Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 18
18 D LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hvaða leikur er ann-ars þessi sann- leikur? Sannleikur dags- ins í dag er ekki alltaf sannleikur gærdagsins né heldur sannleikur morgundagsins. Þetta á við í heimi vísindanna ekki síður en í lífinu og tilverunni almennt. Fræg eru orð Charles H. Duell, forstöðumanns banda- rísku einkaleyfastofnunarinnar, sem lagði til að stofnunin yrði lögð niður, þar sem allt sem hægt væri að finna upp væri þegar búið að finna upp. Þetta var árið 1889 og víst er að þetta var sannleikur þessa manns á þessum tíma. Rökstyðja má að leitin að sannleikanum sé eitt af meg- inhlutverkum háskóla. Oft er þessi leit mjög krefjandi og spennandi en getur einnig valdið vonbrigðum. Sérstaklega þegar leiðin að settu marki hefur verið mjög þyrnum stráð og að lokum kemur í ljós að leiðin var svona þyrnum stráð vegna þess að farið var í vitlausa átt í byrjun eða að sett markmið var rangt. Þá getur verið erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum að kenningarnar hafi ekki staðist eða elst illa. Heilar fræðigreinar þurfa stundum að takast á við slíkt og jafnvel þjóðfélög. Stundum er sagt að á bak við hvert flókið tölvuforrit sé fal- ... farið var í vitlausa átt í byrjun ANNA SOFFÍA HAUKSDÓTTIR, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræðiskor HÍ ið annað einfalt og fallegt forrit, sem þurfi bara að sleppa úr viðjunum. Á sama hátt má segja að í heimi stærðfræðinnar og eðlisfræðinnar er fegurðin oft fólgin í einfaldleikanum. Og hið sama má segja um verkfræðina, þar sem leitast er við að finna hagnýtar lausnir á oft flóknum vandamálum. Þar er meg- inregla að nota ekki flóknari lausnir en þörf er á, en í því sam- bandi þarf auðvitað að taka tillit til margra þátta, sem stund- um stríða hver á móti öðrum. Þá kemur að hinni klassísku spurningu. Er til eilífur sann- leikur? Eða hinn eini sanni sannleikur? Ekki er auðvelt að svara þessu, að öðru leyti en því að víst er að sumur sannleikur endist betur en annar. Og það á svo sannarlega við í heimi vís- indanna líka, sum fræði endast lengi og önnur skemur. Sann- leikur eins tíma var flöt jörð, enda virtist hnöttur sem snýst á ógnarhraða um sjálfan sig og þýtur að auki um himingeiminn fráleitur sannleikur, sem virðist þó vera sannleikur okkar tíma. Í ljósi nýliðinna atburða (11. september), hljótum við þó að spyrja að lokum: Hvernig má það svo vera að sannleikur ein- hverra sé að fórna fjölda saklausra fyrir einhvern óskil- greindan málstað? Það er ekki til neinn sannleikur. Er sann- leikurinn ennþá til? „Sú hugsjón sem leiðir allt starf Há- skóla Íslands er leitin að sannleikan- um“ (Páll Skúlason, 17/6 2001) „Markmið háskóla er fyrst og fremst þetta tvennt: 1. Að leita sannleikans í hverri fræðigrein fyrir sig, og 2. Að leiðbeina þeim, sem eru í sannleiks- leit, hvernig þeir eigi að leita sannleik- ans í hverri grein fyrir sig.“ (Björn M. Ólsen, 17/6 1911) „Hvað er sannleik- ur?“ (Pontíus Pílatus, Jóh. 18.38). Leit- in að sannleikanum getur vafist fyrir fólki, ásamt gildi hugtaksins „sann- leikur“. Því var leitað til nokkurra há- skólaborgara og spurt: „Hvert er í fáum dráttum viðhorf þitt til sannleikans?“ Um daginn sagðiyngsti sonur minn 5 ára gamall við mig þegar hann kom úr leikskólanum. „Pabbi, ég er heiðarlegur.“ „Nú“, sagði ég. „Já leikskólakenn- arinn sagði að ef maður segir sannleikann þá er maður heiðarlegur.