Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 D 17
Rannsóknir
framhaldsnema
við Háskóla Íslands
í VÍÐSJÁ
á þriðjudögum
í vetur!
Rás 1
Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og Jafnréttisstofaeru framkvæmdaaðilar jafnréttisátaksins „Konurtil forystu og jafnara námsval kynjanna“, ásamt
forsætis-, félagsmála-, menntamála- og iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytum, Eimskip, Gallup-Ráðgarði,
Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Félagi íslenskra
framhaldsskóla og Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Átakið stendur yfir 2000–02 og verkefnisstjóri er Rósa
Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur og starfsmaður
jafnréttisnefndar Háskóla Íslands.
Eins og nafnið gefur til kynna er verkefnið tvíþætt,
annars vegar að auka hlut kvenna í ábyrgðarstöðum í
þjóðfélaginu og hins vegar að jafna námsval kynjanna
við Háskóla Íslands. Að fyrra markmiðinu er unnið
með því að búa stúlkur sem ljúka námi frá Háskóla
Íslands undir forystustörf á framtíðarvettvangi. Það er
gert m.a. með námskeiðshaldi ýmiskonar og kynn-
ingum og þessar vikurnar er verið að leggja lokahönd
á bækling sem gefinn er út í samvinnu við VR. Bækl-
ingurinn heitir Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði
og í honum er að finna góð ráð til kvenna í atvinnleit.
Í hinum hluta jafnréttisátaksins er lögð áhersla á að
jafna námsval kynjanna við Háskólann þar sem sjá
má óeðlilega kynjaslagsíðu. Áhersla er lögð á verk-
fræðideild, þar sem karlar eru í miklum meirihluta,
og hjúkrunarfræðideild þar sem nær eingöngu eru
konur við nám. Samkvæmt upplýsingum frá nem-
endaskrá Háskóla Íslands við upphaf skólaárs voru
nemendur í hjúkrunarfræði 367, þar af voru 5 karlar
eða 1,4%. Við verkfræðideild eru 838 nemendur
skráðir til náms, þar af 211 konur eða rúm 25%.
Rósa segir að áhrif kynbundins námsvals sjáist
greinilega á vinnumarkaði, bæði hvað varðar hlutfall
kynjanna innan ólíkra starfsgreina og í afar lágu hlut-
falli kvenna í stjórnarstöðum. Til dæmis séu konur fá-
ar í störfum tengdum upplýsingatækni og karlar á
hinn bóginn fáir í kennslu og uppeldis- og umönn-
unarstörfum á vinnumarkaði. „Í þekkingarþjóðfélagi
dagsins í dag er mikil eftirspurn eftir hæfum stjórn-
endum og sérmenntuðu starfsfólki. Til að mæta þeirri
þörf er nauðsynlegt að þjóðfélagið nýti mannauð
kvenna jafnt sem karla enda er það þjóðhagsleg sóun
að nýta ekki þá fjárfestingu sem felst í menntun
kvenna. Konur þurfa að koma meira að stjórnun og
stefnumótun í samfélaginu en nú er og að sama skapi
er mikilvægt að karlar sæki í auknum mæli inn í störf
sem hafa verið dæmigerð kvennastörf. Slíkt gefur
okkur fjölbreyttara og jafnara þjóðfélag,“ segir Rósa.
Síðastliðinn vetur var ráðist í hvatningarátak þar
sem nám í verkfræði og tölvunarfræði var kynnt fyrir
stúlkum í framhaldsskólum landsins. Rósa Erlings-
dóttir fékk til liðs við sig 40 konur sem ýmist eru í
námi eða hafa lokið námi í tölvunarfræði eða verk-
fræði og kynntu þær nám sitt og starf fyrir framhalds-
skólastúlkum. Lögð var áhersla á að sýna margbreyti-
leika þessara kvenna, að ekki væri til staðalmynd t.d.
verkfræðingsins, heldur væru möguleikarnir sem
námið gæfi margvíslegir. Hvatningarátakið mæltist
vel fyrir og segir Rósa að þegar megi sjá jákvæð áhrif
þess á nýskráningar við verkfræðideild. Á komandi
vori er stefnt að sambærilegri kynningu fyrir grunn-
skólastelpur í samstarfi við nokkur fyrirtæki.
Nú er í undirbúningi hvatningarátak vegna hjúkr-
unarfræðinnar þar sem kynjahlutfallið er mjög slá-
andi körlum í óhag. Gert er ráð fyrir að fara svipað að
og síðasta vetur og er Rósa um þessar mundir að leita
að karlkyns hjúkrunarfræðingum til þess að fara með
sér í skólana. Þeir eru talsvert færri en konur í stétt
verkfræðinga og tölvunarfræðinga og getur það sett
átakinu nokkrar skorður.
Í framkvæmdaáætlun jafnréttisátaksins er gert ráð
fyrir verkefnum sem snúa að rannsóknum á stöðu
kynjanna í menntakerfinu og stefnt að því að halda
málþing eða námskeið um kennslufræði raungreina.
Því hefur verið óskað eftir samstarfi við mennta-
málaráðuneytið um að halda ráðstefnu um stöðu
kvenna í íslensku vísindasamfélagi. Rósa útskýrir
hvað liggur þarna að baki. „Í kennslufræði raungreina
þyrfti að taka mið af mun á stelpum og strákum, sem
er ekki eðlismunur því kynin eru ekki ólík í eðli sínu.
