Vísir - 03.12.1979, Blaðsíða 20

Vísir - 03.12.1979, Blaðsíða 20
VÍSIR Mánudagur 3. desember 1979 20 Sérstæð sjóferðasaga sem gerist fyrir 93 árum: Það mun hafa verið um 1885, og árin þar á eftir að Skógamesmenn fóru til sjóróðra út á Amarstapa til skreiðar- fanga á vori hverju, þvi að þar var oft fiskisæld mikil og stutt á miðin. Þetta var löng leið eða því sem næst 29,5 sjó- milur og fáum fært nema nákunnugum inn- an um grynningar, sker og boða sem lágu langt undan landi. En þetta fóm þeir samt, og báru engan geig i brjósti. Undirbúningur hafinn Nú var það eitt sinn sem áður, að til Stapa átti að fara, og vera þar til fiskifanga framyfir kross- messu. Farið var siðustudagana i mars eða fyrstu dagana i aprll ef veður leyfði. Gisli Kristjánsson föðurbróðir minn varorðinn23 ára að aldri, ó- deigur i sjóferðum. Hann var friskleikamaöur áræðinn og kom það I hans forsjá að fara Ut á Stapa á traustleikaskipi sem hann átti sjálfur og að mestu var verkhans eigin handa. Hagleiks- maður var hann eins og hann átti ætt til, mannfram af manni. Skip sitt nefndi hann „Hreggviö” og var mikið happaskip. Eftir langvarandi noröan storma koma oft margir dagar með hægvirði af sömu átt og still- um og svo var I þetta sinn. Tók nU Gisli eftir veðrinu og hugði til ferðar næsta dag. Allt voru þetta heimamenn úr báöum Skógar- nesunum, þvi hægt um vik aö kalla þá til skips með stuttum fyrirvara. Allt annað var tilbúið. Skipið sjálft, með rá og reiöa og öllu nýju, allur fatnaður, matar- skrínur með matföngum I fyrir meira en mánaðar útivist. Sjóferðabæn lesin Er nú í bltöskaparveðri og norðan andvara byrjaö að bera farangurinn tilskipsins, sem stóö i vetrarlægi slnu niður i Hjalla- tanga. Þaðan átti að fara á út- fallsflæði vestur og út úr Stakk- hamarsós. Nú er klukkan tvö að nóttu, og eru þá allir komnir til skips, og ferðbúnir. Margir heimamenn gengu til skips aö kveðja frændur og vini, þar á meðal móðir Glsla og amma mln, Jóhanna Gísladóttir. Þegar hæll- inn nemur við vatniö biður hún að stöðva skipið fáein augnablik, og er það gert. Gengur þá amma min að skipinu og leggur hæægri hönd á framstefni skipsins og mælir fram bænarorð. Taka þá allir ofan höfuðfötin og signa sig. Sagt var mér að sumum hafi þá hrokkiötárafhvarmi,þvi svovar bænin heit og innileg og flutt i heyranda hljóöi. Aukin kjölfesta Nú er y tt á flot og borin I skipið kjölfesta og farangur allur er þurfa þótti I svona langa fjarvist. En i þvl aðýtaátti frá landi, verö- ur Gisla litið til fjallanna og sér fáeina hrafna yfir Kolbeinsstaöa- fjalli og innfjöllum Hnappadals. Hann segir þá: „Við skulum bæta við kjölfestuna i framrúmi og skut”. Þessu andmælir einn hásetinn ogsegir: „Ætlarðu aö sökkhlaða skipiö af grjóti?” Gisli ansar ekki manninum, en meira grjót er bor- ið I skipiö. „Nú ýtum við frá landi Idrottins nafni”, sagði formaður. Menn leggjast á árar, en GIsli stýrir. Haldið er I vesturátt út með töngum, meðfram Viðeyj- um, fyrir Langsker og út Stakk- harmarsós, en vestan við Stakk- hamarssker. Ærinn austur Nú legeia menn udd árar og segl er dregið aö húni, þvi frlskur vindur er ofan af landinu og lá- dauöur sjór