“ Þessi orð stráksa fá mann til að hugsa um sannleikann og heiðarleikann í víðara samhengi. Hvernig horfir þetta við starfi mínu sem háskólakennara og rannsakanda á ákveðnu fræðasviði? Hver er skylda mín gagnvart nemendum og því umhverfi sem ég hrærist í þegar maður leitar eftir og miðlar þeirri þekkingu sem maður býr yfir? En þekkingin og sköp- un hennar byggist á ákveðnum sannleika og hún er mann- leg afurð. Ólíkt öðrum auðlindum sem minnka með aukinni notkun þá eykst þekkingin með aukinni notkun. Mikilvægið liggur í því að allar hugmyndir geta af sér nýjar hugmyndir og sam- eiginleg dreifð þekking býr í kolli þess sem miðlar henni samtímis að hún auðgar þann sem tekur við nýrri þekkingu. Þess vegna er mikilvægt að hlúa að þekkingunni og hinn nýi starfsmaður 21. aldarinnar, þekkingarstarfsmaðurinn, starfsmaður sem oftar en ekki vinnur með óáþreifanlega hluti, mun gegna lykilhlutverki í þekkingarsköpun og þekk- ingarleit en þessi þekkingarstarfsmaður verður í leit sinni og sköpun að vera drifinn áfram af heiðarleika og sannleika. Þekkingarstarfsmaðurinn er undir miklum þrýstingi frá um- hverfinu þegar kemur að öllum þeim upplýsingum sem hann þarf að vinna úr til að geta hlúð að þeirri þekkingu sem er til staðar og skapað nýja. Háskólakennarar eru þekkingarstarfsmenn og þeirra skylda er að safna saman þekkingu, skapa nýja og miðla til annarra á margvíslegu formi. En hvernig verður þessi þekk- ing til? Þeir sem stunda eigindlegar rannsóknaraðferðir standa stundum frammi fyrir þeim vanda að vinna traust þess sem rannsaka skal. Kollegi minn háskólaborgari í Evr- ópu ræddi þetta við mig um daginn þegar hann sagði mér frá rannsókn sem hann var búinn að vinna að í nokkur ár og sneri að tilgangi, hlutverki og frammistöðu stéttarfélaga í landi hans. Það tók hann ákveðin tíma að vinna traust þeirra sem réðu málum innan þessara skipulagsheilda. Þeg- ar hann var búinn að ljúka sinni rannsókn þá stóð hann frammi fyrir hvað hann ætti að gera við niðurstöðurnar. Spurningar sem leituðu á hann og marga aðra sem eru í þekkingarleit voru: Á ég að segja allan sannleikann þó það komi sér illa fyrir einhverja aðila og hugsanlega geti leitt til þess að ég fái ekki frekari aðgang að skipulagsheildinni, eða á ég að segja hálfan annleikann, hliðra sannleikanum á ein- hvern hátt til að tryggja áframhaldandi aðgang að rann- sóknarumhverfinu? Eða átti hann að kynna niðurstöður sín- ar í þröngum hópi fræðimanna og láta ekki fara hátt um niðurstöðurnar? Þarna komum við að heiðarleikanum og skyldunni að segja sannleikann þó það kunni að koma við kauninn á öðr- um. Sömu grundvallarspurningu standa ráðgjafar frammi fyrir. Það er jú þekkt úr sögunni að refsa boðberum slæmra eða válegra tíðinda. Peter F. Drucker sá frægi stjórn- unarfræðingur sagði eitt sinn þegar hann var spurður hvort það væri ekki erfitt að koma inn í fyrirtæki með ráðgjöf og segja sannleikann. Hann svaraði því til að hann liti ekki á sig sem ráðgjafa (consultant) heldur sem aðila sem getur verið móðgandi (insultant), en sannleikanum er hver sárreið- astur. En ráðgjafar líkt og háskólakennarar eru sífellt í störfum sínum að leita eftir svörum við ákveðnum spurningum og siðferðileg skylda þeirra er að vera trúir sannleikanum, eða eins og sonur minn sagði, maður verður að vera heiðarlegur ef maður ætlar að segja sannleikann. Maður verður að vera heiðarlegur GYLFI DALMANN AÐALSTEINSSON er lektor við Við- skiptadeild HÍ Ég er sammála því að alltháskólastarf feli í sér leit að sannleika en myndi bæta við að háskólastarf mætti jafnframt hafa að markmiði ástundun sann- leikans. Þegar ofangreindar staðhæfingar Páls Skúlasonar rektors og Björns M. Ólsen um háskólastarf eru lesnar kemur fyrst í hug að háskólastarf muni eiga að fást við vísindalegan sannleik, þ.e. leit að því hvað er satt um eðli hluta, tengls fyrirbæra og eðli sögu. Þetta er skemmtilegt og mikilvægt starf sem liggur nokkuð beint við: Ef A, þá B og síðan C, o.s.frv. Og með tíð og tíma hleðst upp þekkkingarforði sem má nota í margvíslegum tilgangi. Ástundun