Hins vegar er augljóst að strákar og stelpur hafa til-
hneigingu til að nálgast námsefni í raungreinum með
ólíkum hætti þótt það sé ekki algilt. Reynslan hefur
sýnt að ríkjandi kennsluaðferðir í raungreinum eiga
vel við sumar stelpur og ekki við alla stráka.“ Rósa
segir ljóst að kennsluðaferðirnar hafi verið hannaðar
með ákveðinn hóp nemenda í huga og að í þeim hópi
séu fleiri strákar. Það sé því þörf á kennsluaðferðum
sem taki mið af mismun kynjanna. „Því hefur meðal
annars verið haldið fram að heimspekilegri nálgun í
náttúrufræði og raungreinakennslu, eins og t.d. vís-
indasaga eða heimspeki vísindanna bjóða upp á,
hentaði stelpum mjög vel. Vert er að bæta þeirri vídd
við í kennslufræði raungreina,“ segir Rósa.
Jafnréttisátakið stendur til haustsins 2002 og segir
Rósa að fyrri hluti þess hafi gefið góða raun. Verk-
efnið hafi vakið mikla athygli og vakið fólk til um-
hugsunar um jafnréttismál í menntakerfinu. „Til að
varanlegur árangur náist er nauðsynlegt að litið sé á
jafnréttisstarf sem eðlilegan þátt allrar starfsemi Há-
skólans og jafnréttisátakið styrkir þá viðleitni,“ segir
Rósa Erlingsdóttir að lokum.
!
"
#$%&'
#$&#%
#$#'(
)%*
*()
'*(
+%,
%(*
##)
*+
'*
($,%-
.
.
.
/
+#
%*
(
%
%
%
&
,'
.
"
/
!
#()
#%,
)&
&%
+#&
.
.
/
01
21
3
Að nýta mannauð kvenna
Ljósmynd/Skólaspjald MR ári 1911
KRISTÍN
ÓLAFSDÓTTIR
var fyrsti
kvennemandi
Háskóla Ís-
lands og fyrsta
konan sem
brautskráðist
þaðan árið
1917.
Haustið 1996 var í fyrsta sinn boðið upp á 30 eininga nám í kvenna-fræðum við Háskóla Íslands en árið 1998 var nafninu breytt í kynja-
fræði til samræmis við þær áherslur sem eru í fræðunum.
Nám í kynjafræði er þverfaglegt og er samstarfsverkefni félagsvísinda-
og heimspekideilda. Í boði eru námskeið innan margra deilda HÍ en kennd
eru tvö grunnnámskeið sem nemendum í kynjafræði er skylt að taka.
Í janúar 2001 var í fyrsta skipti ráðið í stöðu lektors í kynjafræðum og
varð Þorgerður Einarsdóttir doktor í félagsfræði fyrir valinu. Þorgerður
segir kynjafræðina tengjast öllu í lífinu því alls staðar megi sjá hve áhrif og
merking kynferðis séu mikil. „Það er spennandi og ögrandi að glíma við að
skilja, skoða og túlka hvernig á því stendur að við skiptum heiminum upp í
karllægt og kvenlægt og að kynferði hafi svona afdrifaríkar afleiðingar fyrir
möguleika okkar og tækifæri.“ Því má skjóta hér inn í að kynferði er þýðing
á enska orðinu „gender“ og þýðir félagslegt kyn, mótað kyn, sem hefur
margvíslegt birtingarform þótt líffræðilegu kynin séu aðeins tvö. Þorgerður
segir að nýr heimur opnist fólki sem fer að skoða heiminn út frá þessu
sjónarhorni. „Oft er þetta eins og vitundarvakning fyrir nemendur mína,
það gerist eitthvað innra með þeim. Umræða um kynferði á undir högg að
sækja í samfélaginu en þetta snýst um miklu meira en jafnrétti í hefð-
bundnum skilningi. Kynjafræðin skoðar hvernig kynferði hefur áhrif á
samfélag okkar og menningu en kynferði er hluti af víðfemari aðgreiningu
samfélagsins, aðrir þættir eru t.d. stétt, aldur, og kynþættir. Kynjafræðin
fjallar því um grundvallaratriði í tilverunni.“
Þorgerður segir það misskilning að kynjafræðin snúist bara um konur.
„Þetta snýst um samspil kynjanna og kynferði í öllum sínum margbreyti-
leika; sem táknheimur, raunveruleiki og hugmyndafræði.“ Hún bendir á
að sjónarhorni kynferðis er beitt í mörgum mismunandi fræðigreinum .
Þorgerður segir að þrátt fyrir að karlafræði sé mjög vaxandi fræðigrein
innan kynjafræðanna er meirihluti nemenda stelpur. „Meira að segja í
námskeiðum sem fjalla um karla og karlmennsku eru stelpur í meirihluta.
Það gefur okkur þau skilaboð að strákum finnist kynferði og jafnréttismál
ekki koma sér við, það er mjög bagalegt en endurspeglar umræðuna í sam-
félaginu“, segir Þorgerður. Hún er ánægð með nemendur sína. „Þau eru
djörf, sjálfstæð og kraftmikil og tilbúin að spyrja gagnrýnna spurninga um
samfélagið. Þetta er því mjög öflugur hópur. Kynjafræðin á mikla framtíð
fyrir sér, hún er ung þverfagleg fræðigrein sem stöðugt sækir í sig veðrið.“
Áhrif kynferðis skoðuð