Vísir - 10.12.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 10.12.1979, Blaðsíða 9
vism Mánudagur 10. desember 1979 STETTARFELAO KJOSEHDA Siðastliðin tíu ár hefur ekki gengið á ööru meir en stórfelld- um kjarasamningum, styttingu vinnutlma og félagsmálapökk- um, og gætu eflaust einhverjir sagt, að allt væri það til fyrir- myndar. Fólk hefur keppst við að byggja yfir sig, stofaa til stdrfelldra skulda, krefja um hærri laun til að geta greitt þessar skuldir og spá I verð- bólgu meira en bankainnistæð- ur. Þótt ekki sé farið lengra aft- ur I tlmann en nemur þrjátlu ár- um, er svo komið, miðað við þann tima, að nú eru velflestir landsmenn orðnir stóreigna- menn að brunabótamati eða fasteignamati, eftir þvi hvort er hærra þessa stundina, og telja fram miklar tekjur að enduðu hverju umbrotaárinu á fætur öðru. Brauð og leikir Jafnhliða hinum miklu eign- um á pappirnum, förlast okkur um menningu og tungu I þeim mæli, að jafnvel er farið að tala um það fullum fetum að óþarfi sé að verja tunguna lengur fyrir utanaðkomandi áhrifum. Er- lend tökuorð fá lærða meðferð I málbullstlmum rikisfjölmiðla og listsköpunin snýst að mest- um hluta um barnalega flat- neskju undir stjörnumerkjum dagvistunar og félagsfræði. Allt hefur þetta vaxið i hlutfalli við auknar opinberar innspýtingar, þar sem skólarannsóknardeildir eru farnar að skyggja á heilu ráðuneytin I mannafla og allri fyrirtekt. Opinbert leikhúsllf kostar varla undir einum millj- arði á ári I rikisfé, og leiklistar- áhuginn er sllkur, að við liggur að tve.ir tugir manna útskrifist á hverju ári, annað tveggja til að stofna ný leikfélög á opinberu framfæri, eða ganga I innmúruð leikvirki, sem fyrir eru með hlutdeild I nefndum milljarði. Kenningin um brauð og leiki hefur á ný öðlast fornt gildi, og framundan eru enn meiri fjár- framlög til félagsmála, skóla- rannsókna og þeirrar leiklistar, sem sprottin er beint upp úr jarðvegi barnaleikvalla þjóð- félagsins. Og til að halda öllu firverkinu gangandi þarf enn meiri álögur, þvl alltaf eru allir varasjóðir tómir vegna fjár- festinga I steinsteypu, jafnt at- vinnuleysistryggingarsjóður sem bjargráöasjóður. Kjósandinn og skyn- semin í þessu andrúmslofti voru haldnar kosningar I landinu, þar sem einnflokkurinnkvað upp Ur með, að nú yrði að fara að huga að verðbólgunni og það I snatri. Annar flokkur taldi, að auðvitað þyrfti að huga að henni, en lof- aði að fara hægt I sakirnar; sá þriðji lofaði að athuga eitthvaö um hana á næstu tveimur árum og sá f jórði kvaðst játa að verð- bólga kæmi illa við láglauna- - fólk, en hafði annars ekkert um málið að segja. Sýnilegt var á þeim flokki, sem mestan við- búnaðhafði uppi gegn verðbólg- unni, að hann bjóst við tölu- verðufylgi I kosningunum. Hins vegar fóru leikar svo, að flokk- urinn sem lofaði að athuga verðbólguna á næstu tveimur árum (hún er nú sögð I 80%) vann umtalsverðan kosninga- sigur. Þótt nær eingöngu væri talaðum verðbólgu I kosninga- baráttunni varð sú raunin, aö það umtal hafði ekki Urslitaþýð- ingu I kjörklefanum, heldur hin- ir margvislegu hagsmunir, sem tengdir eru verðbólgunni, og standa ofar skynseminni. Þegar svo er komið á hættulegum tlm- um, að langflestir frambjóðend- ur tala eins og kjósandinn vill heyra, I stað þess að freista að leiða þjóðfélagið út úr þrenging- um, verður kjósandinn varla krafinn um skynsemi. Hin heilaga móðir í efnahagsumræðum á Al- þingi hefur löngum verið ljóst, að um stéttaþing er að ræða en ekki löggjafarþing fullvalda þjóðar. Þingmenn mótast þar ár eftir ár af viðhorfum til þess, hvort eigi að láta bændur hafa þrjá milljarða I ár, hvort sjávarútvegurinn þurfi ekki meiri styrki, hvort iðnaðurinn verði ekki að hafa sina vernd fyrir innflutningi, og hvort menningin I landinu þurfi kannski meira en milljarð. Sumir þingmenn eru orðnir svo undirlagöir af hinni sifelldu kjarabaráttu og kjaraumræðu I sölum Alþingis, að þeir geta hvergi komið fram öðru vlsi en þylja tölur, sem almenning varðar auðvitað ekkert um, bara ef ekki er farið að krukka I hina heilögu móður — rlkis- framlagið til allra hlusta — og verðbólguna. Hvergi örlar á þvl að þessum fulltrúum markaðs- þjóðfélagsins finnist, að Island þurfi einhvern hlut af tíma þeirra. Jafnvel hiö gamla kjör- orð „Islandi allt” er nú að- hlátursefni. Istaðinn hafa harð- snúnir pólitlkusar haslað sér þröngan völl Ut af stöðu landsins I vestrænni samvinnu. Meö þvl móti telja þeir sig vera að sinna föðurlandinu — erlendis, og frekar þarf ekki