sem venja er á þess- um slóðum I norðanátt. Skilar nú Sskipið strax mikilli yfirferð, en þegar á kemur á miUi Stakk- m hamars og Krossa hættir skipið að þola seglið I fullu tré, því vind- urinn er orðinn allhvass ofan af landinu. Er þá tekið rif I seglfð og fært I neöra hjól og þannig siglt um stund svo að sauð á keipum. Ærinn varð þá austurinn svo að ausa varð I afturrúmi að auki viö austursmanninn, en vindbands- mann hafði GIsli öruggan hand- sterkan og þaulvanan, og létti það mikiðátökseglsinsáskipið. Rauk nú úr báru og ágjöf æði mikil, og skiptust menn um að ausa. Allt til þessa hafði verið siðuvindur en nú breytist vindstaðan til norðaust- ursog lá nú á stjórnborðs bitahöf- uð, og skóf nú sjóinn um stund sem lausamjöll. Þá felldu þeir seglið á ný og seglbjuggu með skautinu, en þó aðeins fyrir neðra hjól. Nú þoldi skipið vel, en svo mikil var ágjöfin, að ekki haföist undan að ausa. Tók þá Gisli negluna úr skutn- um, og þurrjós skipiö sig á svip- stundu. Svona er siglt vestur með landi fyrir Djúpsker og Búða- hraun allt til Arnarstapa, en á Stapavikinni lægði storminn að mun, og setti þá Gisli negluna aft- ur I á sinn staö. Lent er í Stapafjöru, og brýnt úr sjó. Þrir timar eru nú liðnir frá því að seglbúið var við Stakk- harmarsskerogstefntl vesturátt. Hlýjar viðtökur GIsli gengur heim að Berghól, en þar er vinafólk hans. Þykist hann vita, að Ragnhildur gamla sé komin á fætur, þvl að hún var árrisul. Svo var lika nú. Hann heilsar gömlu konunni með virkt- um og segir henni af feröum sln- um og þeirra félaga. Hún gengur inn og segir hverjir komnir séu, og verða þar fagnaðarfundir er hann heilsar upp á heimamenn sem enn voru I rúminu. „Þiö munið vera svangir bless- aðir eftir svona kaldsætta nótt þessa löngu leið”, sagði húsmóö- irin. „Sæktu nú hina mennina, ég á mat handa ykkur öllum”. GIsli fer og þeir setja skipið hærra, ganga frá og skorða það. Ganga þeir svoheim að Berghól. Er þá kominn matur á borðið, ný- soöinn fiskur frá deginum áður, hrogn og þorskalýsi með fiskin- um, smjör og rúgkökur, rjúkándi kaffikanna og kandis með kaff- inu. Þetta hressti þá alla og uröu þurru: „Viðskulum fara snemma I háttinn I kvöld, þvi við róum snemma I fyrramálið”. Heyrðist þá i einum hásetan- um: „Sérðu ekki maður að hann er kominn meira upp á fjallið og mökkinn leggur niöur I miðjar hliðar”. GIsli brosti góðlátlega og sagði: „Þú sagðir llka I Hjalla- tanganum er viðvorum að fara af stað, að það væri óþarfi að láta meiri kjölfestu I skipið, en hvað kom á daginn? Hrafnarnirsem ég sá yfir Kolbeinsstaðarfjalli náöu okkur á leiðinni með ómjúkum fjöðrum. En hvað um þaö, við göngum frá öllu og höfum allt til- búið”. Hlaðið á dökkum s jó Snemma er gengiö til náða, en allsnemma morguns uröu sumir varir við umferð I verbúöinni. Ekki var þess langt að blða að Gisliýtti við öllum. „Viö förum út kg. fimm arma dreka, er faðir hans hafði smíðað á slnum bestu árum. Hann var geymdur frá ári til árs úti á Stapa í verbúð þeirra þar. Skilur hann tvo menn eftir i landi við aðgerð á fiskinum, en hinir f jórir fara á sjóinn á sömu mið og um morguninn, og leggj- ast þar fyrir drekanum. Nú