Vísir - 31.10.1979, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 31. október 1979.
síminn er 86611
Geir Hailgrímsson um Iðglræðlngana á llsla Sjállslæðlsflokkslns I Reykjavfk:
fi
HASKOUtPROFIB SEGIR
EKKI ALLA SðOUNA"
„Ég tel þaö miður, aö próf-
kjörsframbjóöendur, sem starf-
andi eru í trúnaöarstööum innan
launþegasamtakanna, hlutu
ekki efri sæti á listanum en raun
bar vitni, en þó er á þaö aö lita,
aö litill munur varö á fylgi
manna innbyröis i endanlegri
niöurrööun”, sagöi Geir Hall-
grimsson, formaöur Sjálf-
stæöisflokksins, I samtali viö
Vfsi.
Hér er átt við þá Pétur Sig-
urðsson og Guðmund H. Garð-
arsson, en þeir urðu i 8. og 9.
sæti listans. Sagði Geir, að eftir
sem áður yrði það hlutverk allra
fulltrúa flokksins að standa vörð
um kjörorðið „stétt meö stétt”.
Geir var spurður, hvaö honum
fyndist um samsetningu fram-
boðlistans, en þar eru sex lög-
fræðingar og einn heildsali I sjö
efstu sætum. Sagði hann, að
þetta væru menn, sem hefðu að
sjálfsögðu mismunandi reynslu
og hefðu kynnst mismunandi
viðhorfum i störfum sinum.
Segöi það þvi ekki alla söguna,
þótt þeir hefðu sams konar há-
skólapróf. Auk þess væru niöur-
stöður prófkjörs ekki ákveðnar
fyrirfram.
Þá sagðist Geir fagna þeirri
góðu þátttöku, sem hafi verið i
prófkjörinu og hún væri vis-
bending um áhuga borgarbúa á
að efla Sjálfstæðisflokkinn i
komandi kosningum. Ennfrem-
ur vildi hann þakka það traust
sem sér hefði verið sýnt per-
sónulega i þessu prófkjöri.
Geir var einnig spurður
hvaö hann áliti um sérframboö
Jóns Sólness og sagði hann að
þar væri ekki á feröinni fram-
boð Sjálfstæðisflokksins, þvi aö
samkvæmt reglum væri þaö
kjördæmisráð flokksins, sem á-
kvæði framboðslistann og það
hefði þegar gengiö frá þvi máli
einhuga. Kvaðst hann sann-
færður um, aö sjálfstæðismenn
nyrðra myndu fylkja sér um það
framboð, en ekki láta neitt ann-
að villa sér sýn. —HH
Stund milli striöa... Þessi mynd er tekin á Höfn f Hornafiröi nýfega og sýnir hún starfsmann f sfldarsölt-
unarstööinni Stemmu hvfla lúin bein, en mikill og góöur afli hefur borist þar á land upp á sfökastiö. Má
þar nefna aö Gissur hvfti kom I fyrradag inn meö 1200 tunnur af sfld og mun þaö vera met á Höfn. Vfsis-
mynd Elvar/ — HR
Stjórn Síidarverksmiöja ríkisins:
jEiiar að segja
upp 200 manns
- verOi loðnuveiðarnar slððvaðar 1 ðyrjun nóvemöer
Akranes:
Spásvæöi Veöurstofu tslands
eru þessi:
1. Faxaflói, 2. Breiöafjörö-
ur, 3. Vestfirðir, 4. Noröur-
land, 5. Noröausturland, 6.
Austfirðir, 7. Suðausturland,
8. Suövesturland.
Veðurspá
dagslns
Búist er viö stormi á Breiöa-
fjaröarmiöum, Vestfjaröa-
miöum, Noröurmiöum, Norö-
urdjúpi og Austurdjúpi. Kl. 6
var 958 mb. lægö um 250 km. S
af Islandi á hreyfingu SA, en
norðanlands var loftvog ört
fallandi. Veöur fer heldur
hlýnandi.
Veðurhorfur næsta sólar-
hring.
Suövesturland og miö.NA 4-
5 og síðar breytileg átt. Skúrir.
Faxaflói og miö, NA 6-8 og
siöar 4-6, viöa dálltil rigning
eöa slydda i dag.
Breiöafjöröur og miö, NA 8-
10 og siöar 6-8. Dálítil snjó-
mugga.
Vestfiröir og miö.NA 8-10 og
snjókoma, fer aö lægja meö
kvöldinu.
Noröurland og miö, NA 8-9
og slydda vestan til I fyrstu en
fer bráölega aö lægja. A 3-4 og
smáskúrir austan til.
Noröausturland og miö, A 4-
5 og sföar SA 4-5, viöa skúrir.
Austfiröir, Suðausturland
og miö, A eöa SA 4-5, skúrir.
Veðrið hér
og par
Veöriö kl. 6 I morgun.
Akureyri slydda 2, Bergen
rigning 14, Helsinki snjókoma
frost 5, Kaupmannahöfn al-
skýjaö 3, Osló 2, Reykjavfk
skýjaö 2, Stokkhólmur skúr á
sl. klst. hiti viö frostmark,
Þórshöfn alskýjaö 9.
