Vísir - 03.12.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 03.12.1979, Blaðsíða 14
S . - VÍSIR Mánudagur 3. desember 1979 Fyrsla telknlmyndasagan sem unnin er hérlendls: BROTH BLAB IÍS- LENSKRIPRENTTÆKNI - segir sturia Elriksson hjá Fjölvaúigáfunnl „Þetta er fyrsta teiknisagan sem er algjörlega prentuð og gerð hér á tslandi, og má segja að það sé verið að brjóta blað i islenskri prenttækni með útgáfu þessarar bókar” sagði Sturla Eiriksson hjá Fjölva-útgáfunni þegar teiknisagan” Þúsund stjarna veldið” var kynnt fyrir blaðamönnum i gær. Fjölvaútgáfan hefur um langt skeið gefið út teiknisögur. Hún byrjaði með útgáfu Tinna, siðan fylgdu i kjölfarið Alex-bækurn- ar, Indiána bækurnar Ástrikur, Lukku-Láki, Blástakkur, Bennabækur og fleiri. Þessi fyrsta teiknisaga sem er unnin hérlendis er gerð hjá Prentstofu G. Benediktssonar i samstarfi við.Dargaud i Frakk- landi. Sturla sagði að bókin hefði verið unnið með sömu vélum og hefðu lengi verið til hér. Menn hefðu talið að það væri svo dyrt að vinna þetta hérlendis og haft vantrú á getu islenskra iðnaðar- manna að mörgu leyti. „Hvorugt er á rörkum reist. Þetta er ekki dvrára hérlendis, heldur að mörgu leyti hag- kvæmara þvihér getum við ráð- ið upplaginu og gripið til plöt- unnar ef upplagið er búið. Ef við hinsvegar látum geta þetta er- lendis verðum viðað láta prenta að minnsta kosti fimm þúsund eintök og sitjum kannski uppi með þrjú þúsúnd og fimm- hundruð.” sagði hann. Guðmundur Benediktsson sem sá um vinnuna á bókinni sagðist telja að verið væri að flytja inn i landið þróaða prent- tækni og það væri vel. „Þessi bók er samkeppnisfær við bækur sem eru unnar er- lendis og hvað frágang og vinnu snertir og mér finnst engin á- stæða til að hafa minnimáttar- kennd út i erlenda fagmenn”, sagði Guðmundur. — JM. mnr ■ ; 1 > % L •*; : Sf' 'j. - : i . v - : V / -4. - Þorsteinn Ihorarensen og Sturla Eiriksson hjá Fjölva-útgáfunni kynna blaðamönnum fyrstu teikni- inyndasögu sent hefur verið unnin hér á landi. I Ameriean Journal trf Surgery photo Krooklynbrúin fyrir aðgerðina. Horniö sést mjög greinilega. Hyrnt fólk er til i raun og veru. Þetta er ekki algengt fyrirbæri, en þó eru nokkur tilvik skráð i læknasögunni. 34 ára gamall Brooklynbúi var með h' • n, sem liktust helst hrúts- hornum. Hann faldi þetta fyrir- brigði undir hatti, sem hann tók ekki af sér á almannafæri i sex ár. En einn daginn fauk hatturinn af honum og skelfdir samverka- menn hans hröktu hann úr vinnu. 45 horn, allt að 13 sentimetra löng uxu út á höndum og fótum 17 ára gamallar suöur-afrikanskrar stúlku. Mexikanskur hafnarverkamað- ur var meö horn á höfðinu sem var 35 sentimetrar að ummáli. Bók sem heitir Anomalies and Curiosities of Medicine, greinir frá fólki meö horn. Samkvæmt bókinni vaxa hornin á höfðum, andlitum, kinnum, fótum, hönd- um og jafnvel augnalokum manna og greinir höfundur bókarinnar meðal annars frá konu sem var meö 185 horn. Varðandi Brooklynbúann með hrútshornin, þá var hann barinn i hausinn I áflogum. Mánuöi siöar varö hann var við kúlu á hausnum á þeim stað, sem hann fékk högg- ið. Hann fór til læknis, sem skar burtu kúluna, sem var á stærð viö baun. Hálfu ári siðar kom þessi kúla fram aftur og hún óx mjög hratt og varö svo áberandi, að maöur- inn gekk alltaf meö hatt. t sex ár sáu börnin hans föður sinn aldrei hattlausan. Horniö hefur nú verið fjarlægt meö uppskurði og standa vonir til að komist hafi verið fyrir þennan óheppilega vöxt. sandkorn óli Tynes skrifar Ragnar Sjálfstæðismaðurinn var i heimsökn á vinnustað úti á landi og þrumaði yfir áheyrendum sínum: „Ragnar Arnalds er naut- heimskur." Sex feta náungi i fremstu röð stóð upp og gekk að ræðu- púltinu: „Viltu endurtaka þetta,” urraði hann illilega. ,,F-f-fyrirgefðu”, hvislaöi sjáifstæðismaðurinn, „ég vissi ekki að þið væruð alþýðu- bandalagsmenn hérna.” „Það erum viðheldur ekki,” urraði hinn, „þetta er nautabú.” Geir Geir var i sumarbúðum S j á 1 fs t æði sfl ok ksi ns, að heintsækja litlu sjálfstæöis- angana. Ilann ætlaöi að fá sér sundsprett i vatninu en fatað- ist sundiö og var nærri di'ukknaður þegar þrir litlir sjá Ifs tæði shnokkar drógu hann að landi. Geir var auðvitað þakklátur og bauðst til að reyna að upp- fylla eina ósk fvrir hvern þeirra. „Ég vil verða fram- kvæmdastjóri hjá Ræsi,” sagði sá fyrsti. „Samþykkt," sagði Geir. ,, Ég vil komast að hjá Framk væmdastofnuninni,” sagði númer tvö. „Samþykkt.” „ftg vil láta jaröa mig frá Dómkirkjunni", sagöi sá þriðji. „Þetta er skrýtin ósk,” sagði Geir, „af hverju biður þú um þetta?” „Þegar pabbi fréttir hverjum við björguöum, drepur hann mig". Vilmundur Bílainnflytjandinn koma til Vilmundar að þakka fyrir greiða, og sagöi: „Má ég ekki gefa þér einn af nýju sportbil- unum okkar f þakklætis- skyni?” „Nei, þakka þér fyrir það samrýmist ekki siðalögmáli minu.” „En ef ég sel þér hann nú fyrir þúsund kall?" „Já. það er alit annað mál. Ég ætla að fá tvo.” ólafur Ólafur Jóhannesson haföi boðið hundrað gestum til kvöldverðar og konan hans sagði, áhyggjufull: „Veröur ekki óskaplega dýrt að kaupa l matinn handa öllu þessu fólki?" „Onei, góða mín,” svaraöi Ólafur. „Kauptu bara fimm brauð og þrjá fiska og láttu mig um restina.” Bless Og þá, min elskanlegu, er vist kominn timi til að kveðja þvi’ þetta eru siöustu Sandkornin mfn. Ég þakka samfylgdina igegnum árin, — Óli Tynes.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.