Vísir - 06.07.1979, Side 8
VISIR Föstudagur 6. júli 1979
8
Utgefandi: Reykjaprenth/f
Framkvæmdastjdri: Davfð Guðmundsson
Ritstjórar: ólatur Ragnarsson
Hörður Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Elias Snæland Jónsson Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Ir.driðason, Gunnar
Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson. Oli Tynes, Páll Magnusson, Sigurður Sigurðsson,
Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og
Kjartan t. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit
og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreif ingarstjóri: Sigurður R, Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Sfðumúla 8. Slmar 86411 og 82240.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611.
Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 3000 á mánuði
innanlands. Verð I
lausasölu kr. íso eintakið.
.Rrentun Blaðaprent h/f
Reynumst viö góðir gistivinir?
Kinn Asiumannanna, sem Vlsir ræddi við, sagði það inikið undir íslendingum
sjálfum komið hvort einhver vandamál fylgdu i kjolfar komu flóttafólksins frá
Víetnam. A það mun meðai annars reyna, hvort við erum eins umburðarlyndir og við
segjumst vera?
Ríkísstjórnin hefur nú ákveðið
að bjóða hér hæli nokkrum fjöl-
skyldum víetnamskra flótta-
manna og er nú að hef jast undir-
búningur fyrir móttöku þessa
fólks, en óvíst er enn hve langt
verður þar til það kemur til þessa
nýja og norðlæga heimalands
síns.
Miklar umræður hafa að von-
um orðið um ákvörðun rikis-
stjórnarinnar enda um flókið og
viðkvæmt mál að ræða.
Visir lýsti þeirri skoðun sinni í
forystugrein fyrir 10 dögum,
þegar beiðni Flóttamannastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna barst
hingað til lands, að við íslend-
ingar yrðum að legg ja hér hönd á
plóginn eins og aðrir til þess að
lina þjáningar þessa hrjáða fólks
og finna lausn á vandamálum
þess. Spurning væri hins vegar
um það i hvaða formi aðstoðin
ætti að vera, f járhagsleg aðstoð,
læknishjálp eða að skjóta skjóls-
húsi yfir tiltekinn fjölda flótta-
manna.
Vísir sagði þá, að við skyldum
forðast alla hræsni gagnvart
sjálfum okkur í umræðum um
málið og láta skynsemi og þekk-
ingu ráða ákvörðunum okkar
fremur en tilfinningar. Umfram
allt þyrftum við þó að þekkja
okkur sjálf áður en ákvörðunin
yrði tekin.
Biskupinn yfir (slandi, herra
Sigurbjörn Einarsson, tók mjög í
sama streng í viðtali í Helgar-
póstinum um síðustu helgi. Hann
kvaðst eins og aðrir kristnir
menn vera algerlega andvígur
öllum kynþáttafordómum, en
hitt væri annað mál, að hann teldi
að við ættum að fara varlega í
það að flytja inn vandamál.
,,Ég er ekki ugglaus um það"
sagði biskup ,,að þetta myndi
hafa í för með sér vandamál og
þó að við (slendingar tölum
fagurlega í þessum efnum, þá er
ég ekki ugglaus um hvernig við
reynumst, þegar á á að herða.
Og við erum ekkert miskunn-
samari en aðrir gagnvart alveg
prýðilegu fólki. Ég er ekki laus
við kviða fyrir hönd litaðs fólks
hvort sem það eru börn f rá Kóreu
eða öðrum löndum." Ennfremur
sagði Sigurbjörn Einarsson
biskup: ,,Víetnamar skera sig úr
um útlit og ég hef vissan beig, að
við reynumst bara ekki
gistivinir þessa fólks, þegar á
skal herða".
Þessi orð biskups okkar ættu
menn að hugleiða og þar sem
ákvörðun hef ur verið tekin um að
bjóða hingað til búsetu 25-30
manna hópi Víetnama ættu
landsmenn að strengja þess heit
að vera umburðarlyndari þessu
fólki en ýmsir næstu nágrannar
okkar hafa verið.
Vísir hefur undanfarna þrjá
daga birt úttekt blaðamanna á
sambúð Asíumannna og íslend-
inga hér á landi i tilefni af komu
f lóttamannanna. Hefur í því
sambandi meðal annars verið
rættviðfólk frá Suðaustur-Asíu,
sem hér er búsett.
Einn viðmælenda Vísis var ung
kona frá Thailandi, Naremon
Thepchai. Hún sagði um komu
flóttamannanna: ,,Ég held að
það sé mikið undir íslendingum
sjálfum komið hvort um vanda-
mál verður að ræða eða ekki. Ef
fólkið finnur fyrir andúð við
komuna hingað er hætta á að það
þjappi sér saman og þá myndast
tortryggni sem er það hættuleg-
asta, sem upp getur komið." Hún
taldi viðbúið að fólkið fengi
heimþrá fyrst i stað, allt væri hér
svo ólíkt því, sem Austur-Asíu-
menn ættu að venjast.,, En ef vel
tekst til gæti þetta fólk jafnvel
gert (slendingum mikið gagn og
hugsanlega kennt þeim eitthvað
nýtt — opnað einhver ný svið í
íslenskum atvinnuvegum. Þetta
fólk kann ýmislegt f yrir sér og er
mjög duglegt," sagði Naremon
Thepchai.
