Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 B FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, styður stækkun NATO. Hann segir að Rússar þurfi ekki að óttast stækkun. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er ekki á sama máli. Forsetarnir hittust í fyrsta sinn á fundi í Slóveníu um helgina. Bush styður það að Eystrasaltsríkin Eistland, Lett- land og Litháen fái aðild að NATO og segir að engin þjóð eigi að vera peð í tafli annarra. Bush styður stækkun NATO BANDARÍSKI dollarinn fór yfir 109 krónur í fyrradag og hafði aldrei verið hærri. Gengi íslensku krónunnar lækkaði um 2% og hafði lækkað um 16,6% síðan í lok mars. Dollar aldrei verið hærri KVENNAHLAUP ÍSÍ fór fram 16. júní. Talið er að um 20.000 konur hafi tekið þátt í hlaupinu hérlendis sem er- lendis. Hlaupið fór fram í 12. skipti og var hlaupið á meira en 100 stöðum. Um 7.500 konur hlupu í Garðabæ. Þar var elsta konan 91 árs og yngsta stúlkan í hópnum aðeins 9 daga gömul. Á Akureyri hlupu til dæmis um 1.200 konur og um 215 konur á Egilsstöðum. Á kvennaráðstefnunni Konur og lýðræði í Vilnius í Litháen hlupu um 30 íslenskar konur. Í Stykkishólmi voru 165 konur skráðar í hlaupið. Þar á meðal var Svava Oddsdóttir. Hún er 100 ára og tók þátt í hlaupinu í hjólastól. Morgunblaðið/Árni Sæberg Um 7.500 konur hlupu í Garðabæ og hafa aldrei verið fleiri þátttakendur þar nema 1999. Þúsundir kvenna á ferðinni ÞÝSKA þungarokks-hljóm- sveitin Rammstein lék í troðfullri Laugardalshöll síðastliðið föstudagskvöld. Vegna þess að færri komust að en vildu endurtók sveitin leikinn kvöldið eftir og aftur fyrir fullu húsi. Tónleikarnir voru mjög myndrænir og voru um 6.000 áhorfendur hvort kvöld vel með á nótunum. Rammstein spilaði í eina og hálfa klukku- stund á tónleikunum og léku eld-glæringar um sviðið þegar kveikt var á blysum og öðru slíku. Mikil og góð stemmning var í Höllinni og fór skemmtunin vel fram. Í gagnrýni um hljómleikana var meðal annars sagt að rokkið hefði unnið stóran sigur. Morgunblaðið/Árni SæbergÁhorfendur skemmtu sér vel á hljómleikum hjá Rammstein í Höllinni. Um 12.000 áhorfendur Þýska þungarokks-hljómsveitin Rammstein í Laugardalshöll SAMVINNA heimila og skóla hefur talsvert að segja um námsárangur nemenda. Árni Magnússon, skóla- stjóri Hlíðaskóla, segir að mikilvægi forráða-manna eigi bæði við beina þátttöku þeirra í skólastarfi og við stuðning þeirra og hvatningu á heimilunum. Sveinn Þór Elinbergsson, skólastjóri Grunnskólans í Ólafsvík, segir að hvert heimili þurfi að vinna með skólanum. Fylgjast vel með ástundun og námi. Einar Sveinn Árnason, skólastjóri Nesskóla í Neskaupstað, segir að vinna á heimilunum og hvatning að heiman sé stór þáttur í árangri nemenda. „Heimilin og skólinn þurfa að vinna saman til að þetta gangi,“ segir hann. Samvinna heimila og skóla mikilvæg ÍSLAND er í riðli með Spáni, Slóveníu og Sviss í Evrópu- keppni landsliða í handbolta. Keppnin fer fram í Svíþjóð 25. janúar til 3. febrúar 2002 og er leikið í fjórum riðlum. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli fara í milliriðil. Íþróttir Sterk lið með Íslandi DAGSKRÁ þjóðhátíðardaginn 17. júní var með hefðbundnum hætti um allt land en hópar lentu í átökum á Lækjartorgi. Davíð Oddsson forsætis-ráð- herra ávarpaði landsmenn og sagði meðal annars að Íslend- ingar hefðu enga ástæðu til að tala af hroka til nokkurrar þjóðar. Davíð Oddsson varaði líka við því að gera of mikið úr tímabundnu andstreymi. Hann sagði að flestir erfiðleikarnir væru heima-tilbúnir og vandamálin mætti leysa. Til átaka kom milli ungmenna af asísku bergi og annarra ung- menna á Lækjartorgi skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnu- dags. Guðrún Pétursdóttir, verk- efnisstjóri hjá miðstöð nýbúa í Reykjavík, segir átökin ekki hafa komið á óvart. Útlendingar verði oft fyrir áreiti og ofbeldi. Guðrún segir að unglingarnir séu ekki með meiri fordóma held- ur en aðrir. Allt samfélagið sé ábyrgt og þurfi að taka sig á. Á Ís- landi búi fólk frá mörgum þjóðum og ekki fari allt eftir forsendum Íslendinga. Fólk ætti að ræða þetta við börn sín til að koma í veg fyrir árekstra á milli hópa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Oddsson hélt ræðu á Austurvelli 17. júní. Samfélagið ábyrgt fyrir ofbeldi Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.