alveg frá leikskóla-
aldri og upp í stúdenta. Þessi skóli var
eins konar fjölbrautaskóli og nemendur
voru bæði í bóklegu og verklegu námi.
Tónlistardeild skólans var mjög góð og
ég hafði frábæran kennara í píanóstill-
ingum og píanóviðgerðum, sem og
reyndar í flestum öðrum fögum. Þetta
var afskaplega góður tími, sem ég hef
alla tíð búið að síðan.“
Tók tíma að sanna sig
Leifur kom heim frá Bandaríkjunum
1967 með það fyrir augum að starfa við
píanóstillingar og viðgerðir:
„Starfsemin fór hægt af stað. Það tók
sinn tíma að sanna fyrir fólki að blindur
maður gæti gert þetta. Blindir menn
eru ekki síður hæfir til að stilla píanó.
Ég vitna þar í minn fyrrverandi kenn-
ara, sem sagði við mig að okkar við-
skiptavinir þyrftu að finna þennan
þægilega áslátt í píanóinu, að tónarnir
væru tærir og hljóðfærið rétt stillt. Hér
kemur sjón í rauninni hvergi við sögu.
Blindir menn beita höndunum öðruvísi
en sjáandi menn og það er þessi tilfinn-
ing í höndunum, sem skiptir mestu
máli. Spilaverkið í píanóinu er eins og
vél þar sem allir hlutir hafa sinn til-
gang, en í einu píanói eru um sjö þús-
und hreyfanlegir hlutir. Þessir hlutir
verða auðvitað allir að virka rétt og
þetta er talsverð þolinmæðisvinna,
þar sem tilfinning handa og heyrn
skipta miklu máli.“
Leifur setti upp verkstæði til að
gera upp gömul píanó, sem hann starf-
aði við ásamt píanóstillingum:
„Þegar mestu umsvifin voru í píanó-
viðgerðunum var ég með fjóra menn í
vinnu, þar af einn húsgagnasmið. Þá
þótti borga sig að gera við gömul pí-
anó, en eftir að tollar á hljóðfærum
voru felldir niður 1982 datt þessi starf-
semi niður. Þá borgaði sig ekki lengur
að gera við píanó eða flygla, nema að
um væri að ræða einstaklega gott upp-
lag. Þá hætti ég með verkstæðið og
ákvað, ásamt eiginkonunni, Guðleifu
Guðlaugsdóttur, að fara að flytja inn
þessi hljóðfæri, ásamt harmonikkum
og við stofnuðum Hljóðfæraverslun
Leifs Magnússonar. Reyndar hafði ég
fengist dálítið við innflutning á píanó-
um frá árinu 1973, en eftir að við stofn-
uðum verslunina varð innflutningur-
inn þungamiðjan í starfseminni, ásamt
þjónustu við viðskiptavini til dæmis
hvað varðar stillingar.“
Skortur á píanóstillurum
Leifur sest nú við eitt píanóið, sem
er nýkomið í verslunina og byrjar að
stilla. Hann segir að venjulega taki
það um einn og hálfan til tvo tíma að
stilla eitt píanó. Þó fari það dálítið eftir
því í hvernig ásigkomulagi hljóðfærið
er. „Það er ákveðin formúla fyrir pí-
anóstillingum og þetta er einna líkast
því að leggja kapal,“ segir hann og
lemur tónkvísl í handarbakið til að fá
tóninn A, sem stillt er út frá.
Hann segir að nú sé svo komið, að
hann anni engan veginn eftirspurn í
píanóstillingum, enda sé skortur á fag-
lærðu fólki á þessu sviði hér á landi:
„Píanóeign í landinu er mikil og
eykst stöðugt. Hér á landi eru um 80
tónlistarskólar og talið er að um 13
þúsund manns séu í tónlistarnámi. Ég
stilli öll píanó sem ég flyt inn, bæði
þegar þau koma og einnig áður en ég
afhendi þau kaupendum og síðan þarf
að stilla þau að minnsta kosti einu
sinni á ári. Auk þess starfa ég við
fjölda tónleikasala, tvo tónlistarskóla,
ríkisútvarpið og sjónvarpið. Sonur
minn lærði píanóstillingar og hefur
unnið við þær til þessa, en nú er hann
að fara í háskólanám í öðru fagi og mig
vantar fólk, því einn kemst ég ekki yfir
allar þær stillingar, sem þarf að inna
af hendi á okkar vegum.