sannleikans er hins vegar kall á siðferðilega ástundun og er sú iðja að sumu leyti ólík þeirri sannleiksleit sem felst í samsöfnun þekkingar og beitingar hennar í hag- nýtum tilgangi. Sannleikurinn hér er huglægari, einstaklings- bundnari og ósegjanlegri. Ástundun sannleikans gerir kröfu um sjálfsþekkingu og beitingu hennar á uppbyggjandi hátt, þ.e. hún er ákall um skarpskyggni varðandi mann sjálfan, réttsýni og réttláta afstöðu. Vissulega ætti sannleiksleit vísinda og ástundun sannleika að fara saman en þetta tvennt er ekki endilega sami hlut- urinn. Ástundun sannleikans getur skolast burt þegar þekk- ingarþorstanum er svalað af áfergju en fróðleiksfýsn, eitt birt- ingarform lífshvatarinnar, er á margan hátt frumstæðari og upprunalegra kraftur en sá siðferðilegi. Við lifum á tímum þar sem tilraunin um það hvort þessi frumkraftur, virkjaður með fulltyngi fullnægingu þarfa á markaði, muni hvetja til ástundunar sannleikans í meira mæli en aðrar tilraunir mannsandans hingað til. Þessi skemmtilega tilraun er nú í algleymingi og verður fróðlegt að sjá hvort nið- urstöður hennar reynist sannar og gildar á sviði sögunnar. Hinn huglægi sannleikur um einstaklinginn sem er for- sendan fyrir því að hann sjái hluti, menn og málefni í skýru og réttsýnu ljósi, er hins vegar ekki sjálfgefinn. Hann er í mörgu hulinn og dulinn. Það er flókið að finna sannleikann um mann sjálfan (þess vegna eru menn oftar sérfræðingar í öðr- um en sjálfum sér!) því hann er bæði erfiðara að tjá og skilja en aðra þætti sannleikans. Sannleika sem sjálfsþekkingu þarf því að laða fram og ástundun hans er eitthvað sem þarf stöð- ugt að iðka, hlúa að og næra. Að sinna þeirri köllun í eigin ranni og að gera öðrum slíkt kleyft er að ástunda sannleikann — í kærleika. Þetta er sannleikur sem fellur ekki úr gildi og ætti því að vera í hávegum sem hornsteinn háskólastarfs og sam- félags. Sjálfsþekking og ástundun sannleikans HAUKUR INGI JÓNASSON, guðfræðingur og sálgreinandi Formleg samningsbundinstúdentaskipti Háskóla Ís- lands hófust um 1989, þegar þátt- taka hófst í Nordplus stúdenta- skiptum við háskóla á Norðurlöndum. Þessi stúdenta- skipti eru styrkt af Norðurlanda- ráði. Þegar Íslendingar gerðust aðilar að hinu Evrópska efnahags- svæði 1992 hófust Erasmus-stúd- entaskipti við háskóla í löndum Evrópusambandsins. Árið 1997 gerðist Háskóli Íslands aðili að bandarískum stúdentaskiptasam- tökum ISEP (International Stud- ent Exchange Programme) en um 100 bandarískir háskólar eru í þeim samtökum. 1998 var gerður samningur við samtök rektora í Quebeck-fylki í Kanada og með þeim samningi opnaðist mögu- leiki á stúdentaskiptum við um 19 háskóla í Quebeck. Einnig hafa verið gerðir fjölmargir tvíhliða- samningar, sem flestir fela í sér möguleika á stúdentaskiptum. Auk samninga við háskóla á Norð- urlöndunum, Evrópu, Bandaríkj- unum og Kanada hafa verið gerðir samningar við háskóla í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Japan, Rússlandi og Kostaríka. Stúdentaskiptin gera stúdent- um kleift að taka 1-2 misseri af námi sínu erlendis og fá það met- ið sem hluta af námi sínu við Há- skóla Íslands. Samningarnir kveða flestir á um gagnkvæma niðurfellingu á skóla- gjöldum og getur þar verið um umtalsverðar upphæðir að ræða. Umfang stúdentaskiptanna hafa vaxið ár frá ári og nú eru það hátt í 200 stúdentar sem halda ut- an árlega og álíka fjöldi kemur á móti til náms við Háskóla Íslands. Alþjóðasamskiptin                        ! "  # $  % $    & '"  (   &   )*      (    $   +    #     ,  -  ).   (    $  /  0  1 /    2                             !   #$   % & $    $%' ( %    ) 4 156  57  571 89 1 5  ; 5  < 5=:1 5=  5=  : =1 5> : 5? > 15 /@ 5"  5"  $ LEITIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.