sem áður er nógur fiskur. Fleiri bátar eru komnir út á sömu slóðir og Gisli og eru þeir flestir fjögurra manna för með tvo menn I andófi, en Gísli lá við drekann með fjóra menn undir færum, og var þar mikill munur á. Svo drógu þeir ekki eins vel og Gisla menn, sem kom af þvl, að Gæisli hafði búið til slnar sökkur úr blýi sem var sjaldgæft þá, en GIsli hafði fengið blýið úr strönd- uðu skipi af Rauðasandi I Baröa- strandasýslu, sem var þrlmastr- aöur rásiglari með blýkjöl. Sild- óveðrið og skók og hristi kofann þeirra I byljunum. í hlýrriverbúð Kofinn gat hvorki fokið eða hrunið, þvi hann var sterkur mjög, vandlega hlaðinn og viöað- ur. Oghlýr varhann með eldavél nokkurs konar, sem GIsli sagði mér, að þeir bræður Daníel og hann hefðu sett saman, og höfðu þeir hugmyndina frá hollenskri duggu, sem strandað haföi i Stakkhamarsnesi endur fyrir löngu. Var þetta einsdæmfá þeim tima og frábær kjörgripur aö öll- um fannst. Eldsneyti var hvorki kol né olla, aðeins rekaviður, þurrir þönglar og þurr fiskibein frá vor- inu áður, og lika létu þeir í eldinn litið eitt af fiskilifur til hitaauka, og varð þvi mjög notalegt þar inni. Þetta kom sér vel þvl næð- ingasamterá útnesjum Snæfells- ness, þó á vori væri. Rúmföt höfðu þeir góð, þykkar fiðursæng- ur til að sofa á og dúnsængur yfir og brekán eða þá skinnfeldi sem Siglt I verlð Höfundur: Irá Guðmundur Krlstlánsson Ytra-Skógarnesi á vlkina og skoðum hann”, sagði Gísli og átti við veöur og veiði. Allir fóru á fætur og hver I sína skrinu. Lögðu þeir svo af staö niöur I fjöru, skinnklæddu sig, settu skipiö til sjávar, og ýttu úr vör. Einskipa réru þeir þennan dag ogbörðu á sex árum út á vikina I hálfa klukkustund. Leggur þá Gisli upp slna ár og segir: „Verið þið nú tveir I andófinu en við rennum hinir”, og er hann fyrsturaökasta sinufærii sjóinn. Ekki þurfti lengi að blða, þvl I niðursigi siStkunnar er fiskur fastur á öngli, og er nú GIsli fyrst- ur með kafroskinn fisk á boröi og svo hver af öðrum. Mátti svo segja, að þessir fjórir menn voru I I I I I I I ■ I I I HeímiTdF"írásagnarinnár Guðmundur Kristjánsson segir svo um heitnildir sínar fyrir þessari sjóferöasögu: „Heimild aö frásögn þessari hef ég aö mestu frá Gisla Kristjánssynl fööur- bróöur minum, cr hann sagöi mér sjálfur, þá á gamals- aldri. Asamt Magnúsi Kristjáns- syni bróöur hans, sem gcymdi margt i minni frá æskuárum sinum I Ytra- Skógarnesi þar á meöal af sjóferöum þeirra Skógarnes manna út á Arnarstapa vor eftir vor mörgum árum fyrir siöustu aldamót. Einnig hcf ég átt umræður um þessa feröafrásögn viö Kristján Gislason, son Gfsla. Og hefur hann leiðbeint mér um margt. Setningum orðum og oröfæri, hef ég reynt aö haida til haga eftir minni mlnu, einsog þaö var talaö á Snæfellsnesi fyrir aldamót og lengi eftir þaö. En nú hevrist þaö ekki lengur þó á sömu slóöum sé.” Skipið, sem frá.er greint hvílir nú að sögn Guömundar „i móöurskauti moldarinn- ar" i Hjaliatanganum f Ytra Skógarnesi. I I I I I I I I I I sem nýir menn á eftir. Allir kysstu þeir og föömuðu húsmóð- urina fyrir matinn, og bóndinn haföi gaman af. Aöur en þeir fóru dró húsbóndinn upp úr rúmhorni sinu