Morgunblaðið - 13.07.2001, Page 1

Morgunblaðið - 13.07.2001, Page 1
2001  FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KVENNALIÐ KR Á TOPPINN EFTIR SIGUR / C3 Ólafur stefnir á landsliðið ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður Brentford, seg- ir á netmiðlinum TeamTalk að hann stefni á að verða valinn í íslenska landsliðið á ný. Ólafur, sem er 33 ára gamall, hefur leikið 9 A- landsleiki fyrir Ísland – síð- ast árið 1997. Markvörð- urinn minnist einnig á að hann hafi lent í útistöðum við Guðjón Þórðarson, fyrr- verandi landsliðsþjálfara og núverandi knattspyrnustjóra Stoke City, og við það hafi hann misst sæti sitt í byrj- unarliðinu og eftir það atvik hafi möguleikar hans farið dvínandi. „Ég vona alltaf að Stoke tapi,“ segir Ólafur. Margir leikmenn, sem leika í úr-valsdeildinni, eru við keppni í körfunni á Egilsstöðum, flestir með sínum liðum, en þó- nokkrir sem keppa með öðru sambandi en menn hefðu búist við. Þannig er til dæmis Keflvíkingurinn Fannar Ólafsson með liði HSK sem að öðru leyti er skipað leikmönnum Hamars í Hveragerði. Fannar sagði svo gam- an á landsmótum að hann hefði ákveðið að leika með HSK í mótinu enda býr fjölskylda hans í Biskups- tungunum. Óli Bardal, sem lék með Hamri í vetur, klæddist hins vegar búningi Skagfirðinga, eða Tinda- stóls, og keppti fyrir hönd UMSS. Þar fór hann fremstur í flokki ásamt Kára Maríssyni. Keppt var í fjórum riðlum í gær og í dag verður keppt í milliriðlum og á laugardaginn verður leikið um sæti. Ekki er ólíklegt að Njarðvíkingar, HSK-menn, HSV (Héraðssamband Vestfirðinga) og líklega UMSK- menn eigi eftir að ná hvað lengst í körfuknattleikskeppninni, Kjalnes- ingar eru með lið sem er skipað jöfn- um leikmönnum og hjá Vestfirðing- um eru margir úr liði KFÍ. Í liði Njarðvíkinga eru nokkrir af úrvals- deildarleikmönnum félagsinsog þar á meðal er Logi Gunnarsson og þetta gæti hugsanlega verið síðasti leikur hans hér á landi um sinn. „Já, ég er að huga að atvinnu- mennskunni í Evrópu og það eru nokkur lið búin að spyrjast fyrir um mig en þetta skýrist væntanlega inn- an tíðar. Ef ég fæ þokkalegt tilboð fer ég út en ef ekki spila ég bara hér heima – vonandi með Njarðvíking- um,“ sagði Logi í gær. Logi hugar að atvinnumennsku ÞAÐ var mikil og hörð keppni í riðlunum í körfuknattleiknum í gær og ekkert gefið eftir, jafnvel þótt ýmsir teldu fyrir fram að við ofur- efli yrði að etja. Þannig veittu heimamenn í UÍA til dæmis Njarðvík- ingum verðuga keppni og síðan unnu þeir Fjölni með körfu sem skoruð var um leið og flauta tímavarðar gall. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Ekkert kynslóðabil. Svanbjört Þorleifsdóttir, t.v., sem keppir fyrir UMSK og yngsti keppandinn í jurtagreiningu, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir úr UMSB. Fimmtíu ára aldursmunur er á þeim. KEPPENDUR í jurtagreiningu, sem fram fór í gærkvöldi á lands- mótinu á Egilsstöðum, voru fjórtán talsins frá sex samböndum. Í þess- ari grein, eins og fleiri starfsíþrótt- um, er lítið sem ekkert kynslóðabil enda kom á daginn við nafnakall keppenda að elsti keppandinn var Svanbjört Þorleifsdóttir sem keppti fyrir UMSK og Þóra Geir- laug Bjartmarsdóttir sem keppir fyrir Borgfirðinga var sú yngsta. Svanbjört er fædd árið 1936 og Þóra Geirlaug fimmtíu árum síðar, 1986. „Mig langaði að fara á landsmót og ákvað að skrá mig í jurtagrein- ingu,“ sagði Þóra Geirlaug áður en hún þaut út í gróðurhús til að greina þær plöntur sem keppnis- stjórn hafði ákveðið. „Auðvitað hef ég líka áhuga á plöntum og gróðri og því er ég hér. Æfingar fyrir svona keppni fólst fyrst og fremst í því hjá mér að liggja yfir plöntu- bókum,“ sagði yngsti keppandinn í jurtagreiningu, Þóra Geirlaug. Sjálf keppnin fer þannig fram að þátttakendum er raðað hverjum við sína plöntuna og síðan er gefið merki og þá mega þeir byrja að fylla út blað þar sem þeir eiga að skrá íslenkst heiti plantnanna. Alls þurfa keppendur að greina á milli 45 ólíkra plöntna og til þess fá þeir skamman tíma – eina og hálfa klukkustund. Hálfrar aldar ald- ursmunur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.