Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 8
Þrefalt hjá Eþíópíu EÞÍÓPÍUMENN unnu þre- faldan sigur í 10.000 m hlaupi kvenna á HM í Edmonton. Tulu kom fyrst í mark á 31.48,81 mín. Breska stúlkan Paula Radcliffe varð að sætta sig við fjórða sætið.  KANADÍSKA spretthlaupskonan Venolyn Clarke féll á lyfjaprófi sem tekið var af henni 30. júlí sl., en nið- urstaða prófsins lá fyrir í gær. Í sýni Clarke fannst efnið Stanozolol Me- tabolite sem er á bannlista Alþjóða Ólympíunefndarinnar og Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Verði niðurstaða B-prófsins eins, verður að teljast sennilegt að Clarke eigi yfir höfði sér keppnisbann. Hún keppti á HM en féll úr leik að lokn- um milliriðlum.  AMY Mbacke Thiam frá Senegal vann nauman sigur í 400 m hlaupi kvenna, kom í mark á 49,86 sekúnd- um eftir æsilegan endasprett. Hún var 2/100 úr sekúndu á undan Lorr- aine Fenton, Jamaíku. Þriðja sæti kom í hlut Ana Guevara frá Mexíkó. Guevara fór hringinn á vellinum á 49,97. Gamla brýnið Grit Breuer, frá Þýskalandi varð fjórða á 50,49 og má sennilegt telja að hún rifi seglin að loknu þessu móti.  FIONA May vann fyrstu gullverð- laun sín í langstökki á HM utanhúss í sex ár þegar hún stökk 7,02 metra í annari umferð langstökkskeppni kvenna. Rússinn Tatyana Kotova varð önnur, stökk einum sentímetra skemur í þriðju umferð. Níurka Montalvo, Spáni, heimsmeistari frá Sevilla 1999, varð þriðja með 6,88. Meðvindur var yfir leyfilegum mörkum í öllum stökkum verðlauna- hafanna.  MAY fagnaði sigri sínum ákaflega enda hefur það oftar en ekki verið hlutskipti hennar á síðustu stórmót- um að vera hársbreidd frá gullinu. May segist ætla að taka sér frí frá keppni á næsta ári en koma galvösk til baka árið 2003 og keppa á Ólymp- íuleikunum í Aþenu árið eftir.  YIPSI Morenu hampaði gullverð- launum fyrir sleggjukast kvenna. Hún þeytti sleggjunni 70,65 metra og setti Ameríkumet. Olga Kuzen- kova, silfurverðlaunahafi síðustu Ólympíuleika, vann silfrið með 70,61. Ástralinn Bronwyn Eagles varð þriðja, kastaði 68,86. Ólymp- íumeistarinn, Kamilla Skoli- mowska, þurfti að sætta sig við fjórða sætið. FÓLK Sigurtími Buchers var 1.43,70,annar var 21 árs Kenýamaður, Wilfred Bungei á 1.44,55, og Pólverj- inn Pawel Cza- piewski sýndi gríðar- lega keppnishörku á síðustu metrunum þegar hann skaust fram úr landa Bungei, William Yi- ampoy, á síðustu metrunum og tryggði sér bronsverðlaun á 1.44,63 og hefur ekki hlaupið vegalengdina á skemmri tíma á ferlinum. Bucher hélt sig í humátt á eftir Kenýamönnunum tveimur fyrstu 400 metra hlaupsins sem Bungei hljóp á 50,41. Strax þá var ljóst að ekki yrði um heimsmet að ræða en hraðinn var nægur til þess að Bucher líkaði lífið. Þegar tæplega 600 metrar voru eftir rauk Bucher fram úr Bungei og Yiampoy. Þeir áttu ekkert svar á reiðum höndum og tilraun þeirra til að fylgja Svisslendingnum eftir voru mátt- lausar. Bucher hélt sínu striki allt til enda. Ólympíumeistarinn Nils Schu- mann náði sér aldrei á strik og kom í mark fjórði. „Bungei hljóp hratt og þannig vil ég hafa það, tæknileg hæg hlaup eru ekki að mínu skapi,“ sagði Bucher glaðbeittur yfir sigrinum og hélt áfram: „Ég var öruggur með mig fyr- ir hlaupið þótt vissulega fyndi ég að gerðar væru miklar kröfur til mín. Þetta eru mín fyrstu gullverðlaun á stórmóti og yfir þeim gleðst ég um leið og ég er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem ég fékk í hlaup- inu.