brennivínspela og gaf hverj- um hálft staup áður en þeir fóru. Þetta jók á gleöina. (Jtlitekkigott Nú er byrjað að bera vistir allar i verbúðina en Skógarnesmenn áttu verbúð á Stapa — vistlegustu verbúöina sem að likum lætur, aðrir eins hagleiksmenn og þeir voru. Þeir koma sér fyrir og skipuleggja háttu sina I búðinni. „Þegarvið erum búnirað þessu verðum viö að taka til I báöum hjöllunum, reisa tvennar trönur, koma öllum rám á rétta staöi og hafa allt tilbúið fyrir næsta dag”, sagði GIsli. Og viö þaö unnu menn af kappi I beljandi næðingnum upp af Eiriksbúðarklettunum. Enginn reri þennan dag, þvi noröan hvltfreyöandi strekkingur var yfir allár vikur, og engar llk- ur á aö róið yröi næsta dag. Þá sagði Gisli allt I einu upp úr alltaf með fisk á færi, þvl fiskur- inn var svo þéttur I sjónum, að hann var niður við botn og upp- undir borðstokk. A siglingunni upp Stapavikina daginn áður tók Gisli eftir þvi, að sjórinn er dekkri á einum stað en öörum, og hugði GIsli aö þar væri mikill fiskur undir, enda var svo er hann kom þar á slóöir daginn eftir. Nú hlaða þeir skipið og það aöeins á þremur klukkutimum. Við aðgerð og veiðar Austurfall var á allan morgun- inn, og bar því skipið langt austur á vikina. GIsli vindur nú upp segl og siglir beitivind til lendingar- innar I Stapafjöru. Þá standa þar menn I fjörunni, undrandi yfir öll- um aflanum, en enginn hafði róiö af átta bátum, sem stóöu i fjör- unni,fiskurinn allur borinn á land og var það mikil kös af vænum fiski. Skipið er fest við skoröur I mjúkum sandinum, því útfall er á. Ganga svo menn heim til búö- ar, hita kaffi og matast. Vindinn er nú að lægja að mun, og aftur er lagt af staö I annan róður. Nú tekur GIsli með sér 30 ina steypti hann sjálfur á sina öngla og það af hreinu tini sem glytti i sem beitu I sjónum, og urðu þeir þvl mikið fisknari, enda drógu hann og hans menn tvo fiska á meðan hinir drógu einn. Skjót veðrabrigði Nú er komiö æði mikið i skipið og degi tekið að halla. Sett er upp segl og siglt til lands. Fiskurinn borinn upp, og skipið sett á land, en ótrúlega hátt að hinum fannst. Þá segir GIsli: „Nú förum viö heim f verbúð, sjóðum nýjan fisk, hvílum okkur vel og förum svo aUir I aögerðina á eftir. Veðrið verður gott frameftir nóttunni, og fiskinum verðum viö að koma öll- um á rár i' hjallinn, en hausarnir mega blða”. Það er komið logn og heiðsklrt veður sem varir til morguns, en þá byrjar aö þykkna í lofti, og austan tóra að myndast. GísÚ og hans menn fara nú allir heim I búðina örþreyttir menn og syfjað- ir. En hinir bátarnir sem fæstir reru daginn áður fara nú fyrir all- ar aldir á sjó. Um miðjan morgun byrjar snjókoma af austri og hvassviðri meö. Róa þá allir til lands með litinn afla. Kemur sér nú vel að stutt var farið, og undanhald að auki, þvi á svipstundu er komið austan rok og slyddubylur, sem hélst langt fram á dag. Hleypur þá um f jöruna út I og I vestan fárviðri og fannkomu sem hélst I marga daga, og hleypur þá uppá i norðan rok og fannkomu með hörku frosti, og stóö þaö veður I marga daga, en fór þá að lægja og batna. Að safna kröftum Þegar Gisli vaknar er komið fram á dag og heyrir hann