Vísir - 27.08.1979, Blaðsíða 15

Vísir - 27.08.1979, Blaðsíða 15
Mánudagur 27. ágúst 1979. 14 Mánudagur 27. ágúst 1979. 19 Hópurinn tilbúinn tii brottfarar á Akureyrarflugvelli: Ólafur Ragnarsson, Friöjón Þóróarson, Bragi Sigurjónsson, Hörður Einarsson, Ingvar Gfslason, Ólafur Ragnar Grimsson og Helgi Jónsson. A myndina vantar af eðlilegum ástæðum Gunnar V. Andrésson. ljósmyndara, sem festi þarna samferöamenn slna á filmu. Helgi flugmaður við stjórnvölinn I flugvél sinni á leiðinni til Jan Mayen. A leiðinni noröur um höfin fengu menn sér matarbita I um það bil 20 þúsund feta hæð I vistlegu farþegarými Navajoh-vélarinnar. Landsýn til Jan Mayen eftir rúmlega tveggja stunda fiug frá Akureyri. .... og loks var flugbrautin framundan og „flugvallarstjórinn” á Jan Mayen tilkynnti i talstööinni að lending væri heimil. FERÐ VÍSISMANNA OG MNGMANNA TIL JAN MAYEN - 1.HLUTI: LOKSINS TIL FYRIRHEITNA LANDSINSI i háífan mánuð höfðum við Vtsismenn beðið eftir hagstæðum flugskilyrðum við Jan Mayen, eyjuna umtöluðu norður í höfum og á hverjum degi voru fulltrúar allra þingf lokka tiltaksef veður gæfi til flugs. Ýmsir þingmenn höfðu verið á //biðvakt- inni" þennan tíma/ þvi að um leið og einn þurfti að fara úr bænum eða að sinna öðrum erindum tók annar við Jan Mayenvaktinni fyrir sinn f lokk. Leiðangur Vísis til Jan Mayen varð svo loks að raunveruleika á fimmtudaginn var, og er ætlunin að gera grein fyrir því, sem á daginn dreif, á meðan staðið var við eyjunni. Fyrsti hluti þessarar ferðalýsingar birtist i opnunni i dag og hér tafáð meira í myndum en máli. Helgi Jónsson, flugmaður, haföi beðið manna þolinmóðastur eftir flugveðri til Jan Mayen og ný og glæsileg Piper Navajoh flugvél hans stóð tilbúin til flug- taks viö bækistöö flugskóla Helga á Reykjavlkurflugvelli. Einu sinni var lagt upp frá Reykjavik og haldið i norðurátt eftir að upplýsingar höföu borist um gott flugveður frá Jan Mayen. Millilent var á Akureyri til þess að taka bensln, en þegar vélin var tilbúin til flugs á ný, bárust nýjar veðurfréttir norðan úr höfum um aö skýjahæð hefði lækkað veru- lega og hvesst hefði svo á Jan Mayen, aö þar væri ekki hægt aö lenda. Pönnukökuveislan á Akureyri Búist var viö aö veðriö batnaði aftur þegar á daginn liöi og var þvl beðið yfir kaffi og pönnukök- um á Hótel KEA á Akureyri fram undir kvöld, en þegar útséð var um að flugfært yrði til Jan Mayen I bráö var aftur snúið til Reykja- vlkur. I þessari för voru auk ritstjóra VIsis og ljósmyndara alþingis- mennirnir Halldór E. Sigurösson, Matthlas Bjarnason, Ólafur Ragnar Grlmsson og Sighvatur Björgvinsson. Daginn eftir bárust aftur hag- stæöar veöurfregnir frá Jan May- en skömmu fyrir hádegi og var ákveðiö að reyna á ný. En um það leyti, sem leiðangursmenn voru komnir á flugvöllinn og flugvélin tilbúin snerust veðurguðirnir gegn okkur og varð þvi sú för okk- ar aldrei lengri en á Reykjavlkur- flugvöll. Fyrir milligöngu lóranstöðv- anna á Gufuskálum á Snæfells- nesi og á Keflavlkurflugvelli bár- ust Visi daglega og stundum oft á dag fréttir af veðurfari á Jan Mayen. Þær voru upprunnar frá veðurathugunarstöð Norðmanna á eynni en sendar hingað til lands frá lóranstöö norska hersins á eynni. Vlsismenn voru einnig daglega I sambandi við Veöurstofu Is- lands, sem lagði út af fréttunum frá Jan Mayen og spáði um möguleikana á flugi I samræmi við veðurfarsbreytingar I norður- höfum. Þeir aðilar, sem þarna komu við sögu sýndu okkur mikið um- burðarlyndi og voru mjög áhuga- samir um aö veita upplýsingar og meta stööuna. Aftur lagt \ hann Arla morguns slðastliðinn fimmtudag bárust svo þau boö frá Jan Mayen, aö þar væri fyrir- taksflugveöur. Vlsismenn og þingmenn brugðu skjótt við og um klukkan 10,30 var flugvél Helga Jónssonar komin á loft. Ólafur Ragnar Grímsson, full- trúi Alþýðubandalagsins var sá eini, sem nú gat farið af upphaf- lega þingmannahópnum, en- auk hans var með vélinni frá Reykja- vlk fulltrúi þingflokks Sjálfstæð- isflokksins, Friðjón Þórðarson, sem nýkominn var ofan úr Borg- arfiröi og var komin á Jan