Ég vil því nota tækifærið og benda
áhugasömu fólki á þennan möguleika,
ef það er að leita að góðu framtíðar-
starfi. Píanóstillingar eru afskaplega
gefandi starf og í Bandaríkjunum eru
þær flokkaðar sem listgrein. Það má
vissulega til sanns vegar færa, því það
getur verið heilmikil kúnst að fá hljóð-
færið til að hljóma rétt. Og píanóstill-
arinn skilur alltaf eitthvað eftir af
sinni eigin sál í hljóðfærinu sem hann
stillir, því engir tveir stilla eins,“ segir
Leifur H. Magnússon að endingu.
Tónlistin hefur fylgt Leifi H. Magnússyni frá því hann missti
sjónina á barnsaldri. Hann segir Sveini Guðjónssyni frá því
hvernig píanóhljómurinn varð leiðandi tónn í lífi hans.
Morgunblaðið/Sverrir
Leifur H. Magnússon leitar að hinum rétta tóni einbeittur á svip.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
mér til að prófa á mínu eigin píanói.
Eftir að ég missti sjónina hafði ég alltaf
haft gaman af því að vinna í höndunum,
til dæmis við smíðar og þess háttar, og
ég fann strax að þetta var eitthvað fyrir
mig. Ég fékk mikinn áhuga á að læra pí-
anóstillingar, þannig að það má segja að
Haukur hafi verið örlagavaldur í mínu
lífi.“
Haukur hefur fundið inn á að þú
hefðir nægilega næmt tóneyra til að
fara út í píanóstillingar?
„Ég spurði hann nú aldrei um það, en
líklega hefur hann haft einhverja trú á
mér. Áhugi minn var hins vegar vakinn
og svo vel vildi til, eins og svo mörg til-
vik í mínu lífi, sem hafa verið af hinu
góða, að systir mín var flutt út til
Bandaríkjanna og þangað fór ég árið
1963 til að læra píanóstillingar. Fyrst
stóð til að ég færi bara á sex mánaða
námskeið í nýjum skóla fyrir blinda,
sem verið var að stofna, en það dróst á
langinn að þessi píanóstillingadeild
tæki til starfa þar, svo að við fundum
annan blindraskóla í New York, sem er
elsti starfandi blindraskóli í Bandaríkj-
unum og ég innritaðist í hann.
Þetta urðu ekki sex mánuðir eins og
til stóð, heldur var ég í þessum skóla í
fjögur ár. Ásamt því að læra að stilla pí-
anó og gera við, fór ég í almennt nám,
enda hafði ég afskaplega takmarkaða
menntun héðan. Þegar ég missti sjón-
ina átta ára gamall, hafði ég aðeins ver-
ið einn vetur í barnaskóla og upp frá því
varð skólaganga mín slitrótt. Það tekur
auðvitað sinn tíma að aðlagast þessum
breyttu aðstæðum, að vera skyndilega
M
ÉR finnst píanóhljóm-
urinn alltaf jafn falleg-
ur og fæ aldrei leiða á
honum, enda kann ég
eins vel við mig í þessu
starfi nú og þegar ég byrjaði fyrir 37 ár-
um,“ segir Leifur H. Magnússon, píanó-
stillari með meiru, en segja má að allan
sinn starfsaldur hafi hann verið að fást
við hvítar nótur og svartar, eða allar
götur frá því hann hóf píanóviðgerðir
og stillingar að loknu námi í Bandaríkj-
unum, þegar hann var rétt um tvítugt.
Ef til vill má orða það svo að allt hans líf
hafi verið ein samfelld píanósónata.
Leifur segir að tónlistaráhuga sinn
megi rekja aftur til þess er hann missti
sjónina átta ára gamall. „Það atvikaðist
þannig að eftir kirtlatöku komst eitrun í
sárið og upp í höfuðið og í kjölfarið fékk
ég heilahimnubólgu. Í rauninni var ég
mjög heppinn að missa ekki nema sjón-
ina, því fjöldi fólks sem hefur fengið
svæsna heilahimnubólgu hefur misst
miklu meira.“
Heillaðist af harmonikkutónum
„Ég lá á Vífilsstöðum í hálfan fimmta
mánuð og í næsta herbergi við mig lá
maður, sem spilaði á harmónikku. Ég
heillaðist af þessum tónum og þar með
var tónlistaráhuginn vakinn. Ég kom
heim úr þessari legu í desember 1955
og þá gaf föðursystir mín mér hnappa-
harmónikku og fjarskyldur ættingi
kenndi mér að spila á hana. Svo skipti
ég yfir á píanóborðsnikku og var einnig
að fikta eitthvað við gítarspil. Á mínu
æskuheimili var til píanó og ég fór að
læra á það og þar með varð ekki aftur
snúið.
