Vísir


Vísir - 06.07.1979, Qupperneq 3

Vísir - 06.07.1979, Qupperneq 3
Föstudagur 6. júli 1979 r»n»M. I Rðttæk Dreytlng a reglum um afengissolu: ENGIHN ,>URR DAGUR 00 BARIR OPNIR LENQUR Dómsmálaráðuneytið hefur nú gert róttækar breytingar á 25 ára gamalli reglugerð um sölu og veitingu áfengis. Breytingar þessar miða mjög mikið i frjálsræðisátt og er til dæmis opnunartimi vinveitingahúsa lengdur fram til klukkan þrjú að nóttu á föstudögum og laugardögum, lokun vin- veitingahúsa kl. 23.30 er afnumin, áfengisbann á miðvikudögum er einnig afnumið og fleira má telia. Steingrimur Hermannsson dómsmálaráðherra boðaði blaðamenn á sinn fund i gær og kynnti þeim hinar nýju reglu- gerðarbreytingar. Ráðherra sagði að byrjað hefði verið að vinna að þessum málum áður en hann tók við embætti dóms- málaráðherra og hann hafi siðan fylgt þvi eftir enda hafi hann haft mikinn áhuga á fram- gangi þessa máls. Dómsmálaráðherra sagði að borgarstjórn Reykjavikur hafi þrýst á úrlausn málsins og einnig samtök vinveitingahúsa. Ennfremur hafi lögregluyfir- völd verið hlynnt þessum breyt- ingum. Ráðuneytið hafi siðan ákveðið að standa ekki lengur i veginum fyrir breytingunum og sent tillögur sinar til umsagnar réttra aðila, s.s. áfengisvarnar- ráðs, sem hafi stutt sumt sem fram kæmi i þessum breyting- um. Reglugerðarbreytingin mun taka gildi hinn 16. júli næstkomandi. Opnunartimi lengdur Eitt aðal nýmælið i reglu- gerðarbreytingunni er að heimilt er að hafa vinveitinga - hús opin til klukkan þrjú að nóttunni á föstudögum og laugardögum. Aðra daga vik- unnar er heimilt að hafa opið til klukkan eitt eftir miðnætti. Skylt er þó að hætta veitingu áfengis hálftima áður en staðn- um er lokað. A miðvikudögum verður einnig heimilt að veita áfengi eins og aðra daga vikunnar, þannig að ekki verður lengur um „þurran” dag að ræða. Sem kunnugt er var veitinga- húsunum skylt að stöðva inn- göngu gesta eftir 23.30 en slikt er nú úr sögunni. Gestum er heimilt að fara inn á vinveit- ingastað hvenær sem er meðan er opið, svo lengi sem húsrúm leyfir. Hádegisbarirnir Vinveitingastaður mun sam- kvæmt reglugerðarbreyting- unni hafa leyfi til þess að veita áfengi til matargesta frá kl. 12.00 til 14.30, en til annarra frá kl. 12.00 til 13.00. Aður var heimilt að veita áfengi i hádeg- inu án sérstakra takmarkana. Sá háttur verður aðeins leyfður laugardaga, sunnudaga og al- menna fridaga. Afengisveitingar verða sem fyrr bannaðar siðdegis að öðru leyti en þvi að til dvalargesta á gistihúsi má veita áfengi frá kl. 14.30 til 18.00 Byrja má að veita áfengi að kvöldi dags kl. 18.00 i staöinn fyrir 19.00 eins og verið hefur. Frjálsræði Eirikur Tómasson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra sagði á blaðamannafundinum i gær, að þessar reglugerðar- breytingar horfðu i átt til frjáls- ræðis án þess þó að gengið hafi verið út i öfgar. Dómsmálaráðherra sagði að ætlunin væri að reyna með upp- lýsingamiðlun að kynna skað- semi áfengis og verður sú upp- lýsingamiðlun kostuð með þvi að tvöfalda leyfisgjald til áfengisveitinga en það er nú sjö þúsund krónur. Aðspurður taldi ráðherra að hugsanlega yrði leitað til frjálsra áhugasamtaka einsog SÁÁ um slika kynningu. Dómsmálaráðherra sagði að Afengisvarnarráð hefði verið samþykkt afnámi á takmörkun- um á inngöngu i vinveitingahús, en verið á móti lengingu opnunartimans. __ss__ Steingrimur Hermannsson dómsmálaráðherra kynnir fyrir blaða- mönnum breytingar á reglugerö um sölu og veitingu áfengis. (Visismynd ÞG) LandsDjðnusta sparisjóðanna A aðalfundi Sambands is- lenskra sparisjóða sem haldinn var nýlega að Bifröst i Borgar- firði var ákveðið að vinna að þvi að koma á svokallaðri Lands- þjónustu sparisjóðanna. Felur hún i sér þá auknu þjón- ustu að viðskiptavinur sem á sparisjóðsbók, útgefna af spari- sjóði, geti lagt inn eða tekið út úr bókinni i hvaða sparisjóði sem er. Sama mundi gilda um