veður- gnýinn. Er óveðrið og slyddan lamdigluggann blindan á verbúö- inni varö Glsla að oröi: „Þetta sá ég á loftinu I gærdag er við vorum aö lenda, að hann mundi gera ó- veður. Þvi setti ég skipið svo hátt sem éggerði. Nú gengur hann úti með veltiforáttu, en við skulum drengir hvlla okkur vel og safna kröftum, þvi mig dreymir aö við þurfum á öllu okkar að halda er veðrið batnar”. Breiddi hann svo dúnsængina uppyfir höfuð og brekánið llka. Einn fór þó á fætur og hitaði kaffi, allir vöknuðu viö angan af kaffinu, þvi' uppúr katlinum sauð og jók þaö ilminn I verbúöinni. GIsli losar nú svefninn og ýtir of- an af sér brekáninu, sest framan árúmstokkinn I nærfötunum ein- um saman. Þau voru þykk ullar- nærföt úr þeli. GIsli lék nú við hvern sinn fingur með gamanyrð- um og léttu spaugi, og snæddi ný- bakaö brauð að heiman meö smjix-i og hangikjöti. En úti æddi voru llka frábær vörn fyrir kuld- anum sem oft var mikill að næturlagi I verbúðinni I kuldatiö á vorin. I landlegum gerðu menn sér margt til dægrastyttingar. Sig- urður orti stökur, ljóö og kvæði, en hann var hagleiksmaður á tunguna, las fyrir hina ljóö sin og sögur af ýmsa tagi, en aldrei orti Sigurður ljótar vísur um einn eða annan og var þvi vinsæll maöur og hversmanns hugljúfi alla ævi. Daniel smiðaði smáhluti úr eir og látúni og hafði yndi af, en GIsli telgdi til sylgjur fyrir bú sitt heima. Þegar þvi var lokið, og yrði landlegan löng tók hann sér fyrir hendurað smiða módel fyrir beislisstengur og istöð, er steypa átti er heim kæmi að lokinni vor- vertiö. A meðan hann var að tegla til og tálga, gat hann samt sagt gamansögur af sjálfum sér og öðrum I léttum tón, er allir höfðu gaman af að heyra. Rímurnar vinsælar Sumir kváðu rimur við raust, og tóku þá allir undir. Af þeim rlmum þar sem mikið var um siglingavlsurl, höföu menn mikið yndi og kváöu þær sér til ánægju- auka einir sér og ekki sist út á s jó ef mikið var siglt I úfnum sjó og hvassviöri. Eina visuna kenndi Gisli mér,og er hún á þessa leið: „öslaði gnoðinbelgdist boðinn blikaði voðin, Kári söng Stýrið gelti, aldan elti innsérhelltiá borðinlöng”. Hannraulaöi þessa vísuoft með sjálfum sér og liföi þá I anda löngu liðinna sjóferða á úfnum sjó I válegum veðrum Én snúum nú afturheim og inn I vinhlýju verbúðina þeirra Skóg- arnesmanna. Það erhlýtt inni þó úti geisi Iskaldur stormurinn og hagliö lemjifreðna þekjuna á kof- anum þeirra, og vindharpan syngi við gluggann. Hún svæfði þá á kvöldin, og söng yfir þeim á nóttunni og svefn þeirra var djúp- ur og hreinn. í landlegu gengu menn oft á aðra bæi, og var það vel séð af Stapamönnum, þvl Skógarnes- menn voru góðir gestir og öllum til ánægju. Nú er veðrið aö ganga niður en þó engar likur á sjóveðri næsta dag, aö mönnum fannst. Þó sagöi Gisli viö menn slna: „Ég held að það væri rétt að fara snemma I háttinn I kvöld. öllum þóttu rúm- ingóöogætlasérnú að sofalanga nótt og fram á hádag, þvl hvass var hann enn og vel kaldur eins og þeir oröuðu þaö. En viö dögun vaknar Daniel við það, að GIsli er að fara út úr“verbúðinni en segir ekki neitt, kemur inn að vörmu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.