May- envaktina fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Gunnar Andréáson ljósmyndari Vísis var einnig um borð I flugýél- inni frá Reykjavik ásamt ritstjór- um Vísis, en þessir þremenningar höfðu verið I hópnum, sem varð að snúa við á Akureyri á dögun- um. Eftir klukkustundar flug var lent á Akureyrarflugvelli og þar voru mættir til leiks tveir norðan- þingmenn, þeir Bragi Sigurjóns- son, sem var fulltrúi þingflokks Alþýöuflokksins og Ingvar Glsla- son, sem fór I leiöangurinn af hálfu þingflokks Framsóknar- flokksins. Bensln var tekið á Akureyri og geymar velarinnar fylltir, þvl að ekki er nein benslnsala á Jan Mayen, og birgðirnar urðu þvl að duga til flugferöarinnar til ts- lands aftur. Nýjar veöurfregnir frá Jan Mayen bárust okkur á Akureyri og heldur haföi r.ú útlitið versnað, Myndir og textí: Gunnar V. Andrésson, Höréur Elnarsson og Ólalur Ragnarsson lslensku gestirnir viö kofa refaveiöimanna frá þvl um aldamót. ! baksýn sést hús veöurathugunarstöövar Norömanna á eynni, þar sem skýin voru komin niður I 700 feta hæð, eöa rúmlega 200 metra hæð. Norðmennirnir á eynni töldu þó að veður færi batn- andi og ráðlögðu hópnum aö nota tækifæriö og leggja upp frá Akur- eyri. Þaö var gert og hóf Helgi vélina til flugs klukkan rúmlega tólf. Komið til //fyrirheitna landsins" Heimamenn á eynni reyndust sannspáir þvl að veðrið batnaði á meðan flogið var I norðurátt og reyndust skilyrði til lendingar hin bestu þegar flugvélin kom að þessu fyrirheitna landi”, eftir rúmlega tveggja klukkustunda flug frá Akureyri. Mikill viðbúnaður var á flug- vellinum og voru þar helstu farartæki eyjarinnar, en þau eru raunar ekki mörg, aðeins einn bensinbill af Volksvagengerð og fjallabill og jeppar knúnir dlsel- vélum, en auk þess eru þarna ámoksturstæki, vörubill og veg- hefill. Fyrir staðarmönnum voru Halvor Strandrud, yfirliðsforingi, sem er yfirmaður Norðmanna á eynni og Torstein Ole Wie, 'sem er forstöðumaður lóranstöðvar hersins á Jan Mayen. Þeir buðu komumenn vel- komna og voru leiösögumenn okkar meðan á dvölinni stóð. Flugvöllurinn á Jan Mayen, sem lent var á, var tekinn I notk- un árið 1970, ogliggur flugbrautin meðfram sjónum á suðaustur- strönd eyjarinnar. Minjar um refaveiöi- menn A leiðinni frá flugvellinum var skoðaður svolitill kofi, sem talinn er frá þvi rétt eftir aldamót. A honum var áletrun, skorin I rekaspýtu, og stóð þar Helena- hytten. Þetta var skjólshús refa- veiðimanna, sem I upphafi aldar- innar stunduðu slikar veiðar af kappi á Jan Mayen. Sagt er að nokkrir veiðimenn hafi haft þarna vetursetu á hverju ári cg hafst við I slikum smákof- um viðs vegar um eyjuna. Þessir kofar eru gerðir úr reka- viðinaumast mannhæðar háir, en inni var ekki rými fyrir meira en litið fleti fyrir veiðimann og elds- tó i einu horninu. Þótt áratugir séu siðan kofinn, sem viöskoðuðum, var síðast not- aður, virtist allt ó- hreyft þar inni eins og það hefði verið, er siðast var skilið við hann. Kaffikannan var á sínum stað, eldiviður I segldúkspoka og kerti við eldstóna. Aður fyrr var refastofninn á eyjunni mjög stór og komst veiðin upp i 300 dýr á ári. Augljóslega hefur orðið um ofveiði að ræða, þvi að refunum á eyjunni fækkaði mjög á stuttuárabiliog var veiöin takmörkuð viö nokkra tugi refa þegar á þriðja tug aldarinnar. Nú er refurinn alfriöaður og sögðu Norömennirnir, sem dvelj- ast á eynni, að þeir yrðu mjög lit- ið varir við hann enda hefði hon- um einnig fækkað vegna sjúk- dóma, sem á stofninn heföu herj- að. Helst kæmi hann i námunda við skála þeirra á veturna i leit að æti. Frá kofa refaveiðimannanna héldum við aö bækistöðvum norska hersins þar sem þeir 33 Norðmenn, sem nú dveljast á eyj- unni, hafa aðsetur. Frá komunni þangaö veröur sagt i næstu Jan Mayen grein, sem birt veröur i Visi á morgun. Strandrud foringi Norömanna á eynnibauð komumenn velkomna á flugvellinum. tslendingarnir spókuðu sig á flugvellinum I Jan Mayen eftir lendinguna og þótti þeim sem umhverfið væri ótrúlega „islenskt”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.