Vísir - 06.07.1979, Side 4
Likur benda til þess að Norway, stærsta farþegaskip i heimi sigli aldrei undir norskum fána. Samkvæmt norskum lögum er fjárhættuspil
bannað. en spilaviti er um boð i skipinu.
Stærsta skemmtiterðaskip i heimi:
Spilavítín setja
striK í reikninginn
Bob Hope
í Kína
Kinverjar hafa nú fengið
smjörþefinn af þvi hvað
bandariskir skemmtikraftar
hafa fram að færa.
Enginn annar en grinistinn
Bob Hope skemmti fyrir fullu
húsi i Peking nýlega. Hope
reitti af sér brandarana, sem
samstundis var snúið á kin-
versku.
Ekkert
klám hér
Ungur Þjóðverji varð að
snúa við heim til sin frá
Bandarikjunum, vegna þess
að honum var ekki hleypt inn i
landið. Ástæðan var sú að
hann hafði klámblöð i
fanrangri sinum.
Þjóðverjinn kom með flugi
frá Frankfurt til Minneapolis i
Bandarikjunum. Við toll-
skoðun fundust i farangri hans
nokkur klámblöð. Tollverðir
gerðu yfirvöldum aðvart og
dómur þeirra var sá að mað-
urinn skyldi þegar i stað vera
sendur með næsta flugi til sins
heimalands.
- líkur á að Norway sigli
Það er ekki vist aðfarþegaskip i
heimi sigli nokkru sinni undir
norskum fána, þrátt fyrir aö
Norðmenn eigi það nú.
Norðmenn keyptu hið fræga
farþegaskip France fyrir 18
miljónir dala fyrir nokkru.
Ætlunin er að það sigli um Kara-
biskahafið með tvö þúsund far-
þegar i hverri ferð.
Um borð i France, sem nú hefur
hlotið nafnið Norway, eru að
sjálfsögðu spilaviti, eins og i
öðrum lúxus farþegaskipum. En
samkvæmt norskum lögum eru
fjárhættuspil bönnuð og skip sem
siglir undir norskum fána, má
ekki hafa slikan ósóma um borð.
Eigendur skipsins hafa ekki trú
á þvi að reksturinn gangi, nema
spilavitin fái að vera á sinum
stað. Farþegarnir heimta að fá að
sólunda fé sinu á þennan hátt og
punktur og basta.
Eigendur skipsins hafa þegar
hafið viðræður við norsk yfirvöld
um þetta mál. Ef ekki fæst leyfi
fyrir spilavitunum, þá bendir allt
til þess að Norway sigli undir
öðrum fána.
Á flot i mars 1980
Útgerðarfélagið sem á Norway
hefur ákveðuð að það sigli með
farþega um Karabiska hafið
Viðkomustaöir skipsins eiga að
vera mun færri en annara skipa
sem félagið á.
Ráðgert er að það taki tvö
þúsund farþega i Miami á Florída
Gerald Ford fyrrverandi forseti Bandarikjanna ferðast ný um
Bandarikin og heldur fyrirlestra í hinum ýmsu háskólum.
h yrsti viðkomustaður hans var Yale háskóii, en þar var hann sjálfur
laganemi.
,,Ef þú getur ekki verið í Hvitahúsinu, þá þetta næst besti staö-
urinn”, sagði fyrrverandi forsetinn við stúdenta i Yale.
Visindamenn i Berkley haskólanum I Bandarikjunum telja sig hafa fundið leyfar af forvera mannsins
sem eru 3.5 milljónir ára.
Tveir bandariskir visindamenn
telja sig hafa fundið hinn týnda
hlekk i þróunarsögu mannsins.
Leifar af apamanninum
fundust i Ethiopiu og Tanzaniu.
Þær eru um 3.5 miljónir ára.
Visindamenn telja að hér sé
kominn forfaðir þriggja ætt-
kvisla. Tvær þeirrra dóu út á
óþekktum ástæðum, en sú þriðja
eru forferöur mannsins.
Beinin sem fundust telja
visinda mennirnir vera að 18 ára
gamalli kvnkyns veru. Hún hefur
gegnið upprétt og kjálkar hennar
og höfuðkúpa likjast nokkuð
höfuðkúpu apa. Ladu, en svo hafa
visindamenn skýrt þennan for-
vera mannsins var um metri á
hæð.
ekkl unflír norskum lána
vikulega. Útgerðarmennirnir eru
mjög bjartsýnir á að rekstur
skipsins gangi vel, en til þess að
hann beri sig þarf 80% nýtingu.
Viðkomustaður Norway mun
verða á Jómfrúeyjum og á
Bahamaeyjum. Talið er óþarft að
koma við i fleiri höfnum, þvi
skipið er eins og fljótandi luxus-
hóktel, þar sem allt milli himins
og jarðar er fáanlegt.
Eigendur skipsins stefna að þvi
að það verði komið i gagnið i
mars árið 1980.
Breytingar fyrir
miljónir.
Skipið hefur legið i höfn i Le
Havr i Frakklandi i lengri tima.
Til þess að geta boðlð farþegum
um borð þarfa að gera miklar
lagfæringar á skipinu. Þær verða
væntanlega gerðar i Þýskalandi
og áætlað er að þær kosti miljónir
króna.
Norskir yfirmenn munu verða á
Norway. Alls veröur áhöfnin milli
sjö til átta hundruð manns, en það
er um fjögurhundruð færra en
meðan Frakkar áttu skipið.
Rekstur skipsins var gifurlega
kostnaðarsamur, og það var
vegna hans sem varð að leggja
skipinu.
Norðmenn ætla hins vegar að
gripa til sparnaðar 1 stað þess að
keyra allar vélar skipsins, sem
eru samtals 160 þúsund hestöfl,
ætla Norðmenn að láta 20 til 30
þúsund hestöfl nægja.
utgáfa Times
hafln á ný?
Útgefendur breska blaðsins
Times og fulltrúar verkalýðs-
samtaka hafa hafið viðræður
um hugsanlega útkomu þessa
elsta blaðs Bretlands á nýjan
leik.
Times hefur ekki komið út
siðan i nóvember á siðasta ári.'
Miklar deilur höfðu þá verið á
milli verkalýðssamtaka og út-
gefenda vegna nýrrar tækni
sem útgefendur vildu taka i
þjónustu sina. En samfara þvi
misstu fjölmargir starfsmenn
vinnu sina.
Útgefendur vilja fá trygg-
ingu fyrir þvi að útgáfa blaðs-
ins verði snurðulaus og starfs-
menn samþykki að taka nýja
tækni i þjónustu sina.
Talsmaður útgefenda sagði
að hann væri bjartsýnn á
framvindu mála. Þvi væri
hugsanlegt að Times kæmi út
innan fárra vikna á nýjan leik.
Týnfll hlekkurinn