“ „Ég reiknaði ekki með að vinna verðlaun að þessu sinni,“ sagði silf- urverðlaunahafinn Bungei. „Ég ætl- aði vissulega að gera mitt besta en taldi að það myndi ekki nægja til þess að hljóta verðlaun. Hraðinn í fyrri hringnum var það mikill að ég vissi að það yrði ákaflega erfitt að halda í við Bucher á síðari hringnum og það var einnig raunin. En ég er fullkomlega sáttur,“ sagði Bungei. Zapiewski trúði því vart að hann hefði náð bronsverðlaununum enda skammt síðan að hann fór að vekja athygli. Hvað sem leið þá tileinkaði Zapiewski fyrrverandi þjálfara verð- launin en sá lést fyrir tveimur árum. „Það var óvænt og mikið áfall fyrir mig. Burtséð frá þessu hefur frammistaða mín og framfarir vakið athygli, nú stendur mér víst skyndi- lega til boða að taka þátt í Gull- mótinu í Sviss og Friðarleikunum í Brisbane eftir einn mánuð. Frami minn hefur verið skjótur, næstum því ótrúlegur,“ sagði Za- piewski. Enginn stóðst Bucher snúning SVISSLENDINGURINN André Bucher undirstrikaði þá staðreynd að hann er besti 800 m hlaupari í heiminum um þessar mundir með því að vinna öruggan sigur á HM. Bucher hefur verið ósigrandi í sumar og á m.a. besta tíma ársins, 1.42,90 mínútur. Ekki bætti hann tíma sinn að þessu sinni en eigi að síður stóðst enginn honum snúning. Morgunblaðið/Ásdís Svisslendingurinn André Bucher varð sigurvegari í 800 m hlaupi. Á hælum hans er Kenýamaðurinn Wilfred Bungei. Ívar Benediktsson skrifar frá Edmonton RÚMENAR unnu tvöfaldan sigur í 1.500 m hlaupi kvenna og það kom e.t.v. fáum á óvart að Gabriela Zsabó tryggði sér gullverð- launin. Hún tók af skarið þegar 150 m voru eftir í mark og aðrir keppendur áttu ekkert svar við spretti hennar, frekar en oft áður. Sigurtími hennar var 4.00,57 mínútur. Landa hennar Vio- leta Szekely skaut sér fram úr Natal- iu Gorelovu á síðustu metrunum og tryggði sér silfrið á 4.01,70. Gorelova mældist á 4.02,40. „Ég er í sjöunda himni enda er þetta í fyrsta sinn sem ég vinn 1.500 metrana á heimsmeistaramóti,“ sagði Szabó og gaf sér lítinn tíma til að tala við blaðamenn eftir hlaupið. Szekely og Zsabó hafa lengi eldað grátt silfur og eru satt að segja engir félagar, hvorki innan vallar né utan. Szekely sagði að þrátt fyrir allt samgleddist hún Szabó með sigurinn. „Það þýðir ekki að ég hafi fyrirgefið henni fortíð- ina, það er annað mál og óskylt þessu hlaupi,“ sagði Szekely og kvaðst vera sátt við silfrið þar sem hún hefði aldrei náð sér á strik. Szabó tekur áskoruninni „Það hafa margir skorað á mig undanfarna daga að taka slaginn, ekki sniðganga 5.000 metra hlaupið. Eftir að hafa ráðfært mig við umboðs- mann minn og þjálfara hef ég ákveðið að taka áskoruninni og keppa,“ sagði Szabó um hvort hún hygðist taka þátt í undankeppni 5.000 m hlaupsins í dag. Hún hafði áður hótað að hætta við ef Rússinn Olga Jegerova fengi að taka þátt í hlaupinu. Jegerova var grunuð um að hafa neytt blóðrauða- efnisins EPO. Hins vegar stóðu grun- semdir eða vitneskja Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins um það á veikum grunni og það hvarf frá því fyrr í vik- unni að dæma Jegerovu í keppnis- bann. Szabó sætti sig illa við mála- lyktir, en hefur ákveðið að sætta sig við orðinn hlut og láta verkin tala á hlaupabrautinni. Jegerova hefur unn- ið Szabó í hlaupum í sumar, ein fárra sem hefur tekist það undanfarin ár, a.m.k. í 3.000 metrunum. Tvöfalt hjá Rúmenum Morgunblaðið/Ásdís Gabriela Szabo, Rúmeníu, kemur í mark sem sigurvegari í 1.500 m hlaupi kvenna á HM í Edmonton. Ívar Benediktsson skrifar frá Edmonton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.