Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 3
ÍSLANDSMÓTIÐ Í GOLFI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 B 3 Gullmót Hansínu Jens Opið kvennamót verður haldið sunnudaginn 12. ágúst að Kiðjabergi. Mótið verður punktamót hæst gefið 28. Verðlaun eru glæsilegir skartgripir frá Gullsmiðju Hansínu Jens, auk annara verðlauna. • 1.-5. Verðlaun með forgjöf • Nándarverðlaun á 3. (12) braut og 7. (16) braut. • Lengsta teighögg (á braut) á 2. og 11. braut. Einnig verður dregið úr skorkortum í mótslok allra viðstaddra keppenda. - Keppnisgjald 2.000 kr. Skráning í skála s. 486 4495.  ALLS eru 150 keppendur skráðir til leiks á Íslandsmótinu og hæsta forgjöf kylfings í karlaflokki verður líklegast um 6,0. Keppendur í karla- flokki eru 131 og eru 21 keppandi nú þegar á biðlista ef einhver forföll verða en í kvennaflokki eru 19 kepp- endur og hæsta forgjöf þeirra er 17,6.  ÞAÐ voru konurnar sem hófu leik í dag en í fyrsta ráshóp sem fór af stað kl. 7.30 voru þær Ragnhildur Sigurð- ardóttir, GR, og Tinna Jó- hannsdóttir, GK.  TVÍBURASYSTIR Íslandsmeist- arans í karlaflokki, Anna Jódís Sig- urbergsdóttir, er skráð til leiks en bróðir hennar Björgvin hefur í þrí- gang sigrað á mótinu.  BJÖRGVIN Sigurbergsson, GK, er með lægstu grunnforgjöf allra keppenda (+2,5). Örn Ævar Hjart- arson, GS, og Ólafur Már Sigurðs- son, GK, eru þar næstir með (+1,6) en aðrir sem eru með + forgjöf eru Haraldur Heimisson, GR, (+0,4), Kristinn Árnason, GR, (+0,3) og Helgi Birkir Þórisson, GS, (+0,1).  RAGNHILDUR Sigurðardóttir, GR, er með lægstu forgjöf keppenda í kvennaflokki en grunnforgjöf henn- ar er 0,9. Kristín Elsa Erlendsdóttir, GK, og Ólöf María Jónsdóttir koma þar næstar en Kristín er með 1,5 og Ólöf María með 1,9.  EKKERT verður af því að atvinnu- kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórs- son leiki á Íslandsmótinu eins og upphaflega stóð til. Birgir Leifur ákvað að einbeita sér að Chall- enge-mótaröðinni, en þar hefur hon- um ekki gengið sem skyldi. Birgir Leifur varð Íslandsmeistari í Vest- mannaeyjum árið 1996.  Í viðtali við tímaritið Golf á Íslandi segir Margeir Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri GR, að stefnt verði að því að flatirnar verði slegnar hraðar meðan á Íslandsmótinu stendur.  MARGEIR gerir ráð fyrir því að flatirnar verði slegnar tvisvar til þrisvar sinnum á dag og eru sláttu- vélarnar stilltar þannig að grasið verði aðeins 3–4 millimetra hátt. Brautirnar verða slegnar í 14 mm, teigar í 10 mm, kargi við brautar- mörk í 35 mm og annar kargi verður allt að 100 mm hár.  VÖLLURINN í Grafarholti hefur tekið nokkrum breytingum og hafa verið gerðar nýjar flatir á 2., 6., 10. og 16. braut. Ekki var farið út í það að gera kylfingum erfiðara fyrir með því að mjókka brautirnar á vellinum, en karginn hefur fengið að vaxa aðeins að undanförnu og verður hærri en venjulega.  TRYGGVI Pétursson, GR, á vall- armetið í Grafarholti en Tryggvi lék á 68 höggum í fyrra, sem er þremur höggum undir pari. Úlfar Jónsson, GK, hefur í tvígang leikið á 68 högg- um en það var áður en breytingarnar voru gerðar á vellinum. Kristinn Árnason, GR, lék nýlega á 69 högg- um og var nálægt því að jafna vall- armetið. FÓLK Íslandsmeistarar síðasta árs,Keilisfólkið Björgvin Sigur- bergsson og Kristín Elsa Erlends- dóttir, verða bæði meðal keppenda og ætla að sjálfsögðu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja titla sína. Annars eru 19 konur skráðar til leiks að þessu sinni og má búast við nokkuð harðri og jafnri keppni á milli Kristínar Elsu, GR-inganna Ragn- hildar Sigurðardóttur og Herborg- ar Arnarsdóttur, Ólafar Maríu Jónsdóttur úr Keili og þær Katrín Dögg Hilmarsdóttir og Nína Björk Geirsdóttir úr Kili gætu hæglega blandað sér í þá baráttu. Jöfn og spennandi keppni Búast má við jafnri og spenn- andi keppni í karlaflokki einnig enda margir sem hafa alla burði til að sigra þótt meistarinn frá því í fyrra, Björgvin Sigurbergsson, verði að teljast sigurstranglegast- ur enda hefur hann leikið vel í sumar og gerðist nýverið atvinnu- maður til að geta einbeitt sér enn betur að íþróttinni en tíu atvinnu- menn verða með að þessu sinni. Fleiri en Björgvin má nefna og allir hafa hæfileikana til að geta sigrað en spurningin