Þegar ég fermdist rættist gamall
draumur, því þá keypti ég kontrabassa,
sem mig hafði einhverra hluta vegna
alltaf langað til að spila á, þótt ég þekkti
hljóðfærið ekki nema af afspurn. Þetta
var líka fyrsti kontrabassinn sem kom á
Akranes, eftir því sem ég best veit. Á
þessum tíma var að byrja sinn feril
skólahljómsveit á Akranesi, sem hét
Dúmbó. Þeir félagar fréttu af því að
kontrabassi væri kominn í bæinn og að
ég væri að æfa mig á hann heima í stofu
eftir segulbandi. Þeir hóuðu í mig og ég
sló til. Ég keypti kontrabassann 1. júní
1961 og 17. sama mánaðar, á þjóðhátíð-
ardaginn, kom ég fyrst fram opinber-
lega sem kontrabassaleikari með
Dúmbó. Reyndar bar ég mig vitlaust að
í upphafi, því ég sló á strengina með
þumalputta hægri handar í stað þess að
kroppa þá með hinum fingrunum, eins
og venjan er. Ég stundaði ekki böll á
þessum árum en það gerðu hins vegar
hinir strákarnir í hljómsveitinni og ég
bað þá um að fylgjast með því hvernig
aðrir bassaleikarar bæru sig að. Þannig
lærði ég réttu tökin á þessu og ég spil-
aði með Dúmbó í tvö ár, en hljómsveitin
sló ekki í gegn fyrr en eftir að ég var
hættur, hvort sem eitthvað samhengi er
nú þar á milli eða ekki,“ segir Leifur og
hlær.
Organistinn var örlagavaldur
Þáttaskil urðu í lífi Leifs árið 1963
þegar hann fór til Bandaríkjanna í nám:
„Tildrögin voru þau, að árið 1960
kom á Akranes Haukur Guðlaugsson,
síðar söngmálastjóri, og tók við Tónlist-
arskólanum og organistastarfi við
kirkjuna og ég fór í píanónám hjá hon-
um. Hann hafði verið í Þýskalandi og
sagði mér frá því, að þar í landi væri
ekki óalgengt að blindir menn stunduðu
píanóstillingar sér til framfæris. Hauk-
ur átti lítinn stillilykil, sem hann lánaði
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 B 5
Í HLJÓÐFÆRAVERSLUN Leifs
Magnússonar rakst Daglegt líf á pí-
anó sem gætt er þeim eiginleikum að
með einni sveif er hægt að gera það
hljóðlaust. Þá kemur hljómurinn að-
eins úr heyrnartækjum, sem stungið
er í samband við hljóðfærið.
„Fyrir nokkrum árum fóru menn
að framleiða svona hljóðfæri eins og
til dæmis þetta píanó, sem er þýskt af
gerðinni Seiler,“ sagði Leifur að-
spurður um þetta sérstæða hljóðfæri.
„Þetta er venjulegt píanó að öllu
leyti, með strengjum og hömrum. Til
að taka af því hljóðið, en hafa samt
sömu snertingu á nótnaborðinu, er
lítilli sveif undir nótnaborðinu snúið
og þá fer málmslá með gúmmíkanti
að hömrunum, þannig að þeir ná ekki
í strenginn. Í staðinn er tölvustýrður
búnaður inn í píanóinu og snertifletir
undir nótunum sem nema tóninn og
skila honum í heyrnartæki, eins og á
rafmagnspíanói. Það gefur auga leið
að þetta getur komið sér ákaflega
vel, til dæmis fyrir atvinnumenn sem
búa í fjölbýli og þurfa að æfa sig mik-
ið. Þú veldur engum ónæði og getur
æft þig lon og don, jafnvel um hánótt.
Og það góða við þetta hljóðfæri er að
það er með eðlilegum áslætti og tvær
stærstu gerðirnar af því eru með
flygiláslætti þannig að þau er tilvalin
æfingatæki fyrir konsertpíanista.“
Hljóðlaust
píanó
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Hljóðlausa píanóið, sem reyndar
getur líka verið venjulegt píanó.