Morgunblaðið - 09.08.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 09.08.2001, Síða 4
HM Í EDMONTON 4 B FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ En ertu ekki einfaldlega búinn að fánóg af því að ganga hinn þyrnum stráða veg? Undanfarin þrjú ár hafa ekki verið skemmtileg nema með ör- fáum undantekningum s.s. á heims- meistaramótinu innanhúss sl. vetur og í Japan tveimur árum áður? „Vissulega hefur leiðin verið grýtt undanfarin ár, en silfurverðlaunin á HM innanhúss í vetur voru ákaflega uppörvandi og sýndu mér fram á að ég get þetta enn. Síðustu mánuðir hafa verið ágætir og mér fannst leiðin liggja upp brekkuna á nýjan leik þeg- ar óheppnin elti mig hér í Edmonton. Á síðustu mánuðum hef ég haft mjög góðan tíma til þess að velta hlut- unum fyrir mér og hvaða stefnu ég ætla að taka. Eftir Ólympíuleikanna í fyrra hafði ég fengið nóg og velti því fyrir mér hvort það þjónaði einhverj- um tilgangi að halda áfram. Ástandið þá var orðið slæmt og þrungið nokk- urri spennu. Niðurstaðan varð hins vegar sú að halda eitthvað áfram og þá á afslappaðri hátt en fyrr og al- gjörlega á mínum forsendum. Ég tel mig eiga miklu meira inni en ég hef náð að sýna undanfarið. Um leið þykir mér það vera viss forréttindi að eiga þess kost að keppa á meðal þeirra bestu. Þegar maður lítur þannig á málið sést í jákvæði hliðarnar þótt vissulega sé það ekki uppörvandi þegar svona fer.“ Tekur eitt ár í einu Jón Arnar segist ætla að taka eitt ár í einu og þó geti hugur hans alveg eins staðið til þess að æfa og keppa á meðal þeirra bestu næstu tvö til þrjú árin. „Við sjáum hvað setur, en ég er að minnsta kosti ekki af baki dottinn og það væri heldur ekki gaman að slaufa ferlinum með þessum hætti, ekki síst þegar maður hefur sjálfur trú á að meira búi að baki en árangur síðustu ára segir til um. Ég verð ekki svo auðveldlega kveðinn í kútinn. Þegar illa gengur eru menn fljótir að rísa upp og setja fram gagnrýni og hið sama má segja þegar vel gengur, þá hópast menn að mér og allir vilja fagna með og hvetja til frekari dáða.“ Þú telur þig enn hafa eitthvað fram að færa sem íþróttamaður? „Já, tvímælalaust. Því til stuðnings má nefna að í langstökkskeppninni á Landsmótinu á Egilsstöðum á dögun- um náði ég bestu stökkseríu á ferl- inum. Einnig bætti ég mig í hástökki sl. vetur á móti og líka í kúluvarpi, þannig að það leynist ennþá eitthvað í mér.“ Þú ætlar að þrjóskast áfram? „Nei, alls ekki, ég tel mig ekki vera að því, miklu frekar að ég hafi ekki verið nógu þrjóskur fram til þessa til að ná enn lengra.“ Togstreita í samstarfi Að undanskildum árangrinum HM innanhúss í ár og fyrir tveimur árum þá hafa undanfarin ár verið basl? „Ég vil miklu frekar flokka ástand- ið undir andlegt basl, það ríkti tals- verð togstreita í samstarfi.“ Varst þú búinn að fá þig fullsaddan af þessu samstarfi við þjálfara og aðila á Sauðárkróki í fyrra? „Svo sannarlega. Það má segja að vandræðin hafi byrjað 1998, jafnvel eitthvað fyrr. Það lýsti sér m.a. í því að ýmis atriði stóðust ekki og það olli pirringi. En að mörgu leyti var þetta samt sem áður gott verkefni, það fyrsta sem byggt hefur verið upp í kringum einn íþróttamann. Með því var rudd ákveðin braut. Vonandi er að slöku við í æfingum frá því sem áður var. Það gerði ég til þess að jafna mig og ná úr mér langvinnri þreytu. Af þeim sökum vissi ég að ég myndi eiga á brattann að sækja í ár og að árang- urinn gæti orðið slakur. Þess vegna er ég tilbúinn að taka hverju sem í þeim efnum af því að það koma ár eftir þetta.“ Er það ekki rangur hugsunarháttur að sætta sig við það fyrirfram að árið framundan geti orðið lélelgt? „Alls ekki. Ég hef mætt bæði mót- byr og verið í meðbyr undanfarin ár. Síðan fékk ég alveg nóg af öllu saman. þeir sem á eftir koma fái beinni leið fyrir vikið. Einnig þess vegna vil ég ekki hætta alveg strax, með því finnst mér sem ég væri að gefa mönnum langt nef, það er ekki minn siður.“ Mér líður betur andlega Þú hefur keppt í þremur tugþraut- um á þessu ári og aðeins komist heilu og höldu í gegnum eina þeirra. Hefur eitthvað breyst til batnaðar eftir að þú ákvaðst að vera einn á báti? „Aðalatriðið er að mér sjálfum líður betur, einkum andlega. Því verður ekki neitað að um tíma sló ég verulega Það má segja að ég hafi rúllað niður Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður seg- ist ætla að vera í eldlínunni að minnsta kosti í eitt ár til viðbótar en útilokar ekki að hann láti slag standa lengur. Um leið er hann ekki fjarri því að skipta um æfingavettvang, skipta um umhverfi og halda utan til Evrópu. Í spjalli við Ívar Benediktsson viðurkennir Jón Arnar að hafa slegið slöku við í æfingum um tíma en einnig að eftir hápunktinn árið 1998 hafi hann fallið niður brekkuna á ný í stað þess að leggja í þá næstu. Þá hafi mikið æfingaálag, meiðsli og togstreita í samstarfi valdið leiða sem hafi hamlað framförum. Morgunblaðið/Ásdís Jón Arnar Magnússon í keppni í kúluvarpi í tugþrautarkeppninni á HM í Edmonton. „Vissulega hefur leiðin verið grýtt undanfarin ár en silfurverðlaunin á HM innanhúss í vetur voru ákaflega uppörvandi og sýndu mér fram á að ég get þetta enn. Síðustu mánuðir hafa verið ágætir og mér fannst leiðin liggja upp brekkuna á nýjan leik þegar óheppnin elti mig hér í Edmonton“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.