Vonandi verður sú ákvörðun,
sem ríkisstjórnin hefur tekið
varðandi víetnömsku flótta-
mennina bæði þeim og okkur til
góðs en mikið er í húfi að við
reynumst komumönnum góðir
gistivinir.
færi til aö komast á hestbak, en
um kvöldið veröa skátar meö
varöeld.
Ekki er allt upptaliö ennþá,
þvi klukkan 20:30 um kvöldið
hefst skemmtun i Egilsbúð þar
sem auk leiks skölahljómsveit-
ar Neskaupsstaðar verður
kynning á Norðfirskum skálum
Þar veröa kynnt skáldin Jónas
Þorsteinsson, Valdimar V. Snæ-
var, María Bjarnadóttir, Teitur
Hartmann og Einar Sveinn Fri-
mannsson.
Þá mun Lárus Sveinsson leika
á trompet og Margrét Pálma-
dóttir syngja við undirleik
Hrefnu Eggertsdóttur.
Þjóðdansaflokkurinn frá Es-
bjerg sem skemmti fyrr um
daginn mun koma aftur fram á
kvöldskemmtuninni I Egilsbúð,
en kynir á báðum skemmtunun-
um veröur Stefán Þorleifsson.
Hátiðardagskrá laugardagsins
lýkur siðan meö dansleik sem
hefst i Egilsbúð klukkan 23:00
en þar mun hljómsveitin Amon
Ra leika fyrir dansi.
Þess má að lokum geta að
þessa dagana stendur yfir i Eg-
ilsbúð sýning á höggmyndum
Gerðar Helgadóttir. Sýning
Gerðar verur opin daglega milli
klukkan 16 og 22 fram til 21. júli.
Viö munum I blaðinu á morg-
un kynna dagskrá hátiöahald-
anna á sunnudag. _ GEK
50 ara afmæll Neskaupslaðar:
Hátíðahöldln standa
sem hæst um helglna
Hátiöahöld vegna hálfrar ald-
ar afmælis Neskaupsstaðar eru
nú i fúllum gangi. t samtaii við
fréttaritara Visir á Neskaups-
staö, Hjörvar Jónsson, kom
fram aö Norðfiröingar hafa að
undanförnu veriö önnum kafnir
viö að hreinsa og snyrta bæinn
ogi tilefni hátiöahaldanna hefur
verið komið upp fjölda flagg-
stanga sem setja sinn svip á bæ-
inn þessa dagana.
Þótt aöalhátiðahöldin fari
fram dagana 1.-8. júli má segja
að timamótin hafieinkennt alla
heföbundna nátiðisdaga sem
haldið hefur veriö upp á á Nes-
kaupsstaö þaö sem af er árinu.
Hátiðadagskráin hófst i gær
með frumsýningu Leikfélags
Neskaupstaöar á Vaxlffi, en það
er nýtt islenskt verk eftir einn
bæjarbúa Kjartan Heiðberg.
Leikstjóri sýningarinnar er
Haukur Gunnarsson.
1 dag, föstudag, hefst dag-
skráin klukkan 16 meö þvi aö
opnuö veröur i barnaskólanum
sýning á verkum þriggja mynd-
listarmanna, þeirra Sigurðar
Þóris Sigurðssonar sem sýn-
ir grafik Snorri Helgasonar sem
sýnir lágmyndir úr gifsi og
Tryggva Ólafssonar sem sýnir
málverk og klippimyndir. Sam-
timis verður opnuð i barnaskól-
anumsýningi myndum ogmáli
á þróun byggöar og mannlifs i
Nesi og Neskaupsstaö i 100 ár.
Báðar þessar sýningar verða
opnar daglega frá kl. 16-22 fram
til 21. júii.
Klukkan 18-20 verður haldinn
dansleikur fyrir 12 ára og yngri
og efastenginn um aö þar verö-
ur lif I tuskunum. Aö loknum
dansleik unga fólksins munu 2.
deildar liðin Þróttur og Austri
keppa og hefst leikurinn stund-
vislega klukkan 20.
Klukkutima siðar hefst siöan
unglingadansleikur og lýkur
honum ekki fyrr en klukkan 01,
samkvæmt auglýstri dagskrá.
Laugardagur
A morgun laugardag hefst
dagskráin klukkan 10 árdegis,
það er aö segja ef veöurguðirnir
leyfa. Þá er áætlað að sigla meö
gesti um Norðfjarðarflóa.
Laust upp úr hádegi eða kl. 14
hefst útisamkoma i skúrögaröi
bæjarins með þvi aö lúörasveit
frá Stavanger og skólahljóm-
sveit Neskaupsstaöar leika.
Samkomuna setur Kristinn V.
Jóhannsson forseti bæjarstjórn-
ar, en hátiðarræðu flytur Bjarni
Þórðarson.
Að henni lokinni munu gestir
ávarpa bæjarbúaog þjóðdansa-
flokkur frá Esbjerg skemmta.
Skemmtiefni fyrir börn munu
félagar i Leikfélagi Neskaups-
staðar sjá um meö aðstoö Sig-
riöar Þorvaldsdóttur og Mar-
grétar Guðmundsdottur. Úti-
skemmtuninni lýkur siðan meö
ávarpi Loga Kristjánssona.
Að útiskemmtuninni lokinni
munu félagar I hestamannafé-
laginu Blæ gefa börnum tæki-
Frá Neskaupstaö