Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 20
20 D LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „Háskólinn liðsinnir fötluðum stúdentum og leitar úrræða í samræmi við þarfi þeirra, eftir því sem við verður komið hverju sinni,“ stendur í sam- þykkt Háskólaráðs HÍ frá 1995. Þar kemur einnig fram að Námsráðgjöf háskólans hafi yf- irumsjón með þjónustu við fatlaða nemendur skólans. Ár- ið 1998 var það nýmæli tekið upp að nemendur með sér- þarfir geri sérstakan samning við HÍ í anda samþykktarinnar. RAGNA ÓLAFSDÓTTIR er for- stöðumaður hennar og segir að á skráningarblöðum ný- stúdenta sé sérstakur reitur til að merkja við um sérþarfir og eru allir þeir sem merkja við kallaðir í viðtal. Einnig er þetta kynnt á nýnemakynningu. Nemendaráðgjöf finnur síð- an úrræðin og framfylgir mál- unum. Hún segist vera ánægð með þróunina í málefnum fatl- aðra og að HÍ hafi fengið við- urkenningu árið 1999 hjá Nor- diska Handikapploliska Rådet. Stefna Háskóla Íslands er að jafna aðstöðu fatlaðra og ófatl- aðra nemenda með ýmiskonar leiðum og ráðum. Boðið er uppá ýmis úrræði tilað létta lesblindum stúdent- um námið en Hulda segir að það hafi engu að síður verið talsverð- ur skellur að koma í Háskólann miðað við þá þjónustu sem hún fékk í menntaskóla. Námsráðgjöf háskólans sinnir málefnum les- blindra og gerir samning við hvern og einn um þá aðstoð sem viðkomandi þarf á að halda. Hulda segir það misjafnt eftir deildum hve mikið er komið til móts við lesblinda og mismun- andi hátt stig lesblindu geri það að verkum að þarfir hvers og eins séu misjafnar. Hægt er að fá námsbækur á hljóðsnældum en þeir hnökrar eru á að það getur tekið allt frá þremur vikum til þriggja mánaða að panta bækurnar og er það bagalegt að sögn Huldu, því oft eru leslistar ekki lagðir fram fyrr en rétt áður en námskeiðin hefj- ast. Lesblindir eiga rétt á 25% lengri prófatíma en aðrir og hefur Hulda nýtt sér það. Í sumum til- fellum sitja lesblindir einir í prófi og fyrir aðra eru munnleg próf besti kosturinn. Þá eru ótalin ým- is önnur úrræði, svo sem „glósu- vinur“, stærri stafir o.s.frv. Viðhorfsbreyting undanfarinna ára og markviss aðstoð við les- blinda í grunn- og framhaldsskól- um leiðir til þess að sífellt fleiri takast á við háskólanám. Þótt enn megi bæta ýmislegt segir Hulda að aðstæður lesblindra til náms séu gjörbreyttar, t.d. eru þeir nú lánshæfir (75% lán) hjá LÍN með 50% námsframvindu. Þetta geri það að verkum að lesblindir þurfa ekki að láta það draga úr sér kjarkinn þótt námsskráin segi að eitthvert tiltekið nám taki þetta langan tíma. „Lesblindir eiga ein- faldlega að gefa sér þann tíma sem þeir þurfa,“ segir Hulda að lokum. Tek þann tíma sem ég þarf HULDA ÓSKARSDÓTTIR HULDA ÓSKARSDÓTTIR sálfræðinemi við Háskóla Íslands þjáist af lesblindu á háu stigi og dregur enga dul á að námið sé erfitt fyrir þær sakir. „Námið krefst óhemju mikillar vinnu og aga,“ segir hún, „enda þurfa lesblindir miklu lengri tíma til lesturs en aðrir stúdentar.“ 2! >     /3  3  !   /1     !    "        # $  %       Sérsamningar !   "       71    3    8    / 1     3     <    /    !      /    / 9@  A  3  %    71           ?3     /     /        3 &  '   ( /   6 ?  /   / A  B:1 3 1  )$      / 93   )  $         1        1    :    1      1   !    C  1   1    1          1          1       1   @  &  '   ( "   ;<   =   *%    /    8    8    ?        D     ) $   1      *%    $  3 8    8    D     D       /          & + , $  E   :!                 ;     ";    , $  4   1    3    =       E @                  & + -# %    71    @       /3   / 1 3   E        ?   91   =!  -# %    )$   )$  /        1   !           ,  ( $          , $   $   $  *  ( $ /$  /$  0$  0$  )   )   1  $      4913   /     /3     ?     