Vísir - 06.07.1979, Síða 16
Umsjón:
Gunnar
Salvarsson
VlSIR
Föstudagur 6. júli 1979
Lállð vel áf ÞURSABITI
Hinn íslenski Þursaflokkur
■ Þursabif Fálkinn Ffl oio
„oddvitar” islenskrar rokktónlistar. Vísism.: J.G.
Hinn islenski Þursa-
flokkur er sérstæður að
þvi leyti að liðsmenn
hans sækja sér efnivið
og innblástur aftur i
aldir. Og þeir leita ekki
hófanna út um viðan
völl heldur einblina á
sögu sinnar eigin
þjóðar, bæði hvað
snertir ljóð og lög.
Þetta er virðingarvert
m.a. sökum þess að
stór hluti þjóðarinnar
hefur alist um við þá
„þjóðlygi” að við
íslendingar ættum
enga tónlistarsögu.
Fyrir vikið eru Þursar
sérkennileg hljóm-
sveit á islenskan rokk-
mælikvarða og bæði
„ofvitar” og „oddvit-
ar” islenskrar rokktón-
listar siðustu ára.
Sérkenni Þursaflokksins
myndi þó duga skammt ef ekki
kæmi meira til, — og þetta
„meira til” hefur Þursa-
flokkurinn i' talsverðum mæli.
Hann hefur til að mynda áræöi
og þor til að takast á hendur það
vandasama verkefni aö blanda
saman fornum islenskum stefj-
um og rafmagnaðri rokktónlist
— og það sem mest er um vert,
vit til að gera hugmyndina ekki
að auðvirðilegri söluvöru.
tónlist
Liðsmenn Þursaflokksins eru
tónlistarmenn sem vilja láta
taka sig alvarlega, það sýna
báðar plötur þeirra til þessa. A
hinn bóginn hefur mér fundist
gæta nokkurs rembings hjá Agli
yfirþurs með flokk sinn, svona
eitthvað i áttina við það þegar
sæt stelpa veit af þvi aö hún er
snoppufrið. Þá er hætta á þvi að
sjálfsgagnrýnin dofni og lista-
mannsderringurinn taki yfir-
höndina i formi oftúlkunar og
Þursaflokkurinn — „ofvitar” og
aulaháttar.
„Þursabit ber þó ekki
einkenni þess nema ef vera
skyldi að óverulegum hluta.
Platan er virkilega haglega
gerð og stórum betri en fyrsta
platan, sem hafði þó enga
áberandi ókosti. Raunar er mér
til efs að islensk hljómsveit hafi
skilað af sér betri afurð til
þessa. Þó ber þess að geta að i
þessum efnum er oft óliku
saman jafnað og niðurstaðan
þvi kannski ekki ávallt mark-
tæk.
Egill_Olafsson er „heilinn” á
bak við Þursaflokkinn án þess
að rýrð sé kastað á getu eða
hæfiieika annarra liðsmanna
með þessum orðum. Það er
hann sem einkum hefur kafað i
brunn þess gamla tima sem
speglast á plötunum, auk þess
sem úrvinnsla efnisins, þ.á.m.
útsetningar, hafa hvilt mest á
herðum Egils. Styrkur Þursa-
flokksins liggur þó i liðsheild-
inni, þar sem veikan blett er
ekki að finna. Það er þvi skarð
fyrir skildi að Karl Sighvatsson
hafi kvatt, en Lárus Grimsson
mun væntanlega fylla það þó
með öðrum hætti verði.
Ég hef ekki nennu til þess að
tiunda sérstaklega einstök lög
en læt þakklæti fylgja með i
lokin tilEgils, Asgeir, Tómasar,
Þórðar og Lárusar fyrir gott
þursabit.
Sumarið 79.
Hlöðuball I ðlfusinu
„Sumarið 79" legur af stað I
landreisu um helgina oghefst hún
með miklu hlöðuhalli I Alfusinu á
föstudagskvöld.
Félagar I „Sumarið 79” eru
Hljóhsveit Hljómsveit Stefán P„
sem leikur fyrir dansi, Július
Brjánsson og Randver Þorláks-
son, sem slá á léttari strengi, og
Baldur Brjánsson, sem töfrar
áhorfendur upp úr skónum.
Hlöðuballið á föstudagskvöldið
verðui haldið i hlöðunni við bæinn
Þórus aði i Olfusi. Það hefst
klukk. n 21 og stendur fram eftir
nóttu. Að sögn Júliusar Brjáns-
sonar leggja þeir felagar tölu-
verða áherslu á þetta hlööuball.
„Hér hefur ekki verið haldið
hlöðuball árum saman og er þaö
verr.
Við höfum lagt mikið i þetta og
ef tekst til gæti slikt hlöðuball
orðið árviss viöburður”, sagði
Július.
Sætaferðir veröa farnar frá
Umferðarmiðstöðinni og tjald-
aöstaða veröur fyrir þá sem vilja
gista.
— ATA
SUMAR A KJARVALSSTÖÐUM
ÞRÍR HÓPAR LISTA-
MAHNA SÝNA SAMTÍMIS
„Ég lýsi ánægju minni með
þetta samstarf við listamenn og
býð þá sérstaklega velkomna til
þessa fundar” sagði Sjöfn Sigur-
björnsdóttir formaður stjórnar
Kj arvalsstaða þegar dagskrá
sumarsins var kynnt á fundi með
blaðamönnum og hlutaðeigandi
listamönnum.
Sýningin verður opnuð á
laugardaginn og mun kór
Menntaskólans við Hamrahlið
syngja viö það tækifæri, en
stjórnandi kórsins Þorgerður
Ignólfsdóttir er annar af tveimur
fulltrúum listamanna i stjórn
Kjarvalsstaða.
Sýningin nefnist „Sumar á
Kjarvalsstöðum” og munu þrir
hópar listamanna sýna þar verk
sin. Enginn þessara þriggja hópa
hefur áður sýnt á Kjárvals-
stöðum, en þeir eru Septem-hóp-
urinn sem mun sýna i ve'stursal,
Galleri Langbrók i kaffistofu og
göngum og Myndhöggvarafélag-
ið setur upp sýningu umhverfis
fimm listamenn. 1 Septem-hópn-
um er sjö málarar og einn mynd-
höggvari, ellefu textil- og grafik-
listamenn i Galleri Langbrók og
fimmtán félagar úr Myndhöggv-
arafélaginu.
1 austursal verða sýnd verk
eftir Jóhannes Kjarval sem eru i
eigu Reykjavikurborgar.
Reykjavikurvika
I undirbúningi er Reykjavikur-
vika, sem á að standa dagana 13.
— 19. ágúst, þarsem kynnt verða
ýmsar stofnanir Reykjavikur-
borgar. I tengslum við þá kynn-
ingu verður meðal annars sett
upp sýning frá þróunarstofnun á
skipulagi þriggja hverfa i
Reykjavik. Fyrirlestrar og um-
ræðufundir eru ráðgerðir i
tengslum við skipulagssýninguna
og kynnisferðir i þessu tilteknu
hverfi. Sýningin verður sett upp i
fundarsal Kjarvalsstaða og fellur
þannig inn i ramma sumarsýn-
ingarinnar.
Fleiri sýningar eru fyrirhug-
aðar á göngum hússins i haust.
Þá hafa forráðamenn Kjarvals-
staða mikinn áhuga á þvi að auka
þátt túlkandi lista i húsinu, og
hefur verið rætt við tónlistar-
menn, leiklistarfólk og fleiri um
þaumál .Er þessaö vænta aðþær
viöræöur beri ávöxt I haust.
J.M.