er þegar komið er á Íslands- mót, sem stendur í fjóra daga, hvort mönnum tekst að halda út. Haraldur Heimisson úr GR er nýkrýndur meistari klúbbsins og að auki Íslandsmeistari í holukeppni. Har- aldur er á heimavelli og hann hef- ur leikið vel í sumar og er því til alls líklegur. Örn Ævar Hjartarson úr GS hefur ekki enn náð alla leið en allir vita hvað piltur getur þeg- ar sá gállinn er á honum og verði hann í stuði þurfa aðrir að leika sérlega vel til að standast honum snúning. Ólaf Má Sigurðsson úr Keili er einnig rétt að nefna, einn- ig Ottó Sigurðsson úr GKG og GR- ingurinn úr Vestmannaeyjum, Þor- steinn Hallgrímsson, getur spilað mjög vel þegar þannig stendur á. Þá eru ónefndir tveir sigursæl- ustu kylfingar Íslands, Björgvin Þorsteinsson úr GA og Úlfar Jóns- son úr Keili, en þeir hafa hvor um sig orðið sex sinnum Íslandsmeist- arar. Sá síðarnefndi minnti ræki- lega á sig á dögunum þegar hann sigraði á stigamóti í Hafnarfirði og hann á góðar minningar úr Graf- arholtinu en þar varð hann Ís- landsmeistari í sjötta sinn árið 1992. Björgvin Þorsteinsson vann þrjá af sex Íslandsmeistaratitlum í Grafarholtinu þannig að hann er öllum hnútum kunnugur þar. Annar Akureyringur er einnig til alls líklegur enda hefur hann tvívegis orðið Íslandsmeistari og hefur leikið ágætlega í sumar. Hér er átt við Sigurpál Geir Sveinsson sem varð meistari 1994 og 1998. Morgunblaðið/Friðþjófur Haraldur Heimisson leikur á heimavelli. Atvinnu- menn með LANDSMÓTIÐ í golfi, sem nú heitir Íslandsmót í höggleik, hefst á Grafarholtsvelli í Reykjavík í dag. Mótið er með breyttu sniði frá því sem verið hefur undanfarna áratugi þar sem nú mega atvinnumenn vera með í fyrsta sinn og flokkaskipt- ing hefur verið lögð niður. Að- eins bestu kylfingar landsins hafa rétt til að keppa á mótinu. Keppt er í opnum flokki karla og kvenna og þeir karlar sem hafa 10,4 eða lægri forgjöf mega keppa og hjá konunum er miðað við 17,4 í forgjöf. Hámarksfjöldi keppenda er 150. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Morgunblaðið/Golli Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR býr sig undir að pútta. TÓLF fyrrum Íslandsmeistarar í golfi verða meðal keppenda á mótinu sem hefst í dag, átta karl- ar og fjórar konur. Björgvin Þorsteinsson úr GA og Úlfar Jónsson úr Keili hafa hvor um sig sigrað sex sinnum. Björgvin Sigurbergsson hefur sigrað þrívegis eins og Sigurður Pétursson golfkennari sem verð- ur með. Sigurpáll Geir Sveinsson frá Akureyri hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari og þrír kepp- endur hafa einu sinni orðið Ís- landsmeistarar, Þorsteinn Hall- grímsson úr GR, Sigurður Sigurðsson, golfkennari úr GS, en hann sigraði í Grafarholtinu árið 1988, og Þórður Emil Ólafsson frá Akranesi. Þessir átta meist- arar hafa því samtals orðið 23 sinnum Íslandsmeistarar. Hjá konunum eru Keilisdöm- urnar Ólöf María Jónsdóttir, sem hefur sigrað tvívegis, Kristín Elsa Erlendsdóttir og Þórdís Geirsdóttir sem hafa sigrað einu sinni hvor. Ragnhildur sigurð- ardóttir úr GR hefur sigrað tví- vegis og þurfti að bíða lengi eftir síðari titlinum því hún vann 1985 og svo aftur 1998. Stúlkurnar fjórar hafa því sigr- að sex sinnum. Tólf meistarar með KYLFINGAR, sem tóku þátt í móti hjá GR á þriðjudaginn, spáðu fyrir um hverjir yrðu Íslandsmeistarar í golfi og varð niðurstaðan sú að Björgvin Sigurbergsson úr Keili og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR urðu þar efst á blaði. Hver keppandi fékk miða þar sem hann raðaði í þrjú sæti og fékk sá í fyrsta sæti þrjú stig, næsti 2 og sá í þriðja eitt. Síðan var lagt saman og þá varð útkoman sú að Björgvin fékk 64 stig, Haraldur Heimisson, GR, 36, Örn Ævar Hjartarson, GS, 18, Þor- steinn Hallgrímsson, GR, 11 og Ólaf- ur Már Sigurðsson, GK, 10 en aðrir minna. Átta kylfingar til viðbótar fengu stig. Hjá konunum fékk Ragnhildur 73 stig, Ólöf María Jónsdóttir úr Keili 34, Herborg Arnarsdóttir, GR, 33 og Kristín Elsa Erlendsdóttir úr Keili 22. Athygli vekur að meistaranum er ekki spáð betra gengi en fjórða sæti og einnig vakti athygli að Ólöf María var 11 sinnum tilnefnd í annað sætið og 12 sinnum í það þriðja, en aldrei í fyrsta. Björgvini og Ragnhildi spáð sigri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.