Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 1
2001  FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VIÐTAL VIÐ JÓN ARNAR MAGNÚSSON Í EDMONTON / B4,B5 BANDARÍKJAMAÐURINN Damon Johnson mun leika með úrvalsdeildarliði Keflvíkinga á næsta keppnistímabili. Damon lék með Keflvíkingum keppnistímabilin 1996–1997 og 1998–1999 en liðið fagnaði Íslandsmeistaratitlinum bæði árin og varð að auki bikarmeistari árið 1997. Í millitíðinni lék kappinn með ÍA. Að sögn Hrannars Hólm, for- manns körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, ætla menn sér stóra hluti á næsta keppnistímabili. „Damon er einn besti leikmaður sem leikið hefur hér á landinu og við vitum að hann hlakkar til að koma til Keflavíkur á ný,“ sagði Hrannar í gær þegar ljóst var að samningar voru í höfn á milli að- ila en leikmaðurinn kemur til landsins í byrjun september. Ein þekktasta körfuknattleikskona landsins, Anna María Sveinsdóttir, mun þjálfa kvennalið félagsins en nokkur óvissa hefur verið um hver myndi þjálfa liðið. Damon Johnson á ný með Keflavík FERÐALAG knattspyrnuliðs Akur- nesinga til Belgíu, þar sem liðið leik- ur gegn Club Brugge í forkeppni Evrópukeppni félagsliða, hófst árla morguns í gær þar sem hópurinn lagði af stað frá Keflavík til Parísar í Frakklandi. Liðið náði síðan aðeins að æfa einu sinni á keppnisvellinum í Brugge í gærkvöld. Það vekur at- hygli að liðið heldur af stað aðeins einum degi áður en leikurinn fer fram í Brugge en oftast hafa fleiri dagar verið notaðir í undirbúning fyrir Evrópuleiki félagsins. Gunnar Sigurðsson, formaður rekstrarfélags meistaraflokks karla, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að reynt hefði verið að draga úr kostnaði við ferðina til Belgíu. „Við ætluðum okk- ur að halda kostnaði við ferðalagið í lágmarki en hver sólarhringur kost- ar félagið allt að hálfri milljón króna. Það er ekki venjan að fara frá Íslandi aðeins deginum áður en leikið er í Evrópukeppni en við völdum að fara þessa leið,“ sagði Gunnar. Aðeins ein æfing í Belgíu KNATTSPYRNUMAÐURINN Ólafur Þórðarson, sem er leik- maður og jafnframt þjálfari ÍA, mun ekki leika meira með liðinu á þessu keppnistímabili. Ólafur hefur verið meiddur í nára á und- anförnum vikum og í ljós kom að vöðvafesting hafði rifnað. „Ég er úr leik og verð ekki meira með á þessu ári sem leikmaður. Það er ekki ljóst hvort ég fari í aðgerð á næstunni enda er maður kominn á þann aldur að það er spurning hvort það borgi sig að láta laga þetta,“ sagði Ólafur í gær þar sem hann var staddur í París á leið sinni með ÍA til Brugge í Belgíu. „Ég get ekki sagt á þessari stundu hvort ég sé hættur að leika knattspyrnu, við verðum að sjá til hvernig málin þróast og það er ómögulegt að segja hvað framtíðin ber í skauti sér. Leikmannahópur okkar er ekki það stór að við þolum að fleiri leikmenn liðsins verði frá vegna meiðsla ef við ætlum okkur að vera í meistarabaráttunni í haust,“ bætti Ólafur við en auk hans eru þeir Hálfdán Gíslason og Sturlaugur Haraldsson meiddir. Ólafur úr leik Bretinn Dean Macey, silfurhafiþrautarinnar á HM fyrir tveim- ur árum, varð að gera sér bronsið að góðu nú, fékk 8.603 stig. Þetta var þriðji sigur Dvoráks í röð í tugþraut á HM og jafnaði hann þar með met Bandaríkjamannsins Dans O’Briens, sem vann greinina á HM 1991, 1993 og 1995. „Eigum við ekki að segja að ég sé kominn til leiks á ný með þessum sigri,“ sagði Dvorák, sem var þjak- aður af meiðslum allt síðasta ár og tókst fyrir vikið ekki að láta draum sinn um ólympíugull verða að veru- leika. „Á þessari stundu er mér eig- inlega orða vant,“ sagði Dvorák, sem er nú handhafi sigurvegaranafnbót- ar í þremur af fjórum bestu tug- þrautum frá upphafi. Landi hans, heimsmethafinn Roman Sebrle, virt- ist vera annars hugar í keppninni og náði aldrei að sýna sínar bestu hlið- ar. Hann var tíundi af sautján kepp- endum sem komust klakklaust í gegnum greinarnar tíu, með 8.174 stig. Heimsmet hans frá í vor er 9.026 stig. Ólympíumeistarinn Nool bætti eigið landsmet Eistlands allnokkuð, fékk 8.815 stig, en gamla metið var 8.742, sett í Talence í Frakklandi í júlí í fyrra. „Ég er afar sáttur við að bæta mig og vinna silfrið. Átta grein- ar af tíu gengu vel hjá mér en ég tel mig eiga meira inni og möguleikinn á að bæta heimsmetið er ekkert fjar- lægur. Kannski næ ég því á Frið- arleikunum eftir mánuð ef aðstæður verða góðar, hver veit?“ sagði Nool, sem sagðist hafa misst möguleikann á gullinu strax í annarri grein, þar sem ekki gekk sem skyldi. „Það þarf að stökkva lengra en 7,63 metra til þess að vinna gull og bæta heims- metið, það er á hreinu.“ Macey fékk 8.607 stig og bætti fyrri árangur. Hann sagðist ótrauð- ur stefna að því að fara yfir 8.800 stig og bæta met landa síns, einnar af goðsögnum tugþrautarinnar, Daleys Thompsons. „Ef stangarstökkið og spjótkastið hefðu ekki gengið á aft- urfótunum hefði ég bætt metið, það styttist í það,“ sagði þessi tæplega 24 ára Breti. Dvorák hljóp 100 metrana á 10,62 sek., stökk 8,07 m í langstökki, varp- aði kúlu 16,57, stökk 2 m í hástökki, hljóp 400 m á 47,74 og 110 m grinda- hlaup á 13,80. Þá kastaði hann kringlu 45,51 m, stökk 5 m í stang- arstökki, kastaði spjóti 68,52 m og hljóp 1.500 m á 4.35,13 mín. Morgunblaðið/Ásdís Dean Macey hafnaði í þriðja sæti í tugþrautarkeppninni, Tékkinn Tomás Dvorák sigraði og Eistlendingurinn Erki Nool varð þriðji. Enginn stóðst Tomás Dvorák snúning „MIG langaði svo sannarlega til að slá heimsmetið, en sigurinn var jú aðalatriðið. Ég verð því að bíða betri tíma til að endurheimta heimsmetið,“ sagði Tékkinn Tomás Dvorák eftir að hafa sigrað í tugþrautarkeppni heimsmeistaramótsins. Dvorák náði þriðja besta árangri í greininni frá upphafi og setti mótsmet, 8.902 stig, 87 stig- um fleiri en ólympíumeistarinn Erki Nool, sem hafnaði í öðru sæti. Ívar Benediktsson skrifar frá Edmonton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.