aö föðurlands- málum að vinna. Fasteignir greiðist með verðbólgu Hin langa kjaraumræða á Al- þingi hefur loksins menntað kjósendur svo I viðhorfum, aö þótt þeir játi einum eða öðrum flokki fylgi sitt, koma þeir þó fyrst og fremst fram sem stéttarfélag kjósenda. Þar skýr- ist að nokkru sá miklu fjöldi, eða 30%, sem lýsti sig óákveð- inn fyrir kosningar. Þetta er eðlileg þróun, sem stjórnmála- mennog landsfeður hafa sjálfir kallað yfir sig. Fái bændur ekki sina þrjá milljarða, kjósa þeir ftokkinn, sem vill borga þeim þessa peninga. Sé orðaö, að nú þurfi að hægja á skattheimt- unni, llka hjá þeim verslunar- mannahræðum, sem þurfa vegna verðbólgu að greiða hærra fyrir irinkeypta vöru en þá, sem þeirvoruaðselja,-hvað sem það gengur nú lengi, hugsa opinberir starfsmenn, félags- málapakkarnir og skólarann- sóknadeildirnar sem svo, að aldrei fari þeir að kjósa yfir sig atvinnuleysi. Fólk i sjávarút- vegi sér á augabragði, að sam- dráttur verðbólgu getur hæg- lega þýtt að minna verði gert Ut. Crtgerðin gæti hreinlega fariö á hausinn, og þeir sem eru orðnir stóreignamenn I steinsteypu, samkvæmt fasteignamati eða brunabótamati — eða eru um það bil að verða milljóna- mæringar, sjá glöggt, að eigi að minnka verðbólguna þyngist skuldabyrðin. Þeim finnst, aö þeir eigi rétt á þvl að verðbólg- an greiði fasteignirnar I fram- tlðinni, eins og hún hefur gert. Þannig sameinast stéttarfélag kjósenda um að tryggja að laun- in haldi áfram að hækka á þriggja mánaða fresti, að bænd- ur fái sína þrjá milljarða, þegar þeir biðja um þá, leikhúsum haldi áfram að fjölga og hinir néðanmcíls Indriði G. Þorsteinsson veitir her fyrir sér úrslitum nýliöinna kosninga og kemst að þeirri niðurstöðu að „Stéttarfélag kjósenda” hafisigrað I kosning- unum fyrir miiligöngu Fram- fóknarftokks. Hann segir að félagsmenn sameinist um að tryggja að launin haldi áfram að hækka á þriggja mánaða fresti að bændur fái sína þrjá milljarða, þegar þeir biðja um þá, leikhdsum haidi áfram að fjölga og hinir „rUcu” stein- stey pueigendur I fasteignum og brunabótam ati geti borgað skuidir sinar. „rlku” steinsteypueigendur I fasteigna- og brunabótamati geti borgað skuldir sinar. Þeir hétu fólki vinstri stjórn Og svo vill til að þessu var raunar öllu lofað fyrir kosningarnar. Ekki veit undir- ritaður, hvort Framsóknar- flokkurinn lofaði þessu sérstak- lega frekar en t.d. Alþýðu- bandalagið. En Framsóknar- flokkurinn hafði uppi eina stefnu, sem stéttarfélag kjós- enda leit svo á að væri fullnægj- andi,og hún var, að hann ætlaði að mynda vinstri stjórn. Það var I raun og veru óvenjulegt, og sérstaklega fyrir Fram- sóknarflokkinn, að lýsasliku yf- ir. Flokkar fara sér yfirleitt hægti sllkum yfirlýsingum fyrir kosningar. En sú breyting er orðin á Framsóknarflokknum frá þv! hann liföi góða daga sem félagslega sinnaður milliflokk- ur, að nú hefur hann ákveðið að gerast forustuafl fyrir vinstri stefnu I landinu. Hann naut þess I nýliðnum kosningum að vera fyrsti flokkurinn sem skilur, að við stéttarfélag kjósenda dugir engin tæpitunga. Það verður að segja skýrt og skorinort, að hagsmuna þess skuli gætt i hvlvetna. Allir sem vilja pen- inga, skulu fá þá, og þeir sem eruað verða rlkir I steinsteypu, en skulda kannski þrjátiu milljónir, eiga aftur að fá svefn- frið fyrir áhyggjum. Verðbólg- an verðurlátinsjáum skuldina. Þannig hefur stéttarfélag kjós- enda sigrað I þessum kosning- um fyrir milligöngu Fram- sóknarflokksins, sem m.a. bjó um langan aldur aö forustu- manni á borð við Eystein Jóns- son, sem þótti harður og glöggur fjármálaráðherra fyrir rlkisins hönd, oghéltþviað mönnum, aö ekki mætti segja það fyrir kosningar, sem ekki væri hægt að standa við eftir þær. Leik- húsið Framsókn fær svo sem engan milljarð til starfsemi sinnar, hvorki frá rlkinu eða öðrum. En það hlaut umtals- verðan kosningasigur. Útaf fyr- ir sig er það hamingjuefni bæði fyrir undirritaðan og ftokkinn. En undirritaður hélt I einfeldni sinni hér á dögum áður, að ann- að mál væri hvort flokkur vildi tryggja sanngjarnt llf I landinu byggt á nokkrum félagsþroska, og hitt að verða fyrstur til aö hagnast á blindum kröfum kjós- enda, sem búið er aö ala þannig upp af skammsýnum efnahags- málapostulum, að ekkert kemst lengur að nema umhugsun um viðvarandi verðbólgu og prent- un peningaseðla. og sá fjórði kvaðst játa, að veröbólga kæmi illa við láglaunafólk, en hafði annars ekkert um málið að segja......

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.