innborgan- ir á veltureikninga. Að loknum aðalfundinum var haldin ráðstefna um ýmis málefni spari- sjóðanna og sóttu ráðstefnuna og fundinn 66 fulltrúar frá 32 spari- sjóðum. Er það meiri þátttaka en nokkru sinni áður, en á landinu eru nú 42 sparisjóðir. —AHO Flateyrarmorðið: 7 ára fangelsi Sakadómur Reykjavikur kvað i gær upp dóm yfir Þórarni Einars- syni, fyrir að hafa orðið fyrrver- andi unnustu sinni að bana i ver- búð á Flateyri i september sl. Þórarinn var dæmdur i 7 ára fangelsi og kemur gæsluvarðhald til frádráttar refsingunni en ákærði hefur setið i gæsluvarð- haldi frá þvi að atburðurinn átti sér stað. Akærða var og gert að greiða allan sakarkostnað. Sam- kvæmt lögum verður málin sjálf- krafa áfrýjað til Hæstaréttar. vandamál ullarlðnaðarlns: Beðið eftir Þorsteini „Nefndin er svo til nýbyrjuð að starfa og hefur ekki komist að neinum niðurstöðum um lausnir á vandamálinu enn” sagði Guð- mundur Sigþórsson deildarstjóri áætlana- og hagdeildar land- búnaðarráðuneytisins er Visir innti hann eftir hvað liði störfum samstarfsnefndar ráðuneyta rikisins, sem falið var að fjalla um erfiðleika ullariðnaðarins. Þorsteinn Ólafsson aðstoðar- maður iðnaðarráðherra, er for- maður þessarar nefndar en hann er nú staddur erlendis. Að sögn Guömundar sem einnig á sæti i nefndinni mun ætlunin að ganga að málinu með oddi og egg þegar Þorsteinn kemur heim. Búist er við að hann snúi aftur til vinnu i iðnaðarráðuneytinu á mánudag. „Við göngum frá þessu á næstu tveimur til þremur vikum” sagði Guðmundur”. Ullarfram- leiðendum hefur tekist að hjara frá áramótum.og ættu þeir þvi að geta lifað af fáeinar vikur i við- bót”. —AHO Nýr raf- magnseftir- litsstjörl Bergur Jónsson verk- fræðingur hefur verið skipaður rafmagnseftirlits- stjóri rikisins frá og með 1. júli. Bergur var áður deildar- verkfræðingur hjá Lands- virkjun og vann m.a. við hönn- un og eftirlit með Sigöldu- virkjun. Fráfarandi rafmagnseftir- litsstjóri, Jón A. Bjarnason, lét af störfum að eigin ósk vegna heilsufarsástæöna. PM FJÖLVAI=ÍÞÚTGÁFA Klapparstíg 16 Sími 2-66-59 RÍKISBUBBEVN RATTATI Megum við kynna af- bragð annarra dýra, tryggasta vin mannsins/ merkishundinn Rattata. Það er vist leitun á þeim sem taka honum fram að gáfum og tröllatryggð. Rattati er ein aðalsöguhetjan í Lukku- Láka bókunum, einhverj- um vinsælustu teiknisög- ,( um Fjölva, sem slaga nú ' hátt upp í Tinnabækurn- ar. Ef Rattati getur ekki bjargað ástandinu með árvekni sinni og ráð- kænsku, — ja/. hver getur það þá. Udnarlegt er þó að fákur- inn friði, hann Léttfeti hefur aldrei kunnað reglulega að meta gáfna- far „fúsablesans”, eins og hann orðað þar. En Rattati bætir það marg- faldlega upp með elsku sinni og trúmennsku við ________________ ría/JiS/ að það íé/ Eg eröund- hinn geðgóða Jobba Daldóna. Rattati er svo merkileg persóna, að á næstunni er væntanleg sérútgáfa og aukaútgáfa 3. prentun, sem fjallar einungis um margslungið sálarlíf hans. Bókin heitir: Ríkisbubbinn Rattati og segir frá kostulegum atburðum, þegar þetta stórgáfaða hundspott erfir milljónaeignir. Verið viðbúin, í næstu viku kemur ut Lukku- Láka bókin um Rattata. Benni flugmaður Fjölvi hefur merkilegar bókmenntaf regnir að flytja. Næsta haust hefst útgáfa á storsniðugri nýrri teiknisöguröðj um Benna flugkappa. Bæk- urnar eru eftir Captein Johns, það eru hinar heimsfrægu Benna-bæk- ur, en sænskur listamað- ur Björn Karlström hefur teiknað þær, og er það fyrsta teiknisöguröðin frá Norðurlöndum, sem slær i gegn á heimsmark- aðnum. Teiknarinn til- heyrir Tinna-skólanum í teiknisögugerð. Fyrsta bókin um Benna flugmann heitir Tigrís- klóin. Athugið vel að hún kemur ekki út fyrr en næsta haust, en við gátum ekki á okkur setið að segja þessar stórfréttir úr sjálfum bókmennta- heiminum. Það verður spennandi að sjá Benna- bækurnar. Léttfeti Benni flugkappi —■ AUGLYSING

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.