Veöriö kl. 18 I gær.
Aþena rigning 20, Berlin snjó-
koma 1, Chicago skýjaö 18,
Feneyjar alskýjaö 11, Frank-
furt léttskýjaö 7, Nuuk létt-
skýjaö frost 7, London skýjaö
13, Luxemburg hálfskýjaö 5,
Mallorca léttskýjaö 13, Mon-
treal léttskýjaö 8, New Vork
skýjaö 17, Parls skýjaö 10,
Róm rigning 14, Malaga heiö-
skfrt 18, Vfnalskýjaö 3, Winni-
peg alskýjaö 4.
Loki
segir
Cr þvf aö Sjálfstæöisflokkur-
inn vill ekki samþykkja aö Jón
Sólnes fái aö merkja sinn lista
meö DD, væri þá ekki tilvaliö,
úr þvi aö þeim finnst þetta
framboö svona eitraö, aö
merkja hann bókstöfunum
DDT.
Stjórn Sildarverksmiöja rfkisins
hefur sent Kjartani Jóhannssyni
sjávarútvegsráöherra ályktun
þar sem segir aö veröi loönu-
veiöarnar stöövaöar f byrjun nóv-
ember neyðist stjórn SR aö segja
þegar l staö upp 200 manna
star&liöi ef foröa eigi fyrirtækinu
frá fjárhagslegu hruni.
I á lyktuninni er bent á aö nú sé
sá árstimi sem gefi veiðum og
vinnslu besta afkomu. Rök fiski-
fræöinga fyrir þvi aö minnka eigi
loönuveiöar um helming séu ekki
nógu sannfærandi til aö réttlæta
svo harkalegar aögeröir.
1 raun og veru yröi ekki betur
séð en meö þvi værum viö farnir
aö friöa loönuna handa Norö-
mönnum og öörum þjóðum.
Vakinerathygliá þvl aö búið sé
aö fjárfesta fyrir tugi milljaröa i
loönuskipum og verksmiöjum.
Afkomuspá Þjóöhagsstoftiunar
og fjárfestingar i greininni
grundvallist fyrst og fremst á
aflaspám Hafrannsóknar-
stofnunar þar sem taliö sé óhætt
aö veiöa 1,2 til 1,5 milljón tonn á
ári.
Stjórn SR mótmælir þeim
vinnubrögöum sem viöhöfö eru i
þessum málum og fer þess ein-
dregiö á leit viö sjávarútvegsráö-
herra aö raunhæf fiskifræöi- og
efnahagsleg könnun veröi gerö
áöur en endanleg ákvöröun um
stöövun loönuveiðanna veröi
tekin.
Vfsir leitaöi til Þorsteins Gisla-
sonar stjórnarformanns SR i
morgun og spuröist fyrir á hverju
gagnrýni þeirra á niöurstööum
fiskifræöinga byggöist, en hann
vildi ekkert láta hafa eftir sér
fýrren eftir fund hagsmunaaöila
loönuveiöa og ráöamanna sem
haldinn verður f dag. —KS.
Sex ára
drengur
beið bana
Sex ára gamall drengur beiö
bana á Akranesi f fyrradag, er
hann varö undir vörubil.
Drengurinn var á reiðhjóli og
varð ökumaður bilsins ekki var
við hann fyrr en um seinan.
Drengurinn hét Þorfinnur
Simonarson, til heimilis aö Bakk-
túni 16, Akranesi. —SG.
Slys í hörð-
um árekstri
Þrir bilar lentu f hörðum
árekstri rétt fyrir sunnan kirkju-
garöinn f Hafnarfiröi klukkan
hálf átta i morgun. Okumaöur úr
einum þeirra slasaöist og var
fluttur i sjúkrahús.
Tveir bilar voru á leið i átt til
Reykjavikur, þegar bill kom úr
gagnstæðri átt á röngum vegar-
helmingi. Hálka var mikil og
skullu bilarnir harkalega saman.
Er talið að einn þeirra sé sem
næst ónýtur. —SG.
Hálka talin or-
sök siyssins
Hálka á bryggjunni f Þorláks-
höfn er talin liklegasta orsökin
fyrir þvi, að bifreiö ungmennanna
tveggja hefur farið þar fram af.
Bifreiðin fannst i gær á 10 metra
dýpi út af Suöurvararbryggju.
í bifreiðinni voru lfk Katrínar
Ölafsdóttur, 26 ára og Ómars
Bergs Asbergíssonar 21 árs. Þau
átti bæði heima á Þorlákshöfn og
hafði verið saknað siöan á föstu-
dagskvöld.
—SG.
Njarðvlk:
Bíll fannst
í höfninni
Gömul óskráö bifreið fannst i
Njarövikurhöfn i gær. 1 morgun
lágu ekki fyrir upplýsingar um
hvort eigandinn heföi sjálfur
losaö sig viö bilinn með þessum
>hætti eöa hvort aðrir heföu komiö
þar við sögu. —SG.