Vísir - 10.12.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 10.12.1979, Blaðsíða 7
VÍSIR Mánudagur 10. desember 1979 Bók um handrltamálið og Bjarna M. Gíslason „Handritamáliö” heitir nýút- komin bók, sem gefin er út i til- efni af sjötugsafmæli Bjarna M. Gislasonar, enhannlagði á sinum tima meira af mörkum til kynn- hgar á málstaö íslendinga i þvi máli en flestir aörir f Danmörku. Þaö er Hilmir hf sem stendur fyrir útgáfunni, en þeir Jón Björnsson rithöfundur og Sigurður Gunnarsson, fyrrum skólastjóri, önnuöust hana. í inngangsorðum segir dr. Jónas Kristjánsson meðal annars um þátt Bjarna I baráttunni fyrir heimsendingu islensku handrit- anna Ur dönskum söfnum: „Fólkið þarf aö vita sinu viti og þingmenn, sem eru i senn þjónar þess og leiðtogar, þurfa að þekkja vilja þess. Og þar kom Bjarni M. Gislason til skjalanna. Hann var hvorki háður st jórnmálamönnum né sérfræðingum. Þvi gat hann sagt það sem honum sýndist og þar sem honum sýndist. Hann var liðsmaður i eindrægustu sam- tökum stuðningsmanna okkar I Danmörku. Hann aflaði sér, af Grínbók um knatt- spyrnustjörnur: Margir ræða knattspyrnumál af meiri alvöru en sjáif lands- málin og stekkur þá ekki bros, sérstaklega ekki ef uppáhalds- liðið þeirra hefur nýlega tapaö. Knattspyrnu er þó sem betur fer hægtaðhorfa á i skoplegu ljósi og það gera þeir Toon og Joop, höfundar grinbókanna um Fót- boltafélagið FAL, sem eru að vinna sér æ meiri vinsældir i Evrópu um þessar mundir. Nú hefur Bókaútgáfan Orn og Orlygur gefið útfyrstu bókina um þetta fræga fótboltafélag og er þýðandi hennar Ólafur Garð- arsson, menntaskólanemi. Þeir félagar, Toon og Joop, bregða skoplegu ljósi á stjörnu- dýrkun iþróttaunnenda, auglýsingaskrum félaganna, „iþróttaandann” og kynna les- endum hvernig lif„stjarnanna” i raun og veru er. 1 næstu bók, sem kemur út að ári, koma þeir Fals- ararvið á Islandi á leið sinni til Argentinu og i þriðju bók heim- sækja þeir tsland gagngert til þessaðkeppa við KR og þá fer nú að hitna i kolunum í Vestur- bænum. eigin rammleik, þekkingar á sögu handritasöfnunar og handrita- fræðinga á tslandi og i Dan- mörku. Rit hans og ræður voru hvorttveggja i senn: beinn stuðn- ingur við málstað tslendinga og jafnframt vopn I hendur hinna fjölmörgu góðvilju* ðuvina okkar i Danmörku”. 1 bókinni „Handritamálið” er birt grein eftir Poul Engberg, sem nefnist „Islensku handritin og dönsk þjóörækni* Auk þess eru i bókinni nokkur erindi Bjarna M. Gislasonar, sem varpa ljósi á þátt hans I handritamálinu, en á bókarkápu er minnt á, að hann hafi verið nefndur „málflytjandi i handritamálinu fyrir dómi dönsku þjóðarinnar”. ú ftfríWrfCæí iíh' & * •atú kS« p* « W»Wn« k'? t> Yrklr um Ifflðl amstrl dagslns Bókaútgáfan Valfellhefur gefið út ljóðabókina útsynningur eftir Gunnar Finnbogason skólastjóra. ÚTSYNNINGUR er fyrsta ljóðabók og jafnframt fyrsta skáldverk Gunnars Finnboga- sonar. „Á sl. sumri tók hann til að yrkja — en hafði aldrei ort fyrr. Efni kvæöanna, sem eru 24, er lif okkar I amstri dagsins, þvi höfundur kemur viða við — borgarlifið, I banka, hjá fógeta, I Stjórnarráöið, um lifiö og dauð- ann, vorið o.s.frv.” segir i frétt frá útgefanda. Kveniýslngar í 6 skáldsögum SONUR Helgafell hefur gefið út bókina Sonur reiðinnar eftir danska höf- undinn Hans Kirk i þýðingu Magnúsar Kjartanssonar. Sonur reiðinnar er söguleg skáldsaga sem gerist i Gyðinga- landi á dögum Krists. Kristur er spámaður og fulltrúi alþýðunnar andspænis voldugri prestastétt og setuliði Róipverja. Sagan varpar ljósi á þjóðfélagslegan og póli- tiskan bakgrunn guðspjallanna en jafnframt hafa menn lesið úr henni samlikingu af lifinu i Dan- mörk undir herveldi Þjóðverja á striðsárunum, að þvi er segir i bókarkynningu frá útgefanda tlt er komin bókin Kven- lýsingar I sex Reykjavikur- skáldsögum eftir seinni heims- styrjöld. Höfundur er Gerður Steinþórsdóttircand. mag. og er hér um að ræða ritgerö hennar til kandidatsprófs i Islenskum Gerður Steinþórsdóttir bókmenntum frá Háskóla tslands haustiö 1978. Bókin er gefin út af Hinu islenska bókmenntafélagi I samvinnu við Rannsókna- stofnun i bókmenntafræði við Háskólann. Er hún f jórða bókin I flokki fræöirita stofn- unarinnar. Skáldsögurnar sex sem fjallaö er um eru þessar: Atóm- stööin eftir Halldór Laxness, Dfsa Mjöll eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur, Sóleyjarsaga eftir Elias Mar, Sjötiu og niu af stööinni eftir Indriða G. Þor- steinsson, Dyr standa opnar eftir Jökul Jakobsson og Dægurvísa eftir Jakobinu Sigurðardóttur. Kvenlýsingar eru kannaðar út frá hugmyndafræði kvenfrelsis- hreyfingarinnar.Skiptist bókin I tvomeginhluta: I hinum fýrri er fjallað um karlveldisþjóðfélagiö og drepið á nokkrar hugmyndir, sem mótað hafa viðhorf til kvenna I vestrænni menningu. Þá er lýst kvenfrelsisstefnu i bókmenntarannsóknum og greiningaraöferðum, „femin- iskra” fræðimanna. I seinni hluta eru sögurnar kannaöar hver fýrir sig, staða kvenna þar og sú hugmyndafræöi sem aö baki býr. CROWN CROW T4EKI JOLA ÁRSIHS Verð oðeins nsOs/CfOi Kr. 155.765. Stereo CSC-820 BUOIN Skipholti19 SENDUM UM ALLT LAND

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.