E     <  3 ;  1       1         1  =:: <      A3  1  ;  ?@ A     ;  1    /    1  3 1<      !: Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson SÚDENTARÁÐ HÍ: Þorvarður Tjörvi og Dagný Jónsdóttir skora á almenning og stjórnvöld að gera vel við Háskóla Íslands. FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúd- enta við Háskóla Íslands. Fé- lagsstofnun stúdenta var stofnuð með lögum nr. 33, árið 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Allir skrásettir stúdentar við Há- skóla Íslands eiga aðild að stofnun- inni sem og Háskólinn og mennta- málaráðuneytið. Stúdentagarðarnir eru stærsta rekstrareining FS. Þegar FS var stofnuð voru garðbúar tæplega 100 talsins. Garðarnir voru tveir, GAMLI GARÐUR og NÝI GARÐUR. Í dag búa um 850 manns á stúdentagörð- unum Gamla Garði, Hjónagörðum, Vetrargarði, Skerjagarði og í Ás- garðahverfinu. Fjöldi umsókna um vist á Stúdentagörðum hefur marg- faldast síðustu ár. Ýmislegt hefur áhrif þar á: fjölgun stúdenta við HÍ, hækkun leiguverðs á almennum markaði, aukin þægindi á görðum o.fl. Uppbygging á Stúdentagörð- um heldur áfram. Nýlega hófust framkvæmdir við síðasta og stærsta húsið í Ásgarðahverfinu. Um er að ræða fjögurra hæða lyftuhús sem í verða 120 einstaklingsíbúðir auk kjörbúðar. Óljóst er hvað verður um áframhaldandi uppbyggingu Stúd- entagarða en þegar síðasta húsið í Ásgarðahverfinu verður risið verður byggingasvæði sem úthlutað hefur verið fyrir Stúdentagarða fullnýtt. Félagsstofnun stúdenta rekur Leikskóla FS, Sólgarð og Mánagarð, í Stúdentagarðahverfinu. Auk þeirra er leikskóli, Leikgarður, sem rekinn er af Leikskólum Reykjavík- ur í hverfinu. Á Sólgarði, sem er eingöngu ætlaður börnum háskóla- stúdenta, eru börn á aldrinum sex mánaða til tveggja ára. Mánagarð- ur er í eigu FS og Reykjavíkurborgar og vistar tveggja til sex ára börn. ATVINNUMIÐSTÖÐ STÚDENTA er yngsta rekstrareining FS, var stofn- uð 1998. Atvinnumiðstöðin útvegar stúdentum sumarstörf, hlutastörf með námi, framtíðarstörf og verk- efni. KAFFISTOFUR STÚDENTA eru nú fimm talsins en fjölgar í sex í október. Þó aðalmarkmið BÓKSÖLU STÚDENTA sé að útvega há- skólanemum námsefni og önnur aðföng til náms á hún stóran hóp viðskiptavina utan háskólasamfé- lagsins. Bóksalan er netvædd að öllu leyti sem hefur það í för með sér að viðskiptavinir um land allt geta nálgast upplýsingar um versl- unina. AÐALSKRIFSTOFA FS, Bóksala stúd- enta, Atvinnumiðstöð stúdenta og skrifstofa Stúdentagarða eru í Stúd- entaheimilinu við Hringbraut. Auk þess eru Námsráðgjöf HÍ, Stúd- entaráð HÍ og veitingastaðurinn Deli með aðstöðu í húsinu. Stúdentakjallarinn sem er í eigu FS en rekinn af viðskiptafræðinemum er opinn á kvöldin yfir vetrartím- ann. Er hann í kjallara Gamla Garðs í næsta húsi við Stúdentaheimilið. Þjónustufyrirtæki stúdenta Þjóðar- átak stúdenta Stúdentaráð er nú að hleypa af stokkunum þjóð- arátaki til eflingar Háskóla Íslands á níutíu ára afmæli skólans. Að sögn ÞORVARÐAR TJÖRVA ÓLAFSSONAR, for- manns Stúdentaráðs, er um að ræða „víðtækt og sýnilegt verkefni sem hæfir Háskóla Íslands, æðstu mennta- stofnun þjóðarinnar og skóla allra landsmanna“. Meginmarkmið þjóðar- átaksins má greina í þrennt: 1. Efling rannsókna úti á landsbyggðinni þannig að þekking háskólasamfé- lagsins skili sér til þjóð- arinnar allrar. 2. Aukið samstarf Háskóla Íslands og atvinnulífs. 3. Að vekja þjóðina til vit- undar um mikilvægi þess að eiga kraftmikinn há- skóla sem stendur öllum opinn og fá almenning til að hvetja stjórnvöld til að gera vel við Háskólann á af- mælisárinu. Framkvæmdastjóri Stúd- entaráðs er DAGNÝ JÓNS- DÓTTIR. Hún segir þjóðar- átakið öfluga leið til þess að efla rannsóknir um land allt og til að bæta tengsl Há- skólans og atvinnulífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.