Vísir - 27.08.1979, Blaðsíða 17
I
Mánudagur 27. ágúst 1979.
1
21
Mikið verk er að hreinsa svæOið en trén liggja i stórum hrúgum.
1«
Flötin við barnaskólann I Garðabæ máluð
vinnustaö”, sagði Hannes. „Ung-
lingarnir voru hækkaðir I kaupi
þennan siðasta hálfan mánuð úr
660 kr. i 1030 og ég tel aö þessi
siðasti hálfur mánuður hafi verið
sá besti i sumar Þar spilar einnig
inn i, að hóparnir eru smærri
þannig að minni timi fer i kjafta-
gang og klikumyndun.
Annars hefur þessi unglinga-
vinna slæmt orð á sér Þaö er
vegna þess að unglingarnir vinna
mikið á bersvæöum, þar sem sést
vel til þeirra, og ef þeir taka sér
smá hvild þá alhæfir fólk strax og
segir að þetta sé eitthvað leti-
pakk, sem bærinn haldi uppi.
Þetta er alrangt. Ég hef hvergi
fundið fyrir vinnusvikum hjá
unglingunum og það er athyglis-
vert, að aðeins 2-3 af ung-
lingunum reykja. Kannski hefur
áróðurinn i skólunum haft þessi
áhrif.
Annað sem styður þá skoðun að
þetta ætti að vera rekiö sem hver
annar vinnustaður er, að nú er
þetta hálfsdags starf hjá þeim
yngri, þaö er 13 ára, en þegar þau
eru búin að vinna hálfan daginn
þá hanga þau á vinnustaönum
hinn helming dagsins og spjalla
við hina unglingana,” sagði
Hannes.
Skapandi starf
A hinum staðnum, sem ung-
lingarnir vinna á, við barnaskól-
ann, var málað af fullum krafti.
Ekki voru það veggir skólans,
sem fyrir penslinum uröu, heldur
var málað á malbikaða flötina,
sem umlykur skólann.
Auk þess að mála „parisa” á
flötina var þarna stórt málverk,
sem virtist vera af eyju, en inn i
hana voru siðan skrifaðar þrautir
eins og „teldu upp að hundrað”,
hoppaðu fram og til baka tiu sinn-
um” og „syngdu Gamla Ná.”
„Þessa þraut hönnuðu ungling-
arnir i vinnuskólanum sjálfur,”
sagöi Hannes. „En þessi þraut og
aðrar slikar hafa gefið mjög góða
raun hér i skólanum.
Einnig eru störf eins og að
hanna og mála slikar þrautir
skemmtileg fyrir unglingana.
Þaö verður leiðigjarnt til lengdar
að vera alltaf að þrifa og sópa
bæinn. Með þessu gefst þeim
tækifæri á aö gefa sköpunargáfu
sinni lausan tauminn auk þess að
vinna þarft verk.”
Unglingarnir voru alveg sam-
mála Hannesi i þessu og þær
stöllur Heba og Ingibjörg sögðu,
að það væri langtum skemmti-
legra að mála heldur en að raka
og sópa. — FI.
Hrafn og Ingi leika sér I einni þrautinni.
Þetta er aðeins hluti af úrvalinu.
Haldgóóar
skólatöskur
Góð skólataska er hverjum nemanda nauðsyn. |
Viö höfum meira úrval af töskum en nokkru sinni fyrr. Stórar,
smáar, einlitar, marglitar, handtöskur, axlatöskur, baktöskur. Allt
töskur, sem halda út hvert skólaárið af öðru.
Komdu og veldu þér skólatösku tímanlega, eina sem hald er í.
HALLARMÚLA 2
StaTjak^r.....
fkyrtur?Me/lemnt